Alþýðublaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 1
Efnahagsmálin FJÁRMÁLARÁÐHERRA UNDIRBÝR STÓRAÐGERÐIR i fjármálaráðuneytinu er til- lögugerð á lokastigi um að- gerðir af hálfu ríkisstjórnar til að styrkja stöðuna í efna- hagsmálum. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra segir aðgerðirnar til þess fallnar að leiðrétta að nokkru misvægið milli at- vinnugreina í landinu, rétta hlut fiskvinnslunnar og draga úr kapphiaupinu eftir fjár- magni og vinnuafii, sem sé einn helsti þensluvaldurinn á höfuðborgarsvæðinu. Tillög- urnar snúast aðallega um fernt: Endurgreiðslur á upp- söfnuöum söluskatti í sjávar- útvegi. Skuldbreytingar i sjávarútvegi. Breyttar starfs- reglur Verðjöfnunarsjóðs. Heildarendurskoðun á fjár- festingaráformum opinberra aðila, rikis, sveitarfélga og atvinnulífsins. Þar á meðal telur fjármálaráðherra brýnt að hefja ekki á ný útgáfu nið- urgreiddra lánsloforða til húsnæðismála í óbreyttu kerfi. í samtali við Alþýðublað- ið í gær sagði Jón Baldvin að varðandi endurgreiðslur á uppsöfnuðum söluskatti bæri að athuga að hinar ýmsu greinar sjávarútvegsins væru misjafnlega á vegi staddar: „Útgerðin stendur bærilega. Það sést best á fjárfestingaráformum um ný- smíði og meiriháttar endur- bætur á fiskiskipum, sem áætlað er að nemi á fimmta milljarð króna, að langmestu leyti fjármagnað með erlend- um lánum.“ Fjármálaráöherra sagði að þessi fjárfestingar- áform væru verulega stór hluti af þeim tölum sem birt- ar hafa verið um óhæfilegan viðskiptahalla. í Ijósi sam- dráttar afla og mikillar verð- bólguþenslu, væri þvi ein- sýnt að endurskoða þessi áform og fresta þeim.“ Endur- greiðsla á söluskatti ætti þvi fyrst og fremst að beinast til þeirra greina, eins og fryst- ingarog loðnuafurða, sem bágasta hafa afkomu." Arið 1984 fengu fyrirtæki i sjávarútvegi skuldbreytingu til þriggja ára á opinberum gjöldum. Uppi eru tillögur um að lengja lánstíma, fresta vaxtagreiöslum fram að árinu 1989. Að sögn Jóns Baldvins er um að ræða fjárhæðir sem nema um 400—500 milljón- um króna. Þriðja aögerðin felst í breyttum starfsreglum Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og fjóróa meginatriðið snýst um heildarendurskoðun á fjárfestingaráformum opin- berra aðila, ríkis, sveitarfé- laga og atvinnulífsins. Um er að ræða lánsfjármögnuð fjár- festingaráform, aðila eins og Landsvirkjunar, Pósts og síma, sveitarféíaga og einka- aðila. Jón Baldvin sagði einnig ástæðu til að endur- skoða áform um fjárfestingar í samgöngumannvirkjum. „Auk þess er brýnt að draga úr þenslu með því að hefja ekki á ný útgáfu niður- greiddra lánsloforða til hús- næðismála i óbreyttu kerfi. Einkum og sér í lagi þar sem risavaxinn niðurgreiðsla þessara lána og látlaus eftir- spurn eftir fjármagni, á stór- an þátt í aö spenna upp vexti á fjármagni í landinu." Jón Baldvin sagði að end- anlegar ákvarðanir um út- færslu á slíkwm aðgerðum yrðu að sjálfsögðu ekki tekn- ar fyrr en liggi fyrir hvaöa þróun kjaramálin.taka. „Það er ekki unnt að grípa til slíkra almennra aðgerða á grund- velli kjarasamninga í einum landshluta og það er að sjálf- sögðu einnig erfitt að gera það ef einungis er verið að tala um samningatil örfárra mánaða. Ákvarðana er því ekki að vænta fyrr en þau mál hafa skýrst betur,“ sagði fjármálaráðherra. Aðspurður um kjarasamn- ingana á Vestfjörðum sagði Jón Baldvin, að þeir sem harðast gagnrýndu þá samn- inga, þeirra á meðal ýmsir sem síst skyldi, ættu að reyna að setja sig i spor Vestfirðinga. „Vestfjarðarsamningarnir eru um það, að leiðrétta kjör verkafólks almennt til jafns við BSRB-samningana og tryggja fiskvinnslufólki sér- staklega leiðréttingu sinna mála. Það er gert með nám- skeiðsálaginu.. Starfsaldurs- álögum og þeim ávinningi sem frystiiðnaðurinn á Vest- fjörðum telur sig geta tryggt sínu fólki með nýju hluta- skiptafyrirkomulagi eða hóp- bónuskerfi í stað gamla bónuskerfisins." Þá sagði Jón Baldvin að fulltrúar vinnslunnar ög vinn- andi fólk hefði sameinast um að gera samning sem vitandi vits væri gerður á plani hins raunverulega, þótt vafalaust væri boginn spennturtil hins ítrasta miðað við greiðslu- getu í rekstri sem rekinn væri með halla. Barnabœtur 700 MILLJ. SENDAR ÚT Sendar hafa verið út ávís- anir vegna barnabóta tii tæp- lega 69 þúsund aðila, að upp- hæö 575 milljónir króna. Enn- fremur er i vinnslu útborgun barnabótaauka, sem þýðir að í heild verði greidd út upp- hæð á bilinu 650 til 700 millj- ónir króna vegna barnabóta og barnabótaauka. Barnabætur hjóna með 1 barn eldra en sjö ára eru í ár 17.888 krónur, en voru í fyrra 12.625 krónur. Fyrir annað barn og fleiri eru greiddar 26.832 krónur en í fyrra 18.910 krónur. Óskertur barnabóta- auki er 41.414, en var í fyrra 25.230 krónur. í fyrra komu barnabætur til frádráttar álögðum gjöldum. Húsnæðisstofnun brá á þaö ráð í þessari viku að loka sima lánadeildar svo næði gæfist til að afgreiða tilkynningar um lánsrétt. Á mánudag fóru, að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar forstjóra Húsnæðis- stofnunar, nokkuð á fjórða þúsund tilkynningar í póst. Sigurður sagði að i vikunni ætti að takast að af- greiða flestallar tilkynningar, og í næstu viku verði hafist handa við að afgreiða lánsioforð. Það er þvi í nógu að snúast hjá Húsnæðisstofnun og ófáum möppum flett þessa dagana. A-mynd Róbert. Þráinn Peningar i ^ fékk þann i _ 13 mættu vera stóra ipr p' meiri 3 W-iJi'' i 8 ðakflji ijL mm Neytenda- samtökin í hart 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.