Alþýðublaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 23. febrúar 1988 M ISLAND OG EFNAHAGSBANDALAGID Rœða Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra á fundi SAMAK — samstarfsnefndar norrœnna jafnaðarmannaflokka, í Stokkhólmi 18—19. febrár s.l. Sögulegt val Innan fárra ára mun ís- lenska þjóðin standa frammi fyrir sögulegu vali: Annað hvort að gerast verstöð fyrir Evrópskan fiskiðnaö — ný- lenda sem fjarstýrð yrði frá Brussel; eða að gerast 52 fylki Bandaríkjanna. Það yrði þá lendingarstað- urinn eftir 1000 ára siglingu Leifs heppna frá Noregs- ströndum til Vínlands hins góða. Þannig lýsir sérfræöingur I utanrlkisviðskiptum i nýlegri tfmaritsgrein þeim kostum sem íslendingar kunna að standa frammi fyrir, innan fárra ára. Röksemdafærslan er eitt- hvað á þessa leið. Þróunin í átt til Bandaríkis Evrópu veröur ekki stöðvuð úr þessu. Hvort sem rlkis- stjórnum EB tekst að standa við dagsetninguna 1992 fyrir „hindrunarlausan innri markað" eða ekki — þá verð- ur ekki aftur snúið. EFTA mun leysast upp. Noregur gengur í EB á næsta áratug. Hlutlausu rfkin í EFTA fylgja á eftir. Hvenær það gerist ræðst af þróun al- þjóðastjórnmála, Glasnost og Perestrojku, og árangri samninga um kjarnorkuaf- vopnun Evrópu. Þá gæti svo farið að ísland yrði eina V— Evrópuríkið inn- an NATO sem stæði utan hins nýja stórveldis á megin- landi Evrópu. Getum við staðið fyrir utan? En hvers vegna getur ís- land ekki slegist í hópinn? Getum við yfirleitt staðið fyr- ir utan, sérstaklega eftir að Norðmenn væru komnir inn fyrir dyrnar? Þar með hefðum við glatað bandamanni í samningum við EB um að tryggja fríverslun með fisk- afurðir; auk þess stæðumst við eftir það ekki samkeppni á EB—markaðnum, þar sem ytri tollar á fiskafuröir yröu of háir. Viðskiptahagsmunir ís- lendinga virðast í fljótu bragði mæla með inngöngu. Utanrlkisverslun nemur um 50% af þjóðarframleiöslu ís- lendinga. Um 75% útflutn- ings er enn fiskafurðir. 1987 var 55% af viöskiptum okkar við EB, bæöi út- og innflutn- ingur. Þessi viðskipti hafa farið hraðvaxandi á undan- förnum árum. Bæði vegna fjölgunar aðildarríkja EB og vegna gengisþróunar. Á sama tíma hafa viðskiptin við Bandaríkin dregist saman hlutfallslega: Útflutningurinn hefur minnkað úr 30 f 20%, innflutningur úr 10 í 8%. Viðskipti íslendinga við Austur—Evrópu hafa líka dregist saman. Viðskipti okkar við aðrar Norðurlanda- þjóðir eru aðeins aðra leið- ina: Við kaupum hlutfallslega mikiö af þeim, þeir kaupa nánast ekkert af okkur í stað- inn. Á þvf er engin breyting sýnileg. Þorskastríð unnin fyrir gíg? Verða íslendingar þá ekki nauðugir viljugir aö fylgja á hæla öðrum Evrópuþjóðum inn fyrir ytri tollmúra EB? Og borga það verð sem upp er sett? Það er spurningin. Vandinn er sá að okkur finnst verðið of hátt. Hvað kostar aðgöngumið- inn? EB býður aögang aö stór- um tollfrjálsum markaði með mikilli kaupgetu — í staöinn fyrir fiskveiðiréttindi í ís- lenskri fiskveiðilögsögu. En m.ö.o. þeir heimta aðgang að þeirri einu aðlind sem fs- lenska þjóðin lifir af og telur ekki til skiptanna. Það er ekki langt síðan að íslendingar háðu þrjú þorska- strfð við tvö Evrópustórveldi: Bretland og Þýskaland — til að öðlast yfirráð fyrir þessari auðlind. Við unnum. En til hvers var að vinna þau stríð ef við töpum þvf aftur við samningaborðið í Brussel? Norömenn geta borgað það verð sem EB setur upp. Þeir lifa fremur á olíu en fiski. EB vantar olíu. Og niðurgreiðir fiskveiðar og hefur byggðasjóði til að halda uppi útkjálkum. Hins vegar er hætt við að íslendingar hafi ekki efni á að borga aðgöngumiöaveröiö. Hættan er sú að við yröum aftur hráefnisaflendur fyrir fiskiðnaöinn í Bretlandi og Norður—Evrópu eins og á fyrstu áratugum aldarinnar. Hlutskipti þriðjaheims ný- lendu er Iftt aðlaðandi, eftir 700 ára sjálfstæðisbaráttu. Við þetta bætast kvaðir um frjálsan flutning fólks og fjármagns innan hins útvfkk- aða Evrópubandalags. Þannig gæti erlent fjármagn eignast íslenskan sjávarútveg gegnum bakdyrnar. Það óttast margir. Og fyrst Norð- menn, sem eru a.m.k. 20 sinnum fleiri en við, óttuðust inngöngu í EB 1972, þá er ótti íslendinga þeim mun auðskiljanlegri. Jón Baldvin Hannibalsson heldur ræðu sína í Stokkhólmi á SAMAK- ráðstefnunni. (A-mynd IM). Hár ytri tollur En er þessi mynd ekki dregin upp í óþarflega svart/ hvítum litum? Geta Norðmenn og íslend- ingar ekki snúið bökum saman og tryggt hindrunar- lausa fríverslun með fisk- afurðin innan EFTA? 09 náð því næst fram sams konar samningum við inngönguna ( EB — án skilyröa um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi. Hafa íslendingar ekki þeg- ar náð frfverslunarsamningi við EB, sem kom til fram- kvæmda 76 að loknum þorskastrfðum, og tekur til flestra fiskafurða? Að vfsu. En það eru tfma- bundnir samningar og tak- markaðir. Að nokkru leyti byggjast þeir á kvótum. Og hækkun ytri tolla hefur veriö beitt, bæði fyrr og sföar, eftir því sem framboð og eftir- spurn á fiskmörkuðum EB hefur sagt til um. Fram hjá því veröur ekki gengið að EB hefur sam- ræmda fiskveiðistefnu þar sem gagnkvæmni um að- gang að auðlindum er skil- yrði fyrir aðgangi að markaöi. Og við vitum að EB er sjálft stórveldu fiskveiðum og vinnslu. í löndum EB eru gerð út 77 þús. fiskiskip, mönnuð 270 þús. fiskimönn- um. Þeir eru fleiri en allir ís- lendingar. Yfir 1 milljón manna byggir afkomu sína á þessum fiskveiðum. 270 þús. fiskimenn EB veiða 5 milljón tonn á ári í samanburði við 5 þús. fiskimenn á íslandi, sem veiða 1,5 milljón tonn á ári. Fiskneysla innan EB nemur nú 6—7 milljónum tonna sem að hluta til fer ekki til manneldis og skilar lágum veröum. Öll þessi útgerð og vinnsla stórlega niðurgreidd og rfkis- styrkt, rétt eins og landbún- aður innan EB, sem er við það að setja það veröandi stórveldi á hausinn. Við þennan rfkisstyrkta sjávarút- veg keppum við íslendingar. Það hefur gengið bærilega hingað til. En það gengur ekki lengur ef við þurfum aö borga háan ytri toll í kaup- bæti. Aðrir valkostir Hver er þá samningsstaða íslendinga, sérstaklega eftir að Norðmenn eru gengnir til liös við bandalagið? Hún er ekki allt of góð — ef við höfum ekki efni á að borga uppsett verð fyrir að- göngumiðann: Aðganginn að auðlindinni. Að þessu leyti erum við, fámenn þjóð með

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.