Alþýðublaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 1
^B—j STQF.NA^ Mióvikudagur 16. mars 1988 1919 BP með tilraunaboranir á Hatton-Rockall svœðinu: OLÍS BLANDAR SÉR INN í DEILUR UM ROCKALL Óli Kr. Sigurðsson segir að Olís, sem íslenskur umboðsaðili, verði að fá að fylgjast með. Óli Kr. Sigurðsson aðaleig- andi Olis, sem er umboðs- aðili British Petroleum á ís- landi, segir að Olis hafi farið fram á það við BP, aö fá allar upplýsingar um hvaða fram- kvæmdir eigi sér stað á vegum fyrirtækisins á Rockall-svæðinu. Óli segist aðeins hafa fengið spurnir af tilraunaborunum í fréttum ís- lenskra fjölmiðla. Komið hefur fram í fjöl- miðlum að BP hafi fengið leyfi til tilraunaborana á svæðinu, þrátt fyrir tilkall annarra þjóða um yfirráð á Hatton-Rockall hafbotns- svæðinu. Fyrir liggur m.a. ályktun Alþingis þess efnis að ríkisstjórnin vinni að sam- komulagi við Færeyinga, Breta og íra um yfirráð í sam- ræmi við ákvæði hafréttar- sáttmála. ítrekað hafa íslensk stjórnvöld lýst þessari skoð- un sinni vió bresk stjórnvöld. „Það er ekki annað en eðli- legt að við sem umboðsaðili fáum aö fylgjast með þessu. Hitt er annað mál, að ég er mjög á móti því að BP skuli fara þarna að bora vitandi að þetta er deilusvæði. Mér finnst reyndar að við eigum Oli Kr. Sigurðsson: Við höfum áður farið í stríð við Breta og unnið þau. kröfurétt á þessu svæði ekki síður en Bretar,“ sagði Óli Kr. Sigurðsson við Alþýðublaðið í gær. Sem fyrr segir hefur Olís farið fram á við BP að fá allar upplýsingar um hvað sé að gerast á Rockall-svæðinu af hálfu fyrirtækisins. Að sögn Óla var BP sent telexskeyti með ákveðnum fyrirspurnum. „Við teljum okkur auðvitaö fyrst og fremst íslenskt fyrir- tæki, en sem umboðsaöilar BP finnst okkur hálfkárlegt að við skyldum ekki vera látin vita. Ég tel reyndar að við eigum kröfurétt á þessu svæði, ekkert síður en Bretar. Við höfum reyndar áður farið í stríó við Breta og unnið þau,“ sagði Óli Kr. Fulltrúar utanríkismála- nefndar Alþingis hafa átt fundi i London síðustu daga, þar sem m.a. hefur verið fjall- að um hagsmunagæslu þjóð- anna á Hatton-Rockall svæð- inu. Sérstaklega hefur verið rætt um með hvaða hætti þjóðirnar geti hagað umfjöll- un og samningum um málið. I ferðinni fékkst staðfest að BP hafi í fyrra fengið leyfi til tilraunaborama á deilusvæð- inu. Nýbyggingar Alþingis munu væntanlega rísa á þessu svæði í grennd við ráðhusreitinn. Þær spurningar sem þingforsetar þurfa aðallega að velta fyrir sér, varða það hvort of mikil umferð verði á svæðinu með tilkomu ráðhúss. A-mynd/Róbert. Ráðhús í Tjörninni BORIÐ UNDIR ÞINGFORSETA Þingforsetar funduðu ígœr og fólu arkitekt nýbyggingar Alþingis að gera greinargerð. Fæöingarhríðir ráðhús- byggingar i Tjörninni hafa enn ekki tekið enda. í gær héldu forsetar Alþingis fund vegna erindis sem þeim hafði borist frá byggingarnefnd Reykjavíkur, um það hvort Al- þingi sem væntanlegur granni hefði einhverjar at- hugasemdir fram að færa vegna byggingarinnar. Niður- staða fundarins var sú að for- setarnir fólu arkitekt hinnar nýju byggingar Alþingis að kanna málið. Svar Alþingís þarf að hafa borist fyrir 25. mars. „Þetta er ekki spurning um persónulega skoðun okkar, heldur faglegt mat,“ sagði Karl Steinar Guðnason for- seti efri deildar í samtali við blaðið í gær. Þingforsetarnir, Karl Steinar, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson forseti Sam- einaðs þings og Jón Krist- jánsson forseti neðri deildar, voru sammála um þessa af- greiðslu málsins. Karl Steinar sagði að eftir að arkitektinn hefði gert slna greinargerð myndu þingfor- setarnir gefa endanlegt svar. Spurningin sem staðið er frammi fyrir, er hvort bygging ráðhússins geti oröið til tjóns fyrir Alþingi, sem ráð- gerir nýbyggingu i næsta ná- grenni. Byggingarnefnd ósk- aöi eftir svari, til þess að full- nægja ákvæðum um rétt ná- granna þegar um slíkar bygg- ingar er að ræða. Ef þingforsetarnir gera at- hugasemdir vegna byggingar- innar, er talið að taka verði fullt tillit til þess við fram- kvæmdirnar. Ríkisstjórnin: EKKI LENGUR DEILT UNI REFABÆNDUR Á rikisstjórnarfundi í gær var gert samkomulag um leiðir til þess að greiða úr vanda refabænda sem eiga i miklum erfiðleikum. Byggða- stofnun, Stofnlánadeild land- búnaðarins og Framleiðni- sjóður eiga samkvæmt sam- komulaginu að veita fyrir- greiðslu, en ekki gert ráð fyrir neinu ríkisframlagi. Komið hefur fram að Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra lagðist gegn sérstökum 17 milljóna króna ríkisstyrk. Samkomulag það sem náð- ist i rlkisstjórninni byggist að verulegu leyti átillögum frá fjármálaráðherra og nefndar- áliti þriggja þingmanna stjórnarflokkanna. Samþykkt ríkisstjórnarinn- ar felur m.a. í sér að Byggöa- stofnun verði falið aö gera út- tekt á fjarhagslegri stöðu hverrar fóðurstöðvar og l framhaldi af því að breyta hluta af núverandi lánsfé Byggðastofnunar við fóður- stöðvarnar f hlutafé. Ennfrem- ur að taka lán að fjárhæð 30-50 milljónir króna og leggja fram í fóðurstöðvar sem viðbótarhlutafé eða sem ný lán eftir atvikum. Byggða- stofnun verður gert kleift að selja hlutafé nýjum aðilum í loðdýrarækt og lána andvirði hlutabréfanna. Stofnlánadeild er falið að taka að sér málefni loðdýra- bænda, en henni tii aðstoöar verður skipaður sérstakur starfshópur. Aðstoö stofn- lánadeildar verður m.a. I því formi að afskrifa að hluta þau lán sem veitt hafa verið til fjárfestinga og skuldabreyta vanskilum. Þá er Stofnlána- deild og Framleiðnisjóði falið að veita 17 millj. hvorum aðila, eða samtals 34 milljón- um til refabænda, til hjálpar fram á haust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.