Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						AMHBUBIB
Fimmtudagur 24. mars 1988
NAMSTIMI
LENGDUR OG
SKÓLINN GERDUR
SJÁLFSTÆÐARI
skv. lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar
um Kennaraháskóla íslands
1 gær var lagt fram á Al-
þingi stjómarfrumvarp um
Kennaraháskóla íslands. Með
þeim lögum, eí samþykkt
verða er skólínn gerður að
miðstöð kennaramenntunar i
landinu.
Lagt er til að almennt kenn-
aranám verði lengt úr þremur
árum í fjögur og skólinn öðl-
ist heimild til að annast fram-
haldsmenntun til æðri próf-
gráðu en nú er. Kennarahá-
skólanum verður heimilað að
annast uppeldis- og kennslu-
fræðimenntun fyrir fram-
haldsskólakennara en
áhersla er lögð á endur-
menntun kennara.
í fylgiskjali með lagafrum-
varpinu er m.a. tekið fram að
ekki sé Ijóst hvort lenging
náms í skólanum muni leiða
til þess að aðsókn dragist
saman, en telja megi vfst að
lenging námstíma leiði til
hærri launa kennara í skólum
landsins.
Atkvœðagreiðsla á Alþingi um sölu áfengs bjórs á
íslandi:
BJÓRINN SAMÞYKKTUR
í NEÐRI DEILD
Bjófrumvarpið svokallaða
var samþykkt í 2. umræðu í
neðri deild Alþingis i gær-
dag. Fyrir atkvæðagreiðsluna
var talið mjög tvisýnt um
hvernig fara mundi og töldu
margir að bjórinn væri nú
alveg úr sögunni þar sem
margir varaþingmenn sitja á
þingi þessa dagana, sem eru
á móti bjórnum. Eftir þessa
afgreiðslu fer frumvarpið í
gegnum 3. umræöu i neðri
deild.
Atkvæðagreiðslan hafði
verið boðuð kl. 14.00 ( gær-
dag en vegna fjarveru margra
þingmanna var henni frestað
til kl. 15.30. Fyriratkvæða-
greiðsluna töldu margir þaó
mjög vafasamt að frumvarpið
yrði samþykkt þar semmarg-
ir varaþingmenn sitja á þingi
þessa dagana og eru þeir
flestir á móti bjórnum. Enda
fór það svo að margir kvöddu
sér hljóös meðan á atkvæða-
greiðslunni stóð, bæði fylgj-
endur frumvarpsins og and--
stæðingar.
í máli Jóns Sigurðssonar,
dómsmálaráðherra, kom m.a.
fram að til að skera úr um
sölu sterks bjórs hér á landi
þyrfti til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Niðurstaðan varð
síðan sú aö fyrsta grein frum-
varpsins var samþykkt með
21 atkvæði gegn 17. Aðrar
greinar voru einnig sam-
þykktar þannig að frumvarpið
er tilbúið til 3. umræðu í
neðri deild Alþingis.
STOFNAÐ
1919
57. tbl. 69. árg.
Stjórn lceland Seafood sat á maraþonfundi i gær. Fundurinn hófst klukkan 16 og stóð fram eftir kvöldi.
Honum var ekki lokið þegar Alþýðublaðið fór í prentun seint i gærkyöldi. Umræðuefnið var launamál
Guðjóns B. Ólafssonar. Á myndinni eru Gisli Jónatansson, Guðjón B. Ólafsson, bandarískur lögfræðing-
ur og stjórnarmaður og Erlendur Einarsson.
STEINGRÍMUR STEFNIR
PLO TIL ÍSLANDS
Fjölmiðlum barst í gær
skeyti frá Makhluf, yfirmanni
pólitískudeilda PLO i Stokk-
hólmi í Sviþjóð. í skeytinu
þakkar PLO Steingrími
Hermannssyni utanríkisráð-
herra fyrir yfirlýsingar á Al-
þingi. Ennfremur er þakkað
fyrir afstöðu íslands gagnvart
hernumdu svæðunum og
Gazasvæðinu. Þá segir
Makhluf að hann og Stein-
grimur Hermannsson hafi á
fundi í Stokkhólmi orðið
sammála um gagnkvæm boð
og sú boðsferð verði tilkynnt
opinberlega innan skamms.
Samkvæmt þessu skeyti virð-
ist þvi sem utanríkisráðherra
hafi boðið fulltrúum PLO til
íslands til viðræðna og að
PLO hafi boðið honum til
Túnis til viðræðna við PLO-
forystuna.
I skeytinu kemur fram að
„Hermannsson" (utanríkisráð-
ríerra) hafi vióurkennt PLO,
þ.e. rétt Palestínumanna til
að stofna sjálfstætt riki undir
forystu PLO á Gaza og á
Vesturbakkanum.
Viðbrögð Þorsteins Páls-
sonar forsætisráðherra, þeg-
ar Alþýðublaðið bar þetta
undir hann, voru þau að hann
treysti sér ekki að ræða um
sannleiksgildi þess sem fram
kæmi í skeytinu. Sagðist
hann vilja bíða eftir yfirlýs-
ingum um málið frá utanríkis-
ráðherra sjálfum.
Þegar Alþýðublaðið snéri
sértil Jóns Baldvins Hanni-
balssonar sagði hann:
„Að sjálfsögðu legg ég
engan trúnað á að rétt sé eft-
ir utanríkisráðherra haft það
sem fram kemur í fréttaskeyti
sendimanns PLO í Stokk-
hólmi. Að óreyndu veróur þvi
ekki trúað að utanríkisráð-
herra hafi án samráðs við for-
sætisráðherra og samstarfs-
aðila sína í ríkisstjóm Is-
lands, gefið út þvílíka yfirlýs-
ingarog skuldbindingar. Þaö
hefur í sjálfu sér enginn nein-
ar athugasemdir fram aö
færa vegna almennt orðaðrar
yfirlýsingar utanríkisráðherra
Islands um alþjóðlega friðar-
ráðstefnu um framtíðarskip-
an á hernumdu svæðunum.
Hluti samsteypustjómarinnar
i ísrael styður slikar tillögur.
En auðvitað nýtur fólkiö sem
sætir harðræðinu samúðar
allra góðra manna. En hafi
Steingrímur Hermannsson
lýst yfir viðurkenningu ís-
lensku rikisstjórnarinnar á
skæruliðasamtökum PLO,
sem forystuaðila nýs rikis á
hernumdu svæðunum og í
Gaza, þá hefur hann gegnið
langt út fyrir öll mörk. Sama
máli gegnir um yfirlýsingar
um gagnkvæm heimboð, ann-
ars vegar fulltrúa skæruliða
PLO til viðræðna við íslensk
stjómvöld og hins vegar að
þiggja boð PLO-skæruliða til
opihberra viðræðna í Túnis.
Slíkt gerirenginn utanrik-
isráðherra án samráðs við
forsætisráðherra og sam-
starfsaðila sína. Það getur
varla verið ætlan utanríkis-
ráðherra að vekja með þess-
um hætti athygli skæruliða-
samtaka á íslandi," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra, formaður
Alþýðuflokksins.
I útvarpsfréttum í gær-
kvöldi sagði Steingrímur
Hermannsson að margt í
skeytinu væri ekki nákvæm-
lega rétt eftir haft.
SOKN
KVENNA-
LISTANS
5
HVAÐ ER
LÝÐRÆÐI í
REKSTRI
8
JOHANNA
ÓSÁTT VIÐ
SIÐANEFND
3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8