Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Laugardagur 9. apríl 1988
FRETTASKYRING
Omar Friöriksson
skrifar
40 STJORNARMAL
í LOKAHRINU ALÞINGIS
Meðal stjórnarfrumvarpa eru skattskylda á innlánsstofnanir, og afnám ríkisábyrgðar hjá
fjárfestingarlánasjóðum. Frumvarp dómsmálaráðherra um dómskerfið verður lagt fram
þrátt fyrir andstöðu Framsóknar og Sjálfstœðisflokks.
Þegar lokahrina þingstarf-
anna á þessum vetri hefst
eftir heígina veröur stór
pakki stjómarfrumvarpa lagö-
ur fram. Um 40 mál hafa veriö
til umfjöllunar hjá þingflokk-
um stjórnarliða yfir páskana.
Á ríkisstjórnarfundi á
fimmtudag voru nokkur mál
afgreidd, þ.á.m. virðisauka-
skatturinn og frumvarp um
fjárfestingu erlendra aðila i
íslensku atvinnulífi. Ágrein-
ingur er enn uppi um einstök
mál og óvist um afdrif nokk-
urra mála. Þingflokkar sjálf-
stæðismanna og Alþýðu-
flokks funduðu i gær og að
öllum líkindum mun ríkis-
stjómin koma saman yfir
helgina til að ganga frá fieiri
málum sem samkomulag hef-
ur náðst um að verði lögð
fyrir þingið. Eftir er um mán-
uður af starfstima Alþingis
og loka frestur til að leggja
fram frumvörp á þingi rennur
út á mánudag nema sam-
þykkt verði afbrigði frá þing-
sköpum.
Flest frumvörp koma frá
ráðherrum Alþýöuflokksins.
Frá fjármálaráðherra koma
alls 9 mál og er helst ágrein-
ingur um frumvarp um skatt-
lagningu fjárfestingarlána-
sjóða og veðdeilda. Fram-
sóknarmenn hafa lagst gegn
því ákvæði að felid verði nið-
ur skattundanþága einstakra
fjárfestingarlánasjóða. Ríkis-
stjórnin hafði lýst því yfir að
þetta mál yrði flutt í kjölfar
efnahagsráðstafana og hefur
sérstök nefnd unnið að end-
urskipulagningu fjárfesting-
arlánasjóða undanfarið. Hef-
ur verió ákveðið að afgreiða
aðeins þann hluta málsins
sem lýtur að skattlagningu
veðdeilda og verður frumvarp
um það lagt fram á mánudag.
Forsætisráðherra mun þá
leggja fram frumvarp um af-
nám ríkisábyrgða hjá fjárfest-
ingarlánasjóðum sem undir-
búiö var í fjármálaráðuneyt-
inu. Þar er lagt til að ekki
verði lengur veittar ríkis-
ábyrgðir af nýjum lánum til-
tekinna fjárfestingarlána-
sjóða, m.a. til þess að jafna
afstöðu milli einstakra lána-
stofnana og auka arðsemis-
kröfur í lánveitingum.
Stór og lítil mál
Ekki er ágreiningur um frv.
fjármálaráðherra er fjallar um
að við álagningu tekju- og
eignarskatts 1988 nýtist
persónuafsláttur til greiðslu
eignarskatts af allt að 6
milljón króna eign. Þá má
geta frumvarps um bifreiða-
gjald þar sem ráðherra eru
veittar rýmri heimildir til
þess að undanþyggja
bifreiðagjaldi bifreiðir í eigu
öryrkja og björgunarsveita.
Frumvarp til staðfestingar á
bráðabirgðalögum sl. sumar
um ríkisábyrgðir verður lagt
fram og meö þeirri viðbót að
nú leggst ábyrgðargjald einn-
ig á verðbréf, sem ríkisbankar
gefa út til sölu innanlands,
og ábyrgðir þeirra á innlend-
um lánum.
Þá er beðið eftir afgreiðslu
framsóknarmanna á málum
viðskiptaráðherra um við-
skiptabanka og sparisjóði en
Alþýðuflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur hafa afgreitt þau.
Hröð afgreiðsla í tíma-
þröng
Ríkisstjómin hefur þegar
afgreitt frumvarp um Feröa-
skrifstofu rikisins, um lax- og
silungsveiði, um eiturefni og
um heimild fyrir Reykjavlkur-
borg til þess að taka eignar-
námi hluta af landi jarðar-
innar Vatnsenda í Kópavogs-
kaupstað. Sjáfstæðis- og
framsóknarmenn samþykktu
fyrir páska frumvarp um
breytingu á lögum um leigu-
bifreiðar en málið er til
afgreiðslu hjá þingflokki Al-
þýðuflokksins. í frumvarpinu
segir að á þeim stöðum þar
sem viðurkenndar fólks-
bifreiðastöðvar eru starfandi
sé öllum óheimill leiguakstur
á fólksbif reiðum utan stöðvar
eða frá stöð, sem ekki er við-
urkennd. Er með breyting-
unni ætlað að eyða óvissu-
ástandi um lagareglur á
þessu sviði eftir dóm Hæsta-
réttar í júní á síðasta ári i
máli Steindórs.
Meöal annarra mála sem
reynt er að hraða afgreiðslu á
fyrir þingbyrjun eftir helgina
eru: frumvarp landbúnaðar-
ráðherra um atvinnuréttindi,
húsnæðisstofnun frá félags-
málaráðherra, sala á Sem-
entsverksmiðjunni, Listasafn
íslands, jarðræktarlög, sala
Grænmetisverslunar, frum-
vörp dómsmálaráðherra um
hreppstjóraog þinglýsingar,
frumvarp um heilbrigðis-
fræðslu og um skógvernd og
skógrækt, svo nokkur séu
nefnd.
Ljóst þykir að þingmenn
eiga mikið starf fyrir höndum
að fjalla um öll þau 40 þing-
mál ríkisstjórnarinnar sem
tekin verða fyrir á næstu vik-
um.
M
FRAMSOKN GERI STJORNAR-
STEFNUNA UPP VIÐ SIG"
segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra
„Ég vefengi ekki að það
hafa oft komið fram skiptar
skoðanir i veigamiklum mál-
um innan ríkisstjómarinnar,
en hingað til hafa þau verið
leyst með samkomulagi sbr.
seinustu efnahagsaðgerðir
rikisstjórnarinnar. Formaður
Framsóknarflokksins hefur
öðrum fremur leikið hlutverk
gagnrýnandans í fjölmiðlum
og sú mynd hefur oft vakið
upp spurningar um ágreining
innan stjómarinnar. Hann
hefur þá venjulega verið
gerður í fjöimiðlum en ekki á
vettvangi ríkisstjómarinnar,"
segir Jón Baldvin Hannibals-
son fjármálaráðherra um
þann titring sem upp er kom-
inn meðal stjórnarliða vegna
yfirlýsingar framsóknar-
manna um aukafund mið-
stjórnar flokksins til að kort-
leggja ástand og samstarf í
rikisstjórn.
Fjármálaráðherra segist
ekki vilja blanda sér í innan-
húsmál framsóknarmanna og
kveðst ekki gera neinar
athugasemdir við það að þeir
geri úttekt á stefnu og starfi
stjórnarinnar. „En ég get tek-
ið undir það með þeim að
e.t.v. er ástæða til fyrir Fram-
sóknarflokkinn að hann geri
þessi mál upp við sig með
skýrari hætti."
— Lýsir þetta ágreiningi
innan stjómarinnar?
„Við stjórnarmyndun lögðu
stjórnarflokkamir mikið á sig
til að leysa ágreiningsmál og
ná málamiðlun. Niðurstaðan
varð óvenju ítarleg starfs-
áætlun til fjögurra ára. Mynd-
aðir voru ráðherranefndir um
veigamestu málin. Formaður
Framsóknarflokksins situr í
nefnd um efnahagsmál og
Halldór Ásgrlmsson varafor-
maður flokksins í nefnd um
ríkisfjármál og get ég lýst yf-
ir sérstakri ánægju með sam-
starfið við Halldór í þeim
átakamiklu málum sem tekið
hefurverið á í þeirri nefnd.
Vitað er að það er djúpstæð-
ur ágreiningur um landbún-
aðarmál en þar er sérstök
staða vegna þess að í gildi
eru búvörusamningar af hálfu
fyrri rfkisstjórnar til fjögurra
ára. Við Alþýðuflokksmenn
gengum til samstarfsins vit-
andi vits um að við værum
bundnir af honum en höfum
þó freistaö þess að lagfæra
framkvæmd hans. Eins og
menn muna voru landbúnað-
armál mikið ágreiningsmál
við afgreiðslu fjárlaga en þó
tókst að ná samkomulagi.
Það hefur því að öllu saman-
Jón  Baldvin  Hannibalsson fjár-
málaráðherra
lögðu verið lögð mikil vinna í
að marka þessari ríkisstjóm
stefnu og allir þingflokkar
stjómarinnar eru sameigin-
lega ábyrgir fyrir mótun
hennar og útfærslu bæði í
ráðherranefndum og á vett-
vangi ríkisstjórnarinnar."
Aðspurður um stóra efna-
hags- og atvinnuvandann
sem framsóknarmenn bera
nú fyrir sig, viðskiptahallann,
vaxtakostnað og byggðarösk-
un, segir Jón Baldvin að rík-
isstjórnin hafi ekki leyst allan
vanda, „en við tókum við
mjög slæmu ástandi af rfkis-
stjórn Steingríms Hermanns-
sonar. Tókum í taumana í rík-
isfjármálum því við blasti gíf-
urlegur hallarekstur og
stjórnleysi í peningamálum
sem verkaði sem olía á eld
verðbólgunnar. Til viðbótar
hefur komið að hagvaxtar-
skeiðinu er lokið, dregið hef-
ur úr þjóðarframleiðslu og
viðskiptakjör versnað og
þetta hefur endurspeglast í
alltof háum viðskiptahalla og
ýtt undir verðbólguna. Sá
vandi sem nú er verið að vísa
til og er verstur viðureignar,
viðskiptahalli og misgengi á
milli útflutningsgreina og
þjónustugreina á höfuðborg-
arsvæðinu, eru afleiðingar af
þessu. Framsóknarmenn
koma því ekkert nýir að þeim
málum.
Ég sé af leiðara Tímans að
framsóknarmenn gera ekki
ágreining út af ríkisfjármál-
um og því hljóta þeir að eiga
við efnahagsmálin og, stefn-
una f atvinnumálum. I haust
stóðum við frammi fyrir
tveimur leiðum. Annars vegar
að fara út ( meiriháttar
gengisfellingu og lög-
bindingu launa, eða að fara
þá leið sem ákveðin var, þ.e.
að vinna bug á þenslunni
hægt og bítandi. Fyrri leiðin
var rædd og henni hafnað at
stjórnarflokkunum sameigin-
lega."
—  Telurðu að framsóknar-
menn vilji nú snúa af þessari
stefnu?
„Ég veit það ekki. Það
verður að koma í Ijós á þess-
um miðstjórnarfundi en það
hefur alltaf legið fyrir að það
var aðeins um þessar tvær
leiðir að tefla og stjórnar-
flokkarnir bera sameiginlega
ábyrgð á þeirri stefnu sem
'fylgt hefur verið."
—   Er ósamkomulag um
afgreiðslu þeirra mála sem
ríkisstjórnin þarf að koma í
gegnum þingið í vor?
„Þetta eru um 40 mál, sem
eru stór og veigamikil og það
hefur þegar náðst samkomu-
lag um stærsta málið, virðis-
aukaskattinn. Frumvarp um
aðskilnað dómsvalds og
framkvæmdavalds er flutt
sem stjómarfrumvarp en það
er vitað að ágreiningur og
andstaða er við það hjá báð-
um samstarfsflokkum okkar.
Þetta er samkomulagsmál í
stjórnarsáttmála og frum-
varpið verður lagt fram á
þingi í næstu viku. Önnur
mál voru send þingflokkun-
um fyrir páska og þaö er ekki
teljandi ágreiningur um pau."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24