Alþýðublaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 1
Þing Landssambands Iðnverkafólks: IÐNAÐARRÁÐHERRA OPINSKÁR UM 6ENGISFELLINGU Landssambandið varar við og segir að óbœtt gengisfelling verði ekki þoluð. Friðrik Sophusson: „Stjórnvöld komast ekki hjá því að taka á gengismálum fyrr en síðar. “ Á þingi Landssambands iðnverkafólks um helgina sagði Friðrik Sophusson iðn- aðarráðherra að ef laga ætti viöskiptahallann meö þeim aðgerðum sem helst duga þá verði að fella gengi krónunn- ar. í ávarpi sínu i upphafi þingsins sagði Friðrik að gengisfelling hefði enga þýð- ingu ef ekki yrði hægt að verja afleiðingar hennar en „Það breytir ekki þvi að við þarf að bregðast og ég hef kosið að tala nokkuð hreinskilnislega um þetta mál. Ég held aö við komumst ekki hjá þvi stjórnvöld, að lita á þetta mál og leysa það... Stjórnvöld komast ekki hjá því að takast á viö gengis- málin fyrr en síðar,“ sagði ráðherra. í ályktun sem gerð var á þinginu vegna þessara um- mæla ráðherra segir: „Frá- leitt er að ætla launafólki að taka á sig áföllin af óráðsíu i þjóðfélaginu. Það er fráleitt að kenna láglaunafólki um viðskiptahallann og verðbólg- una. Gengisfelling sem ekki yrði bætt í kaupi og yki enn á ójöfnuðinn verðurekki þoluð. Þingið heitir á heildarsamtök- in að vera viðbúin því að beita afli sínu til varnar lífs- kjörum launafólks ef að þeim verður vegið." Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambandsins segir í samtali við Alþýðu- blaðið: „Það er augljóst mál að ef kemur-til þess að það verði gerðar efnahagsráðstaf- anir sem koma við okkur og ekki bætt við kaupið, þá veró um við að rísa upp til varnar okkar kjörum. Við gerðum mjög hógværan samning að okkar dómi,“ segir Guðmund ur. „Að vísu tókst okkur ekki að tryggja þann kaupmátt, sem við höfðum á síðasta ári en allar aðgeröir sem lúta að þvi að skerða okkar kjör hvorki getum við né megum líða. ^''^mundur sagði enn- I'mui .ið fyrir lægi yfirlýsing ‘ tjórnvalda um aö verja '.amningana, „og ég veit ekki betur en þeir hafi talað um það hr gar samningarnir voru gerðir, að þeir sprengdu ekki efnaiiugsrammann.“ (Sjá fréttaskýringu bls. 5 im efnahagsstefnu stjórnar- mnar og gengismál. Hafnfirskir slökkviliðsmenn i rústum Hjólbarðasólunar Hafnarfjarðar, þar sem milljónatjón varð i eldsvoða i fyrrinótt. A-mynd/Róbert. Virðisaukaskatturinn: DANSKIR RÁÐ- GJAFAR í VASKINN Fjánnálaráðherra biður danskan starfsbróður sinn um ráðgjöf við framkvœmd virðisaukaskattsins. Til stendur i fjármálaráöu- neytinu að fá danska ráðgjafa til aðstoðar við útfærslu virð- isaukaskattsins ef stjórnar- frumvarpid urp skattkerfis- breytinguna fær afgreiðslu á þessu þingi. Virðisaukaskatturinn („vaskurinn" eins og hann er kallaður meðal sérfræðinga) á skv. frumvarpinu að ganga í gildi á miðju næsta ári. Ef formlega verður gengið frá þessari umleitan við dönsk stjórnvöld, munu einn eða fleiri danskir ráðgjafar koma hingað til starfa i sumar. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráð- herra, er það starfsbróðir hans í Danmörku sem mun Ijá sérfræðinga til þessarar ráðgjafar. „Það kerfi sem við viljum taka hér upp er í öllum höfuðatriðum líkast því danska. Þess vegna leitum við til þeirra,“ segir fjármála- ráðherra. „Þeir hafa mikla reynslu af útfærslu virðis- aukaskatts og geta miðlað okkur af þeirri reynslu við margvísleg kynningar- og undirbúningsatriði.“'Sagði ráðherra að ráðgjöf þessi gæti sparað útgjöld vegna þess að virðisaukaskatturinn krefðist mikillar undirbún- ingsvinnu og af honum höf- um við enga reynslu. Dönsku ráðgjafarnir menu m.a. aðstoða við útfærslu í reglugerðum’ miðlun upplýs- inga til fyrirtækja og ráðgjöf um bókhald, auk fjölmargra óvissuatriða sem fylgja því að skipta yfir úr söluskatti i virðisaukaskatt. HÉRADARÍGUR í sjávarútvegi „Það er Ijóst aö i þessu er mikill héraðarígur. Mönnum vex í augum velta og umfang á suðvesturhorninu og vilja ógjarnan auka við með því að selja fiskinn hér. Það er slæmt og óeðlilegt, en tog- streitan er orðin svona gífur- leg,“ sagði Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ við Alþýðu- blaðiö inntur álits á ummæl- um Halldórs Ásgrímssonar í blaðinu á föstudag, um ábyrgðarleysi sumra útvegs- manna i ferskfiskútflutningi. Sjávarútvegsráðherra boðar hagsmunaaöila til fundar í dag þar sem ræða á aðgerðir til ’að stýra útflutningum. Sjá fréttaskýringu á baksiðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.