Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 30. apríl 1988 UMRÆÐA Jón Baldvin Hannibalsson skrifar HEFUR EINHVERJUM LAX- VEIÐILEYFUM VERIÐ SKILAÐ? / tilefni af vantrauststillögu á ríkisstjórnina „Hvernig væri aö forstjóraveldiö gengi á undan meögóðu fordæmi og seldi eitthvaö af þeim 1500 lúxuskerrum sem þeir hafa keypt á kaupleigukjör- um — undir þvi yfirskyni aö þær væru vaxtarbroddur atvinnulífsins?" spyr fjármálaráðherra m.a. í umræðugrein sinni um vantrauststillögu stjórnar- andstööunnar. Þad eru sex vikur frá því þessi ríkisstjórn greip til aö- gerða til að rétta hlut útflutn- ingsgreinanna. Víst hafa ytri skilyröi versnað siðan. Samt skulu menn varast að fara með stórar ýkjur. Útflutnings- verömæti á fyrsta ársfjórð- ungi hefur hækkað um 10%. Útgerðin stendur i járnum en Þjóðhagsstofnun segir halla sjávarútvegsins í heiid vera á bilinu 4-6%. Nýjustu tölur um viðskiptahalla benda til þess að hann fari minnkandi. A f lúxuskerrum og laxveiðileyfum Það er einfaldlega ekki nógu gott að Ijúka 4 ára góð- æri með volæði: Að heimta að ríkið breyti leikreglum og svíki málm og mynt — og launþegar færi fórnir, þarfn- ast betri rökstuðnings. Þeir launþegar sem skildir voru eftir við veisluborð offjárfest- ingarog launaskriðs, og nú eru að fá leiðréttingu sinna mála, bera ekki ábyrgð á er- lendum lántökum offjárfest- ingu, bruðli og sólund geng- inna góðærisára. Ef versnandi ytri skilyrði krefjast þess að fórnirverði færðar þá skulu allir leggja fram sinn skerf: Atvinnurek- endur ríkisvald og launþegar. — Ekki launþegar einir. Nokkrar spurningar: Hvern- ig væri að útgerðarmenn frestuöu að hluta fjárfesting- aráformum upp á4 milljarða? Hvernig væri að hætta að undirbjóða sjálfa okkur með óheftum gámaútflutningi t.d. með gjaldtöku, sem rynni til fiskvinnslunnar? Gæti fisk- vinnslan þá ekki sparað sér 10% yfirborgun á fiskverði, sem nú er viðtekin venja? Hvernig væri að allur fiskur færi á uppboðsmarkaði inn- anlands, þannig að við réðum framboði og eftirspurn og hinir útlendu kaupendur bæru áhættuna? Þannig má lengi telja. M.a.o. hvernig væri að for- stjóraveldið gengi á undan með góðu fordæmi og seldi eitthvað af þeim 1500 lúxus- kerrum, sem þeir hafa keypt á kaupleigukjörum — undir því yfirskini að þær væru vaxtarbroddur atvinnulífsins? Eru nokkur sýnilega dæmi þess að lát sé á flottræfils- hættinum ( þrengingunum? Hafa þeir lækkað sín laun? Hefur einhverjum laxveiði- leyfum verið skilað? 15% gengisfelling = 5 milljarða kr. hœkkun erlendra skulda Við fólkið í landinu; fisk- verkakonuna, iðnverkamann- inn, verslunar- og skrifstofu- fólkið, kennarann og alla hina — vil ég segja þetta: Nú er tekist á um það, hvort laun- þegar einir eigi að borga brúsann eftir veisluhöld góð- ærisins — eða hvort jafna beri byrðunum eftir efnum og ástæðum. Ég segi það alveg skýrt: Krafan um hefðbundna gengisfellingu er krafa um kauplækkun. Þið þekkið þessa sorgarsögu úreltra stjórnmáia af sjálfum ykkur. Ef þið hafið gleymt því þá er rétt að stafa það upp á nýtt, hvað 15% gengisfelling þýðir. Hún þýðir þetta: * Verðbólgan færi úr 13% núna í 50%. — Kaupmátt- ur launa mundi falla um 8% á árinu. — 50% verð- bólga þýðir hækkun vaxta og fjármagnskostnaðar, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. — En viðskiptahallinn? Hann lækkar i mesta lagi um 1,5-2 milljarða á árinu. En erlendar skuldir okkar myndu hækka um 15 millj- arða í íslenskum krónum og þar með afborganir og vextir af þeim. Nóg er nú samt. (7 milljarðar í vexti af erlendum lánum er nærri því jafn há upphæð og var- iö er til allra verklegra framkvæmda ríkis og sveit- arfélaga á árinu.) Nýjar leiðir Er þetta það sem málsvar- ar landsbyggðarinnar vilja kalla yfir sig? Þjónar þetta hagsmunum launþega? Onnur spurning: Vilja menn fórnavoninni um 7% verðbólgu í lok árs og þar með varðveislu kaupmáttar launa? Vilja m«nn fórna tæki- færinu til að afnema láns- kjaravísitölu og lækka vexti með lækkandi verðbólgu? Er það i þágu fólks og fyrir- tækja? Er nokkuð hinum megin — handan kollsteyp- unnar? Við jafnaðarmenn svörum skýrt og afdráttarlaust: Nei, við viljum ekki gefast upp í miðjum klíðum. Ef versnandi ytri skilyrði hrekja okkur af leið, þá er að taka því, en við viljum enga kúvendingu aftur í fortíðina. Við viljum fara nýj- ar leiðir, sem horfa til fram- tíðar. Hvað hefur ríkisstjórnin gert? Um ríkisstjórnarsamstarfið vil ég segja þetta: Enginn verður með orðum veginn. Dæmið ríkisstjórnina af verk- unum — og þar er af nógu að taka: * Við höfum snúið milljarða hallarekstri ríkissjóðs í jöfnuð — á einu ári. * Árangurinn blasir við: Rik- isfjármálin valda ekki leng- ur verðbólgu, sem hefur farið ört lækkandi. * Afkoma ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi er hálfum milljarði betri en áætlun gerði ráð fyrir — einkum vegna bættra skattskila. Við erum á réttri leið. * Við takmörkuðum inn- streymi erlends fjármagns og hægðum þar með á verðbólguhraðanum. * Við höfum á fáum mánuð- um smíðaö nýtt, skilvirkara og réttlátara skattkerfi og höfum þar með lagt traust- an grundvöll að velferðar- ríki framtíðarinnar. * Við vinnum jafnt og þétt að því að stórefla skattaeft- irlit. * Við höfum komið á stað- greiðslukerfi skatta, ára- tugagömlu baráttumáli verkalýðshreyfingarinnar. * Við hækkuðum verulega skattfrelsismörk lágtekju- fólks og vörðum stóraukn- um fjármunum til útborg- unar barnabóta til fjöl- skyldna undir meðaltekj- um. Og við höfum náð árangri sem er nú sem óðast að koma í Ijós: * Veröbólgan er á niðurleið — og stefnir í ca 7% í lok árs ef ytri skilyrði haldast í horfi. * Viðskiptahallinn er minni en ráð var fyrir gert. * Fjárfestingaræðinu er að slota. * Útlánaþensla bankanna hefur hjaðnað. * Innstreymi erlends fjár- magns hefur rénað. * Innflutningur er að minnka. Billegar patentlausnir — eða nýjar aðferðir Við fólkið á landsbyggð- inni vil ég segja þetta: Vand- inn í atvinnulífi landsbyggð- arinnar á líðandi stund stafar af samdrætti í landbúnaði og úrvinnslugreinum hans og aðlögunarvanda sjávarútvegs- ins og fiskvinnslunnar að harðnandi samkeppni við fiskiðnað grannþjóðanna. Þessi vandamál verða ekki leyst með upphrópunum eða billegum patentlausnum eins og gerigiskollsteypu sem allra-meina-bót. Þennan vanda veröur að leysa í sam- vinnu forsvarsmanna fyrir- tækjanna, ríkisstjórnar og launþega. Það tekur tima. Við erum að upplifa breytingar- skeið sem kallar á nýjar að- ferðir og nýjar leiðir. Við stöndum frammi fyrir meiri háttar skipulagsbreyt- ingum í íslensku atvinnulífi. Þær munu gerast mestan part ávettvangi fyrirtækjanna sjálfra. Hlutverk ríkisvaldsins er að tryggja fyrirtækjunum stöðugleika og ytri skilyröi til að mæta harðnandi sam- keppni. Leiðirnar til þess eru margar. Það verður að minnka tilkostnað, auka sér- hæfingu fyrirtækja, stækka fyrirtæki með samvinnu og samruna, nýta betur fjár- magn, búnað og tæki: Auka framleiðnina. Til þess eru ýmsar leiðir: * Við þurfum að hraða um- þóttunarvanda landbúnað- arins. * Við eigum að efna ákvæði stjórnarsáttmálans og ný- legra laga um fiskveiði-' stefnu um endurskoðun á núverandi kvótakerfi. * Við eigum að fikra okkur smám saman yfir í sölu veiðileyfa. Markmiðið er að auka hagkvæmni i útgerð og fiskvinnslu, efla fyrir- tækin, þétta byggðina og nýta auölindasjóðinn til að styrkja atvinnulífið á lands- byggðinni. * Lán úr Byggðasjóði á að skilyrða: Lánin verði ein- göngu veitt til fyrirtækja sem hafa fjárhagslegt bol- magn til að byggja sig upp og standa undir endur- greiðslum og geta nýtt féð til að auka sérhæfingu. * Það á að skilyrða fyrir- greiðslu því að eigendur auki hlutafé, þeir eiga að taka áhættu — ekki bara skattgreiðendur. * Við eigum að endurskoða verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og gera hlut landsbyggðarinnar meiri í stjórnsýslunni með sam- runa sveitarfélaga, þétt- ingu byggðar. * Við þurfum að endurskoða reglur Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga í samræmi við markvissa byggðastefnu. * Við þurfum að endurskipu- leggja fjárfestingar- og líf- eyrissjóði og vista þá í við- skiptabönkum á lands- byggðinni til að efla fjár- hagslega þjónustu þar við atvinnulífið. * Kaupleiguíbúðakerfið mun leysa brýnustu húsnæðis- þörf landsbyggðarinnar á næstu árum. * Við eigum að flytja vinnslustöðvar landbúnað- arins með skipulegum hætti í landbúnaðarhéruð- in. * Við eigum að flytja ríkis- stofnanir í auknum mæli á þéttbýlisstaði á lands- byggöinni t.d. Skógrækt ríkisins, Búnaðarfélagið o.fl. Við jafnaðarmenn vil ég segja þetta: Viö höfum í þessu stjórnarsamstarfi háð harða varnarbaráttu, við erfið ytri skilyrði, fyrir viðreisn vel- ferðarríkis á íslandi. Við mun- um ekki leggja árar í bát, þótt á móti blási. Við eigum enn verk að vinna. Það hvarflar ekki að okkur að hlaupast á brott frá vand- anum, í miðjum klíðum. Það hvarflar ekki að okkur að leggja árar í bát, þótt á móti blási. Við ætlum að ná landi heilu og höldnu minnug, hinna fleygu orða Jóns Ólafs- sonar ritstjóra: Aö horfa ekki um öxl, vera í hættunni stór og halda sitt strik — það er mátinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.