Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						IUflUUID
Þriðjudagur 17. maí 1988
STOFNAÐ
1919
90. tbl. 69. árg.
9f
10% gengisfelling og viðrœður ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins:
BJÖRGUÐUM í HORN
úá
— segir Jón Baldvin Hannibalsson um þátt Alþýðuflokksins í ákvörðun ríkisstjórnarinnar
„Það tókst að koma í veg
fyrir itrustu kröfur hagsmuna-
aðila um gengisfellingu,"
segir Jón Baldvin Hannibals-
son fjármálaráðherra og for-
maður Alþýðuflokksins við
Alþýðublaðið um áhrif og
aðild Alþýðuflokksins að
ákvörðun rikisstjórnarinnar
um tækkun á gengi krónunn-
ar og viðræður við aðila
vinnumarkaðarins. Ríkis-
stjórnin sat á fundum alla
helgina og þingflokkar stjórn-
arflokkanna sömuleiðis. Sam-
staða náðist seint á sunnu-
dagskvöld um að rikisstjóm-
in samþykkti tillögur Seðla-
bankans um 10% gengis-
lækkun og efnt skyldi til við-
ræðna við aðila vinnumarkað-
arins um verðlagsviðmiðanir i
kjarasamningum og verð-
tryggingu i lánasamningum.
Ríkisstjórnin stefnir að þvi að
viðræðum Ijúki fyrir 1. júiii
n.k. og að aðrar ákvarðanir í
efnahagsmálum verði teknar
fyrir þann tíma.
Jón Baldvin Hannibalsson
segir ennfremur um hlut Al-
þýöuflokksins í ákvöröun rík-
isstjórnarinnar um gengis-
lækkun: „Þaö tókst líka aö
koma í veg fyrir kröfu um lög-
bindingu launa og afnám
rauðra strika. Þetta þýöir aö
bjarga málum í horn. Það
tókst hins vegar ekki aö ná
samstöðu þessa löngu helgi
um nauðsynlegar stuðnings-
aðgerðir, en tillögur okkar
jafnaðarmanna í því efni eru
fullmótaðar og liggja fyrir og
það tókst að fá samþykki
fyrir óskum okkar um viðræð-
ur við aðila vinnumarkaðarins
um framhaldið."
Jón Baldvin sagði enn-
fremur við Alþýðublaðið, að
tíminn til stefnu væri hálfur
mánuður sem væri sami tími
og rikisstjómin hafði upphaf-
lega einsett sér. Aðspurður
hvers vegna Alþýðuflokkurinn
hefði lagt áherslu á viðræður
ríkisstjómar og launþega-
hreyfingarog hvað ríkis-
stjórnin ætlaði að fá út úr
viðræðum við verkalýðshreyf-
inguna, svaraði fjármálaráð-
herra: „Gömlu íhaldsúrræðin
eru þegar allt annað þrýtur;
gengisfelling og lögbinding
launa. Við viljum fara nýjar
leiðir. Við skulum átta okkur
á því, að þessi ríkisstjórn átti
óbeina aðild að kjarasamn-
ingum í vetur til að leiðrétta
laun hinna lægstlaunuðu.
Efnahagsaðgerðir ríkisstjóm-
arinnar í febrúarlok/marsbyrj-
un, færðu sjávarútveginum
3V2 milljarð króna til að
greiða fyrir kjarabótum fisk-
vinnslufólksins og kjara-
samningur Landssambahds
iðnverkafólks og verslunar-
fólks byggði á sömu forsend-
um. Ríkisstjórninni ber
skylda til að verja þessa
samninga gegn kaupmáttar-
falli í kjölfar gengisbreyting-
ar. Þess vegna ber okkur
skylda til að ræða við aðila
vinnumarkaðarins."
Fjármálaráðherra sagði
ennfremur að óskandi væri
að náðst gæti samkomulag
um að falla frá sjálfvirkum
verðmiðunum á laun ef um
leið yrði fallið frá sjálfvirkri
verðtryggingu á lán og aðrar
ráðstafanir gerðar til að verja
kaupmátt lægstu launa gegn
því að forystumenn hinna
hærri launuðu sýni fram á
samstöðu og þegnskap til að
nýta sér ekki sterkari mark-
aðsaðstööu til að sprengja
láglaunasamninga: „Með
öðrum orðum ber ríkisstjórn-
inni að reyna til hins itrasta
hvort verkalýðshreyfingin hafi
til að bera raunsæi og rétt-
Jón Baldvin: „Það tókst að koma í
veg fyrir kröfu um lögbindingu
launa og atnám rauðra strika."
sýni að jafna byrðum og
standa að ráðstöfunum sem
bæta ástandið til lengri tíma
litið," segir Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra.
Er ríkisstjórnin að springa?
MEST DEILT UM RIKISFJARMAL
— en ekki hvort afnema beri lánskjaravísitöluna, segir ráðherra.
„Það hefur reynt að þolrif-
in í þessari ríkisstjórn oft
fyrr. Það hefur snúist um ein-
stök mál og ríkisstjómin hef-
ur lifað allt af hingað til og
hrundiö í framkvæmda stór-
um umbótamálum, þótt ein-
stakir stjórnarliðar hafi firrt
sig ábyrgð vegna kjósenda-
hræðslu," segir Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra við Alþýðublaðið varð-
andi þær sögusagnir að
gengisbreytingin og viðræð-
urnar framundan um efna-
hagsaðgerðir kunni að kosta
ríkisstjórnina lífið.
„Núna er hins vegar uppi
ágreiningur um framgangs-
máta og forsendur efnahags-
mála. Það er borin von að ná-
ist samstaða um efnahagsað-
gerðir á einni helgi í tima-
pressu. Hins vegar er það
ekki vonlaust verk á hálfum
mánuði. Það er misskilningur
að stærsta ágreiningsmálið
sé afnám lánskjaravísitölu
eða ekki," segir fjármálaráð-
herra við Alþýðublaðið.
„Yfirlýsingar framsóknar-
manna í því efni eru ekki til-
lögur sem unnt er að
framkvæma. Heimavinnan er
öll óunnin. Starfshópur á veg-
um viðskiptaráðherra vinnur
að þessum málum og skilar
niðurstöðum þ. 15. júní. Það
er ekki ágreiningur milli
stjómarflokkanna um að af-
nema beri sjálfvirkar verð-
tryggingar þegar verðbólgan
er komin neðan við 10% og
fer lækkandi. Menn geta
Guðmundur J. um orsakir gengisfellingar:
FÁRÁNLEGAR FJÁRFESTINGAR
Guðmundur J. Guðmunds-
son formaður Dagsbrúnar
segir að hliðarráðstafanir
þær sem gerðar verði vegna
gengisfellingarinnar, muni
gera útslagið um áhrif henn-
ar. Segist hann efast um að
25% gengisfelling gæti
bjargað sjávarútveginum
vegna þeirra fáránlegu fjár-
festinga sem þar hafa átt sér
stað.
Segir Guðmundur að svo
lengi sé búið að halda þann-
ig á málum, að orsaka geng-
isfellingarinnar sé að leita
töluvert aftur í tímann. „Það
þýðir ekki að neita því að það
eru ákveðnir erfiðleikar vegna
þess að við höfum búið við
gifurlegt góðæri, góður afli,
og hæsta verð sem nokkru
sinni hefur þekkst. Nú er fall-
andi verð á mörkuðum, það
er ekki hægt að neita því að
það skapar ákveðinn vanda,
en spumingin hér og nú er, á
að leysa með einhverjum víð-
tækum þjóðfélagslegum að-
gerðum, eða á að leysa þetta
á kostnað hins almenna
launafólks? Þess vegnaeru
það hliðarráðstafanirnar sem
hafa afgerandi áhrif.
Nefndi Guðmundur fárán-
legar fjárfestingar í sjávar-
útvegi, og sem dæmi mætti
nefna að íslendingar og
Grænlendingar veiddu svipað
magn af rækju, en á Græn-
• landi væri 6 rækjuvinnslur,
en á íslandi væru þær orðnar
yfir 40. „Hver fjárfesti í þeim?
Byggðasjóður, þessir blá-
fátæku og allslausu útgerðar-
menn, og ég efast um að
25% gengislækkun nægi, því
að það er búið að kippa
rekstrargrundvellinum undan
þeim öllum." Einnig væru
loðnubræðslur allt of margar,
og vinnsluaðferð óhagstæð.
Guðmundur segir að ekki
só búið að ræða við verka-
lýðshreyfinguna um hliðar-
ráðstafanirnar, en hann eigi
von á að það verði gert.
spurt sjálfan sig hvort banka-
kerfið lækki nafnvexti úr
9,5% í 6-7% ef verðbólga án
verðtryggingar fer í 40%?
„Eru einhverjir að gera til-
lögu um neikvæða vexti um
tugi prósenta? Væri það að-
haldsaðgerð í kjölfar þenslu-
aðgerða gengisfellingar?
Auðvitað myndi enginn viti
borinn maður framkvæma
slíka tillögu nú. Hins vegar
legg ég á það áherslu að það
er enginn ágreiningur milii
Alþýðuflokksins og Fram-
sóknar um að spretta um
verðtryggingu þegar verð-
bólgan er komin undir stjórn
og fer örugglega lækkandi.
Stóru ágreiningsmálin inn-
an ríkisstjórnarinnar eru á
sviði rikisfjármála þar sem
gírugir sérhagsmunir rekast á
við þjóðarhagsmuni. Það þýð-
ir til að mynda að ríkisstjórn-
in leysi ágreiningsmál sín um
landbúnaðarstefnu. Þar
standa málin þannig að fram
er visað bakreikningum um
hundrað milljónir króna þeg-
ar fjárlagaheimildir fyrir 1988
eru þegar þrotnar. Gengisfell-
ing kallar á aðhaldsaðgerðir.
Erlendar lántökur vtð þessar
aðstæður eru óðs manns
æði. Útgjöld skattgreiðenda
vegna offramleiðslustefnu l
landbúnaði samsvara ráð-
herralaunum á hvert lögbýli i
landinu. Um það er tvennt að
segja: Við höfum ekki efni á
því og það eru ótal leiðir til
að verja þessum fjármunum
betur í þágu bænda og
landsbyggðar en nú er gert.
Spurningin er hins vegar:
Þorir þessi ríkissstjórn og
meirihluti þingsins að horf-
ast í augu við þessar óþægi-
•legu staðreyndir? Og draga
af þeim rökréttar álýktanir?
Það eru ágreiningsmál af
þessu tagi sem eru torleyst-
ari en spurningin um verð-
tryggingu og ennþá brýnna
að leysa þau ef menn vilja
forðast nýjar gengisfellingar-
kollsteypur í framtíðinni. Eg
lít svo á, að nú beri forystu-
mönnum stjómarflokkanna
að stilla ágreiningsmálunum
i hóf og snúa bökum saman.
Það er ekki trúverðugt ef þeir
sem vilja leita eftir viðtækri
samstöðu í þjóðfélaginu i
heild, geta ekki sett niður sln
eigin deilumál eða staðist
þær freistingar að viðra
óhreina þvottinn sinn í fjöl-
miðlum," segir Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra.
Hliðarráðstafanir
AKVORÐUN FYRIR 1. JUNI
Ríkisstjómin samþykkir til-
lögu Seðlabankans um að
gengi krónunnar lækki um
10% frá 16. maí 1988. Jafn-
framt verði Seðlabankanum
veitt heimild til að skrá dag-
legt gengi krónunnar allt að
þremur prósentum fyrir neð-
an hið nýja gengi. Rikis-
stjórnin ætlar að ræða við
aðila vinnumarkaðarins og
Ijúka tillögugerð fyrir 1. júni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8