Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 1
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra ÆTLAR RÍKISSTJÓRNIN RARA AÐ SLAKA Á? Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og ríkisstjórnin kvarti undan þvi að aðrir aðil- ar séu á þeim buxunum að brjóta hennar ákvarðanir og löggjöf, verði að segjast eins og er, að hún sé að því sjálf. Hann segir stefna i halla i rikisbúskapnum upp á tæpan hálfan milljarð áður en komið er að auknum útgjaldakröfum landbúnaðarins auk þess sem lánsfjáráætlun sé komin rúmlega 3 milljarða fram úr, vegna aukinna heimilda fyrir erlendum lánum. „Þar með stendur ríkisstjórnin frammi fyrir því hvort hún ætlar að standa við stefnu sína og leita annarra leiða, með niö- urskurði eða auknum tekjum, eða hvort hún ætlar bara að slaka á,“ sagði Jón Baldvin við Alþýðublaðið í gær. I yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar í kjölfar gengisfellingar I maí segir fullum fetum að til aö auka aöhald að ríkisút- 44. þjóðhátiðardagur islendinga er á morgun og starfsmenn Reykjavikurborgar höfðu í nógu aö snúast við undirbúning hátiðarhaldanna i Hljómskálagarðinum i gær. Víst er að mikið verður um dýrðir hvernig sem viðrar. A-mynd/Róbert. gjöldum í því skyni að tryggja hallalausan ríkisbúskap á árinu '88 verði framlög úr rík- issjóði til ráðuneyta stofnana og ríkis fyrirtækja einungis hækkuð að því marki að rekja megi aukna fjárþörf til meiri launahækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum 1988. Þetta segir Jón Baldvin að þýði með öðrum orðum, að ríkisframlög, fjárfestingar við- hald og tilfærslur sem ekki eru launatengdar, eins og t.d. niðurgreiðslur eigi að vera innan ramma fjárlaganna. „Að óbreyttu er Ijóst að við þetta er ekki staðið, sem leiðir til þess að við stefnum í að brjóta þetta grundvallar- atriði, með halla í ríkisrekstri auk stóraukinna heimilda fyrir erlendum lánum upp á rúmlega 3 milljarða nú þegar umfram lánsfjáráætlun. Hvort tveggja er að fara úr böndun- um,“ sagði Jón Baldvin. Hvað ætlar fjármálaráð- herra að gera? Hann segist gera mönnum grein fyrir hvert stefni og sýna horfurn- ar til loka þessa árs, um halla upp á tæpan hálfan milljarð áður en komið er að útgjalda- kröfum landbúnaðarins auk þess að vekja athygli á því hvernig komið er með láns- fjáráætlun. Þá segist hann vilja rifja upp fyrir mönnum ýmsar stefnumarkandi ákvarðanir um að halda uppi ströngu aðhaldi. „Þar með stendur ríkis- stjórnin frammi fyrir því hvort hún ætlar að standa við stefnu sina og leita annarra leiða, með niðurskurði eða tekjuöflun, eða hvort hún ætlar bara að slaka á,“ sagði Jón Baldvin. mánaða fangelsisdóm yfir Arnór: Valgeirssyni deildar- stjóra hjá Sambandinu, og sýknaði hann af öllum kröf- um. Þá staðfesti Hæstiréttur ákvæði Sakadóms yfir Hjalta Pálssyni um fangelsi í 12 mánuði. Rétturinn staðfesti einnig 7 mánaða fangelsis- dóm yfir Sigurði Árna Sig- urðssyni og þriggja mánaða fangelsisdóm Gísla Theó- dórssonar. í Sakadómi voru þeir Hjalti, • Sigurður og Gísli dæmdir I skilorðsbundið fangelsi og fullnustu þessara fangelsis- dóma frestað að undanskild- um þremur mánuðum af refs- ingu Hjalta. Hæstiréttur mild- aði dóminn yfir Hjalta og úr- skurðaði að fresta skuli fulln- ustu refsingar þeirra allra og þær falli niður að tveimur ár- um liðnum ef þeir halda almennt skilorð. Tveir Hæstaréttardómarar skiluðu sératkvæði, Magnús Thoroddsen og Guðmundur Jónsson, og vildu sýkna alla ákærða og láta rikissjóð bera málskostnað hinna ákærðu i héraði og fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur felldi i gær dóm í Kaffibaunamálinu. Erlendur Einarsson, fyrrver- andi formaður SÍS var sýkn- aður af kröfum ákæruvalds- ins og staðfestir þar með sýknudóm hans i Sakadómi Reykjavíkur í febrúar 1987. Hæstiréttur ógilti tveggja HEIIHILOARLAUS HÆKKUN Á NIOURGREIOSLUM? „Það liggur Ijóst fyrir að Framleiðsluráð landbúnaðarins með tilstilli landbúnaðarráðherra hefur þegar í mars tekið sér vald til þess að breyta gjaldskrá niðurgreiðslna, sem þýðir að niðurgreiðslurnar eru komnar 150 milljónir umfram fjárlög nú þegar fyrir 1. júní. Það er því algjörlega út í hött að um sé að rœða einhverjar verðhœkkanir af völdum söluskatts á landbúnað- arafurðir á nœstunni, “ segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra í viðtali á bls. 3. Hæstiréttur MILDAR DÓMA í KAFFIBADNAMÁLIND

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.