Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 8
KOMINN TÍMITIL AÐ TENGJA? Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráð- herra sagði m.a. í við- tali við Alþýðublaðið s.l. helgi, að hann sé sannfærður um að ekki takist að koma neinu lagi á íslenskt efnahagslíf nema þannig sé búið um hnútana, að hags- munaaðilar fái því ekki komið fram í gegnum pólitíska klíku, að gjaldmiðill- inn sé brenndur á báli á fárra mánaða fresti ef eitthvað ber út af. „Ef við œtlum að hafa sérstakan gjald- miðil á Islandi, þá verðum við að binda gengi hans við ein- hverja aðra trausta gjaldmiðla. Binda okkur við mastrið og taka afleiðingunum af því. Það þýðir einfald- lega að fyrirtœki sem geta ekki haldið sín- um framleiðslukostn- aði í skefjum, fara á hausinn, “ segir Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við Alþýðu- blaðið. Alþýðublaðið leitaði álits nokkurra aðila á þessum ummœlum. Víglundur Þorsteins- son formaður Félags íslenskra iðnrekenda ÓHJÁKVÆMILEGT AÐ GERA ÞETTA „Ég er i sjálfu sér sam- mála þessu,“ segir Viglundur Þorsteinsson formaöur Fé- lags íslenskra iðnrekenda. Hann segir að á endanum fari fyrirtæki á hausinn ef þau hemji ekki framleiðsiu- kostnað sinn. „Á endanum þýðir það lika, að við sem þjóö verðum að fara að hugsa svolítið öðruvísi. Það er ekki bara spurningin um fyrirtækin, það er spurningin um einstaklingana sömuleið- is, þá hættum við að lifa í þessari gervi prívatveröld sem við höfum verið aö búa okkur til.“ Víglundur segir að fyrir- tæki i samkeppnisiðnaði og útflutningi sem séu í þeirri stöðu að gengi erlendra gjaldmiðla ákvaröi að veru- legu leyti tekjubreytingar þeirra, geti ekki búið við stefnu stöðugs gengis á tekjuhliðinni, á meöan út- gjöldin ákvarðast í þessum íslenska gerviheimi. „Þvi er, að okkar hyggju hjá iðnrek- endum, óhjákvæmilegt að við gerum þetta, að við tengjum okkurvið eitthvert mynt- svæði, síðan er alltaf þessi eilífa upphafsspurning: Hvenær eiga menn að gera það?“ Hann segist ekki hafa neitt algilt svar við þessari spurn- ingu, á endanum snúist þetta um að hrökkva eða stökkva, en það sem ákvarði það sé fyrst og fremst, að raungengi íslensku krónunnar sé I ein- hverju eölilegu jafnvægi við umheiminn. Nefndi hann sem dæmi, að Thatcher forsætisráðherra Bretlands hafi enn hikað við að gera þetta með sterlingspundið, hugsanlega hafi hún verið að bíða eftir þvi að pundið stæði lægra gagnvart Evrópugjaldmiðlunum en það geri í dag, til að treysta sam- keppnisstöðu bresks iðnaðar betur. „En það er svo lokaatriðið í svona ákvörðun, stóra málið er það, að þetta verðum viö að gera fyrr en síðar. Við verðum líka að fara að opna okkur í þessum peningamál- um alfarið, hætta að hafa landið svona lokað,“ segir Víglundur Þorsteinsson. Tryggvi Pálsson bankastjóri SAMMÁLA FASTRI VIÐMIÐUN „Ég er sammála þeirri stefnu að hafa fasta viömið- un. Við þurfum að ná sama stöðugieika í okkar efnahags málum eins og er orðinn í okkar nágrannarikjum. Ein leið til þess er að festa gengi krónunnar við t.d. ECU, en málið er ekki leyst með því einu. Okkar vandi hefur falist í því að reyna að framfylgja fastgengisstefnu, án þess að hafa hemil á heildareftir- spurn. Við þurfum að halda niðri heildareftirspurn, sem þýðir, að bæði í ríkisfjármál- um og peningamálum, má ekki stuðla að meiri þenslu en samræmist föstu gengi,“ sagði Tryggvi Pálsson banka- stjóri Verslunarbankans. Hann sagði að menn væru með þessu að binda skó- þveng sinn, en síðan yrði að ganga I samræmi við það, og það sé aðalvandinn. Gengis- festa ein og sér sé ekki lausnarorðið, erlendar lántök- ur, ríkisfjármálin, kjarasamn- ingar og fleiri slíkar ákvarð- anir veröi að vera í samræmi við þetta. „Innlent verðlag verður að þróast í takt við erlent verðlag til þess að gengisfestan hafi nokkra von um að haldast," segir Tryggvi Pálsson. Ásmundur Stefáns- son forseti ASÍ ÓSKYNSAMLEGT AÐ BINDAST ERLENDUM GJALDMIÐLI „Ég tel stöðugt gengi skipti okkur máli, en hins vegar hef ég mikinn fyrirvara á um að það væri skynsam- legt að binda sig við einn afmarkaðan gjaldmiðil, og taka hlaup upp og niður með honum“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýöu- sambands íslands. Hann sagðist vera eindreg- ið þeirrar skoðunar að til þess aö ná stöðugleika í efnahagsmálum væri grund- vallarþátturinn að halda genginu föstu þannig að það hlypi ekki til. Það væri tákn um að íslenskt efnahagslíf væri komið í jafnvægi ef þaö tækist að halda genginu föstu I langan tíma. Hann teldi það þó miklum erfiðleik- um bundið að fara að binda gengi íslensku krónunnar fast einhverjum ákveðnum gjaldmiðli, ekki sist vegna þess að erlendir gjaldmiðlar hafa innbyrðis gengið svo miklar hlaupaleiðir upp og niður. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ FINNST ÞAD KOMA VERULEGA TIL ÁLITA „Þetta eru í sjálfu sér ágætis áform. Það er mjög mikilvægt, þá myndu allir horfast í augu við afleiðingar þess að gera kjarasamninga sem eru óraunhæfir. Það lá fyrir i vetur að verkalýösfor- ystan sem var að gera kröfur um kauphækkun, var líka að gera kröfur um gengisbreyt- ingu, gekk jafnvel á fund ráðamanna til þess að biðja um hana. Eins og einn fræg- ur verkalýðsforingi sagði: „Það verður að fella gengið, en ef þið ætlið að fara að hækka verðlagið, þá er okkur að mæta.“ Þetta er náttúr- lega eins mikil þversögn eins og nokkuð getur verið, auð- vitað verður ekkert gengi fellt án þess að það komi við ein- hverja. Ég dreg ekki úr þvi, að menn megi vera ábyrgari og þurfi að vera það í samn- ingum um kaup og kjör, sem og um annað, fjárfestingar og annað sem tengist þess- um rekstri, þannig að mér finnst það verulega koma til álita,“ segir Kristján Rangars- son formaður Landssam- bands íslenskra útvegs- manna. Kristján sagði að fram- leiðslukostnaður væri hvoru tveggja vaxtakostnaður og launakostnaður, og með þessu fjárfestu menn ekki nema að þvi leyti sem þeir þyrftu að standa skil á, og semdu ekki um kaup og kjör sem þeir ekki gætu borgað. „Þá leiðir það til nýs hugsun- arháttar, og þessi hugsunar- háttur er búinn að vera svo lengi við lýði hér, að semja út frá óskhyggjunni. Svo taka menn ekki afleiðingunum heldur biðja um breytingu á gengi eða að sér sé komið til hjálpar með öðrum hætti. Þannig að allt sem knýr á um frekari ábyrgð þeirra sem í atvinnurekstri standa er af hinu góða,“ segir Kristján Ragnarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.