Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MÐlflMBID
ímtudagur 14. júlí 1988
STOFNAÐ
1919
130. tbl. 09. árg.
RANGFÆRSLUR
AB YFIRLÖGBU RÁÐI
segir Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, um niðurstöður
Þjóðhagsstofnunar um ríkisfjármálin í endurskoðaðri þjóðhagsspá.
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra, segir aö
tölur Þjóðhagsstofnunar um
stöðu rikisfjármála i nýbirtri
þjóðhagsspá gefi kolranga
mynd af raunveruleikanum.
„Það er ótrúlegt að svona
texti skuli vera sendur út i
nafni Þjóðhagsstofnunar,"
segir ráðherra. í þjóðhags-
spánni segir aö tekjuhalli á
A-hluta ríkissjóðs fyrstu
fimm mánuðina hafi verið 3,7
milljarðar. „Þeir sem lesa
texta Þjóðhagsstofnunar
gætu freistast til að trúa því
að ríkisfjármálin væru öll
komin úr böndunum og
ástandið sé verra en í fyrra,"
segir hann í samtali við Al-
þýðublaðið.
Fjármálaráóherra segir
réttar tölur um tekjuhallann
fyrstu 6 mánuöi ársins 2,9
milljarða. „í tekju- og
greið&tuáætlun íjármálaráðu-
neytisins var gert ráö fyrir að
hallinn á fyrstu 6 mánuðum
ársins yrði 2,6 milljarðar
vegna árstiðasveiflu í tekjutn
og gjöldum ríkissjóðs. Tekju-
hallinn á þessum tíma er því
300 milljónum kr. meiri en
ráð var fyrir gert. Það er 1%
frávik miðað við 33 milljarða _
kr. fjárlög miðað við hálft ár. í
áætlunum ráðuneytisins var
auðvitað tekið tillit til árstíða-
bundinna sveiflna rikisfjár-
mála þar sem tekjur fara vax-
andi þegar liða tekur á árið
en gjöldin falli með meiri
þunga á fyrri hluta ársins.
Við þetta bætist svo að
skattkerfisbreytingin fór ekki
að skila tekjum í ríkissjóð
þegar frá upphafi ársins,"
segir Jón Baldvin.
„Þessara forsendna er
hvergi getið í þjóðhagsáætl-
un og því fá þeir sem hana
lesa kolranga mynd af stöðu
ríkisfjármálanna. Textinn er
svo gjörsamlega misvisandi
að hann getur ekki flokkast
undir annað en rangfærslur
að yfirlögðu ráði. Þetta eru
úreltar tölur og villandi texti,"
segir Jón Baldvin.
Aðspurður um hvort sam-
skiptatregða á milli ráðuneyt-
isins og Þjóöhagsstofnunar
hafi valdiö þvi að hagfræð-
ingar stofnunarinnar hafi ekki
rétta mynd af rlkisfjármálun-
„Uppfylli viðskiptabankarnirekki þáskyldu að kaupa ríkisskuldabréf fyrir 1260 milljónir, mun ríkisstjórnin hækka bindiskyldu þcirra sem þvi nem-
ur," segir fjármálaráðherra.
um svaraði ráðherra því að
ráðuneytið skipti sér ekki af
Þjóðhagsstofnun því hún sé
sjálfstæð stofnun. „En að
sjálfsögðu skiptast menn á
skoðunum um mat og tölur
og það var gerð tilraun til
þess að leiðrétta svona vill-
andi framsetningu en því
mun ekki hafa verið vel tekið.
Það var þó að sjálfsögðu ekki
gerð tilraun til að hafa áhrif á
þær tölur sem Þjóöhags-
stofnun birti," segir hann.
Ráðherra segir að skýring-
ar á 300 milljóna kr. fráviki á
stöðu rfkissjóðs miðað viö
áætlanir liggi m.a. I að rikis-
sjóöur sé undir tekjuáætlun
að þvf er varðar vörugjöld og
svo var söluskattsinnheimta f
mal undir áætlun vegna verk-
falls verslunarmanna.
„Ef litið er á greiðsluáætl-
un í heild og lánsfjárþörf og
yfirdrátt hjáSeðlabanka þá
hefur einn þáttur í tekjuöflun
ríkissjóðs ekki gefið nógu
góða raun sem eru skulda-
bréfakaup viðskiptabankanna
af ríkissjóði. Skv. lánsfjár-
áætlun var þeim ætlað aö
kaupa 1260 milljónir kr. en
hafa ekki keypt fyrir fimmeyr-
ing ennþá. A þessum tlma
áttu bankarnir að vera búnir
aö kaupa ríkisskuldabréf fyrir
rúmlega 400 milljónir en þeir
hafa neitað að verða við því.
Landsbankinn hefur þó nú
siðast ákveðið að standa við
sfnar skuldbindingar að
þessu leyti. Þvi veröur fram-
fylgt af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar að bankamir uppfylli
skyldur sínar en geri þeir þaö
ekki þá verður það leyst með
því að hækka bindiskyldu
bankanna sem svarar þessari
upphæð."
hjármálaráðherra segir að
spariskírteinasala hafi geng-
ið vel að undanförnu. „A
þessum árstíma erum við 400
milljónum kr. undir áætlun
við sölu þeirra en í júni seld-
ust skirteini fyrir 140 milljónir
og fyrir 40 milljónir í fyrstu
viku júli þannig að það virðist
ætla að jafna sig. Sala ríkis-
vixla er undir áætlun um 300
milljónir kr. sem stafar af því
að fjármálaráðuneytiö var
tregt til að hækka vexti á
þeim til jafns við keppinauta
á peningamarkaði þar til nú
nýlega."
Segir ráðherra að B-hluta
ríkisstofnanir hafi hlaðið upp
skuldum og nú sé yfirdráttur
Pósts og síma og ríkis-
útvarps við ríkissjóð upp á
4-500 milljónir kr. Þetta skap-
ar verri stöðu ríkissjóðs við
Seðlabanka og kemur fram
sem meiri innlend lánsfjár-
þörf í áæ'tlun Þjóðhagsstofn-
unar.
Fjármálaráðherra segir aö
aðalatriði þjóðhagsspárinnar
að öðru leyti sýni betri stöðu
útflutnings og þjóöarfram-
leiðslu sem ásamt breyttri
stöðu dollars vegi upp á móti
verðfalli afurða á Bandarikja-
markaði. „Gengislækkunar-
kórinn ætti þvi aö hafa hægt
um sig næstu dagana. Það
verðurekkert tilefni til geng-
isfellingar lesið út úr því sem
nú er vitað um viöskiptakjör
og markaðshorfur," segir ráö-
herra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8