Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						AIMMtBIB
Miðvikudagur 20. júlí 1988
STOFNAÐ
1919
„Ríkisstjórnin verður að taka af skarið í gengismálum, málefnum er varða fjármagnsmarkaðinn og afkomu
atvinnuveganna," sagði fjármálaráðherra eftir fund þingmanna Alþýöuflokks i gær.
ÚT í BLÁINN AÐ KALLA
Á NIÐURSTÖÐU STRAX
segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra um
ágreininginn á stjórnarheimilinu og aðgerðir í efnahags-
málunum.
Þingflokkur Alþýðuflokks-
ins hélt fund í gær til að
ræða stjórnarsamstarfið og
framtíð þess. Að sögn Jóns
Baidvins Hannibalssonar,
fjármálaráðherra, varð að nið-
urstöðu að ríkisstjórnin verði
að taka af skarið á næstu
mánuðum í gengismálum,
málefnum er varða fjár-
magnsmarkað, afkomu at-
vinnuvega og endurskipu-
lagningu atvinnulífs með það
að leiðarljósi að gera það
raunverulega samkeppnis-
fært.
„Þegar talaö er um ágrein-
ing á milli ráðherra, sem
opinberaður er i fjölmiðlum,
þá gerðu þingmenn greinar-
mun á því sem kalla má
nöldur eða fyrtni eða upp-
hlaup sem einkennast af vin-
sældakapphlaupi og eru í
ætt við stjómarandstöðu og
hins vegar raunsæju mati á
raunverulegum málefna-
ágreiningi í ýmsum málum,"
sagði Jón Baldvin.
„Við ræddum fyrstu drög
að hugmyndum um marghátt-
aðar aðgerðir af hálfu stjórn-
arflokkanna sem vinna þyrfti
að áður en þing kemur
saman. Það er hins vegar al-
veg Ijóst að einhverjar yfirlýs-
ingar um niðurstöður í þeim
málum á næstu dögum eða
vikum eru út í bláinn."
ítarleg umræða var um
nauðsyn uppstokkunar á
launakerfi og hugmyndir sem
verið er að útfæra i húsnæð-
ismálunum.
„Þetta eru mál sem verður
að vinna samtímis þeirri
Borgarráð
100 VERKAMANNAROSTAÐAÍDÚÐIR
Meirihluti Sjálfstæðis-
flokks lagði i gær fram til-
lögu á borgarráðsfundi um
lóðir fyrir 100 verkamanna-
bústaðaíbúðum, sem er svip-
aður fjöldi og undanfarin ár,
en umsóknir hafa verið á bil-
inu 800 til 1000 árlega. Allir
fulltrúar minnihlutans lögðu
fram bókanir vegna málsins.
„Þetta var mjög metnaðar-
lítil tillaga hjá þeim", sagði
Elín G. Olafsdóttir fulltrúi
Kvennalistans í samtali við
Alþýðublaðið. Tillagan var
samþykkt.
Á fundinum var einnig rætt
um fyrirhugaða veitingahús-
byggingu á hitaveitugeymun-
um i Öskjuhlíð, og tilboð
hennar vegna. Minnihlutinn
lýsti sig ósammála þvi að
eyða miklu fé í þetta verkefni,
og einnig var farið fram á
kostnaðaráætlun vegna bygg-
ingarinnar. Er vonast til að
hún liggi fyrir á næsta fundi
borgarráðs.
vinnu sem þegar er í gangi
um gerð fjárlaga og lánsfjár-
laga því þar verður hvað að
styðja annað, almennar að-
gerðir sem taka til efnahags-
mála og starfsskilyrða at-
vinnuvega og mótuö stefna í
ríkisfjármálum og á peninga-
markaði," sagði fjármálaráð-
herra að loknum fundi í gær.
MIKIL BER
Berjaspretta á Vestfjörðum
verður góð í ár en berin verða
þó seinna á ferðinni en oft
áður vegna kuldans í júni-
mánuði.
Gunnar Guðmundsson
bóndi á Skjaldvararfossi á
Barðaströnd fylgist grannt
með berjasprettu í Vatnsfirð-
inum, en hann sér um Orlofs-
húsin þar og viðhald á Hótel
Flókalundi. Hann sagði að
aldrei hefðu berin verið eins
snemma á ferðinni eins og í
vor, en vegna kuldans í júní-
mánuði stóðu þau í stað og
þvi verða berin með seinna
móti í ár, en það verða mikil
ber.
Svæðið í kringum Flóka-
lund er mesta aðalbláberja-
landið á Vestfjörðum og þá
sennilega á öl.lu landinu, en
lítið er um krækiber á þess-
um slóðum. Eitthvað er um
að ferðafólk komi gagngert í
Vatnsfjörðinn til að tina be.r,
en jafnan er mikil ásókn af
heimamönnum í berjatínslu.
134. tbl. 69. árg.
KRÖFLUELDAR?
Á mánudagskvöld mœldist stœrsti jarð-
skjálftakippur sem komið hefur fram á
mœlum á umbrotasvœðinu við Kröflu í tíu
ár. Mikið jarðris nú undanfarna mánuði og
öflug jarðskjálftahrina í kjölfar þess getur
hœglega verið undanfari eldgoss á þessum
slóðum. Síðast gaus við Kröflu árið 1984 og
þá voru jarðskjálftar ekki eins snarpir og
þeir sem hafa nú mœlst þar. Það getur því
brugðið til beggja vona á Kröflusvœðinu.
Sjá baksíðu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8