Alþýðublaðið - 20.07.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.07.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. júlí 1988 3 FRÉTTIR Flugstöðvarreikningarnir VIÐBOTARFJARÞORFIN 391 NIILLJÓN KRÓNA Starfshópur um málefni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar skilar greinargerð sinni. Leggur til að 49.9 milljónir verði greiddar verktökum á þessu ári. FJARMALARAÐHERRA ANÆGÐ UR MEÐ TILLÖGURNAR Starfshópur sá sem fjár- málaráöherra og utanríkisráö- herra komust aö samkomu- lagi um að færi yfir málefni Flugstöövar Leifs Eiríkssonar vegna deilu um flugstöövar- reikningana hefur nú skilaö áliti sinu. Leggur starfshóp- urinn til aö 49.9 milljónir veröi greiddar verktökum á þessu ári. Starfshópurinn fékk þau verkefni að fara yfir viðskipta- skuldir og leita eftir samning- um um frestum greiðslna fram yfir næstu áramót, þar sem þvi yrði við komiö. Þá fékk hópurinn það erkefni að meta óhjákvæmilegar fram- kvæmdir á þessu ári út frá öryggissjónarmiðum og loks að endurskoða heildarfram- kvæmdaáætlun við bygging- una og gera tillögur um tíma- setningu framkvæmda og kostnaðaráætlun til verkloka. Leggur starfshópurinn til að þegnir verði greiðslufrest- ir verktaka alls að fjárhæð 37.693 þús. kr. og þær fjár- hæðir greiddar í jan. 1989 eða við gjaldfellingu þeirra á því ári. Ounnum en samn- ingsbundum framkvæmdum Nærvera forseta íslands erlendu gestunum ógleymanleg Nærvera forseta íslands var erlendu gestunum ógleymanleg. Mjög vel tókst til við íslandskynningu i V- Þýskalandi í tengslum viö heimsókn Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands," segja forsvarsmenn Útflutn- ingsráðs íslands. Skipulagði ráðið formlega hádegisverði og kynningu á vegum ís- lenskra útflutningsfyrirtækja i Hamborg og Frankfurt. Boðsgestir voru aðallega við- skiptaaðilar islenskra útflutn- ingsfyrirtækja, svo og op- inberir embættismenn. Þeir sem tóku á móti gest- unum voru Steingrímur Hermannsson utanríkisráð- herra og frú Edda Guð- mundsdóttir, Magnús Gunn- arsson, stjórnarformaður Út- flutningsráðs og kona hans og Tómas Óli Jónsson, við- skiptafulltrúi Útflutningsráðs í Frankfurt og kona hans. Á meðan gestir gengu I salinn, lék Blásarakvintett Reykjavík- ur islenska tónlist, sem skap- aði sérstaka og hátíðlega stemmingu, enda var gerður góður rómur að. í ávarpi slnu fjallaði utanríkisráðherra um viðskiptatengsl landanna og Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs rakti almenn við- skipti landanna. Á boðstólum í veislunni var íslenskur matur, fagmann- lega framreiddur og fram bor- inn af þeim Hilmari B. Jóns- að fjárhæð 4.166 þús. verði frestað til 1989 og er lagt til aö rekstur flugstöðvarinnar yfirtaki verkefni að fjárhæð 1.911 þús. enda er litið svo á að um venjubundin rekstrar- verkefni sé að ræða. Starfshópurinn hefur lagt mat sitt á óhjákvæmilegar framkvæmdir á þessu ári út frá öryggissjónarmiðum s.s. hverfahurðir, flóðlýsingu, neyðarlýsingu og lagfæringar á hitakerfi og loftræstingu. Leggur starfshópurinn til að heimilaöar verði framkvæmd- ir á árinu fyrir 29.5 milljónir en þó staðið þannig að þeim að aðeins komi 5.4 milljónir til greiöslu I ár. Þá er lagt til að heimilaðar verði fram- kvæmdir á næsta ári fyrir kr. 1.284 þúsund. Starfshópurinn hefur unnið að endurskoðun á kostnaðar- áætlun til verkloka flugstöðv- arbyggingarinnar og lagt fram tillögur um þá verkþætti sem eftir eru. Er lagt til að þeir verði unnir á næsta ári og verði byggingu flugstöðv- arinnar formlega lokið á því ári. Áætluð fjárhæð vegna syni og Gísla Thoroddsen, matreiðslumeisturum. Salar- kynni voru fagurlega skreytt, m.a. með borðum í íslensku fánalitunum og mikla athygli vakti borðskreyting Hilmars, sem var rennilegur lax, höggvinn út ( klaka. í Ham- borg var boðið upp á sýningu á tískufatnaði frá Álafossi og vakti hún verðskuldaða athygli. Ekki síðri undirtektir fékk afar sérstæð litskyggnu- sýning með myndum frá Is- landi sem sýnd var í Frankfurt, en við sýninguna voru notaðir þrír stórir skerm- ar. Myndirnar tók þýski Ijós- myndarinn Helfred Weyer, sem m.a. hefur gefið út bók með myndum sínum frá ís- landi, með Ijóðum Matthíasar Johannessen, segir i frétta- tilkynningu frá Útflutnings- ráði. Og ennfremur að sýn- ingin hafi þótt mjög tilkomu- annarra óframkvæmdra verk- þátta er rúmlega 50 milljónir. Leggur hópurinn þá til að samningurvið Hitaveitu Suð- urnesja verði tekinn upp hið fyrsta og framkvæmdir við endanlega heimæð hafnar og þeim lokið í ár. Verði hitaveit- unni gert kleift aö taka lán til að fjármagna verkið og heim- æðin síðan greidd á næsta ári samkvæmt nánara sam- komulagi milli flugstöðvar- innar og hitaveitunnar. Loks er lagt til að skuld við ríkisábyrgðasjóð að fjárhæð 4.209 þús. kr verði greidd á næsta ári. Niðurstaða þessara til- lagna og athugana er því sú að viðbótarfjárhæð á þessu ári sé alls kr. 56.9 milljónir og 275.6 milljónir á næsta ári. Samtals er þvi viðbótarfjár- hæð vegna flugstöðvarinnar komin í 332.6 milljónir króna miðað við verðlag 1. jan. s.l. En ef tekið er tillit til áætl- aðrar hækkunar byggingavísi- tölu til hausts 1988 gerir starfshópurinn ráð fyrir að heildarupphæðin verði komin í kr. 391.5 milljónir. mikil, enda fylgdi henni fögur tónlist og áhrifarík hljóðsetn- ing. í lokin voru gestum afhentar smágjafir frá íslandi, lítil flaska af íslensku brenni- víni og hraunmoli í gjafa- öskju, ásamt með kynningar- efni um Island og fyrirtækin sem stóðu að sýningunni. Að sögn forsvarsmanna Út- flutningsráðs vakti nærvera forseta íslands mikla athygli en Vigdís heilsaði upp á marga hinna erlendu gesta, sem þótti sérstakur heiður að. Þýskir fjölmiðlar sýndu mikla hrifningu yfir jákvæð- um undirtektum forsetans við að ræða við blaðamenn. „Þýskir fjölmiðlar sýndu heimsókninni sérstaklega mikinn áhuga og mun ísland og islenskur útflutningur ugglaust lengi njóta góðs af,“ segir í fréttabréfi frá Út- flutningsráði. „Eg er eftir atvikum ánægöur með þessar niöur- stööur. Nefndin hélt alls 16 fundi og vann sitt verk fljótt og vel,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra. „Þær fjárkröfur sem settar voru fram upp á 121 milljónir lækkar nú i 56 millj- ónir miðað við sama verðlag og kröfur um svokallaðar „lífsnauðsynlegar fram- kvæmdir“ eru nú 5 milljónir i stað 34. Auk þess vann Matthias Á. Mathiesen, samgönguráðherra, hefur ákveðið að endurskoða skuli skipan fjarskiptamála á ís- landi. Lýtur endurskoðunin annars vegar að stjórnun og rekstri Póst- og símamála- stofnunar og hins vegar að löggjöf um fjarskipti. I þessu skyni hefur ráð- herra skipað nefnd, sem á að hafa umsjón með athugun á stjórnun og rekstri Póst- og símamálastofnunar með tilliti til þeirra breytinga, tækni- legra og rekstrarlegra, sem orðið hafa og fyrirsjáanlegar eru á fjarksiptaþjónustu. For- maður nefndarinnar er Árni Vilhjálmsson, prófessor, en auk hans eiga þar sæti Guð- mundur I. Björnsson, aðstoð- ar póst- og símamálastjóri, og Sigurður Þórðarson, vara- ríkisendurskoðandi. Starfs- maður nefndarinnar verður Leifur Eysteinsson, deildar- stjóri í Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun. Nefndin á að skila ráðuneytinu áfangaskýrslu Meirihluti forsvarsmanna þeirra sjúkrastofnana sem rætt hefur verið við, hafa lýst sig fyigjandi þvi að fara af daggjöldum yfir á föst fjárlög um næstu áramót, að sögn formanns nefndar sem vinnur að þvi að kanna þau mál og áætla fjárframlög. Stefna stjórnvalda hefur verið að færa sjúkrastofnanir af daggjöldum yfir á föst fjár- lög, og er nú starfandi nefnd sem vinnur að því að skoða þau mál. Hana skipa: Edda Hermannsdóttir skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem er formaður, Lúðvík Jónsson fulltrúi sveitarfélag- anna, Ólafur Hjálmarsson fulltrúi fjármálaráðuneytisins, Sigurður Hermundsson frá rikisendurskoöun og Jó- hannes Pálmason fram- kvæmdastjóri Borgarspital- ans, fulltrúi sjúkrastofnana. Starfsimaður nefndarinnar er Þórir Ólafsson hagfræöingur I heilbrigðisráðuneytinu. nefndin mikið verk með samningum við verktaka um frestun greiðslna. Við þetta má því báeta að arðgreiðslur í ríkissjóð vegna góðrar afkomu aðalverktaka hafa verið auknar sem svarar 50 milljónum. Niðurstaða þessa máls þýðir að flugstöð- in verður ekki til þess að gera stöðu ríkissjóðs lakari svo neinu nemur,“ sagði ráð- herra i samtali við blaðið. fyrir 1. janúar 1989. Þá hefur ráöherra skipað nefnd til að endurskoða gild- andi fjarskiptalög nr. 73/1984. Nefndinni er sérstaklega ætl- að að taka afstöðu til einka- réttar til fjarskipta og hvaða þættir fjarskiptaþjónustunnar eru þess eðlis að samkeppni gæti talist eölilegri. Formað- ur nefndarinnar er Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, en auk hans eru í nefndinni Guö- mundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri, Haraldur Sig- urðsson, verkfræðingur, Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri og dr. Þor- geir Pálsson, verkfræðingur. Starfsmaður nefndarinnar verður Ragnhildur Hjaltadótt ir, deildarlögfræðingur. Nefndin á að Ijúka störfum fyrir 1. janúar 1989. Nefndirnar starfa sjálf- stætt, en er ætlað að hafa samvinnu um almenna stefnumörkun á sviöi fjar- skiptaþjónustu. Alþýðublaðið innti for- manninn Eddu Hermanns- dóttur eftir því hvernig störf nefndarinnar gengju. Hún sagöi að starfið hafi gengið vel, búið væri að tala við flesta fulltrúa þeirra sjúkra- stofnana sem ætlunin hafi verið að ræða við. Þeir hafi verið boðaðir á fund nefndar- innar og yrði rætt við suma þeirra aftur. Ekki væri endan- lega búið aó komast að nið- urstöðu um fjölda þeirra stofnana sem mælt verður með að fari á föst fjárlög um næstu áramót, en gert er ráð fyrir að nefndin Ijúki störfum í ágúst. Nefndin hefur leitað til sjúkrastofnananna að fyrra- bragði, en að sögn Eddu hefur meirihluti forsvars- manna þeirra lýst sig fylgj- andi þessari breytingu. Miðað er við núverandi rekstur, þegar áætluð eru fjárframlög á næsta ári. Boðsgestir á íslandskynningu i V-Þýskalandi voru aðallega viðskipta- aðilar islenskra útflutningsfyrirtækja, framámenn i viðskiptum og athafnalifi, svo og opinberir embættismenn. SAMKEPPNIIFJAR- SKIPTAÞJÓNUSTUNA? Matthías A. Mathiesen, samgönguráðherra, skipar tvœr nefndir til að fara í saumana á rekstri Pósts og síma og kanna afnám einkaréttar á fjarskiptum. Sjúkrastofnanir af daggjöldum yfir á föst fjárlög MEIRIHLUTI FORSVARS- MANNA FYLGJANDI ÞVÍ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.