Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 5
4 Föstudagur 22. júlí 1988 FRÉTTASKÝRING Ómar Fridriksson skrifar Skýrsla vinnutímanefndar STYTTING VINNUTÍMA - SÖNIU AFKÖST Rúmlega helmingur virkra launþega hér á landi telur að núverandi vinnutími sé hæfi- legur en þessi viöhorf breyt- ast þó i takt við vinnuálagið. Því lengri vinnutimi, þeim mun eindregnari eru óskjrnar um styttri vinnudag. Um það bil helmingur þeirra sem vilja styttri vinnutima eru þó ekki tilbúnir til að fallast á stytt- ingu, ef því fylgir skerðing á tekjum. Hinn helmingur laun- þega er tilbúinn til að fallast á styttri vinnutíma, jafnvel þótt tekjur lækki við það. Um það bil sjötti hver full- vinnandi einstaklingur er í launuðu aukastarfi og auka- vinna er mun aigengari með- al sérfræðinga og skrifstofu- og þjónustufólks en hjá verkafólki og iðnaðarmönn- um. Um þriðjungur allra laun- þega telur unnt að ná sömu afköstum á sínum vinnustað með dagvinnu einni saman og nú fæst með dagvinnu og yfirvinnu. Þeir launþegar, sem eru á þessari skoðun, vinna að jafnaði um 50 stund- ir á viku. Þessar upplýsingar koma fram i athugun Félagsvís- indastofnunar Háskóians á lengd vinnuvikunnar og við- horfum íslendinga til vinnu- tima sem unninn var fyrir vinnutimanefnd sem Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, skipaði 22. sept. si. til að leita leiða til að stytta vinnutíma án þess að tekjur skerðist. Meðal hugmynda sem nefndin setur fram til að leita leiða til að stytta vinnutima íslendinga er að yfirvinnukaup verði lækkað og dagvinnulaun hækkuð. Yfirvinna verði auk heldur takmörkuð með lög- um. í vinnutímanefndinni sitja Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, formaður nefndarinnar, Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness og Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri. Ritari nefndarinnar var Lára V. Júlíusdóttir, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Eins og Alþýðublaðsfrétt greindi í gær sýnir skýrslan að íslendingar vinna mest allra þjóða þar sem slíkar mælingar hafa verið gerðar. Heildarvinnutími karla á aldr- inum 18-75 ára og í fullu starfi var um 57 stundir á viku á síðasta ársfjórðungi 1987. Konur i fullu starfi skil- uðu 49 stundum á viku I launuðu starfi utan heimilis. Þá kemur fram í könnuninni að af launþegum reyndust sjómenn og bændur hafa lengstan vinnutíma, eða um 64 stundir á viku. Næstir koma verkamenn með 59 stundir. Þá sérfræðingar og atvinnurekendur með 57 tíma, iðnaðarmenn með 55, verslunarmenn og skrifstofu- fólk með rétt um 50 tíma á viku og verkakonur með 46 tíma. Helmingur karla vinnur yfir 50 tíma og fjórðungur yfir 60 tíma á viku. Hins vegar vinn- ureinungis þriðjungur kvenna einhverja yfirvinnu og þar af um helmingur meira en 50 tíma á viku. AUKASTÖRF ALGENGUST í LANDBÚNAÐI 0G OPINBERRI ÞJÓNUSTU Það var Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvís- indastofnunar, sem hafði yfir- umsjón með gerð og fram- kvæmd könnunarinnar og í skýrslunni getur hann þess að aukastörf meðal fullvinn- andi fólks séu algengust í landbúnaði og í opinberri þjónustu en ef allt er tekið sé fremur lítill munur á lengd vinnuvikunnar milli aldurs- hópa. Stefán bendir á að þessar vinnutímatölur sýna aðeins tíma við launuð störf, þannig að vinna við ólaunuð heimil- isstörf kemur ekki inn í myndina en að fyrri kannanir hafi sýnt að heimilisstörf eru í langmestum mæli unnin af konum. Könnuð var sérstaklega af- staða launþega til lengdar eigin vinnutíma. Rúmlega helmingur virkra launþega segir núverandi vinnutíma henta sér vel, en þetta er þó afar breytilegt eftir lengd vinnutíma hjá launþegum eins og áður segir. Talsvert stærri hluti kvenna en karla segir núverandi vinnutíma henta sér vel. Iðnaðarmenn, stjórnendur og sérfræðingar og verkakarlar segja oftar en launþegar úr öðrum stéttum að styttri vinnutími myndi henta sér betur. Þessi af- staða virðist almennt vera' háð þeim tekjum sem langur vinnutími færir mönnum. Meðal fullvinnandi einstakl- inga er mest áhersla lögð á styttingu vinnutíma i almenn- um iðnaði, síðan í verslun og þjónustu og þá í opinberri þjónustu. Þeir tekjuhærri segja oftar að þeir kjósi styttri vinnutíma. Stefán segir í skýrslunni að margt í henni styðji það sjónarmið að íslendingar vinni langan vinnutíma eink- um til að auka tekjurnar frek- ar en vegna áhuga á löngum vinnutima, þó að íslendingar séu augljóslega vinnufúsir menn en hátt í fjórum sinn- um stærri hluti Islendinga en Svía segist kjósa styttri vinnutíma, eða um 44% virkra íslendinga á móti 12% Svía sem eru virkir í atvinnu- lífinu. Stærri hluti íslendinga en nágrannaþjóðanna í Evróþu leggur áherslu á að þeir vildu verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum, við tómstundamál, í námi eða við að slappa af. Ekki er al- gengt að Islendingar segist myndu vilja vinna mikið til að bægja frá sér leiðindum, ef þeir ættu kost á styttri vinnu- tíma á sama kaupi fyrir heild- arvinnutímann. STYTTRI VINNUTÍMI - BETRI AFKÖST Hátt í tveir af hverjum þremur launþegum sem vinna 55 stundir á viku eða meira segja að þeir myndu stytta vinnutímann ef grunn- kaupið hækkaði verulega. Þetta hlutfall fer síðan lækk- andi eftir því sem vinnutím- inn er styttri. Rúmlega 70% launþega telur að úr vinnutíma muni draga ef yfirvinnukaupið lækkaði. Um fjórðungur telur hins vegar að vinnutíminn myndi lengjast við lækkun yfirvinnukaupsins. Þessi af- staða er tiltölulega óháö lengd vinnutíma og þjóðfé- lagsstöðu. Og um þriðjungur launþega telur að hægt sé að ná sömu afköstum á vinnu- stað sínum með dagvinnu einni og nú fæst með dag- vinnu og eftirvinnu saman- lögðum. Þeir karlar t.d. sem telja aö hægt sé að ná sömu afköstum í dagvinnu einni, vinna sjálfir að jafnaði 57 stundir á viku. Um 47% verkakarla telja að hægt sé að ná sömu afköstum í dag- vinnu, og um 39% stjórn- enda og sérfræðinga. Þetta hlutfall er hins vegar lægst í Vinátta okkar Ólafs Krist- jánssonar, eiginmanns Guð- laugar Sigurjónsdóttur, hófst með vinnustaðafundi í Vél- smiðjunni Héðni, fyrir ein- hverjar kosningarnar. Ólafur var greinilega aðalkratinn á staðnum og lét það ekki fara framhjá mönnum. Hann hafði auglýst fundinn svo rækilega og undirbúið hann vel. Það skorti ekki umræöuefnin. Málin voru rædd tæpitungu- laust. Að fundi loknum skoð- aði ég fyrirtaekið hátt og lágt I fylgd meö Ólafi og sam- starfsmönnum hans. Síðan leiddi hvað af öðru. Ólafur hefur ekki látið sig vanta síðan þegar jafnaðar- menn í Reykjavík koma sam- an til að ráða ráðum sínum. Og hann kom ekki einsamall til fundar. Kona hans, Guð- laug Sigurjónsdóttir, var þar jafnan við hlið hans. Guðlaug sýndi brátt í verki, hverrar gerðar hún var. Hún lét.sér ekki nægja að hlusta, fræðast og leggja gott til málanna. Hún fylgdi sann- færingu sinni eftir með athöfnum. Hún vildi gera eitt- hvað I málunum. Ef eitthvað mikið stóð til mátti reiða sig á, að Lauga léti hendur standa fram úr ermum. Hún settist þá að á flokksskrif- stofunni með hópi sjálfboða- liða og lét verkin tala: Sendi út bréf, skipulagði dreifingu á upplýsinga- og áróðursefni, undirbjó fundi, ráðstefnurog ferðir og sat við símann og virkjaði aðra til starfa. Og það var ekki bara fyrir kosn- ingar. En þá munaði lika um Ólaf og Guðlaugu eins og við fengum að kynnast eftir- minnilega fyrir seinustu Al- stéttum skrifstofu- og þjón- ustufólks. YFIRVINNA TAKMÖRKUÐ MEÐ LÖGUM Nefndarmenn telja í áliti sínu að engar einfaldar leiðir séu færar til þess að stytta vinnutíma og þurfi að beita öllum tiltækum ráðum, bæði á sviði kjarasamninga og lög- gjafar. Þetta verði að vinna í áföngum. Leggur nefndin einkum áherslu á fjögur atriði: 1. Yfirvinnukaup verði lækk- að. Mætti hugsa sér þá leið að yfirvinnukaup héld- ist óbreytt þar til ákveðn- um fjölda yfirvinnustunda væri náð, en þá lækkaði það verulega. Eða þá að yfirvinna væri greidd meó auknum fritima eins og tíðkast víða erlendis. 2. Dagvinnulaun hækkuð. Formaður og fulltrúi VSÍ í nefndinni telja nauðsyn- legt að skoða þessa til- lögu í tengslum við tillögu þingiskosningar. Þannig tókst smám saman vinátta með okkur Bryndísi og Laugu og Ólafi. Við áttum líka góðar stundir á heimilum hvors annars og urðu jafnan fagnaðarfundir þegar við hitt- umst. S.l. vetur sáu Lauga og Óli einatt um opið hús i félags- miðstöð okkar jafnaðar- manna í Reykjavik. Við kom- um saman á miðvikudags- kvöldum í Alþýðuhúsinu. Þótt þröng væri á þingi höfðu húsakynnin verið gerð eins vistleg og unnt var. Það var heitt á könnunni og stemmn- ingin heimilisleg svo sem vera ber á óformJegum rabb- fundum í vinahópi. Þarna var vettvangur fyrir trúnaðar- menn flokksins svo sem þingmenn, ráðherra, bæjar- fulltrúa og aðra til að bera upp mál sín, þiggja góð ráð og ábendingar og sæta gagn- rýni og aðhaldi, eftir þvi sem mál stóðu til. Fyrir allt þetta mikla og fórnfúsa starf eiga þau Lauga og Ólafur miklar þakkir skildar. Guðlaug Sigurjónsdóttir var Austfirðingur að ætt, fædd á Eskifirði 16. júni árið 1922. Hún var því 66 ára, þeg- ar hún lést. Hún var dóttir hjónanna Sigurjóns Einars- sonar, verkamanns og sjó- manns á Eskifirði og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Guðlaug ólst upp eystra fram yfir tvítugs aldur við nám og störf. Á stríösárunum flutti hún til Reykjavíkur og hóf nám í hárgreiðslu, sem hún lauk árið 1947. Á árunum 1949-1951 dvaldist hún í Noregi við framhaldsnám og störf. Um alllangt skeið starf- um lækkun yfirvinnu- kaupsins, þannig að lækk- un yfirvinnukaups yrði að hluta mætt með hækkun dagvinnukaups. 3. Skattar af launagreiðslum fyrirtækja verði I auknum mæli staögreiddir. Telur nefndin að staðgreiðslu- kerfi skatta hafi að nokkru svipuð áhrif og lækkun yfirvinnukaups en sam- ræma þurfi gjöld fyrir- tækja sem greidd eru af launum, ýmist líðandi árs eða fyrra árs, og færa þau sem næst samtímainn- heimtu. 4. Yfirvinna verði takmörkuð með lögum. Bendir nefnd- in á að Finnar, Svíar og Norðmenn hafi takmarkað vinnutíma með lögum þar sem yfirleitt sé miðað við 300 yfirvinnustundir á ári þ.e. 5-6 stundir á viku. Tel- ur nefndin raunar að ef einhver von á að vera til þess að stytta vinnutim- ann sé nauðsynlegt að gripa til lögbindingar. rækti hún hárgreiöslustotuna Bylgjuna, í samstarfi við aðra, í Aðalstræti í Reykjavík. Seinni árin stundaði hún starf sitt á heimili þeirra hjóna að Skeiðarvogi 69. Þau Guðlaug og Ólafur giftust árið 1960 og bjuggu alla tíð að Skeiðarvogi 69. Ólafur missti fyrri konu sína frá þremur ungum börnum ár- ið 1958 og gekk Guölaug þeim í móður stað. Hún átti fyrir eina dóttur, Guórúnu Agústu Jónsdóttur, en ól jafnframt upp börn Ólafs frá fyrra hjónabandi, þau Kristján, Erlu og Ólaf. Þau Guðlaug og Ólafur voru sam- rýmd hjón sem áttu mikið að miðla öðrum af ástúð og umhyggju. Til þeirra var jafn- an gott að koma. Fyrir skömmu varð okkur Ijóst að heilsa Guðlaugar var að bresta. Sjúkdómslega hennar var sársaukafull en blessunarlega skammvinn. Hún lést þann 20. júlí á Borg- arspítalanum. Við vinir henn- ar og vandamenn kveöjum hana í Fossvogskapellu kl. 13.30 í dag. Guðlaug’Sigurjónsdóttir var væn kona og heilsteypt manneskja sem gott var að kynnast. Hún skilur eftir sig Ijúfar minningar samferða- fólks, sem þótti vænt um hana. Slíkrar konu er gott að minnast. Um leið og við Bryndís þökkum Guðlaugu góð kynni sendum við Ólafi og börnum þeirra hjóna okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins t MINNING t Guðlaug Sigurjónsdóttir f. 16.6. 1922 d. 20.7. 1988

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.