Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						AIMIIBLMB
Miðvikudagur 24. ágúst 1988
159. tbl. 69. árg.
Ráðgjafarnefndin leggur til róttœkar aðhaldsaðgerðir
RÍKISSTARFSMÖNNUM
FÆKKI
1000
Ábyrgð ríkisins afnumin á launum hjá ríkisstofnunum með sjálfstœðan fjárhag, t.d. hjá Pósti og síma og Ríkisútvarpinu.
Dregiö verði úr erlendum
lántökum. Bannað að taka
hærri ián en 3 milljarða
króna, eða sem samsvarar
afborgun erlendra lána.
Erlend skuldbreytingarlán
upp á 2 milljarða króna til
viðbótar til fyrirtækja í út-
flutningsgreinum. Tekjuaf-
gangur af ríkissjóði á næsta
ári. Starfsmönnum rikisstofn-
ana fækkað um 5%, eða um
1.000 manns, og ábyrgð ríkis-
ins afnumin á launum hjá rik-
isstofnunum með sjálfstæð-
an fjárhag, t.d. hjá Pósti og
síma og Ríkisútvarpinu. Af-
borgunarsamningar með
greiðslukortum afnumdir.
Skattar á hátekjumenn, um
10% á tekjur yfir 200 þúsund
krónur. Vextir hækkaðir á
húsnæðislánum, um
1—1,5%. Laun og launa-
tengdir liðir lækkuð um 9%
jafnframt því sem verð á vöru
og þjónustu verði lækkað.
Gert er ráð fyrir að aðgerðirn-
ar feli i sér 15% lækkun
nafnvaxta 1. september og
10% 1. október.
Samkvæmt heimildum Al-
þýöublaðsins er þetta meðal
hugmynda sem f ram komu í
skýrslu ráðgjafarnefndar sem
afhent var forsætisráðherra i
gær og kynnt ríkisstjórninni.
Tillögur nefndarinnar, sem
dregnar eru saman á 11 siðna
plaggi, eiga að miða að því
að kveða niður verðbólgu, ná
jafnvægi í ríkisfjármálum, á
vinnumarkaði og á lánamark-
aði.
I skýrslunni er ekki um
neina nákvæma útreikninga
að ræða, heldur fyrst og
fremst fjallað um niður-
færsluhugmyndir ásamt öðr-
um aðgeröum i grófum drátt-
um, til nánari útfærslu hjá
stjómarflokkunum.
Það vekur nokkra athygli
að nefndin leggur til 9%
launalækkun en treystirsér
ekki til að ákveða lækkun á
vöru og þjónustu, einungis
munu þeir liðir nánar skil-
greindir sem almenn þjón-
usta, búvara, farmgjöld, þjón-
usta sveitarfélaga, vátrygg-
ingar og útseld vinna.
Þingflokkarnir fjalla um til-
lögurnar á fundum sínum i
dag, en svo viröist sem ríkis-
stjómin hafi sett sér að
kanna þessar leiðir til þraut-
ar.
Sjá einnig viðbrögð við
„niðurfærslunni" á baksíðu
blaðsins í dag.
Jón Baldvin: Erum tilbúin ef engum verður sleppt. Amynd/Magnús Reynir.
Steingrimur Hermannsson: Kemurtil greina, enda verði hún útfærð í gegnum allt kerfið. A-
mynd/Magnús Reynir.
Ríkisstjórnin
NIDURFÆRSLULEIÐIN K0NNUD TIL ÞRAUTAR
„Ég held að í minum flokki
séum við tilbúin að fara
þessa leið, að því tilskildu að
það verði fullkomin sam-
staða, engum sleppt eða hlift
eða einhverjir komi til með
að njóta forréttinda," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra við blaða-
menn eftir ríkisstjórnarfund-
inn i gær, þar sem ræddar
voru tillögur ráðgjafarnefnd-
arinnar um aðgerðir i efna-
hagsmálum. „Eg tel niður-
færsluleiðina koma til greina,
enda verði hún útfærð í
gegnum allt kerfið," sagði
Steingrímur Hermannsson.
„Það er alls ekki hægt að
taka afstöðu til niðurfærsl-
unnar út frá orðinu einu sam-
an. Það er að vísu rétt, að í
upphafi var oröið, en síðan
fylgdi mjög margt á eftír,"
sagöi Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra sposkur á
svip, þegar hann var spurður
hvort hann teldi niðurfærslu-
leiðina framkvæmanlega.
Hjá ríkisstjórninni og
stjórnarflokkunum er mikið
verk framundan að vinna úr
þeim tillögum sem komu frá
forstjóránefndinni. Enn áeftir
að reikna út ýmsar forsendur
og er ólíklegt að afstaöa ein-
stakra þingmanna liggi fyrir
áður en slíkt hefur verið gert.
Þá hefur ríkisstjórnin ekki
sett sér nein ákveðin tíma-
mörk um hvenær þeirri vinnu
verði lokiö. „Það má með
engum hætti blekkja menn
með því, að þetta séu tillögur
sem hægt verði að hrinda í
framkvæmd fyrir 1. sept-
ember," sagöi Jón Baldvin,
en hingað til hefur verið álit-
ið að ríkisstjórnin þyrfti að
vera búin að ganga frá efna-
hagspakkanum fyrir þann
tíma vegna samningsbund-
inna launahækkana og bú-
vöruverðshækkana 1. sept.
„Það væri mjög skynsamlegt
ef framkvæmdum á þessu
yröi slegið á frest," sagði
fjármálaráðherra.
Ýmsir hafa dregið í efa að
hægt verði að færa verðlag
niður með skipun frá ríkis-
stjórninni. Jón Baldvin telur
að-til skamms tíma megi ná
verulegum árangri í þeim efn-
um með lagasetningu og við-
urlögum. Það sama segir
hann aðspurður um launin,
— hvort niðurfærslan muni
ekki fyrst og fremst bitna á
þeim sem vinna hjá ríki og
þeim sem annars eru á stríp-
uðum töxtum: „Ef menn hafa
til þess einbeittan vilja og
skirrast ekki við að beita
ströngum viðurlögum, þá er
hægt að tryggja að menn fái
ekki neinn sjálftökurétt."
Jón Baldvin bendir á að
stundum ræði menn niður-
færsluleiðina fyrst og fremst
vatðandi launin, verðlagið og
vextina. „Þetta er að mínu
viti misskilningur. Kjaminn í
niðurfærsluleiðinni er sam-
dráttur í fjármálum ríkissjóðs
og í fjárfestingum hins opin-
bera og atvinnuveganna."
Hann segir miðað að þvf að
veita fjármagn til aö Ijúka
verkinu, en ekkert til nýfram-
kvæmda.
Ráðgjafarnefndin leggurtil
að settir verði markaðsvextir
á húsnæðislán. „Það er ekki
stört mál i þessu dæmi,"
sagði Jón Baldvin aðspurður
hvort kratar gætu samþykkt
slikt. Hann sagði að menn
yrðu að átta sig á því að ef
„gengiskollsteypuleiðin" yrði
farin þýddi það hækkun láns-
kjaravísitölunnar og aukna
greiðslubyrði, sem trúlega
yrði mun minni en samsvar-
aði 1—1,5% vaxtahækkun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8