Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 8
Mfðviku uciy uí THTöepieT nbor1988 Alþýðublaðið spyr Þorvald Guðmundsson í Síld og fisk ERTU RIKASTI MABUR Á ÍSLANDI? „Hvað á ég að vita um það?“ — Listinn í Frjálsri versl- un segir þaö, er kannski ekki nóg að mæla skuldlausar eignir eins og þar er gert? „Ég hef ekki hugmynd um það.“ — Hver er lykillinn að riki- dæmi þinu? „Þú verður að spyrja þessa menn sem eru spesíalistar i þessu.“ — Hvaða stefnu hefur þú fylgt í uppbyggingunni? „Hvaða stefnu? Það er bara að vinna og standa við orð sín, það er allt og sumt. Ég þekki ekkert annað.“ — í hverju felst þitt riki- dæmi? „Er ekki búið að telja það allt upp og búið að gefa mér mikið meira en ég á. Þetta eru gjafmildir menn á eignir annarra, færa á milli, er það ekki millifærsluleiðin?" — Þaö er talað um mis- skipt gæði i þjóðfélaginu, að tvær þjóðir búi í landinu, heldur þú að svo sé? „Ég þekki það ekki. Ég er nefnilega jafnaðarmaður skal ég segja þér án þess aö vera í Alþýðuflokknum." — Hvað áttu viö? „Hvað ég eigi við? Ég hef ekkert á móti því að fólk hafi það gott.“ — En er ekki slæmt ef búa tvær þjóðir í landinu? „Að hvaða leyti eru það tvær þjóðir?" — Annars vegar hafi fólk mjög mikla peninga, og hins vegar svo til enga. „Er það ekki svoleiðis alls- staðar í heiminum?" — Menn hafa séö skarpari skii þarna á milli að undan- förnu. „Ég þekki það ekki. Ég hef ekki lagt það í vana minn að vita hvernig aðrir hafa það.“ — Þú ert búinn að vera skattakóngur í mörg ár, hvernig hefurðu kunnað viö það hlutverk? „Allt sem ég hef tekið að mér hef ég kunnað ágætlega við.“ — Hvað með skattsvik? Þú hlýtur að sjá til velstæðra manna i kringum þig sem ekki virðast borga skatta samkvæmt því? „Það er bara af því að þeir kunna sitt fag.“ — Hvernig ávaxtar maður fé sitt best i dag? „Ég held að það séu margir möguleikar á því. Bara að vera í viðskiptum þar sem báðir hagnast. Það eru ekki nein viðskipti nema báðir hagnist." — Nú er fjármagns- kostnaður að sliga mörg fyr- irtæki. Hvernig koma þessar aðstæður við þig í dag? „Ég hef vanalega sparað fyrst og eytt á eftir. Núna er móðins að gera það öfugt," , segir Þorvaldur Guðmunds- son í Síld og fisk, sem talinn er ríkasti íslendinga í dag. Þorvaldur Guðmundsson AUÐMENN ÍSLANDS Listi Frjálsrar verslunar miðast við hreinar skuldlausar eignir, samkvæmt veðbókarvottorðum, auk þess sem stuðst er við skattskrár og þekkingu og tilfinningu þeirra manna er listann unnu. Meðal eigna Þorvaldar Guðmundssonar eru: Hótel Holt, Síld og fiskur í Hafnarfirði, jörð með jarðhita og byggingum á Vatnsleysuströnd, auk stórs hluta í fiskeldisfyrirtæki þar, að ógleymdu gríðarlega verðmætu listaverkasafni. 1. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk. 1500 milljónir. 2. Pálmi Jónsson í Hagkaup. 1200 milljónir. 3. Herluf Ciausen heildsali. 1000 milljónir. 4. Ómar Kristjánsson, Þýsk-íslenska hf. 600 milljónir. 5. Guðmundur Gíslason, Bifreiðum og landbúnaðarvélum. 500 milljónir. 6. -8. Árni Gestsson, Glóbus. 400 milljónir. Ingvar Helgason, Ingvar Helgason hf. 400 milljónir. Páll G. Jónsson, Pólaris. 400 milljónir. 9.-13. Árni Samúelsson, Bíóhöllinni. 300 milljónir. Ólafur S. Björnsson, Steypustöðin Ós. 300 milljónir. Ólafur Laufdal, veitingamaður. 300 milljónir. Óli Kr. Sigurðsson, Olís. 300 milljónir. Pétur Björnsson, Vífilfelli. 300 milljónir. Ríkisstjórnin 8 TILLÖGUR ALÞÝÐUFLOKKSINS „Markmiðið er að fœra niður verðbólgu og vexti, bœta afkomu útflutningsgreina og treysta atvinnuöryggi, “ segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra Á rikisstjórnarfundinum í gær lögðu ráðherrar Alþýðu- flokksins fram itarlegar breyt- ingatilfögur við tillögur for- sætisráðherra eins og hann hafði beðið um. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, fjármálaráðherra, voru einnig lögð fram þrjú viða- mikil frumvörp frá viðskipta- ráðherra um fjármagnsmark- aðinn sem Alþýðuflokkurinn vill tengja ákvörðunum um ráðstafanir í efnahagsmálum. Þessi frumvörp voru annað megin umræðuefni ríkis- stjórnarfundarins. „Okkar tillögur hafa það að meginmarkmiöi að færa niður verðbólgu og vexti, bæta afkomu útflutnings- greina, einkum frystiiðnaðar, og treysta atvinnuöryggi," sagði Jón Baldvin í samtali við Alþýðublaðið að fundi foknum í gær. í tillögum Alþýðuflokksins er lögð höfuðáhersla á lækkun fjármagnskostnaðar heimilanna og að treysta fjár- hagsgrundvöll þeirra að sögn fjármálaráðherra. Aðalatriði tillagnanna eru um eftirfarandi: 1. Framlenging verðstöðv- unar. 2. Frysting á gjaldskrár- hækkunum opinberra fyrir- tækja og sveitarfélaga. 3. Frysting á húsaleigu. 4. Frysting launa og búvöru- verðs. 5. Fiskverð miöað við sam- komulag í júní s.l. fram- lengist óbreytt út verð- stöðvunartímabiliö. 6. Verðjöfnun til fiskiðnaðar- ins fari fram í gegnum Verðjöfnunarsjóð að fjár- hæð 600 milljónir og þar með er einnig gert ráð fyrir verðbótum vegna hörpuskels- og rækju- vinnslunnar. 7. Skuldaskilasjóður útflutn- ingsatvinnuveganna eða viðreisnarsjóður lands- byggðar. Er gert ráð fyrir að með samstarfi lána- stofnana útflutningsat- vinnuvega verði settur á stofn sérstakur skulda- skilasjóður sem hafi það verkefni að leysa fjárhags- leg vandamál útflutnings- fyrirtækja svo þeim verði gert betur kleift að starfa á nýjum rekstrargrundvelli. Sjóðurinn fái einn milljarð til ráðstöfunará næstu tveimur árum. Framlag ríkissjóðs til Atvinnu- leysistryggingasjóðs renni til skuldaskila sjóðsins næstu tvör ár og auk þess fái hann lánsfé með Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins að bakhjarli. Jón Baldvin segir að síðastnefnd tillaga byggist á því að sífellt fleiri upplýs- ingar berist nú um að afkoma fyrirtækja i fiskvinnslu og útflutningsgreinum, sem er til komin vegna langvarandi tapreksturs og skuldasöfn- unar sé verri en meðaltöl opinberra stofnana gefa til kynna. „Hættan er sú, ekki síst I Ijósi ákvörðunar Lands- bankans um stöðvun á lán- um, að þessi fyrirtæki loki hvert á fætur öðru á næstu vikum og af hljótist víðtækt atvinnuleysi. Það er megin hlutverk Átvinnuleysistrygg- ingasjóðs að treysta atvinnu- öryggið I landinu meö þvl að verja rfkisframlaginu, sem í ár er 300 milljónir, í skulda- skilasjóðinn. Þá treystum við atvinnuöryggið méð fyrir- byggjandi aðgeröum," segir ráðherra. „Við teljum að Atvinnu- leysistryggingasjóður sé vel í stakk búinn til þess að ráða við þetta verkefni. Eigið fé hans er u.þ.b. tveir milljarðar og tekjur hans á þessu ári á bilinu 6-700 milljónir.“ Áttunda atriði tillagnanna er um lækkun vaxta og fjár- magnskostnaöar. „Ef leið Alþýðuflokksins veröur farin,“ segir Jón Baldvin, „þ.e. ef menn gleyma gengis- lækkun eins og var raunar megin tillaga ráðgjafanefndar forsætisráðherra, og halda fram verðstöðvun þá lækkar veröbólga mjög hratt. Skv. okkar tillögum verður verð- bólguhraðinn á seinustu mánuðum ársins um 10% og kominn niður I 6% I des- ember. Þetta skapar for- sendur fyrir mikilli lækkun nafnvaxta og lækkun raun- vaxta I breyttu umhverfi. Lækkun nafnvaxta ein og sér þýðir mikla kjarabót fyrir skuldug heimili og raunvaxta- lækkun, sem gæti numið allt að 3%, gæti beinlínis skipt sköpum fyrir rekstrargrund- völl fyrirtækjaog upphafið þann mun sem nú er talinn vera á fjármagnskostnaði á erlendu og innlendu lánsfé. Að öðru leyti vísum við til viðamikilla tillagna viðskipta- ráðherra um endurskipulagn- ingu á fjármagnsmarkaði. I þessu felst líka lækkun á vaxtamun afurðalána atvinnu- veganna og breyttar reglur um dráttarvexti. Svo og yfir- lýsing um að ríkisstjórnin sé reiðubúin að beita því valdi sem felst i 9. grein Seöla- bankalaganna um að knýja fram vaxtalækkun ef vaxta- munur er of mikill. Loks lýs- um við öðrum hugmyndum varðandi leiðir til að treysta eiginfjárstöðu fyrirtækja og til að draga úr lánsfjáreftir- spurn og vísum þar með til tillagna um breytta skattmeð- ferð hlutabréfa og virkan hlutabréfamarkað þar sem almenningsþátttaka í atvinnufyrirtækum yrði fýsi- legri sparnaðarkostur en nú er. Seinasti kafli tillagna okkar fjallar svo um hvernig unnt verði að ná settum markmiðum um jöfnuð f ríkis- fjármálum og um stóraukið aðhald ( lánsfjármálum á næsta ári,“ sagði fjármála- ráðherra að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.