Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Fimmtudagur 29. september 1988
FRETTIR
Rimma um ráöherrastóla
Jon Baldvin vildi fjarmálin
_ Steingrímur iðnaðinn en
Ólafur Ragnar utanríkismálin
Verkaskiptingu í nýrri ríkis-
stjórn Steingríms Hermanns-
sonar lyktaði hvorki á þann
veg sem formaöur Framsókn-
arflokksins eöa formaður Al-
þýðuflokksins höfðu kosið.
Samkvæmt öruggum heimild-
um Alþýðublaðsins lagði
Steingrímur Hermannsson
fram óskalista sinn um skipt-
ingu ráðuneyta síðdegis í
gær, og lak sá óskaiisti til
fjölmiðla nær samstundis.
Óskir Jóns Baldvins Hanni-
balssonar voru hins vegar allt
aðrar. Um þessa tvo lista
ásamt óskum Ólafs Ragnars
Grímssonar var tekist á á
löngum fundi formannanna
þriggja í nótt.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins var óskalisti
Steingríms eftirfarandi: Fram-
sóknarflokkur fengi forsætis-
ráðuneytið (ásamt Hagstofu),
sjávarútvegsráðuneytið,
iðnaðarráðuneytið og heil-
brigðisráðuneytið. Alþýðu-
flokkur fengi utanríkisráðu-
neytið, viðskiptaráðuneytið,
dómsmálaráðuneytið og fé-
lagsmálaráðuneytið. Alþýðu-
bandalag fengi fjármálaráðu-
neytið, menntamálaráðuneyt-
ið, landbúnaðarráðuneytið og
samgönguráðuneytið.
Óskalisti Jóns Baldvins
hljóðaði hins vegar svo, sam-
kvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins: Framsóknarflokkur:
Forsætisráðuneytið (ásamt
Hagtofu), sjávarútvegsráðu-
neytið, heilbrigðisráðuneytið
og iðnaðarráðuneytið. Al-
þýðuflokkur: Fjármálaráðu-
neytið, utanríkisráðuneytið,
félags - og samgöngumála-
ráðuneyti. Alþýöubandalag:
Viðskiptaráðuneytið, dóms-
málaráðuneytið, landbúnaðar-
ráðuneytið og menntamála-
ráðuneytið.
Óskir Ólafs Ragnars
Grímssonar voru nokkuð
óljósari en m.a. mun for-
maður Alþýðubandalagsins
farið þess á leit I upphafi um-
ræðnanna að fá utanríkis-
ráðuneytið í sinn hlut og þá
einnig iðnaðarráðuneytið.
Þessum óskum höfnuðu
Framsóknarflokkur og Al-
þýðuflokkur alfarið.
Rimmu formannanna um
ráðherrastólana lyktaði seint
í nótt og á annan hátt en þeir
höfðu allir upphaflega kosið
— eins og alþjóð veit.
Steingrímur afhenti Jóni Baldvin lyklana að utanríkisráðuneytinu eftir rikisráðsfundinn á Bessastöðum. Ekki
var annað að sjá en þeir væru sáttir við skiptin. A-mynd/Magnús Reynir.
KOSIÐ UM
HUNDAHALD
Kosið verður um hunda-
hald i Reykjavik 24. tii 30.
október n.k. Anddyri Laugar-
dalshallar verður kjörstaður
og verður kjörskrá sú sama
og giiti við forsetakosning-
arnar sl. sumar. Er þetta gert
i samræmi við reglur um
undanþágu frá banni við
hundahaldi í Reykjavík, sem
gilt hafa s.l. fjögur ár. A kjör-
seölinum verður spurt: Viljið
þér leyfa hundahald i Reykja-
vik með þeim skilyrðum, sem
gilt hafa síðustu fjögur ár?
Ýmis skilyrði eru fyrir leyfi
til hundahalds. Má þar nefna
að leyfið sé bundið við nafn
og heimili eiganda, óheimilt
er að selja þaö, og búi við-
komandi í fjölbýlishúsi, þarf
skriflegt leyfi sameigenda.
Skylt er að ábyrgðatryggja
hunda vegna tjóns sem þeir
kunna að valda og skal færa
þá til hreinsunar árlega, auk
þess sem þeir skulu merktir
nafni og heimili eiganda.
Leyfishaf i skal sjá um að
hundurinn valdi ekki óþæg-
indum eða óþrifnaði. Valdi
hundur hættu, sé ekki til
leyfi fyrir honum eða gangi
hann laus utanhúss skal
hann tekinn úr umferð. Heim-
ilt er að lóga hættulegum
hundum þegar í stað. Leyfis-
hafi sem brýtur reglur um
hundahald, getur átt á hættu
að missa leyfið.
Kjörstaður verður opinn
mánudag til föstudags frá kl.
16 til 19, og 14 til 20 um helg-
ina.
Ólympíuleikarnir
Martröð gegn Sovét
Sovéska handboltalands-
liðið beinlínis tætti landslið
íslands i sig i Seoul í gær-
nótt. Vongóðir og væntingar-
fullir landsmenn máttu horfa
upp á 19:32 tap í leik sem
líktist verstu martröð. 13
marka tap er einhver versta
útreið okkar manna sem um
getur.
Á hinn bóginn er slfkt tap
ekkert einsdæmi. Á siðast
liðnum 10 árum hefur A-
landslið okkar tapað nú sam-
tals 11 sinnum með 10 marka
mun eða meira. Hálft þetta
timabil hefur Bogdan séð um
landsliðið og 4 þessara miklu
ósigra gerðust undir hans
stjórn.
Það er athyglivert að af
þessum 11 ósigrum með 10
mörkum eða meira hafa 5
tapast fyrir Sovétríkjunum og
4 fyrir þeirri þjóð sem við
mætum nú í keppni um sjö-
unda sætið, Austur Þýska-
landi! Stærstu ósigrarnir
hafa verið 15 marka ósigur
(12:27) gegn Sovétríkjunum í
Graasten I janúar 1986, 14
marka ósigur (18:32) gegn
Ungverjalandi í Barcelona I
Mars 1979, 13 marka ósigur
(17:30) gegn Sovétrikjunum í
Moskvu í desember 1986 og
ósigur með sama mun í
Seoul nú. Mestu hrakfarir ís-
lenska landsliðsins urðu hins
vegar árið 1973 í Rostock,
þegar okkar menn töpuðu
með 21 marka mun (14:35)
gegn A-Þýskalandi, næstu
andstæðingum okkar. Það
eru þvi engin nýmæli að tapa
stórt fyrir þessum austan-
tjaldsþjóðum, þær eru ein-
faldlega mun betri og blasir
ekkert annað við okkur en að
gerast B-þjóö á ný.
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
Ásmundur á móti
Miklar umræður voru á
miðstjómarfundi Alþýðu-
bandalagsins á þriðjudags-
kvöld þegar greidd voru at-
kvæði um stjórnarþátttökuna
og stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar. Rúmlega fjórð-
ungur fundarmanna greiddi
atkvæði á móti og í þeim
hóþi var Ásmundur Stefans-
son forseti Alþýðusambands-
ins.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaösins var Ásmundur
sérstaklega óánægður með
ákvæði í stefnuyfirlýsingunni
um nýja kjarastefnu, m.a.
vegna þess að ekkert samráð
hafði verið haft við hann af
hálfu félaga hans í Alþýðu-
bandalaginu sem stóðu í
stjórnarmyndunarviðræðun-
um. Alþýðublaðinu tókst ekki
að ná sambandi við Ásmund
Stefánsson i gær.
Jón Baldvin Hannibalsson
Kveð fjármála-
ráðuneytið
með söknuði
Jón Baldvin Hannibalsson
sagðist í gær kveðja fjár-
málaráðuneytið með sökn-
uði, en jafnframt meö stolti.
„Þegar ég kvaddi starfsfólkið
mitt þar gat ég sagt, sann-
leikanum samkvæmt og með
nokkru stolti: Við höfum á
einu ári komið á stað-
greiðslukerfi skatta. Við
stokkuðum upp tollakerfið og
löguðum það að því, sem er
að gerast á meginlandi
Evrópu, með einu átaki. Við
endurskipulögðum sölu-
skattskerfið; komum á eins
þreps samræmdum sölu-
skatti, sem allir fjármálaráð-
herrar i heiminum öfunda
okkur af. Og við lögfestum
virðisaukaskattsfrumvarpið."
Allt eru þetta mál sem eiga
aðdraganda langt aftur í
tímann. „Það var nokkuð
rösklega gert að keyra þetta
allt I gegn áeinu þingi.
Þessar miklu breytingar
munu standa. Að þessu leyti
er ég ánægður með veru
mína þar," sagði nýi utan-
ríkisráðherrann, en bætti við:
„Að vera í fjármálaráðuneyt-
inu er að vera galeiðuþræll.
Hart djobb. Ráðuneytið er fá-
liðað, undirmannað og þeir
sem halda þar um stjórnvöl-
inn eru afbragðsmenn. Það
er mér hins vegar eftirsjá, að
ég var ekki búinn að Ijúka
mínu verki."
Jón Baldvin sagði að þýð-
ingarmikil göt hefðu verið
eftir, þótt búið hefði verið að
endurskoða fjóra fimmtu af
tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs:
„Að endurskoða f rá grunni
skattlagningu fyrirtækja og
taka upp skynsamlega lög-
gjöf um skattlagningu fjár-
magnstekna. Rannsaka betur
og aðlaga þetta nýja skatta-
kerfi að tekjujöfnunaráhrifum
þess og loks meö lengri
tíma, að endurskipuleggja frá
grunni alla framkvæmd
skattakerfisins. Bæta þjón-
ustu við skattgreiðendur jafn-
framt því að bæta skattskil
og innheimtu. Grafa þar með
gröf þeim ömurlega móral,
sem hefur spillt þessu þjóð-
félagi. Þessi mórall felst í
því, að menn geta ekki treyst
því að einhverjir forréttinda-
hópar velti ekki sanngjömum
byrðum yfir á aðra. Þetta
hefði ég gert ef ég hefði
fengið ár í viðbót. Ég sé eftir
því," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8