Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MBIIBLMD
Laugardagur 1. október 1988
182. tbl. 69. árg.
Jón Baldvin Hannibalsson utnríkisráðherra segir úrslitakosti Þorsteins Pálssonar í
efnahagsmálum hafa sprengt síðustu ríkisstjórn:
Minnismerki um stefnuhringlanda
Ástœðan: Vígstaða Davíðs, œðibunugangur Halldórs Blöndal og skammsýni Þorsteins
•  Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra segir við
Alþýöublaðid að úrslitakostir
Þorsteins Pálssonar í efna-
hagsmálum hafi verið drop-
inn sem fyllti mælinn í sam-
starfi síðustu ríkisstjómar og
sé minnismerki um stefnu-
hringlanda.
• Formaður Alþýðuflokksins
segir, að orsaka stjórnarslit-
anna sé að leita í löngun
Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra að sprengja ríkisstjórn-
arsamstarfið og skapa sér
betri vígstöðu í borgarstjórn-
arkosningum, æðibunugangi
Halldórs Blöndals þing-
manns Sjálfstæðisflokksins
eða skammsýni fyrrverandi
forsætisráðherra.
• Jón Baldvin Hannibalsson
segir ennfremur við Alþýðu-
blaðið, að sjálfstæðismenn
hafi tekið afar fálega tillögum
sem hann hafi lagt fram um
lækkun ríkisútgjalda, og að
Sjálfstæðisflokkurinn þykisf
vera gegn rikisforsjá og vilja
markaðslausnir en standi
ekki við neitt af þessu.
„Við vitum náttúrulega um
hina opinberu dánarorsök; úr-
slitakosti forsætisráðherra í
efnahagsmálum," segir Jón
Baldvin Hannibalsson í til-
efni ummæla Þorsteins Páls-
sonar í fjölmiðlum aö upp-
gjöf Alþýðuflokksins hafi ráð-
ið úrslitum í síðustu ríkis-
stjórn. „Um þessa úrslitatil-
lö.gu er margt að segja. Hún
var dropinn sem fyllti mæl-
inn. Ef hún var fram borin (
þeirri trú að hún gæti verið
málamiðlun til sátta og sam-
lyndis, þá lýsir hún ótrúlegu
dómgreindarleysi. Ef hún var
flutt af ásettu ráði til að
sprengja ríkisstjórnina, þá
lýsir hún dapurlegum hug-
myndum um drengskap I
samstarfi. Alla vega var hún
minnismerki um stefnuhringl-
anda. Ég veit ekki enn í dag,
hvort meiru réði, löngun
borgarstjórans í Reykjavík til
að sprengja rikisstjórnina og
skapa sér betri vígstöðu I
borgarstjórakosningum, æði-
bunugangur Halldórs
Blöndals eða skammsýni for-
sætisráöherrans fyrrverandi.
Allir flokkarnir höfðu lagt
fram tillögur. Forsætisráð-
herrann sagði að hann hefði
verið að leita að málamiðlun.
Við höfðum hafnað gengis-
fellingu, framsóknarmenn í
þetta skipti líka, nema þeir
höfðu hana sem afgangs-
stærð ef eitthvað meira þyrfti
til að koma sjávarútveg og
fiskvinnslu yfir núllið.
En hvað gerir forsætisráð-
herrann? Hann kemur með
tillögu um 6 % gengisfell-
ingu. Það hefði eyðilagt fyrir-
hugaða verðstöðvun og úti-
lokað lækkun vaxta og reynd-
ar leitt til hækkunar þeirra.
En það sem síðan fylgdi eins
og skrattinn ur sauðaleggn-
um var tillaga sem þeir hafa
kallað „lækkun á matarskatt-
inum."
Hver var punkturinn? Það
átti að lækka söluskatt á
matvælum úr 25% í 10%,
sem þýddi tekjutap fyrir ríkið
upp á 4.6 milljarða. Um leið
átti að lækka niðurgreiðslur
um 1300 milljónir, svo nettó
var tekjutapið rúmir 3
milljarðar. Tekjutapið átti að
bæta með hækkun tekju-
skatts á einstaklinga sem
nam 2 milljörðum. Þar með
var hallinn á rikissjóði-aukinn
verulega til viðbótar við ca.
3.5 milljarða. Dæmið gekk því
ekki upp. Enginn hafði uppi
hástemmdari yfirlýsingar um
nauðsyn þess að hafa jöfnuð
í ríkisfjármálum en forsætis-
ráðherra. Það myndi skera út
um það, hvort menn tryðu á
þessar aðgerðir og þær ent-
ust til frambúðar. Hver var þá
fidusinn? Helstu nauðsynjar
heimilanna lækkuðu ekkert.
Innfluttar matvörur hefðu átt
að lækka um 13%. Reyndar
er bann við innflutningi á
matvælum. Svo þetta hafði
ekki talist til brýnustu nauð-
synja. En gengisfelling um
6% og verðhækkanir í kjöl-
Jón Baldvin: „Sjálfstæðisflokkurinn
þykist vilja markaðslausnir og vera
hvorugt."
farið á þvi netðu étið verð-
lækkunina upp og þær hefðu
áreiðanlega ekki komist til
skila nema að litlu leyti til
neytenda.
Hvað fólst í þessu? Löng-
un til að slá sig til riddara
fyrir að hafa afnumið hinn ill-
ræmda mtarskatt? Með öðr-
um orðum tilraun til að slá
sig til ridddara í augum þjóð-
arinnar í væntanlegri kosn-
ingabaráttu á kostnað sam-
starfsaðila. Nú í dag lýsir
Þorsteinn Pálsson þessum
aðgerðum sem þeim einu
i dag er ekki trúverðugur. Hann
gegn ríkisforsjá en stendur við
ábyrgu. Samt voru þær hroð-
virknislega unnar og vitlaust
reiknaðar svo að þær gengu
ekki upp. Forsætisráðherra
sem talar um nauðsyn á jöfn-
uði i ríkisfjármálum en legg-
ur fram sáttatillögu sem
gengur þvert á tillögur sam-
starfsflokka og eykur halla á
ríkissjóði á sama tima og
hann nú gefur í skyn að ríkis-
fjármálin séu aðalvandinn —
hann er ekki trúverðugur.
Á sama tíma samþykkti
þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins að tekjuöflun ríkis-
sjóðs yrði að vera á sama
stigi og 1988, þeas. hann at-
neitaði nýrri tekjuöflun. Þess
til viðbótar er þess að geta
að sjálfstæðismenn höfðu
tekið afar fálega tillögum
sem ég hafði lagt fram um
lækkun ríkisútgjalda. Samt
hafði ég hvatt til starfa í fjár-
málaráðuneytinu í vinnuhópi
menn á borð við Jón
Magnússon og Vilhjálm
Egilsson; menn sem höfðu
boðað minni ríkisforsjá og
báknið burt, til að vinna fyrir
mig að þessum tillögum. Mér
er minnisstætt að einn ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins
með ungan frjálshyggjudreng
sér við hlið sem aðstoðar-
mann átti samkvæmt þess-
um útgjaldarömmum að
lækka útgjöld sins ráðuneyt-
is um 650 milljónir. Þegar
þeir fóru út frá mér höfðu
þeir skilið eftir á borðinu til-
lögur um útgjaldaauka upp á
hálfan milljarð. Þetta er
dæmisaga um Sjálfstæðis-
flokkinn í dag. Hann er ekki
trúverðugur. Hann þykist vera
gegn ríkisforsjá. Hann þykist
skilja og vilja markaðslausnir
í staö mismununar. En hann
stendur ekki við neitt af
þessu," segir Jón Baldvin
Hannibalsson.
Stórtíðindi í viðskiptalífinu
Hagvirki keypti hlut SIS í Marel
SÍS seldi einnig hlut sinn í Hval hf „Allar eignir SÍS til endurskoðunaru segir Guðjón
B. Ólafsson forstjóri SÍS.
Samband íslenskra sam-
vinnufélaga hefur selt 33%
hlut sinn í hlutafélaginu
Marel og 3% hlut sinn i Hval
hf. Hér er um að ræða stór-
tíðindi i viðskiptaheiminum.
Guðjón Baldvin Ólafsson for-
stjóri SÍS neitar því harðlega
að salan á hlutnum i Hval
hafi nokkuð við málflutning
hvalaandstæðinga í Banda-
ríkjunum að gera og segir að
sú sata og sala á hlutnum i
Marel sé einungis fólgin i
endurskoðun SIS á eignum
þess í fyrirtækjum sem ekki
séu nauðsynleg rekstri SÍS.
Salan á hiutnum i Hval hef-
ur eðlilega verið sett i sam-
hengi við hvaladeiluna og
greinilega „millifærslu" á
eignum Hvals sem endur-
spegluðust ( kaupunum á
hlut borgarinnar í Granda. En
Guðjón segir að enginn
þrýstingur hafi stafað af
hvaladeilunni í þessu sam-
bandi.
'Staðreyndin er sú að Sam-
barfdið seldi hlut i tveimur
fyrirtækjum í síðustu viku,
annars vegar i Hval og hins
vegar i Marel. Við erum þar
að auki búnir að selja hús-
eignir og skipta á húseignum
og erum hreinlega að endur-
skoða ef nahagsstöðu Sam-
bandsins og stilla efnahags-
reikningnum meira í þarfir
rekstrarins. Þær eignir sem
ýmist ekki skiia sér eða eru
ekki beinlínis nauðsynlegar
vegna þarfar rekstrarins eru
raunverulega allar til endur-
skoðunar eða til sölu.
Um hvort hluturinn í Marel
hefði þá ekki skilað sér sagði
Guðjón. „Marel er vel stætt
fyrirtæki og borgaði arð, en
sú eign hefur enga þýðingu
fyrir Sambandið og hefur
aldrei haft nein áhríf á rekst-
ur þess."
Aðspurður um hvort fleiri
hlutir og eignir Sambandsins
væru nú til sölu sagði Guð-
jón. „Ég hef fullan hug á þvi
aö eignir Sambandsins verði
skoðaðar og þá með tilliti til
hvaða tilgangi þær þjóna
fyrir reksturinn. Þannig að
allt sem er ekki nauösynlegt
fyrir reksturinn verður tekið
til endurskoðunar." Guðjón
var sérstaklega spurður að
því hversu víðfeðm endur-
skoðunin væri, t.d. hvort
hlutur Regins, dótturfyrir-
tækis SÍS, í íslenskum aðal-
verktökum væri hugsanlega
settur á sölulista. „Ég vil
ekkert vera að ræða það, slík
mál verða að koma til af-
greiðslu stjórnar Sambands-
ins áður en farið verður að
ræða þau opinberlega."
Sem fyrr segir átti SÍS
33% í Marel hf. Þróunarfélag
íslands á stærstan hlutinn
eða43%, Samvinnusjóður
íslands 19%, en starfsmenn
og ein 20 frystihús eiga
afganginn i fyrirtækinu eða
5%. Samvinnusjóður verður
enn hluthafi í Marel og gætir
áframhaldandi áhrifa Sam-
vinnuhreyfingarinnar. Það var
hins vegar verktakafyrirtækið
Hagvirki sem keypti hlut SIS,
sem að nafnvirði hljóðar upp
á 15j3 milljónir króna.
Geir Gunnlaugsson fram-
kvæmdastjóri Marels sagði
það rétt að þaö væri Hagvirki
sem hefði keypt hlut SÍS og
sagði að samningur hefði
verið gerður á milli Þróunar-
félagsins og Sambandsins
um sölu   hlutarins. „Þetta
breytir þeirri stöðu að Marel
er ekki lengur Sambandsfyrir-
tæki. Það var mjög merkt
frumkvæði þegar samvinn-
hreyfingin beitti sér fyrir
stofnun fyrirtækisins. Það
hefur vissulega gengið á
ýmsu síðan og Sambandið
velur á þessum tíma að fara
út úr fyrirtækinu. Við það
opnast ýmsir nýir möguleikar
þegar sterkur einkaaðili tekur
við hlutafé Sambandsins —
frá stofnun Marels hefur það
takmarkað okkar markaðs-
möguleika á íslandi að vera
hluti af samvinnuhreyfing-
unni. Við reiknum með þvi að
þeir fordómar verði ekki leng-
ur til staðar. Jafnframt von-
umst við auðvitað til þess að
eiga áf ram gott samstarf við
Sambandsfrystihúsin, en inn-
koma þessara einkaaðila
mun um leið verða til þess
að hleypa nýju Iffl í Marel.
Þess munu sjást merki í ná-
inni framtlð" sagði Geir.
w
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8