Alþýðublaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 5. október 1988 STOFNAÐ 1919 184. tbl. 69. árg. KJOTFJALIIÐ 3 ÞÚSUHD TOHH Meginuppistaða kjötfjallsins er klndakjöt eða rúm 2500 tonn, og hafa birgðir á því aukist um 16,6% frá þvi sem þær voru fyrir ári síðan. A-mynd/Magnús Reynir. Kjötfjall landsmanna er nú tæp 3000 tonn, og er fugla- kjöt þar undanskiiið. í lok verðlagsárs 31. ágúst voru kindakjötsbirgðir 16,6% meiri en á sama tima i fyrra, en nautakjötsbirgðirnar höfðu minnkað um 83%. 121,2% meiri hrossakjötsbirgðir voru til, en skýringar á þvi er helst að leita í hækkun sem varð á því kjöti á árinu. Þá eru menn aðeins farnir að hafa áhyggj- ur af svinakjötsbirgðum, en þær hafa aukist um 103,3% frá sama tima í fyrra. í samtali við Alþýðublaðið sagði Ólafur Torfason upplýs- ingafulltrúi Stéttasambands bænda, að birgðir kindakjöts væru nú rúmlega 2500 tonn, og eru það samanlagðar birgðir frá því í fyrra og árinu 1986, og hafa þær birgðir aukist um 16,6% milli ára. Nautakjötsbirgðirnar voru tæp 166,5 tonn og höfðu þær minnkað um 83%, en í ágúst- lok í fyrra voru verulegar birgðir til af nautakjöti i landinu. í ágústlok voru hrossa- kjötsbirgðirnar 126,5 tonn og cr það veruleg aukning, eöa 121,2%. Skýringin á þvi er, að þegar söluskattur var settur á öll matvæli, hækkaði hrossa- kjötið mikið í verði miðað við aðrar kjöttegundir, sem niður- greiðslur fylgdu. Svinakjöts- birgðirnar voru 31. ágúst 51 tonn sem er 103,3% aukning frá í fyrra, vegna lítilla birgða á síðasta ári. Áhyggjur vegna offramleiðslu á svínakjöti eru farnar að gera vart við sig, en framleiðendur þurfa yfirleitt að ná upp góðum birgum vegna jólamarkaðarins. Reikna má með, að birgðir eldra kindakjöts minnki nokk- uó í kjölfar verðlækkunar á því. „Þau fyrirtæki sem ekki eru lifvænleg verða náttúrlega að leggja upp laupana," segir Sverrir. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans „Stöndum blýfast á bremsunni“ Ráðherrar Stöðuveitingar og bílaskipti Á þeim tiu dögum sem ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar starfaði sem bráða- birgðastjórn veittu nokkrir ráðherrar sem voru að yfir- gefa embætti sin nærfellt 30 embætti og stöður á vegum ráðuneytanna. Stórtækastur var menntamálaráöherra sem skipaði 19 formenn yfir skóla- nefndir framhaldsskólanna. Sú skipun tekurekki gildi fyrr en á næsta ári, en ráð- herra lá á enda annar flokkur á leiðinni inn í ráðuneytið. Flestir formenn skólanefnd- anna eru yfirlýstir sjálf- stæðismenn. Bílamál ráðherra komast að venju í sviðsljósið við stjórnarskipti. Audi-bifreið sú sem Þorsteinn Pálsson haföi til umráða er nú komin í hendur Jóns Baldvins þar sem Steingrímur vildi ekki sleppa hendi af ráðherrajepp- anum sem hann hefur ekið undanfarið. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa ekki enn snert embættisbíl- ana en jeppi fjármálaráðu- neytisins stendurólafi Ragn- ari til boða og í gær kom Grand Wagoneer jeppi sam- gönguráðherra úr klössun. Hentar hann nýjum sam- göngu- og landbúnaðarráð- herra? Við bregðum Ijósi á þessi mál i fréttaskýringu bls. 5. „Landsbankinn verður áfram að standa blýfast á bremsunum,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri við Alþýðublaðið i gær. Bankinn lánar þvi fyrst um sinni ekk- ert umfram venjubundin afurðalán, en á fundi Sam- bands fiskvinnslustöðvanna í Stykkishólmi fyrir tæpum mánuði siðan gaf Sverrir út yfirlýsingu þess efnis. Árangur efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar varöandi sjávarútvegsfyrirtæki verður fyrst að koma í Ijós, áður en bankinn getur farið að lána mikið umfram afurðalánin, að sögn Sverris. „Við breytum engu þrátt fyrir þessar aðgerðir sem til- kynntar hafa verið. Við sjáum hverju fram vindur," sagði hann. Aöspurður hvort fyrir- séð væri að bankinn gengi að stórum skuldurum í sjáv- arútvegi, á næstunni sagði hann: „Ég skal ekkert um það dæma, en þau fyrirtæki sem ekki eru lífvænleg verða náttúrlega að leggja upp laupana. Það eru engin ráð með það.“ Sverrir sagöi að ef aðgerðir hins opinbera væru aö gagni, hefði hann ekki áhyggjur af því að „lifvænlegri" fyrir- tækin í greininni næðu fót- festu á nýjan leik og auðvitað myndi Landsbankinn styðja þau til þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.