Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. október 1988 5 MARKMIDUM Rœða Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- r ríkisráðherra Islands á 43. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 11. október 1988. Óvopnaðri þjóð eins og ís- landi, eru tíðindi sem þessi sérstakt fagnaðarefni. En gleymum því ekki að það út- heimtir áframhaldandi ár- vekni og góðan vilja allra sem í hlut eiga, ef tryggja á þær framfarir sem orðið hafa. Mikið veltur á störfum fram- haldsfundar Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu í Vínarborg, ekki síst ásviði mannúðarmála. Stjórnvöld, sem hafa í heiðri eigin skuldbindingar á sviði grundvallarmannréttinda, þar með talinn rétt karla og kvenna til fullrar þátttöku í félags- og efnahagslegri þjóðlífsstarfsemi, auka ekki aðeins hagsæld, heldur stuðla einnig að friði. Á endaspretti Vínarfundar vill ísland vinna að efnismiklu lokaskjali, byggðu ájafnvægi allra meginþátta Helsinki- skjalsins. Það er óneitanlega ein- kennileg þversögn að á tim- um jafn glæstra vona sem nú skuli Sameinuðu þjóðirnar eiga við alvarlegan fjárhags- vanda að glíma. ísland fagnar fyrirætlunum Sovétmanna og Bandaríkjamanna um að greiða upp skuldir sínar og skorar á önnur aðildarríki, sem ekki hafa gert svo nú þegar, að gera slíkt hið sama. Einkum er þetta brýnt þar sem horfur eru á að aukin friðargæslustörf samtakanna muni krefjast aúkinna fjárút- láta. Einnig er mikilvægt að áform um frekari endurbætur og endurnýjun innan samtak- anna sjálfra nái fram að ganga. GEIGVÆNLEGAR AFLEIÐINGAR Herra forseti. Þegar við lítum fram á veg- inn blasir við fjöldi erfiðra verkefna: Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur í tvihliða af- vopnunarviðræðum, eykst kostnaður vigbúnaðarkapp- hlaupsins jafnt og þétt og sömuleiðis nákvæmni og eyðingarmáttur kjarnavopna. Auðsætt er því, að kjarna- vopn munu enn um sinn hafa forgang í viðræðum um víg- búnaðarmál. Jafnframt því sem reynt er til hins ýtrasta að ná samningum um lang- dræg kjarnavopn, verður að hamla gegn útvikkun vígbún- aöarkapphlaupsins til nýrra svæða og tegunda vigbúnað- I^.Að mati íslenskra stjórn- várela er afar mikilvægt ad^ samningar um niðurskurð langdrægra kjarnavopna á landi verði til þess að draga úr hernaðaruppbyggingu á og í höfunum. Af þessum sökum var íslendingum það ánægju- efni að stórveldin skyldu í meginatriðum verða sammála um það á leiðtogafundinum í Washington að leita leiða til Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra situr nú 43. allsherj- arþing Sameinuöu þjóðanna og flutti i gær í hinni almennu um- ræðu þingsins ræðu þá sem hér fylgir i íslenskri þýðingu. í ræð- unni segir utanrikisráðherra m.a.: „Slys með kjarnorkuvopn á sjó gætu haft geigvænlegar afleið- ingar fyrir þjóð eins og íslend- inga, sem byggir lífsafkomu sína á lifrænum auðlindum sjávar." að takmarka langdrægar kjarnorkustýriflaugar, sem skjóta má af sjó. Það er alkunna, að Island leyfirekki kjarnavopn innan síns landsvæðis og gerir einnig ráð fyrir að skip sem komatil hafnarvirði íslenskt fullveldi. Þarf ekki að fara um það mörgum orðum að slys með kjarnavopn á sjó gætu haft geigvænlegar afleiðingar fyrir þjóð eins og íslendinga, sem byggir lífsafkomu sína á lífrænum auðlindum sjávar. Þörfin á að leiðrétta það misvægi sem nú ríkir á sviði hefðbundinna herja og víg- búnaðar hefur aukist eftir því sem líkur á umtalsverðum niðurskurði kjarnavopna hafa orðið raunhæfari. ísland hefur, ásamt öðrum aðildar- ríkjum Atlantshafsbandalags- ins, tekið þátt í samningavið- ræðum við Varsjárbandalagið um umboö fyrir nýjar viðræð- ur á sviði hefðbundins vig- búnaðar og vonast til að fljót- lega náist um það samkomu- lag sem tryggir að þessar mikilvægu viðræður geti haf- ist á árinu eins og áætlað var. Þriðja Auka-allsherjarþing- ið um afvopnunarmál, fyrr á þessu ári, kann að hafa vald- ið vbnbrigðum þar eð ekki tókst að ná samstöðu um lokaskjal. Frá sjónarhóli ís- lands varð þó jákvæður árangur. Ég vek athygli á raunsæjum umræðum um samninginn um að dreifa ekki kjarnavopnum og minn- isblaði Norðurlandanna um það efni. Ég vil einnig nefna umræður um eftirlit með framkvæmd samninga um af- vopnun og efnavopn. Við hljótum áfram að stefna að undirritun allsherjarbanns við efnavopnum hið fyrsta. ís- lendingar fagna þvi að samn- ingar um þetta efni á Afvopn- unarráðstefnunni í Genf eru nú á lokastigi. Ég vil einnig nota tækifærið og lýsa full- um stuðningi við tillögu Reagans Bandaríkjaforseta hér á þinginu fyrir tveimur vikum um að kalla saman al- þjóðaráðstefnu til styrktar Genfarsáttmálanum frá 1925, sem bannar beitingu efna- vopna. Við stefnumörkun í afvopn- unarmálum á alþjóðavett- vangi næsta áratuginn, ber okkur að vinna út frá þeim drögum, sem næstum urðu að lokaskjali Þriðja Auka-alls- herjarþingsins og þeim skuldbindingum er við tók- umst á herðar í lokaskjali Fyrsta Auka-allsherjarþings- ins 1978. RÉTTUR PALESTÍNU- MANNA OG TILVERU- RÉTTUR ÍSRAELS Ég vék hér áðan, herra for- seti, að árangri sem náðst hefur með tilliti til svæðis- bundinna deilumála. Því mið- ur eru líka undantekningar. Þrátt fyrir þíðu í samskiptum Austurs og Vesturs hefur ekki tekist að ná verulegum árangri i friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum. Friðsam- leg lausn á ágreiningsefnum Araba og ísraelsmanna er háð þvi að deiluaðilar ráði ráðum sínum í anda gagn- kvæmrar hófsemi og sáttfýsi. Það er lágmark að ísrael við- urkenni rétt Palaestínumanna til að ákveða framtíð sína sjálfir og að Arabar hætti jafnframt að draga í efa óum- deilanlegan tilverurétt ísra- elsríkis. Hörmulegir atburðir á hernumdum svæðum ísra- elsmanna hafa eðlilega orðið þjóðum heims áhyggjuefni á liðnu ári og endurvakið áhuga á hugmyndinni um al- þjóðaráðstefnu að frumkvæöi Sameinuðu þjóðannatil að ræða friðsamlega allsherjar- lausn á vandanum. Hvað varðar Mið-Ameríku hafa nýlegar friðarumleitanir orðið árangursminni en vonir stóðu til. ísland, líkt og hin Norðurlöndin, er ákveðið þeirrar skoðunar að ríki þessa heimshluta eigi sjálf að halda um stjórntaumana þar sem efling friðar og lýð- ræðis er annars vegar. Með tilliti til ástandsins í Suð-austur Asiu vil ég aðeins árétta varanlegt gildi sam- þykktar Allsherjarþingsins um Kampútseu á síðasta ári sem ísland var meðflytjandi að, en hún verður aftur lögð fram í ár með smávægilegum breytingum. VISTFRÆÐILEG FRAMTÍÐARVERKEFNI Hafi mér orðið tíðrætt um pólitísk og hernaðarleg mál- efni, er það eingöngu vegna þess að ég óttast að vopnuð átök kunni enn að snúa ný- vakinni bjartsýni okkar upp í svartsýni og örvæntingu. Upptalning verkefna sem framundan eru yrði þó með öllu ófullnægjandi, ef hvergi væri getið viðfangsefna sem bíða okkar á sviði umhverfis- og þróunarmála. Eins og réttilega kom fram í skýrslu Brundtland-nefndar- innar i fyrra, stöndum við frammi fyrir risastóru og vax- andi vistfræðilegu framtíðar- verkefni. Vandamál, sem telja verður í eðli sínu alþjóðleg, veröur að leysa með sam- stilltu átaki allra jarðarbúa, hvort sem um er að ræða mengun, „gróðurhússáhrif" eða eyðingu ósonlagsins, ef koma á í veg fyrir að þau spilli lífsgæðum jarðarkringl- unnar alvarlega. Vanræksla á umhverfinu hefur aftur bein áhrif á ógn- vænlegt efnahagsástand margra þróunarríkja. í Afríku hafa eyðing skóga og eyðu- merkurmyndun aukið harð- indi margra ríkja þar sem þjóðartekjur á mann eru jafn- vel lægri nú en í byrjun ára- tugarins. Aðkallandi er að auka þróunaraðstoð I þess- um heimshluta til að útrýma fátækt og hungursneyð. En þróunarvandinn, eins og allir vita, einskorðast ekki við hrörnun umhverfisins. Ég vek sérstaka athygli á gífur- legri skuldabyrði Þriðja heimsins, sem ekki aðeins kæfir nauðsynlegan hagvöxt heldur ógnar viðkvæmum undirstöðum lýðræðis I mörgum ríkjum. Þrátt fyrir að varast beri að einfalda þann fjölþætta og flókna vanda sem hér er á ferðinni, er það óskynsamleg hagfræði og siöferðilega óverjandi að iðn- ríkin skuli árlega draga aö sér milljarða Bandaríkjadala frá þróunarríkjunum í formi .qgkplda- og vaxtagreiöslna. samkvæmt útreikningum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins nema sllkar millifærslur frá fátækum til rfkra nú um 30-40 milljörðum Bandaríkjadala á ári. JAFNRÉTTISSAMTÖK SÞ Til að ráða bót á þessu ástandi til langframa er ekki nóg að auka aðstoð og létta skuldabyrði nema jafnframt komi til yfirgripsmiklar áætl- anir um gangkvæma aðlögun Norður- og Suðurríkja á sviði atvinnulífs. En höfum jafn- framt hugfast að ekkert efna- hagskerfi getur verið full- nægjandi eða skilað árangri, ef full og raunveruleg þátt- taka fólksins sjálfs, kvenna jafnt sem karla, er ekki fyrir hendi. í þessu sambandi vil ég taka undir þá skoðun sem félagamálaráðherra íslands lýsti á Norrænu kvennaráð- stefnunni í Osló I ágúst síð- astliðnum, að stofna bæri sérstök jafnréttissamtök Sameinuðu þjóðanna. Tengsl mannréttinda og þróunar eru oft mjög náin. Þaö er bjargföst sannfæring íslendinga, að samfélag þjóð- anna verði að halda við þrýst- ingi á stjórnvöld kynþátta- hatara í Pretoríu, en kyn- þáttaaðskilnaðar- og upp- lausnarstefna hinna síðar- nefndu er ein helsta undirrót þess harmleiks sem nú á sér stað í sunnanverðri Afríku. i ár, þegar við minnumst fjörutiu ára afmælis mann- réttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna ættum við að árétta þá skyldu okkar að stöðva brot á mannréttindum hvar sem þau eiga sér stað og án tillits til stjórnmála- skoðana. MARKMIÐ STOFNSKRÁR SÞ Herra forseti. í upphafi vék ég að hinni björtu framtíðarsýn stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna um allsherjarfriö og öryggi. Þess kann að verða langt að bíða að sú sýn verði að veru- leika. Engu að síður, hefur trú okkar á styrk þessarar al- þjóðastofnunar aukist, með því að friður og frelsi sækja nú fram um gjörvalla heims- byggðina í rikari mæli en dæmi eru til um á síðustu fjörutiu árum. Þótt ýmsir gagnrýnendur Sameinuðu þjóðanna hafi orðið að lúta í lægra haldi, er þörf á að vara við óraunhæf- um væntingum. Það eitt að verja þaö sem áunnist hefur útheimtir tvieflt átak. ( þess- um skilningi mætti með sanni segja að viö verðum að hlaupa til þess eins að .^standa í stað. Að lokum vil ég láta i Ijós von um, að þetta Allsherjar- þing verði til að efla ásetning okkar um að ná fram mark- miðum stofnskrár Samein- uðu þjóðanna. Við þá við- leitni, herra forseti, heiti ég fullum stuöningi Islands. (Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Al- þýóublaósins.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.