Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 5
,00r 'iyJöJ io 'ö 'iupsbi. i,T(i‘ni'l Fimmtudagur 13. október 1988 Jón Bcaldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins gerir upp við ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar: 5 „ÞETTA VAR RÍKISSTJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS" • ÓSÆTTIR ALÞÝDUFLOKKS OG FRAMSÓKNARFLOKKS GERÐU ÞORSTEIN AÐ FORSÆTISRÁÐHERRA • ÞINGFLOKKUR OG RÁDHERRAR SJÁLFSTÆDISFLOKKSINS KOMU EINATT í BAKIÐ Á ÞORSTEINI PÁLSSYNI • ÞORSTEINI PÁLSSYNI VAR EKKI SÝNT UM AD BERA KLÆÐI Á VOPN EÐA LEITA LAUSNA Á MÁLEFNAÁGREININGI STJÓRNARFLOKKANNA • BANAMEIN RÍKISSTJÓRNARINNAR VORU TILLÖGUR ÞORSTEINS — SEM VORU HROÐVIRKNISLEGA UNNAR OG VITLAUST REIKNAÐAR • I ÞESSU SAMSTARFI VAR MUNURINN Á FRAMSÓKNARFLOKKI OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKI SÁ, AÐ HÆGT VAR AÐ GERA SAMN- INGA VIÐ FRAMSÓKNARFLOKKINN SEM HÉLDU Þetta er brot af þeim um- sögnum sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum fjár- málaráðherra og núverandi utanríkisráðherra gefur ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar. í eftirfarandi viðtali við rit- stjóra Alþýðublaðsins, rifjar Jón Baldvin upp það mark- verðasta úr ríkisstjórnarsam- starfinu, leggur mat á störf ríkisstjórnarinnar, lýsir sam- skiptum við fyrrum forsætis- ráðherra og skilgreinir líf og banamein ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. SKATTKERFISBYLTINGIN GNÆFIR HÆST — Hvaða dóm mun ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar hljóta í sögunni að þínu mati? „Þegar litið verður til baka m’un sagnfræðingurinn staldra viö það sem blífur. Hvað verður það? Það verður fátt en tiltölulega stórt og varanlegt miöað viö minnis- varöa ríkisstjórna. Ég er í engum vafa um hvaö það verður. Þar mun gnæfa hæst skattkerfisbyltingin. í fyrsta lagi: Að hafa hrundið í fram- kvæmd staðgreiðslukerfi skatta, sem alls ekki var kom- ið á, þótt lögfest hafi verið af fyrri ríkisstjórn. í öðru lagi: Að hafa endurskipulagt og einfaldað tollakerfið, lækkaö tolla og afnumið þá. Þetta er fyrsta skrefið sem við höfum stigið til aðlögunar að hinni nýju Evrópu. I þriðja lagi: Ein- faldur, undanþágulaus sölu- skattur í einu þrepi, sem er öfundarefni allra fjármálaráð- herra á byggðu bóli; forsenda fyrir þvi langtímaverkefni að uppræta skattsvik og endur- reisa heiðarlegan skattamór- al. Þetta fól í sér stefnubreyt- ingu i grundvallaratriðum: Að skattleggja eyðslu fremur en tekjur. Með þessari skilvirku tekjuöflun voru skapaðar forsendur fyrir tekjujafnandi aðgerðum, sem nema millj- örðum, í formi barnabóta, barnabótaauka, húsnæðis- bóta og vaxtaafsláttar, auk þess sem verðlagsáhrif voru þurrkuð út með auknum nið- urgreiöslum búvara. I fjórða lagi: Að hafa lög- fest virðisaukaskatt sem verður í framtíðinni megin- tekjustofn rikisins og þaö skattkerfi sem við verðum að taka upp, aðallega til að skapa íslensku atvinnulífi stöðug lífsskilyrði og sam- keppnishæfni á við keppni- nauta okkar erlendis. Þetta var gert i harðri and- stöðu við stjórnarandstööu á þingi. Þeim tókst að gera Viðtal Ingólfur Margeirsson þessa breytingu tortryggilega í augum almennings og jafn- vel að magna óvenjusterka gjörningahríð með frasanum um matarskattinn, sem ekki er til. En þeir munu ekki geta hróflað við þessu. Þetta verö- ur síðar meir það helsta sem halda mun nafni hinnar skammævu ríkisstjórnar á loft. Ef vel tekst til í franm kvæmd munu kaupleiguíbúð- irnar einnig marka þáttaskil. Önnur stór umbótamál voru vandlega undirbúin og lögð fyrir þing eða skilað til ríkis- stjórnar en náðu ekki lögfest- ingu: Hin stóru umbótamál dómsmálaráóherra um að- skilnað framkvæmdavalds og dómsvalds; að kippa íslensku réttarfari inn í nýja öld. Og hin vönduðu frumvörp viö- skiptaráðherra, sem skapa ramma um íslenska fjár- magnsmarkaðinn; þessi frujnvörp lágu fyrir ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar en náðu ekki að verða lögfest. Ég nefni einnig mál eins og lagahreinsun á sviöi við- skiptamála, þar sem á annað hundrað úreltum lögum var rutt úr vegi. Ég nefni nýtt fyr- irkomulag í bifreiðaskoðun og nýtt skynsamlegt númera- kerfi bila. Ég nefni enn aukið útflutningsfrelsi. Allt eru þetta mál, sem vafist hafa ár- um og áratugum saman fyrir þingi og stjórn. Við komum þessum málum í framkvæmd á einu ári. Eftir á að hyggja; ríkisstjórn sem lifað hefði eðlilegt æviskeið, hefði mátt þolanlega við slík verk una,en að hafa komið þessu i verk á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórn- ar er afrek. RÍKISSTJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS — Hve mikið var ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar lituð af verkum Alþýðuflokks- ins? „Sá sem lítur á málaskrá Alþingis, eða flettir upp í um- ræðum á Alþingi gæti haldið að þetta hafi verið rikisstjórn Alþýðuflokksins. Þó má ekki gleymá því, að þessi ríkis- stjórn ýtti úr vör merkilegu umbótamáli sem er verka- skipting ríkis og sveitarfé- laga. Þar hafði verið unnið Jón Baldvin Hannibalsson núverandi utanrikisráðherra og fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar: „Ráðherrar Alþýðuflokksins mótuðu hugmyndaprógram siðustu ríkisstjórnar. Fjárlagafrum- varpið var fullt af hugmyndum. En fagráðherrarnir fylgdu málunum ekki eftir með frumvörpum." gott verk í tíð fyrri ríkisstjórn- ar. Ég tók þetta mál upp í fjárlagafrumvarpi og ætlaðist til að fagráðuneytin fylgdu þessu eftir með frumvörpum. Það brást. Sú regla gildir að forsætisráðherra flytji frum- vörp sem heyra undir fleira en eitt ráðuneyti. Frumvarpið var samið í félagsmála- og fjármálaráðuneyti en forsæt- isráðherra flutti. Það var slæ- lega kynnt, vakti mótblástur skammsýnna manna og for- sætisráðherrann beygði af í miöjum klíðum; málið dagaði uppi. Þau málslok hafa spillt mjög samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Þeir framsókn- arþingmenn, sem brugðu fæti fyrir þessi mál, unnu mikió óþurftarverk. Það verö- ur erfitt að vekja þetta mál aftur til lífsins. Ég man ekki eftir öðrum umbótamálum sem máli skipta. Ég man t.d. ekki eftir neinu máli sem Sjálfstæðis- flokkurinn beitti sér fyrir og tíðindum sætir. Einhver myndi kannski nefna erfða- góss frá fyrri tíð um fram- haldsskóla. Það var mislukk- ’ að frumvarp, enda þarf að fresta gildistöku þess. Sama máli gildir um lög um Kenn- araháskóla og rannsóknar- stofnun í uppeldismálum. Það voru svona embættis- mannalög sem betur hefðu mátt kyrr liggja. I þessu litla samfélagi á bara að vera einn háskóli. Til að bæta gráu of- an á svart, skipaði mennta- málaráðherra Sjálfstæðis- flokksins stóran hóp af flokksbræðrum sínum til for- mennsku i skólanefndum framhaldsskólanna sam- kvæmt þessum lögum á sín- um efsta degi í embætti.“ ÞORSTEINN REYNDI AÐ SLÁ SIG TIL RIDDARA — Hvert var banamein rik- isstjórnar Þorsteins Pálsson- ar? „Við vitum náttúrlega um hina opinberu dánarorsök; úrslitakosti forsætisráðherra í efnahagsmálum. Um þessa úrslitatillögu er margt að segja. Hún vardropinn, sem fyllti mælinn. Ef hún var fram borin í þeirri trú að hún gæti veriö málamiðlun til sátta og samlyndis, þá lýsir hún ótrú- legu dómgreindarleysi. Ef hún var flutt af ásettu ráói til að sprengja ríkisstjórnina, þá lýsir hún dapurlegum hug- myndum um drengskap í samstarfi. Alla vega var hún minnismerki um stefnuhringl- anda. Ég veit ekki enn í dag, hvort meiru réði, löngun borgarstjórans í Reykjavík til að sprengja ríkisstjórnina og skapa sér betri vígstöðu í borgarstjórnarkosningum, æðibunugangur Halldórs Blöndals eða skammsýni for- sætisráðherrans fyrrverandi. Ajlir flokkarnir höföu lagt fram tillögur. Forsætisráö- herrann sagði að hann hefói verið að leita að málamiðlun. Við höfðum hafnað gengis- fellingu, framsóknarmenn í þetta skipti líka, nema þeir höfðu hana sem afgangs- stærð, ef eitthvað meira þyrfti til að koma sjávarútvegi og fiskvinnslu yfir núllið. En hvað gerir forsætisráð- herrann? Hann kemur með tillögu um 6% gengisfell- ingu. Það hefði eyðilagt fyrir- hugaða verðstöövun og úti- lokað lækkun vaxta og reynd- ar leitt til hækkunar þeirra. En það sem siðan fylgdi eins og skrattinn úr sauóarleggn- um var tillaga, sem þeir hafa kallað „lækkun á matarskatt- inum.“ Hver var punkturinn? Það átti aó lækka söluskatt á matvælum úr 25% í 10%. Það þýddi tekjutap fyrir ríkið upp á 4.6 milljarða. Úm leið átti að lækka niðurgreiðslur um 1300 milljónir. Nettó var því tekjutapiö rúmir 3 millj- aröar. Tekjutapið átti að bæta með hækkun tekjuskatts á einstaklinga, sem nam 2 milljörðum. Þar með var hall- inn á rikissjóði aukinn veru- lega til viðbótar við ca. 3.5 milljaröa. Dæmið gekk því ekki upp. Enginn hafói uppi há- stemmdari yfirlýsingar um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.