Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. október 1988 STOFNAÐ 1919 198. tbl. 69. árg. Stórfyrirtœkið ALDI í Þýskalandi Staðfestir áframhaldandi viðskipti við ísland „Af þessu er Ijóst að atlaga grœnfriðunga að markaðsstöðu okkar í Þýskalandi hefur ekki tekist“, segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. Eftir viðræður fulltrúa utanríkisráðuneytis og sjávar- útvegsráðuneytis við forráða- menn Aldi fyrirtækisins i Þýskalandi ákvað það að halda áfram eðlilegum við- skiptum sínum við íslend- inga. Áróður þrýstihópa mun þvi engin áhrif hafa á þessi viðskipti. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, komust forráðamenn Aldi á þá skoð- un, eftir viðræðurnar við ís- lendinga að ekkert væri at- hugavert við rannsóknaráætl- un Islendinga á hvalastofnin- um og að Islendingar hefðu hagað framkvæmd hennar að fullu í samræmi við sam- þykktir Alþjóða hvalveiðiráös- ins. Aldi fyrirtækið er stærsti viðskiptavinur íslands á þýska markaðnum og er talið að þessi ákvörðun forráða- manna Aldi muni leiða til þess að önnur fyrirtæki þar í landi muni ekki breyta við- skiptum sínum við Islend- inga vegna hvalveiðimálsins. „Hvað þýska markaðinn varðar er Ijóst af þessu að atlaga grænfriöunga að markaðsstööu okkar þar hef- urekki tekist," sagði utan- ríkisráðherra í gær. „Þetta staðfestir það sem við höfum veriö að reyna að segja fólki að það er mikil- vægt að íslendingar fari ekki á taugum vegna hvalveiði- málsins og gefist ekki upp við fyrsta mótblástur. Það er líka mikilvægt að menn haldi áttum og það berist ekki út um allt að viðnámsþrek okkar sé ekki meira en svo að ís- lenska lýðveldið beygi sig undan svona þrýstingi þegar í stað. Menn voru mjög svartsýnir á að hægt væri að vinna þetta upplýsingastríð. Við- brögð okkar Halldórs Ásgrímssonar voru þau að það væri skylda okkar að reyna að minnka skaðann og láta á það reyna hvort for- svarsmenn þýskra fyrirtækja tækju ekki rökum.,“ sagði Jón Baldvin. „Ráðuneytin settu menn i það að taka saman greinar- góðar upplýsingar og taka upp viðræður við þessi helstu fyrirtæki á þýska markaðnum og koma siðan upplýsingum bréfleiðis á framfæri við forsvarsmenn annarra fyrirtækja sem selja íslenskt lagmeti. Þessi málalok hafa staðfest að þetta var rétt mat og ættu að vera okkur áminning um að við megum undir engum kringumstæðum ýkja fyrir okkur áhrif þessara þrýsti- hópa. Það er óþarfi að af- skrifa strax í upphafi að ann- að fólk taki ekki rökum ef það er fáanlegt til viöræðna," sagði Jón Baldvin. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda MINNI ÞORSKVEIÐIHEIM- ILDIR Á NÆSTA ÁRI Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, boðaði minni aflaheimildir í þorski fyrir nœsta ár hefði meira en tvöfaldast á sl. fjórum árum. Þannig hafi smá- bátar veitt tæplega 21 þús. tonn árið 1984 og þar af var þorskafli um 16 tonn. Á siðasta ári varö þorskafli smábátahins vegar um 36 þús. tonn en heildaraflinn 43 þús. tonn. Bráðabirgðatölur benda nú til að afli smábáta fyrstu 9 mán- uði þessa árs haf i verið heldur meiri en sömu mánuði i fyrra að sögn ráðherra. Á aðaltundinum voru örygg- ismál smábáta mikið til um- ræðu og sú aukning skipatapa* sem orðið hefur á þessu ári. Sagði ráðherra i ræðu sinni aö sennilegasta skýringin væri sú að f stétt smábátaeigenda komi nú reynslulitlir menn og þar við bættist vanþekking á sjóhæfni nýrra báta. „Gera þarf kröfu um sérstök skip- stjórnarréttindi til þeirra er stjórnasmábátum allt niður í 6 metra,“ sagði sjávarútvegs- ráðherra. Sameiginlegt söfnunarátak Iþróttafélags fatlaðra i Reykjavík og Rásai 2 fyrir byggingu iþróttahúss fatlaðra gekk fram úr björtustu vonum, oj söfnuðust taepar 6 milljónir króna á þeim 12 timum sem hún stóð yfir Sykurmolarnir lögðu sitt af mörkum og sungu þeir og léku í beinni útsendingu á rás 2. Söfnun íþróttafélagsins er þó engan veginn lokið. heldur mun hún standa eitthvað fram yfir heigina. A-mynd/Magnús Reynii FORMAÐUR TANNLÆKNA SEGIR NIÐURSTOÐ- UR FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR RANGAR I sjávarútvegsráðuneytinu eru nú uppi hugmyndir um að minnka aflaheimildir í þorski á næsta ári en að sá samdráttur verði þó eitthvað minni en -felst í tillögum Hafrannsókn- arstofnunar. Hafrannsóknar- stofnun hefur lagt til að dregið verði úr heildarafla helstu nytjastofna og megi árlegur þorskafli ekki vera meiri en 300 þús. tonn á næstu tveimur árum svo ekki verði gengið á þorskstofninn. Þetta kom fram í ræöu sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. Sagði ráðherra að til að ná marki Haf- rannsóknarstofnunar þyrfti að draga saman þorskafla um ná- lægt 15% á næsta ári en í Ijósi ástands efnahagsmáia yrði mjög erfitt að draga svo mikiö úr þorskaflanum. Sjávarútvegsráöherra kom víða við i ræðu sinni og ræddi m.a. um mikla fjölgun smá- báta undanfarið. Benti hann á að f rá síðustu áramótum hefði smábátum undir 10 brúttólest- um fjölgað um 13% og eru nú 1.938 slíkir bátar á skrá. „Arðsemi þessara veiða þarf að vera mjög mikil til að standa undir dýrum bátum sem fjármagnaðireru að mikl- um hluta með skammtímalán- um er bera e.t.v. 18-20% vexti umfram verðbreytingar,1' sagði Halldór Ásgrimsson. Sagði hann ennfremur að ráöuneyt- inu væri kunnugt um fjölda aðila í hópi smábátaeigenda sem eigi ( erfiðleikum með af- borganir af lánum vegna báta- kaupa á undanförnum árum. í ræðu sinni benti ráðherra ennfremur á að afli smábáta Börkur Thoroddsen, for- maður Tannlæknafélags ís- lands, segir í viðtali við Al- þýðublaðið að hann beri brigður á niöurstöður Félags- vísindastofnunar (slands í könnun stofnunarinnar og gefur í skyn að spurningar stofnunarinnar hafi ekki veriö rétt fram settar. Hann nefnir könnun prófessors Guðjóns Axelssonar prófessors við tannlæknadeild HÍ þessu til rökstuðnings. Sem kunnugt er lagði Pressan út frá niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofn- unar og komst að þeirri niðurstöðu að 1.200 milljón króna mismunur væri á milli framburðar tannlækna um heildarrekstrartekjur sínar annars vegar og tramburðar skjólstæðinga þeirra hins vegar, tryggðra .og ótryggðra. Formaður tannlæknafélags-. ins segir niðurstöður Félags- vísindastofnunar rangar og grein Pressunnar vitlausan leik að tölum. Hann segir Tannlæknafélagið hafa krafið stofnunina skýringa á því hvernig spurningar hennar hafi veriö orðaðar. Sjá við- talið á bls. 5. Neyðarástand að skapast í Grindavík aukaútgáfa Alþýðublaðsins Taliö er aö um 150 manns missi hugsanlega vinnu sina í Grindavík ef svo fer fram sem horfir i sjávarútveginum þar í bæ. Á þessu ári hafa þegar verið seldir 4 bátar og talið að verið sé að semja um söiu á öðrum eins fjölda. Nærri lætur að hálft fjórða þúsund tonn af kvóta fari burt úr byggðarlaginu með þessum bátum. Ófremdar- ástand er i frystihúsum bæj- arfélagsins og þau hafa þeg- ar sagt upp fastráðnu starfs- fólki. Þetta kemur m.a. fram i aukablaði Alþýðublaðsins um Reykjaneskjördæmi sem dreift verður um helgina. Af öðru efni má nefna að Karl Steinar Guðnason svarar spurningu þess efnis hvort hann hyggist gefa kost á sér til forseta ASÍ. Karl segir að ASÍ sé risi á brauðfótum oa að persónulegt skitkast vaði uppi í verkalýðshreyfingunni. Kjartan Jóhannsson ræðir opnun íslensks þjóðfélags og lýsir því hvernig komið var í veg fyrir neitunarvald Al- þýðubandalagsins í stóriðju- málum í núverandi ríkis- stjórn. Auk þessa má nefna viðtöl víð bæjarstjóra Keflavíkur þar sem hann ræðir m.a. málefni Hraðfrystihúss Keflavikur, við bæjarstjóra Hafnarfjarðar, umfjöllun um Kópavog, viðtal við starfsmann i Álverinu um samskiptin við yfirmenn fyrir- tækisinsög umfjöllun um út- gerðarfélagið Eldey sem var stofnað til að verða bjarg- vættur sjávarútvegs á Suður- nesjum en fram kemur að fyrirtækinu hefur ekkftekist það ætlunarverk sitt. Að auki ýtarleg grein um hlutverk jafnaðarmanna í núverandi ríkisstjórn þar sem þeirri spurningu er varpað fram hvort hún geti orðið stjórn hinna vinnandi stétta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.