Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Föstudagur 4. nóvember 1988
FRETTIR
Ríkisstjórnin
Víðtækar ráðstafanir til aðstoðar
íbúðareigendum í greiðsluerfiðleikum
Að mati félagsmálaráðu-
neytisins þarf að grípa til viö-
tækra ráðstafana með aðstoð
bankakerfisins til að aðstoða
ibúðareigendur í greiðslu-
erfiðleikum. Ráðuneytið telur
að ef ráðstafanir komi ekki til
kalli ástandið á sífellt aukið
fjármagn úr ríkissjóði til
slíkra útlána hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins. Ríkisstjórn-
in hefur samþykkt tillögu Jó-
hönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra, um að skipað-
ur verði starfshópur til að
gera tillögur um breytt vinnu-
brögð. í starfshópnum verða
fulltrúar félagsmála, við-
skipta, fjármála- og dóms-
málaráðuneytisins, ásamt
fulltrúum íslenskra viðskipta-
banka og sambandi islenskra
sparisjóða.
Jóhanna Siguröardóttir fé-
Igsmálaráðherra kynnti í rík-
isstjóminni skýrslu sem
byggði á greinargerö ráð-
Norræn
umhverfis-
ráðstefna á
íslandi 1991
Norræn ráðstefna um
umhverfisfræðslu verður
haldin hér á landi árið 1991.
Slikar ráðstefnur eru haldnar
á Norðurlöndunum til skipt-
ins í framhaldi af sérstöku
norrænu samstarfsverkefni í
umhverfisfræðslu i skólum
sem lauk fyrir nokkrum árum.
Þessar ráöstefnur eru
haldnar í þeim tilgangi að
halda umræðunni um um-
hverfisfræðslu vakandi. Ráð-
stefnumar eru því haldnar
annað hvert ár til skiptis á
Norðurlöndunum. Sú fyrsta
var haldin í Stokkhólmi 1983,
önnur í Osló 1985, þar næst í
Helsinki á síöasta ári og nú
er verið að vinna að undir-
búningi ráðstefnunnar sem
verður í Kaupmannahöfn á
næsta ári. Röðin kemur þvi
að íslandi árið 1991. Náttúru-
vemdarráði var sent málið til
umsagnar og mælti það ein-
dregið með því að ráðstefnan
yröi haldin hér. Rikisstjómin
hefur samþykkt tillögu
Svavars Gestssonar mennta-
málaráðherra um að þessi
ráðstefna verði hér á landi á
fyrrgreindum tíma.
Efni ráðstefnunnar er mjög
víðtækt og snertir umhverfis-
mál almennt.
Farsóttir í september
KVEF
ALGENGAST
Kvef og aðrar veirusýkingar
í efri loftvegum voru lang-
algengustu farsóttirnar í
Reykjavikurumdæmi i sept-
ember sk. skýrslum fjögurra
lækna og Læknavaktarinnar
h.f. Þar á eftir kom iðrakvef.
Alls voru skráð hjá þessum
aðilum 722 tilfelli af kvefi og
veirusýkingum í efri loftveg-
um í september, en 89 tilfelli
af iðrakvefi. Þá voru skráð 38
tilfelli af lungnabólgu og 9 af
hálsbólgu af völdum sýkla
(skarlatsótt).
gjafastöðvar Húsnæðisstofn-
unar um lán vegna greiðslu-
erfiðleika. Þar kemur m.a.
fram að frá því i febrúar 1985
hafi fjórum sinnum verið
gripió til þess að aóstoða
íbúðareigendur í greiðslu-
erfiðleikum með sérstökum
lánum úr Bygginarsjóði. I
heild nema fjárhæðirnar tæp-
um 2 milljörðum á núverandi
verðlagi.
Það sem af er þessu ári
hefur yfir 600 íbúðareigend-
um verið veitt greiðsluerfið-
leikalán, að heildarupphæð
302 milljónir króna. Meðallán
hafa numið um 480 þúsund
krónum. 245 umsóknum var
synjaö.
Hlutverk starfshópsins
sem rikisstjómin hefur
ákveðið að skipa er m.a. að
leggja fram tillögur um breytt
vinnubrögð hjá lánastofnun-
um sem miðist við að
greiðslugeta lántakenda verði
borin saman við greiðslu-
byrði lána þeirra. Tillögur um
að bankarnir kaupi skulda-
bréf af Húsnæðisstofnun
fyrir svipaða fjárhæó sem
greidd hefur verið til þeirra
með greiðsluerfiðleikalánum
frá Húsnæðisstofnun. Enn-
fremur á nefndin að leggja til
Kim Larsen kom ásamt hljómsveit sinni Bellami til landsins í fyrradag,
og hélt sína fyrstu tónleika i gær. Þá gaf hann sér tíma, ásamt félögum
sinum, að spjalla aðeins við fréttamenn og svara spurningum þeirra.
Kim sló á létta strengi, og er hann var spurður hvort hann hefði einhvern
boðskap að færa með textum sinum sagði hann: „Jesús yar harður, og
hann var með boðskap. Ég er ekki eins harður og Jesús. Ég kýs fremur
að kalla mig sögumann."
Óskalisti ríkisstjórnarinnar
A ANNAÐ HUNDRAÐ
FRUMVÖRP
Dóms- og kirkjumálaráðherra djarftœkastur en
utanríkisráðherra hógvœrastur.
Að minnsta kosti 124 frum-
vörp til laga, 4 þingsályktun-
artillögur og ein skýrsla eru á
óskalista ríkisstjórnarinnar
yfir þau mál sem hún vill
endilega koma í gegn á yfir-
standandi þingi. Listinn er
fylgiplagg stefnuræðu for-
sætisráðherra og er tekið
fram að fleiri frumvörp gætu
bæst við og sum á listanum
fallið niöur eftir atvikum.
Óskalistinn er sundurliöað-
ur eftir ráðuneytum og eru
þau mjög misjafnlega „ýtin" á
lagabreytingar og viðbætur.
Djarftækastur er Halldór
Ásgrímsson sem dóms- og
kirkjumálaráðherra með 25
frumvörp, þeirra á meðal
frumvörp um aðskilnað
dómsvalds og umboðsvalds í
héraði, um kerfisbundna
skráningu á upplýsingum er
varða einkamálefni, um rétt-
araðstoð við almenning og
um öryggisþjónustu. Halldór
er hógværari sem sjávarút-
vegsráðherra og ætlar sem
slíkur aö flytja 3 mál, meðal
annars um uppboðsmarkað-
ina. Hógværari er þó Jón
Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sem á aðeins 2
frumvörp á óskalistanum.
Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra er með 19
frumvörp á sinni könnu og
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra er með 16 frumvörp.
Jón er sem iðnaðarráðherra
með 10 frumvörp, meðal ann-
arra um sölu eignarhluta rík-
isins í Kisiliðjunni hf og
breytingu á Sementsverk-
smiðjunni og Gutenberg í
hlutafélög og svo frumvarp
um heimild til samninga um
aukna álframleiðslu. 10 frum-
vörp eru á lista Guðmundar
Bjarnasonar heilbrigðis- og
tryggingaráðherra og sami
fjöldi frumvarpa hjá Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra, en hún er að auki
með þingsályktunartillögu
um starfsendurhæfingu og
atvinnumál fatlaðra og
skýrslu um stöðu og þróun
jafnréttismála. Svavar Gests-
son menntamálaráðherra er
með 9 frumvörp á listanum.
Steingrlmur J. Sigfússon er
sem landbúnaðarráðherra
með 9 frumvörp, en sem sam-
gönguráðherra með 4 frum-
vörp og 3 þingsályktunartil-
lögur. Loks er að geta Stein-
gríms Hermannssonar for-
sætisráðherra, sem æskir
samþykktar á 7 frumvörpum,
aóallega bráðabirgöalaganna,
en auk þess er hann t.d. meö
umhverfismálafrumvarp.
ákveðnar úthlutunarreglur og
tillögur um hvernig unnt er
að breyta lögum og reglu-
gerðum um nauðungarupp-
boð íbúðarhúsnæðis, með
það að markmiði aö veita
skuldurum aukið svigrúm til
samninga.
Nefndinni er ætlað að
skila af sér eigi síðar en 21.
nóvember næst komandi.
Svar Bandaríkja-
manna ekki
fullnægjandi
segir Jón Baldvin
„Ég tel þetta svar ekki full-
nægjandi af þeirri einföldu
ástæðu að staðreyndir máls-
ins eru staðfestar og að hér
er ekki um að ræða eitt sam-
komulag milli íslands og
Bandarikjanna heldur fleiri
en eitt," segir Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, um skýringar banda-
riskra yfirvalda vegna viö-
ræðna bandarísks embættis-
manns við Japani um hval-
kjötsviðskipti þeirra við ís-
lendinga.
Utanríkisráöherra segir að
ekki sé eingöngu um að
ræða samkomulagið sem
náðist s.l. vor um að Banda-
ríkjastjórn skuldbindi sig til
þess að beita íslendinga ekki
efnahagsþvingunum. „Það
var lika gert samkomulag
ánð 1986 í Malmö sem fól í
sér viðurkenningu á heimild
íslendinga til þess að flytja
út þann hluta hvalaafurða
sem er umfram innanlands-
neyslu og að með þeim hætti
yröi aflað fjármuna til aö
standa undir visindaáætlun
íslendinga," segir Jón Bald-
vin.
Hann kveðst ætla, að
höfðu samráði við utanríkis-
málanefnd að skrifa banda-
ríska utanríkisráðherranum.
„Þar mun ég þakka honum
fyrir þessi svör en rekja staó-
reyndir þessara mála og óska
eftir því að fá það skriflega
staðfest að undir engum
kringumstæðum muni
bandarisk stjórnvöld að-
hafast neitt það sem gæti
raskað forsendum samkomu-
lags landanna og að þeir
muni ekki bregða fæti fyrir
framkvæmd á vísindaáætlun
Islendinga á einn eða annan
hátt," segir hann.
Dómsmálaráðuneytið
Ærumeiðandi
frétt
Dómsmálaráðuneytið hefur
gert athugasemdir við frétt
Tímans þar sem fjallað var
um nauðgunarmálanefnd, og
Sigrún Júliusdóttir félagsráð-
gjafi var borin sökum um að
hafa gefið sinn hluta af
nauðgunarskýrslunni út i
gróðáskyni.
í frétt Tímans var að mati
ráðuneytisins gefið í skyn á
niðrandi og ærumeiðandi
hátt að með bók Sigrúnar
Júlíusdóttur „Hremmingar"
sé Sigrún að hafa þær konur
sem hún átti viðtöl við að fé-
þúfu og að rannsóknin sé
gerð i eiginhagsmunaskyni.
Dómsmálaráðuneytið vill
taka fram að sú þóknun sem
Sigrún fékk fyrir störf sin í
nauðgunarmálanefnd og það
sem hún kann að fá i höfund-
arlaun fyrir bókina eru varla
sanngjarnar greiðslur fyrir
starf hennar fyrir nefndina.
Ráðuneytinu var einnig kunn-
ugt um að Sigrún hygðist
gefa ritgerðina út i bókaformi
og gerði engar athugasemdir
við það.
Halldór Guðmundsson út-
gáfustjóri Máls og menningar
sagði að tilgangur Sigrúnar
með útgáfu bókarinnar væri
aó kynna fyrir almenningi
niðurstöður sinar og væri
hún ætluð sem framlag til
þjóöfélagsumræðu. Halldór
vísaði staðhæfingu Timans
algerlega á bug, og að ein-
göngu sé verið að gera verk
Sigrúnar tortryggilegt á allan
hátt.
Listasafn Sigurjóns
Olafssonar
Fær 500 þúsund
króna styrk
Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar hefur borist 500 þús-
und króna gjöf frá Menning-
arsjóði Iðnaðarbankans. Er
þetta i fyrsta sinn sem sjóð-
urinn veitir styrk.
Gjöfin var afhent Birgittu
Spur safnstjóra og ekkju
listamannsins í gær. Menn-
ingarsjóður Iðanaðarbankans
er nýstofnaður og er þetta í
fyrsta sinn sem styrkur er
veittur úr honum. Stjórn
sjóðsins skipa Bragi Hannes-
son bankastjóri, Brynjólfur
Bjarnason forstjóri og banka-
ráðsmaður Iðanaðarbankans
og Matthías Johannessen rit-
stjóri.
Húsnœðisstofnun og lífeyrissjóðirnir
Engar viðræður um vaxtakjör
Enn er ósamið um vaxta-
kjör á skuldabréfum sem lif-
eyrissjóðirnir hafa skuld-
bundið sig til að kaupa af
Húsnæðisstofnun rikisins á
næsta ári. Engir fundir hafa
farið fram, en í samningum
er talað um að viðræður eigi
sér stað i september.
Ákvörðun þarf að liggja fyrir
um áramót, þar sem samn-
ingar kveða á um að sjóðirnir
kaupi skuldabréf fyrir um
55% af ráðstöfunarfé sinu á
næsta ári, eins og gert hefur
verið síðast liðin ár.
Hrafn Magnússon fram-
kvæmdastjóri SAL-sjóðanna
sagöi í samtali við blaðið, að
i síðustu viku hefðu fulltrúar
SAL og Landssambands líf-
eyrissjóða borið saman
bækur sínar fyrir komandi
viöræður. Hann sagðist eiga
von á því að boðað yrði til
fundar í næstu viku, þar sem
ekki mætti draga málið öllu
lengur.
Fastir vextir á skuldabréf-
unum eru í dag 7%. í sam-
komulaginu sem gert var I
fyrra, var gert ráð fyrir því að
vextimir yrðu 6.5% fastir eða
6.9% breytilegir,- miðað við
ákveðnar forsendur sem
gefnar voru um vaxtaþróun.
Þær forsendur hafa hins
vegar breyst verulega.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8