Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 1
KLÞYBUBUBIÐ Föstudagur 18. nóvember 1988 STOFNAÐ 1919 209. tbl. 69. árg. 44. flokksþing Alþýðuflokksins hefst í dag SÉRSTÖK ÁHERSLA Á UMHVERFISMÁLIN Umskiptin á högum flokksins setja svipmót á þinghaldið, segir Jón Baldvin formaður flokksins. „Reynum að draga lærdóma af mistökum fortíðarinnar og vinna okkur út úr aðsteðjandi samdrætti og kreppu i atvinnulífinu.“ 44.flokksþing Alþýðu- flokksins verður sett í dag á Hótel íslandi. „Þetta er fyrsta flokksþing Alþýðuflokksins eftir aö hann hóf ríkisstjórn- arþátttöku upp úr kosningum ’87. Það hafa því orðið mikil umskipti á högum flokksins. Þaö mun sitja sitt svipmót á þetta flokksþing," sagði Jón Baldvin Hannibalsson for- maður flokksins við Alþýðu- blaðið i gær. Meginmál flokksþingsins eru tvö: Ann- ars vegar staða og framtíð atvinnulifsins og úrræði jafn- aðarmanna í efnahagsmálum. Hins vegar leggur flokksþing- iö fram nýja stefnu Alþýðu- flokksins i umhverfismálum. „Við leggjum að þessu sinni sérstaka áherslu á þann málaflokk. Þar verður skilað áliti milliþinganefndar og það setur svip sinn á þingsetn- inguna að Ingvi Þorsteinsson magister sem hefur veriö um of einmana baráttumaður fyr- ir þjóðarátaki til að stöðva gróðureyðingu og hefja land- rækt flytur sérstakt erindi sagði Jón Baldvin. Þinghaldið einkennist um margt af nýjum vinnubrögð- um. Að sögn Jón Baldvins verður lögð fram ítarleg stjómmálaályktun, sem bygg- ir á mati af reynslu flokksins í tveimur ríkisstjórnum. „Greiningu á þeim mistökum í hagstjórn sem hér hafa átt sér stað á umliðnum árum. í þessari stjórnmálaályktun reynum við að draga lær- dóma af mistökum fortíðar- innar og marka framtlðar- sérstakrar umræðu um flokkakerfiö, veilur þess og nauðsyn þess að vinna mark- visst að eflingu stjórnmála- samtaka jafnaðarmanna. A meðan flokksþingið stendur verða haldnir hliðar- fundir um nokkur meginmál. Rætt verður um stöðu lands- byggðarinnar og framtið. Þar hafa framsögu, Sigfús Jóns- son bæjarstjóri á Akureyri, Geir Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Marels og Birg- ir Árnason aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Þá er einn- ig sérstakur hliðarfundur um stöðu fjölskyldunnar í ís- lensku samfélagi, um vinnu- tímann og vinnumarkaðinn. Þar hafa framsögu þau, Jóna Ósk Guðjónsdóttir formaður Sambands Alþýðuflokks- kvenna, Ögmundur Jónasson nýkjörinn formaður BSRB, Lára V. Júlíusdóttir lögfræð- ingur ASÍ og Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræð- ingur við félagsvísindadeild Háskólans. Jón Baldvin sagði að i Ijósi þeirra umræðna sem átt hafa sér stað um úrelt flokkakerfi á íslandi, um þá staðreynd að sá flokkur sem lengst af hef- ur verið stærsti flokkur þjóð- arinnar hefur skorist úr leik þegar á reyndi, þá yröi efnt til stefnu til vinna okkur út úr aðsteðjandi samdraétti og kreppu í undirstööu og út- flutningsatvinnuvegunum. Þetta endurspeglar þá stað- reynd, að Alþýðuflokkurinn hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn til þess að takast á við vandann þegar erfiðleik- ar steðja að og lætur sér ekki nægja hlutverk gagnrýnanda eða mótmælanda," sagði Jón Baldvin. Til viðræðna um þessi mál verða þau Ingibjörg Sólrún Gisladóttir fyrrum borgarfull- trúi Kvennalistans í Reykja- vík, Óskar Guðmundsson rit- stjóri Þjóðlífs og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræð- ingur við félagsvisindadeild Háskólans. Að þessu sinni hefur flokks- forystan ekki undirbúið aðal ályktanir, eins og oft áður, heldur er flokksþinginu skipt í málstofur um helstu mál. Starfshóparnir fá í hendur viðamikil gögn til þess að byggja á umræður. Síðan er ætlunin að áfram starfi fasta- nefndir á milli þinga til að fjalla um þessa málaflokka. „Menn mega ekki gleyma því aó flokksþing er meira en málstofa, eldhúsdagur og ályktanir. Á flokksþingi koma alþýðuflokksmenn alls staðar að af landinu, hittast, rök- ræða og deila og leysa vandamál. Jafnframt er flokksþingió mannfagnaöur og gleðistund," sagði Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýöuflokksins. Steingrímur ávarpar flokksþing Alþýðuflokkslns Jón Baldvin ávarpar þing Framsóknar- flokksins Jóni Baldvin Hannibals- syni formanni Alþýðuflokks- ins hefur verið boðið að ávarpa flokksþing Framsókn- arflokksins klukkan hálf tvö á laugardag. Steingrimur Her- mannsson forsætisráðherra formaður Framsóknarflokks- ins mun trúlega ávarpa Al- þýðuflokksþingið seinna sama dag. BÓKIN BLÍFUR Vænst er aukinnar bóksölu í ár Um 350 bókatitlar veröa á jólabókamarkaöinum í ár, og eru Ijóðabækur áberandi fleiri en undanfarin ár. Bóka- útgefendur búast heldur við aukningu á bókasölu í ár. Að sögn Eyjólfs Sigurðs- sonar formanns félags bóka- útgefenda má búast við að sala bóka aukist heldur þessi jól. Bókasala hefði aukist með hverju árinu og það væri ástæða til að ætla að svo væri einnig nú. „Bókin hefur alltaf unnið öll kreppustríð” sagöi Eyjólfur. Hann kvað öll skilyrði vera hagstæð fyrir bókasölu í ár; 350 bókatitlar væru nú á jólabókamarkaðin- um, aðeins væri um 20% hækkun að ræóa milli ára sem væri mjög lítið miðað við framleiðslukostnað og helmingur þessara bóka væri þegar kominn út. Það vekur einnig athygli manna að Ijóðabækur eru mun meira áberandi nú en verið hefur undanfarið. Formaður kommúnistaflokksins í Tallinn í Eistlandi í samtali við Alþýðublaðið: SNÚUM EKKI AF BRAUT LÝÐRÆÐISINS „Hver œtti að geta stöðvað þá þróun sem nú er hafin?“ spyr Nenn-Arno Sillari. Frá Ingólfi Margeirssyni í Tallinn Nenn-Arno Sillari aðalritari kommúnistaflokksins í Tall- inn i Eistlandi sagði i samtali við Alþýðublaðið i gær, að hann væri bjartsýnn um að æðsta ráðiö i Moskvu tæki tillit til hinna nýju breytinga- tillagna sem samþykktar voru á þjóðarþinginu í Tallinn í fyrradag. En þingið hafnaði einróma tillögum Gorba- stjovs. Ennfremur sagði hann að Kommúnistaflokkurinn i Tallinn og Þjóðarfylkingin væru sömu skoðunar, að Eistland yrði sjálfstætt í efnahagslegu tilliti og fengi að ráða innri málefnum. „Hver ætti aö geta stöðvað þá þróun sem nú er hafin?,“ spurði Sillari. „Perestrojkan er ekki aðeins umbætur. Hún er bylting. Auðvitað þarf hvert lýðveldi að ákveða fyrir sig sinar breytingar og Eist- land ætlar ekki að leggja öðr- um linurnar. En við munum ekki snúa aftur i þeirri lýð- ræðislegu þróun sem nú er hafin.“ Ennfremur sagði Sillari að þjóðarþingið hefði samþykkt breytingar á eigin stjórnar- skrá, sem geri Eistlendingum kleift að láta þeirra eiqin löq vera æðri ákvörðunum frá Moskvu. Sillari sagði að Perestrojk- an væri barátta um hugi fólksins. Það mætti ekki bú- ast við þvi að þessar umbæt- ur gengju áfallalaust fyrir sig Hann ítrekaði hins vegar að ekki yrði vikið af þeirri braut, sem nú væri hafin. Þjóðarþingið I Tallinn í Eistlandi kom saman á mið- vikudag og hafnaði einróma, eftir 10 tíma fund, tillögum Gorbastjov um breytingar á stjórnarskrá Sovétríkjanna. Tillögurnar voru fyrst settar fram á fundi æðsta ráðsins i júní. Gorbastjov hefur gefið lýðveldunum stuttan tíma til að fjalla um tillögurnar, eða til loka mánaðarins. í fyrstu var talið að tillögurnar yrðu mjög til framdráttar Pere- strojkunni, umbótastefnu Gorbastjov, en komið hefur á daginn að mörg lýðveldanna hafa brugðist hart við og telja breytingarnar fremur skref aftur á bak, — aftur- hvarf til Stalínismans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.