Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. nóvember 1988 5 Jón Baldvin Hannibalsson Yfirlýsing frá utanríkisráðherra Palestínumenn sýna vax- andi skilning á að ofbeldi leysi engar deilur UMRÆÐA wm Magnús Marisson skrifar Hallinn eilífi „...full ástæða til að huga miklu nánar að innheimtumálum ríkissjóðs áður en farið er að leggja á nýja skatta og hækka gamla, “ segir Magnús Maríasson m.a. í grein sinni. I tilefni af yfirlýsingu Pale- stinska þjóðarráðsins um stofnun sjálfstæðs rikis Palestinumanna og viöur- kenningar á þeirri samþykkt Öryggisráðs S.Þ. nr. 242 vill Jón Baldvin Hannibalsson ut- anrikisráðherra láta eftirfar- andi koma fram: Viðurkenning Palestínska þjóðarráðsins, á samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 242 frá 22. nóv- ember 1967 sýnir vaxandi skilning samtaka Palestínu- manna á því að ofbeldi leysir engar deilur. Þessi samþykkt þjóðarráðsins felur í sér óbeina viðurkenningu á til- verurétti Ísraelsríkis og gæti þv( orðið skref til frekari samninga milli deiluaðila. Samþykkt Palestínska þjóðar- ráðsins þarfnast þó um margt frekari skýringa áður en afstaða er tekin til hennar. Enn skortir t.d. eindregna viö- urkenningu Palestínska þjóð- arráðsins á tilverurétti og öryggi ísraels. Vænlegasta leiðin til að koma á varanlegum friði í Mið-Austurlöndum er að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu undir merki Sameinuðu þjóð- anna þar sem samningaum- leitanir verði grundvallaðar á ályktunum Öryggisráðsins nr. 242 frá 1967 og 338 frá 1973. Einnig má minna á athyglis- verðar tillögur George P. Shultz utanríkisráðherra Bandarikjanna. í þeim viðræðum verður, ef til kemur, skilyrðislaust að tryggja tilverurétt og öryggi ísraels sem og sjálfsákvörð- unarrétt Palestínumanna. Þá þarf að liggja óumdeilanlega fyrir hver skuli vera í forsvari fyrir Palestinumenn á slíkri ráðstefnu. Það er ótímabært og í and- stöðu við viðurkenndar reglur og venjur í þjóðarrétti að við- urkenna það ríki, sem Palest- ínska þjóðarráðið hefur lýst yfir að hafi veriö stofnað. Stofnun palestínsks ríkis hlýtur að verða eitt af megin- viðfangsefnum hugsanlegra samningaviðræðna, enda ekkert tekið fram um slíkt ríki í ályktunum Öryggisráðsins nr. 242 og 338, sem nær öll ríki viðurkenna sem eðlilegan samningsgrundvöll. Eitt af höfuömarkmiðum okkar jafnaöarmanna er verndun og viðhald velferöar- ríkisins. Um þetta markmið er ekki deilt meðal jafnaöar- manna þótt menn greini á um leiðir og hversu langt eigi að ganga í útþenslu velferð- arríkisins. Býsna algengt er i umfjöllun um þessi mál að sett séu samasemmerki á milii útþenslu ríkisbáknsins og tilvist velferðarrikisins þótt þarna sé um tvö algjör- lega óskyld hugtök að ræöa. Ástæðan fyrir þvi aö hér er verið að hugleiða þessi mál er sú aö nú eru á döfinni um- ræður og fyrirhugaðar að- gerðir vegna mikils fjárlaga- halla ríkissjóðs sem nú stendur staurblankur eina ferðina enn. Uppi eru hug- myndir um nýja skatta á hitt og þetta og hugmyndir um aukna skattaprósentu í eldri sköttum. Á sama tíma og menn velta fyrir sér hug- myndum um fleiri skatta og hærri skatta berast fréttir af því og það frá sjálfum fjár- málaráðherranum um það að heilar þrjú þúsund milljónir króna vanti upp á að sölu- skatturinn skili sér til ríkis- sjóðs. Þessi staðreynd ásamt því að undirritaður getur ekki varist þeirri hugsun að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi skatta- og tekjuskil til ríkissjóðs veldur því að full ástæða er til að huga miklu nánar að innheimtu- málum ríkissjóðs áóur en farið er aó leggja á nýja skatta og hækka gamla. Allt fram á þennan dag má segja að það hafi verið hálf- gert feimnismál að nefna sparnað hér á landi og hafa fáir verið þar undanskyldir hvorki einkaaðilar né opin- berir aðilar og má ekki á milli sjá hver mest og best hefur gengið fram i því að for- dæma spamað í verki þótt sífellt sé verið að blaðra um að peningavanti í hitt og þetta. Þeir sem ekki vilja trúa en þurfa að taka á, ættu að fá sér gönguferð um þær hallir sem bæði einkaaðilar og opinberir aðilar hafa reist Mammoni til dýrðar á liðnum árum, þá skildu þeir af hverju vörurnar sem þeir kaupa og þjónustan sem þeir fá, er svo dýr svo sem raun ber vitni. Eins ættu þeir sem setja samasemmerki á milli út- þenslu og sóunaráráttu ríkis- báknsins, aó reyna að afla sér upplýsinga um í hvað skattpeningar þeirra raun- verulega fara og hvort sú eyðsla sé nokkuð viðkomandi velferðarríkinu. Það hlýtur að vekja upp margar spurningar að hiö svokallaða fjárveit- ingavald Alþingis fjallar aðeins um ca. 12-15% af fjár- lögum rikisins, hitt er fast reyrt í alls kyns lagabálkum sem virðast vera ósnertan- legir. Haldi menn ekki vöku sinni sitjum við uppi með vel- ferðarkerfi rikisbáknsins og „pilsfaldakapítalismans“ í stað velferðarríkis alþýðunn- ar. Ef menn þurfa vitnanna við geta þeir kynnt sér sögu og árangur hinna svokölluðu austantjaldsríkja þar sem báknið hvílir eins og mara á alþýðunni í stað þess að vinna fyrir hana. Því miður verður það að segjast að okkur virðist ekk- ert miða við að koma lagi á efnahagsóreiðuna hjá okkur þrátt fyrir að sífellt sé verið að vinna að lausn mðala og varla komist nokkuð annað að í islenskri fjölmiðlaum- fjöllun um þjóðmál. Greini- legt er að það er vitlaust gef- ið í hinu íslenska efnahags- spili og þörf er á að stokka upp spilin með mannaskipt- um og aðferðaskiptum við framkvæmd íslenskra efna- hagsmála, reynslan hefur kennt okkur það að fyrri að- ferðir duga ekki og þá er að taka til annarra ráða. Magnús Marisson Bústaðarvegarbrúin til umfjöllunar í byggingarnefnd Meirihlutinn mótfallinn kynningu Meirihluti byggingarnefnd- ar Reykjavikurborgar felldi s.l. miðvikudag tillögu um að fram fari nágrannakynning vegna fyrirhugaðrar brúar- byggingar til að tengja Bú- staðaveg yfir Miklubraut í Snorrabraut. Fyrir fundinum lá umsókn um leyii vegna brúargerðarinnar, en sem kunnugt er hefur þegar verið ákveöið að hefja framkvæmd- ir. Gissur Símonarson fulltrúi Alþýðuflokks i nefndinni og Gunnar H. Gunnarsson full- trúi Alþýðubandalags lögðu fram tillöguna og fóru fram á að málinu yrði frestað á með- an kynning færi fram í nær- liggjandi hverfum. Tillagan var felld með þremur atkvæð- um gegn tveimur. Hilmar Guðlaugsson, Sjálf- stæðisflokki, formaður nefndarinnar lagði fram til- lögu um að málinu yrði frest- að, útfærsla á brúarhandriði endurskoðuð og leyft að hefja byrjunarframkvæmdir. Málið var að sjálfsögðu af- greitt á þann veg, með þrem- ur atkvæðum en Gissur og Gunnar sátu hjá. í greinargerð með tillögu minnihlutans segir, að eðli- legt hefði verið að skipulags- yfirvöld borgarinnar hefðu látið fara fram nágrannakynn- ingu á málinu, þegar það var til umfjöllunar í Skipulags- nefnd Reykjavíkurborgar s.l. vetur. Tillöguna lögðu þeir m.a. fram með hliösjón af því, að brúarmannvirkið sé óaðskiljanlegur hluti af gatnakerfi, sem mun m.a. innihalda breikkaða og færða Miklubraut, sem auk þess liggi í gegnum núverandi hús og lóðir á svæðinu. Vegna afgreiðslu málsins gerðu Gissur og Gunnar eftir- farandi bókun: „ Við erum sammála að athugað verði um betri hönnun brúar- handriðs. Einnig hefðum við viljað að endanleg hönnun gönguleiða og lýsing á upp- græðslu svæðisins í næsta umhverfi hefði legið fyrir fundinum. Við getum ekki fallist á að byrjunarfram- kváemdir veröi leyföar á þessu stigi málsins, saman- ber að tiílaga okkar um ná- grannakynningu hefurverið felld fyrr á fundinum." Meirihlutinn sætti sig að sjálfsögðu ekki við þessa athugasemd minnihlutans og lét taka fram, að upplýst hefði verið að brúin hafi verið kynnt fyrir þeim aðilum sem hagsmuna ættu að gæta. Þá tók meirihlutinn fram að gatnagerð almennt heyrði ekki undir byggingarnefnd og greinargerð minnihlutans því á misskilningi byggð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.