Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 3
Miövikudagur 30. nóvember 1988 3 FRÉTTIR W Útvarp w NYJAR STOÐVAR SKJOTA UPP KOLLINUM Utvarpsstöðin Hljóðbylgjan á Akureyri mun á morgun hefja útsendingar í Reykjavík og telur Pálmi Guðmundsson útvarpsstjóri að þrátt fyrir samdrátt á auglýsingamark- aðnum muni stöðinni takast að ná til sín nokkrum hluta, ekki síst vegna lægra auglýs- ingaverðs en á öðrum stöðv- um. Fram til áramóta mun Hljóðbylgjan senda út bæði frá Akureyri og Reykjavík. Þá eru þrír ungir Akureyringar að hefja sendingar á Akureyri undir nafninu Ólund. Að sögn Pálma Guðmunds- sonar útvarpsstjóra Hljóð- bylgjunnar munu útsending- arnar sem hefjast á morgun ná yfir sama svæði hér sunn- anlands og Bylgjan og Stjarnan að Vestmannaeyjum frátöldum. Sent verður út bæði frá Reykjavík og Akur- eyri og þvi þörf fyrir tvöfaldan mannskap. „Það er dýrt fyrir okkur að gera þetta, en eftir áramót fáum við línu að norð- an.“ Hljóðbylgjan erorðin 1 1/2 árs gömul og sagði Pálmi Stéttarsamband bœnda SAKAR RÁÐHERRA UM RANGFÆRSLUR Stjórn Stéttarsambands bænda harmar ummæli Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra á flokksþingi Alþýðu- flokksins þar sem hann kem- ur fram með þá hugmynd um að efna til herferðar meðal almennings um að hætta að kaupa frá vissum svæðum landsins ákveðnar kjötteg- undir til að knýja fram bann við lausagöngu búfjár með áherslu á gróðurvernd. Telur Stéttarsambandið að ráðherr- ann fari beinlínis með rangt mál. Stjórn Stéttarsambandsins bendir á að engin hross séu í lausagöngu á umræddum afréttarsvæðum, að kjöt í smásölu sé á engan hátt að- greint eftir framleiðslustað og því yrði með aðgerðum ráðherrans gerð atlaga að öll- um kinda- og hrossakjöts- markaði í landinu. Þá benda bændur á að umbylting hafi orðið í beitarmálum á..undan- förnum árum, sauðfé hafi fækkað um þriðjung á einum áratug og sérstaklega á þeim svæðum sem Landgræösla ríkisins telur að njóta þurfi sérstakrar verndar. Ríkisút- gjöld tengd landbúnaði hafi svo farið lækkandi sem hlut- Á skyggðu svæðunum hefur sauðfé fækkað á árunum 1977- 1987 um 110 þúsund eða 30,34%. Stéttarsambandið bendir á að sauðfjárbændur á þessum svæð- um hefi fengið hagstæðustu til- boð sem fram hafa komið um kaup og leigu á fullvirðisrétti, unnin i samráði við Landgræðslu ríkis- ins. Með öðrum orðum er þetta til- boð um fækkun sauðfjár til gróð- urverndar. fall af öllum rlkisútgjöldum undanfarin ár og stórlega dregið úr fjárfestingum og vöruinnflutningi til landbún- aðar. í Ijósi þessara atriða virðast ummæli viðskiptaráð- herrans byggö á ónógri þekk- ingu. Jón Sigurðsson í kratakaffi Kratakaffi hefst að nýju i kvöld eftir nokkurt hlé. Ráð- gert er að halda þeim áfram fram undir jól og siðan viku- lega eftir áramót. I kvöld verður Jón Sigurðs- son viðskipta- og iðnaðarráð- herra gestur kvöldsins og gefst fólki því kostur á að ræða viö hann um þjóðmálin almennt. Að sögn Asgerðar Bjarnadóttur hefur kratakaff- ið fallið niður að undanförnu vegna stjórnmálaskóla Al- þýðuflokksins og landsfund- ar flokksins, en nú sé mein- ingin að halda áfram á hverj- um miðvikudegi fram til jóla og síðan eftir áramót. Þessir fundir hafa vakið athygli fyrir það hve óform- legir þeir eru og sagði Ás- gerður að aðsókn hafi almennt veriö mjög góð. Kratakaffið er að Hverfisgötu 8-10 og hefst klukkan 20:30. Arafat neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna JÓN BALDVIN HARMAR AFSTÖÐU BANDARÍKJAMANNA „Utanrikisráðherra, Jón Bafdvin Hannibalsson, harm- ar ákvörðun bandariskra stjórnvalda um að neita Yassir Arafat, leiðtoga Frels- issamtaka Palestínu (PLO), um vegabréfsáritun tii Banda- ríkjanna og hindra þannig að hann geti ávarpaö allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna,“ segir í frétt frá utanríkisráðu- neytinu. Án tillits til afstöðu Banda- rikjanna til PLO, telur utanrík- isráðherra umrædda stjórn- valdsaðgerð vera brot á skyldum Bandaríkjanna sem 'gistilands Sameinuðu þjóð- anna og skapa hættulegt for- dæmi um pólitisk afskipti af starfsemi þeirra. reksturinn hafa gengió vel hingað til og væri farið af stað í Reykjavík af bjartsýni. Þrátt fyrir að útlit sé fyrir samdrátt hjá öðrum útvarps- stöðvum t.d. i auglýsingum sagði Pálmi að í þeirra tilfelli væru þeir að fara af litlu svæði yfir á svæði sem sé u.þ.b. tíu sinnum stærra. „Við teljum að þarna sé miklu stærri auglýsingamarkaður. Þó svo að við séum að keppa þar við nokkra stóra aðila, teljum við okkur geta náð einhverju inn, ekki síst þar sem auglýsingaverð hjá okk- ur er mun lægra en hjá öðr- um stöðvum." Pálmi sagði að nokkur áhersla yrði lögð á eldri tón- list t.d. frá sjöunda og átt- unda áratugnum. Ekki verði neinar fréttir á stöðinni, en áhersla verði frekar lögö á viðtöl inni í þáttum og ýmsar nytsamar upplýsingar. I Reykjavfk verður sent út frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 1 að nóttu, en um helgar verður sent út frá klukkan 9 til klukkan 4 að nóttu. Hljóðbylgjan í Reykja- vík verður á FM 95,7 og sagö- ist Pálmi vilja hvetja útvarps- hlustendur til að stilla stöð- ina og heyra nýjar raddir og skemmtilega dagskrá. En það eru fleiri útvarps- stöðvar að hefja útsendingar á öldum Ijósvakans. Útvarps- stöðin Ólund mun senda út i fyrsta sinn á Akureyri á föstu- daginn. Aðstandendur henn- ar segja stöðina vera frá- brugðna öllum öðrum stöðv- um. Það eru þrír ungir Akur- eyringar sem að Ólund standa og er öll vinna við hana unnin i sjálboðavinnu. Gert er ráð fyrir að félög og einstaklingar geti keypt sér útsendingartíma á stöðinni. Útvarpað verður frá klukkan 19 öll kvöld miðnættis, en frá klukkan 17 á föstudögum og laugardögum. Stefna Ólundar er að mælt mál veröi til hálfs við tónlist, en hún verði frá- brugðin tónlist annarra stöðva. Þá verður hálftima fréttatími á dag með nýrri áherslu í fréttamati. Arnarflug í erfiðleikum Þingmenn tregir í taumi Pilsfaldakapítalisminn mœtir andstöðu en á móti kemur uggurinn um einokunaraðstöðu eins aðila. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika aö veita Arn- arflugi aðstoð á einhvern hátt vegna mikilla rekstrarerfið- leika félagsins. Tap þess fyrstu 9 mánuði ársins nam 100 milljónum króna og eig- infjárstaðan er mjög bágbor- in. Hlutafjáraukning félags- ins hefur mistekist i stærstu dráttum og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi flest hin síðari ár. Nú er sérstaklega rætt um að fyrirtækið selji aðra þotu sína og að ríkið hlaupi undir bagga með þvi á einn hátt eða annan, gerist jafnvel hluthafi. Þingmenn virðast tvistígandi í máli þessu af samtölum blaðsins við nokkra þeirra í gær að dæma. „Mér þykir afar illt að heyra að Arnarflug skuli eiga í þessum erfiðleikum, ég tel að fyrirtækið sinni hér á ýms- an hátt mjög mikilvægu hlut- verki. Það er viss samanburð- ur á milli flugfélaganna og þeim hefur tekist að byggja upp ótrúlega vel flugið til Amsterdam til dæmis. Það er hins vegar vitanlega alvöru- mál ef ríkissjóður gerist hlut- hafi í einu félagi, eins og gerðist þegar ríkissjóður varð hluthafi í Flugleiðum þegar það fyrirtæki átti í svipuðum erfiðleikum á sínum tíma. Þetta er mál sem verður að skoða mjög vandlega, hvort það er hægt að koma Arnar- flugi yfir þessa erfiðleika nú og nota tímann til að skoða hvort t.d. samvinna á milli Arnarflugs og Flugleiða komi til greina. Ég held að við þurfum á slikri samvinnu að halda í þeirri vaxandi sam- keppni í flugi hingað til lands á næstu árum“ sagði Stein- grímur Hermannsson forsæt- isráðherra um málið í gær. „Það hefur ekkert verið fjallað um þetta mál sérstak- lega meðal sjálfstæðis- manna og sjálfur hef ég ekki skoðað stööu Arnarflugs eins og hún er í dag og get því ekki metið hana. Almennt teldi ég það hins vegar spor aftur á bak að rikið gerðist hluthafi í fyrirtækinu. Það sem fyrst og fremst þarf að gerast, sem kæmi fyrirtæk- inu til góða, er að skapa skil- yrði fyrir atvinnureksturinn almennt. Það leiðir af sjálfu sér að þessi fyrirtæki eins og hver önnur eiga að geta stað- Fridrik Þór Guðmundsson skrifar ið á eigin fótum er að tala um almenn rekstr- arskilyrði, en ekki miðstýring- ar- og millifærsluhugmyndir sem uppi eru. í þessu dæmi er sjálfsagt að samkeppni sé ríkjandi, en þá verður það að vera á þann hátt að allir aðil- ar sitji við.sama borð“ sagði Matthías Á. Mathiesen þing- maður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráð- herra. Þórhildur Þorleifsdóttir Kvennalista kvaðst einnig hafa of litlar upplýsingar í málinu til að úttala sig um það. „Mér finnst það hins vegar of hættulegt að aðeins eitt fyrirtæki sjái um alla flutninga í lofti, það óneitan- lega gefur einokunaraðstöðu og hefur þá áhrif á fyrirkomu- lag, miðaverð og annað. En forsenda þess að til rikisað- stoðar komi hlýtur að vera, að það sé einhver samvinna á milli félaganna þannig að samkeppnin sé á heilbrigö- um grunni — að ekki sé verið að fljúga á sama stað á sama tíma. Með öðrum orðum þarf að vera bæði aðhald og sam- vinna og hagræðing eftir því sem við verður komið. Ef til fyrirgreiðslu þarf að koma verður hún að byggjast á ein- hverjum raunhæfum áætlun- um til þess að það verði ekki enn einn bagginn sem hægt yrði að velta yfir á ríkið." Vitað er að innan Alþýðu- flokksins er talsverð tregða rikjandi gagnvart því að veita Arnarflugi ríkisaðstoð eða að ríkið gerist þar hluthafi. Árni Gunnarsson varö fyrir svör- um um málið. „í þessu máli óttast ég ekki svo um minnk- andi samkeppni gagnvart Flugleiðum, ég hygg að hún sé að verða svo mikil á næst- unni að það komi varla til að Flugleiðir geti notað þann einkarétt sem þær hafa á til- teknum flugleiðum. Þá á ég auðvitaö við vaxandi hlut er- lendra aðila á næstunni. Töl- ur um innanlandsflugið benda ekki beinlínis til þess aó það sé keppikefli að halda þeim flugleiðum áfram. Mér finnst persónulega fráleitt að rikið fari að leggja til stórar fjárhæðir til þess að halda þessu flugi áfram og ég held að hluthafarnir verði að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera hluthafi i svona fyrir- tæki, ef þeir hafa trú á þvi að þetta geti gengið, þá eiga þeir um leiö að auka hlutafé, að afla fjár til þess. Mér finnst að rikið sé búið í gegn- um tiðina aó hlaupa í allt of miklum mæli undir bagga hjá einkarekstrinum. Þegar svona er komið er rétt að tala um pilsfaldakapítalisma í fin- ustu merkingu þess orðs. Á hinn bóginn finn ég til með þessu áhugasama fólki hjá Arnarflugi, sem hefur gert marga góöa hluti og rek- ið félagið af miklum dugnaði. En ég held að þetta sé röng stefna og einhvern voginn held ég að siðasta björgunar- aðgerðin hafi verið til þess að bjarga Útvegsbanka ís- lands, sem þá var i miklum erfiðleikum vegna Hafskips- málsins. Ég hygg að ef Arnar- flug færi á hausinn færi Útvegsbankinn sömu leið, þar á milli munu vera miklar skuldir." Innan Borgaraflokksins hefur ekki verið mótuð ákveð- in ein stefna í þessu máli, en Guðmundur Ágústsson sagði það sitt viöhorf að nauðsyn- legt væri að hafa hér tvö flugfélög. „Við sjáum hvað hefur gerst eftir að Hafskip lagðist niður, að Eimskipafé- lagið hefur náð mikilli einok- unaraðstöðu og nýtt sér hana út í ystu æsar. Farið að ná tökum á ekki bara flutningun- um heldurog ferðaskrifstofu- rekstri, hótelrekstri, fiskeldi, fjárfestingafélögum og fleira. Eitt flugfélag er óæskilegt, en annað mál hvort ríkið eigi að gerast hluthafi í Arnar- flugi. Ég held aö það sé skylda gagnvart almenningi að ríkið geri það sem það getur til að halda þessu fyrir- tæki á floti og mætti í þvi sambandi hugsa sér þann möguleika að ríkið lánaði til ákveðins tíma þessar 80 milljónir sem það er búið að leysa til sín með rfkisábyrgð- inni.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.