Alþýðublaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 8
> UHinUID Laugardagur 3. desember 1988 VIÐTALIÐ eftir Sóiveigu Ólafsdóttur Jón Baldvin Hannibalsson ÓTÍMABÆRAR DÁNARTIL- KYNNINGAR UM EFTA Jón Baldvin: Sviarnir voru enn að reyna á það hvort við myndum láta yfir okkur ganga og komust að þvi að svo var ekki, og drógu þá í land. Hins vegar er málinu ekki lokið. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sat ráð- herrafund EFTA um síðustu helgi. Á fundinum var rætt um friverslun með fiskafurðir innan EFTA ríkjanna og unnu íslendingar áfangasigur í því máli. Aðalmál fundarins var svo framtíðarhlutverk EFTA sem efnahagsbandalag og hvernig samskiptum við Efnahagsbandalagið skuli vera háttað. Að þvi tilefni áttu ráðherrarnir fund meö Willy De Clercq, fulltrúa framkvæmdarstjórnar Evrópubandalagsins sem fer þar meö utanríkismál. Al- þýðublaðið hafði samband við Jón Baldvin til að fregna helstu niðurstöður fundarins. „Fyrsta mál á dagskrá var álit vinnuhóps um heildversl- un meó fiskafurðir innan EFTA. Þetta er hundgamalt mál sem hefur þvælst fyrir okkur allt frá því að við gengum i EFTA 1970 og til dagsins í dag, og nú er nóg komið. Þegar við gengum í EFTA var verið að taka upp fríverslun með iðnaðarvörur sem væru framieiddar í öllum löndum bandalagsins. Jafn- framt var gefið til kynna að stefnt skyidi að útvikkun á þessum grundvallarreglum þannig að þær myndu ná til fleiri vörutegunda, og þ.m.t. til fiskafurða. Það hefur ekki gengið. Framan af skiptum við okkur ekki mikið af þessu þar sem okkar mikilvægustu fiskmarkaðir eru vitanlega ekki þarna, því að Norðurlönd eru helstu útflytjendur á fiski, og Noregur og Dan- mörk okkar keppinautar á því sviði, nema þá á sérstökum mörkuðum. Það komst eng- inn skriður á þetta mál fyrr en fyrir nokkrum árum. Kjartan Jóhannsson á heiður skilið fyrir það að hann tók þetta upp í þingmannasam- bandi EFTA og vann það af- rek fyrir skömmu síðan að fá samþykktan vinnuhóp um málið, og umboð fyrir hópinn um að hann ætti að vinna að nánari útfærslu á grund- vallarreglunum um fríverslun með fiskafurðir. Til þess að losna við Skandinavana út úr honum var Austurríkismaður gerður að formanni nefndar- innar og hann átti að skila áfangaskýrslu núna, en loka- niðurstöður eiga að fást i vor.“ — Hvaö hefur helst hamlað því að þetta fengist samþykkt? „Aðalandstæðingar okkar í þessu máli hafa verið Svíar. Ekki vegna þess að þeir séu út af fyrir sig aö abbast upp á okkur, enda Svíar kurteist fólk, heldur vegna þess að þeir óttast innrás norskra fiskafurða inn á sænskan markað, af því að norskur sjávarútvegur er svo stórlega niðurgreiddur. Þó að sjávarút- vegur skipti Svía engu máli í efnahagslegum skilningi þá skiptir það þá máli á nokkr- um stöðum, t.d. á vestur- ströndinni, við Ermasund, og við Eystrasaltið. Það hefur að vísu minnkað mikið vegna þess að þessi innhöf þeirra eru orðin að skolpveitum, og þar er allt að farast úr meng- un og óþverra. Við höfðum siðan spurnir af þvi að Sviar hefðu gefist upp í málinu, og ætluðu að vera kurteisir og falla frá fyrirvörum í því, sem höfðu verið margir; í fyrsta lagi að ekki væri hægt að fallast á þetta án þess að taka upp viðræður við þriðju aðila, þ.e.a.s. Efnahagsbanda- lagsmenn og í annan stað höfðu þeir gerst svo ósvifnir að segja að EFTA hlyti að taka til grundvallar reglu EB um að heimta þá fiskveiði- réttindi í lögsögu sjávarút- vegsríkjanna." — Höföu einhverjar for- sendur breyst úr því aö þú lagðir svo rika áherslu á þetta mál nú? „Okkur hafði verið tjáð fyrirfram að Svíar hefðu ekki haldið þessum fyrirvörum sínum til streitu í nefndinni. Það kom því mjög á óvart að utanríkisráðherra Svia byrjaði umræðurnar á fundinum á því að fara með allar gömlu sænsku formúlurnar. Það þýddi það að það fauk nátt- úrlega í utanríkisviðskipta- ráðherra Islendinga og við sögðum það eins skýrt og verða mátti að ef að þetta ætti að halda svona áfram hefðum við ekkert meira hér að gera. Það endaði með því að málið var sett í nefnd fyrri daginn í Genf, og niðurstað- an varð sú að vinnuhópnum var enn falið að Ijúka sínu verki, og það áréttað að hann ætti að útfæra grundvallar- reglurnar um fríverslun og viðskiþti fyrir fiskafurðir, og að þaö væri ekki á vettvangi nefndarinnar að fjalla neitt um viðskipti við einstök ríki. í því máli getum við sagt að við höfum náð fram okkar málstað. Síðan er að sjá hvort það gengur eftir, en nefndin á að skila áliti sínu í vor, og þá er þessu máli lokið. “ — Þetta er þá mikill áfangasigur fyrir okkur í þessu máli? „Já, Svíarnir voru að enn að reyna á það hvort við myndum láta yfir okkur ganga og komust að því að svo var ekki, og drógu þá i land. Hinsvegar er malinu auövitað ekki lokið. Ég tók það aftur upp á utanríkisvið- skiptaráðherrafundi Norður- landa sem var haldinn í Malmö, og þá mjög rækilega og í smáatriðum, og Svíar létu ómótmælt. Ég held því að við verúum aö leyfa okkur að vera sæmilega bjartsýnir á aó þetta mál sé nú til lykta leitt. Það kæmi mér a.m.k. mjög á óvart ef það verður að þvælast fyrir okkur áfram. Þetta var vitanlega aðal- ágreiningsmálið út af fyrir sig, og stærsta mál okkar.“ — Hvaöa önnur mál voru efst á baugi á fundinum? „Að öðru leyti er hér auð- vitað um að ræða stór mál, sem varðar þessa leið til að tala um Evrópskan samruna. EB ríkin tólf með höfuðríki Evrópu; Þýskaland, Frakk- land, Italiu og Bretland í far- arbroddi hafa náttúrlega orð- ið algert frumkvæði í þeim málum, þ.e.a.s. að boða árið 1992 sem vatnaskil; fyrir þann tíma á efnahagslegur samruni að eiga sér stað. Það þýðir hvorki meira né minnaen samningu 300 reglugerða, samraemingu á löggjöf, afnám á öllum við- skiptahindrunum, frjálst flæði fólks og fjármagns innan svæðisins, á stærsta markaðssvæði heims með mesta efnahag og kaupveltu i heimi. EFTA er náttúrlega aukanúmer í þessu, er stat- isti á sviðinu, og þær spurn- ingar hafa verið vaktar hvort það gegni nokkru hlutverki lengur, hvort aðilar að EFTA sem eru þessi smáríki í Evrópu, hafi nokkru hlutverki að gegna lengur sem sérstök efnahagssvæði. Verður ekki bara hvert ríki fyrir sig að ná samningum við EB og búið mál með EFTA. Þetta eru ótímabærar dánartilkynning- ar vegna þess að það var áréttað enn að þessi ríki hafa margvíslegra sameíginlegra hagsmuna að gæta, og er betur komið með því að setja upp sameiginlegan „front” gagnvart EB, heldur en við værum að bauka þetta sitt í hvoru lagi.“ — Hvert er þá hlutverk EFTA í framtíöinni? „í fyrsta lagi er á dagskrá hvernig EFTA ríkin geti lagað sig að pólitíkinni í EB án þess að sækja um inngöngu í bandalagið. Það þýðir að við verðum að setja upp upplýs- ingakerfi sem skilar hverju aðildarríki EFTA og í gegnum EFTA öllum upplýsingum um það hverju hinir hafi verið aö breyta. Þess vegna var þaö að þessi fundur utanríkisvið- skiptaráðherra Norðurlanda sem haldinn var i kjölfarið snerist aðallega um smá- atriði, þ.e.a.s. það var verið að fara í gegnum það lið fyrir lið hvað Norðurlöndin innbyrðis væru búin að gera til þess að ryðja úr vegi allrahanda við- skiptahindrunum, svo að þar eru Norðurlöndin áundan i mörgum tilvikum. Ég var nú samt að gantast með það að þessar viðskiptahindranir af margvíslegu tagi fyrirfyndust vitanlega ekki á Islandi, held- ur er þetta skandinavískt fyrirbæri. Það kom á daginn að þegar menn fóru að bera samán og athuga skrár með listum um þetta að viðskipta- hindranir voru litlar sem engar á íslandi, með öðrum orðum vöntun á vandamálum, og ástæðan væri sú að það væri vöntun á bírokrötum hér því að bírokratar væru aðal vandamálið og það sem þeirra störfum tengist. Þeir eru einir um að setja reglu- gerðir." — En eru þá engin EFTA riki á leiö í EB? „Það var stórt mál þarna að austuríska kratastjórnin hefur lýst þvi yfir að hún ætli inn í EB sjálf. Það hefur engin formleg yfirlýsing komið um málið. Það bjugg- ust allir við þvi, en hún kom ekki. Þvert á móti lýsti efna- hagsmálaráðherrann því grannt yfir að það væri ekk- ert fararsnið á þeim þó að háværar raddir hefðu heyrst þess efnis. Hann áréttaði það að þeir hefðu aukna trú á þessu hlutverki EFTA sem sameiginlegur samnings- miðill milli þessara ríkja. Þannig að ÉFTA er því sterk- ara nú en áður. Spurningar- merkið aftan við tilveru þess er ekki lengur þar sem það var. Þá má nefna það að verð- andi forseti Sviss, Dela- muras; bauð utanríkisráð- herra Islands í opinbera heimsókn sem hið allra fyrsta. Það er merkilegt að Svisslendingar hafa stutt mjög við bakið á okkur í okkar deilum við Skandinav- ana, og áréttuðu það með því að gera okkur einu EFTA ríkj- anna sérstakan samning um fríverslunarsamning um fisk- afurðir í Sviss. Svisslending- ar eru því miður ekki miklar fiskætur, en eta þó gæðafisk, svo að það skiptir máli fyrir rækjur, humar, krabba og annað slíkt. Þetta er auðvitað mjög gott fordæmi, og við höfum átt mjög gott sam- starf. Annars er aðalatriðið í þessu ekki aðgangur að EFTA mörkuðunum, heldur hitt að ef EFTA sem heild samþykkir fríverslun í fiski styrkir það svo gersamlega stööu okkar í viðræðunum við EB sem fara fram á næsta ári, því þá erum við búin að fá öll þessi viðskipti inn ágrundvall- arreglur, að erfitt verður fyrir Efnahagsbandalagiö að hafna, jafnvel þótt við yrðum að taka upp vísi■ að samning- um viö EB um okkar mál. Þetta getur verið milljarða spurn- ing.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.