Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MÞYÐVBUBIB
Miövikudagur 7. desember 1988
STOFNAÐ
1919
220. tbl. 69. árg.
Fyrirspurn í Borgarráði
Söluíbúdir aldraðra
á tvöföldu verðl?
Hjá sama verktaka kostar fermetrinn í
söluíbúðunum við Vesturgötu tvöfalt meir
en fermetrinn í Tæknigarði.
Fulltrúar minnihlutans
lögðu í gær fram fyrirspurn í
borgarráði þar sem spurt er
hvernig standi á miklum verð-
mun á hverjum fermetra í
söiuibúðum fyrir aldraða við
Vesturgötu annars vegar og í
svo kölluðum Tæknigarði
hins vegar, en sami verktak-
inn er með báðar fram-
kvæmdirnar.
í ritinu „Á döfinni" sem Fé-
lag (slenskra iðnrekenda gef-
ur út, kemur fram að heildar-
kostnaður vegna Tæknigarðs
(við hlið Háskólabíós) hafi
með opinberum gjöldum,
húsgögnum i sameiginlegu
rými og stjórnunarkostnaði
numið um 125 milljónum
króna. Tæknigarður er 867
fermetrar að grunnflatarmáli
eða alls 2.600 fermetrar á
þremur hæðum. Þar hefur
fermetrinn því kostað rúm-
lega 48 þúsund krónur „með
öllu".
Fulltrúar minnihlutans
bentu á móti á heildaráætlun
varðandi Vesturgötu 7, þar
sem kemur í Ijós, þegar
kostnaður vegna bílageymsla
er dreginn frá og eftir standa
3.666 fermetrar, að hver fer-
Opnun Kringlunnar
á sunnudögum felld
Magnús L. Sveinsson
gekk gegn vilja sam-
flokksmanna sinna
Magnús L. Sveinsson borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins og formaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur
gekk gegn vilja samflokks-
manna sinna í Borgarráði í
gær, þegar felld var á jöfnu
tillaga um að verslanir í
Kringlunni fengju að hafa op-
ið á sunnudögum.
Með tillögunni greiddu at-
kvæði þeir Davíð Oddsson
borgarstjóri og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, en á móti
greiddur þau Magnús L
Sveinsson og Sigrún Magn-
úsdóttir Framsóknarflokki.
Sigurjón Pétursson Alþýðu-
bandalagi sat hjá. Áheyrnar-
fulltrúarnir Bjarni P. Magnús-
spn Alþýðuflokkí og Elín G.
Ólafsdóttir létu bóka að þau
væru á móti tillögunni.
Auk þess sem Magnús L
Sveinsson gekk gegn vilja
samflokksmanna sinna vekur
athygli hjáseta Sigurjóns Pét-
urssonar og einnig andstaða
Sigrúnar Magnúsdóttur, sem
eins og kunnugt er tilheyrir
kaupmannastéttinni. Þótt af-
greiðslan hafi farið á þennan
veg hjá borgarráði er eftir að
vita hvernig mál fara ( sjálfri
borgarstjórn.
metri muni kosta um 93.500
krónur. Án bílageymsla er
heildarkostnaðurinn áætlað-
ur um 343 milljónir króna.
Samkvæmt þessu virðist
fermetrinn í Tæknigaröi „með
öllu" kosta rétt liðlega 48
þúsund krónur en um 93.500
krónur ( söluíbúðunum við
Vesturgötu og er munurinn
um 95% eða nær tvöfaldur.
Reyndar kemur fram I heild-
aráætluninni að hluti af
kostnaðinum vegna blla-
geymslanna hefur verið milli-
færður á þjónustumiðstöðina
og heilsugæsluna, sem
minnkar muninn niður í um
80%, en það hlýtur að teljast
talsverður munur eftir sem
áður. í báðum tilfellum er
verktakinn ístak hf.
Aðstoð ríkisins við Freyju á Suðureyri
Vekur furðu meðal
forsvarsmanna
fiskvinnslunnar
Björgunaraðferð Olafs
Ragnars Grímssonar fjár-
málaráðherra gagnvart Fisk-
iðjunni Freyju á Suðureyri
mælist misvel fyrir hjá hags-
munaðilum í sjávarútvegi.
„Sá tími sem valinn er kemur
almennt á óvart. Það er engin
spurning að þessi staður hef
ur átt í miklum erfiðleikum,
en það eru 8o frystihús i
landinu og mörg þeirra
standa illa. Það kemur á
óvart að eitt skuli vera tekið
út úr. Almennt var talið að
fiskvinnslufyrirtækin myndu
sækja til Atvinnutrygginga-
sjóðs," sagði Arnar Sigur-
mundsson formaður Sam-
bands fiskvinnslustöðvanna
við Alþýðublaðið í gær.
Aðgerð fjármálaráðherra
felur í sér aö 44 milljóna
króna skuld við Útvegsbank-
ann gamla veröur breytt yfir I
svokallað víkjandi lán, sem
þýðir að ekki verði rukkað fyr-
ir það nema fyrirtækið skili
hagnaöi í framtíðinni. Raunar
er þetta háð því skilyrði að
Sambandið, aðaleigandi
hússins, auki hlutafé um 10
milljóniren fyrirtækið hefur
þegar breytt um 40 milljónum
I hiutafé.
„Menn haft samband við
mig og spurt hvort þetta sé
það sem koma skal," sagði
Arnar. „Sérstaklega vegna
þess að ríkissjóður er þarna
sjálfur á ferðinni. Það gildir
öðru með eigandann, sam-
vinnuhreyfinguna, hvort hún
lætur peninga renna í þetta."
Fyrirgreiðslan til Freyju
hefur því vakið upp spurning-
ar um það sem á eftir kemur.
Hvort björgunaraðgerðin hafi
fordæmisgildi fyrir þann
fjölda fyrirtækja ( sjávarút-
vegi sem talinn er þurfa sér-
staka aðstoð. Að mati stjórn-
valda var hins vegar nauðsyn-
legt að grípa inn í með þess-
um hætti, að öðrum kosti
hefðu ábyrgðir ríkisins vegna
Fiskiðjunnar Freyju glatast.
Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
HÖRÐ MÓTMÆLI FRÁ HÆGRI
Þingmenn úr Sjálfstæðis-
flokki og Borgaraflokki réð-
ust í löngu máli í gær á frum-
varp ríkisstjórnarinnar sem
gerir ráð fyrir 2,2% sérstök-
um eignarskatti á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði. Er
þetta framlenging á skatti
sem verið hefur undanfarin ár
1,1% og á þvi að tvöfaldast.
Iðnaðarráðherra hefur áður
sagt, að skatturinn myndi
samkvæmt þessu nema
0,5% af veltu í staö 0,25%.
Þingmenn þessara flokka
spöruðu ekkt stóru orðin
þegar þeir vörðu þannig
hagsmuni verslunarinnar í
landinu. Geir H. Haarde kall-
aði skattinn „vandræðagrip"
sem hyíldi á veikum grunni.
Birgir ísleifur Gunnarsson
talaði um meiri aukningu á
skattheimtu en dæmi væru
til i sögu þjóðarinnar og
nefndi frumvarpíð um vöru-
gjaldið „ótrúlega ósvífna árás
Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi íslands og félagar hans í skátahreyf ingunni á íslandi boöuðu f ulltrúa f jöl-
miöla til sin i gaer og sýndu i verki hvernig safna má saman tómum dósum til endurvinnslu, en skátar hafa
undanfarið safnað saman 100 þúsund dósum um allt land.                   A-mynd/Magnús Reynir.
SKÁTAR VILJA TAKA AD SÉR TÓMU DÓSIRNAR
Skátar hafa tekið til hend-
inni og safnað alls 100 þúsund
einnota gosumbúðum i flest-
um kaupstöðum og kauptún-
um landsins, utan Reykjavik-
ur. Jaf nf ramt hef ur skátahreyf-
ingin komið því á framfæri við
íslensk stjórnvöld að hún sé
reiðubúin til að safna einnota
umbúðum vegna öl- og gos-
drykkjaneyslu, koma til endur-
vinnslu eða eyða á viðeigandi
hátt auk þess að halda uppi
aróðri fyrir til almennings um
að halda landinu hreinu.
Skátarnir viljaað lagt verði á
sérstakt skilagjald. Til þess að
standa straum af kostnaði
myndi skátahreyf ingin fá hluta
af álögðu gjaldi. Stofnaður
verði sérstakur umhverfis-
málasjóður og til hans renni
gjald af hverri seldri einingu af
einnota umbúðum. Sjóðurinn
yrði síðan notaður til að efla
hverskonar umhverf isvernd og
uppgræðslu.
Aætlað er að á næstu árum
komi íslendingar til með að
tæma allt að 50 milljónir ein-
nota umbúða fyrir öl og gos-
drykki árlega. í gær sýndu
skátar í verki hvernig koma má
dósunum  til  endurvinnslu.
á lífskjör almennings". Ingi
Björn Albertsson sagði þenn-
an skatt hið versta mál og
harmaði þá 'mannvonsku" er
fram kæmi i frumvarpinu.
Friðrik Sophusson efaðist
um að ríkið væri með þessu
að sækja tekjur frá þeim er
hafa breiðust bökin því auö-
vitaö myndi verslunin afla sér
tekna fyrir þessu með þv( aó
leggja meir á vöruverðið.
Ólafur G. Einarsson sagði að
með skatti þessum væri
Framsóknarflokkurinn að
leggja stein í götu dreifbýlis-
versluiiarinnar. Ragnhildur
Helgadóttir sagði skattafrum-
vörp ríkisstjórnarinnar fela í
sér að mörg spor væru stigin
aftur á bak hvað stöóu
kvenna í þjóðfélaginu varðar
og að skatturinn á skrifstofu-
og verslunarhúsnæði væri
hvað þyngstur fyrir þær
mörgu konur sem reka smá-
verslanir í eldri hluta bæjar-
ins. Hreggviður Jónsson kall-
aði skattinn „tjaldbúðar- og
torfbæjarstefnu" og sagði
skattinn leiða til verri afkomu
almennings því auðvitað
myndi honum velt út I verð-
lagið.
Þessir þingmenn mót-
mæltu ekki beinlínis að versl-
unin I landinu hefði hagnast
vel I góðæri undangenginna
ára, en töldu aðstæður mjög
breyttar núorðið, sérstaklega
gagnvart verslun (dreifbýlinu.
Ingi Björn Albertsson var for-
viða á yfirlýstum stuðningi
Kvennalistans við frumvarpið
en honum var bent á að Kta
sér nær, því Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir hefur lýst yf-
ir aö hún muni sitja hjá ( at-
kvæðagreiðslu um málið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8