Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						i  4  f       f  *  #  ¦       '  t  *  '     '  t  *
t  i   1  .       *  .
ÍIMUBLMB
Miðvikudagur 14. desember 1988
STOFNAÐ
1919
Ólafur Ragnar kynnti tekju- og eignaskattsfrumvarpið á blaðamannafundi i gær.  A-mynd/Magnús Reynir.
Tekju- og eignaskattarnir
BREIÐU BÖKIN
BOBGA BBÚSANN
Hækkun tekjuskatts nœr einkum til hinna tekjuhœstu, saumað aá
undanskotsleiðum fyrirtœkja, sérstakur stóreignaskattur lagður á
Stjómarflokkarnir hafa náð
samkomulagi um 2ja pró-
sentustiga hækkun tekju-
skatts á næsta ári, sam-
kvæmt frumvarpi fjármálaráð-
herra, þannig að tekjuskattur
einstaklinga hækkar úr
28,5% í 30,5% og tekjuskatt-
ur fyrirtækja úr 48% í 50%.
Til að skattbyrðin hækki ekki
eða lækki hjá tekjulægstu
hópunum verður persónu-
afslætti og bamabótum beitt
í meira mæli en áður til að
aukin skattbyrði lendi eink-
um hjá tekjuhæstu einstakl-
ingunum. Reglur um fyrning-
ar og hlunnindi fyrirtækja
verða þrengdar og lagður
verður á sérstakur stóreigna-
skattur.
Horfiö hefur veriö frá sér-
stöku hátekjuþrepi, ( bili aö
minnsta kosti, enda kom í
Ijós aö slík breyting í stað-
greiðslunni þarf lengri að-
draganda vegna ýmissa van-
kanta. Einnig hefurverið
frestuð f bili sérstök skatt-
lagning raunvaxta. Fjármála-
ráðherra hefur upplýst aö ein-
ungis þriðjungur fyrirtækja
hafi greitt tekjuskatt á s(ð-
asta ári. Hann ætlar meðal
annars að fækka frádráttar-
liðum fyrirtækja, herða reglur
um fyrningar og hlunnindi og
láta skattlagninguna ná til
ýmissa fyrirtækja sem hing-
að til hafa verið undanþegin
skattlagningu.
í fréttaskýringu á bls. 5 er
meðal annars greint frá sér-
stökum stóreignaskatti, en
ætlunin er að leggja sérstakt
1,5% álag á skuldlausar eign-
ir einstaklinga yf ir 6 milljónir
eða yfir 12 milljónir hjá hjón-
um. Þá eru einnig birtar töfl-
ur yfir dæmi um áhrif breyt-
inganna á tekjuskattsgreiðsl-
ur hjóna með 2 börn, barn-
lausra hjóna, einstæðra for-
eldra og einstaklinga í mis-
munandi tekjuhópum.
Jón Baldvin hittir Jaruzelski
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra átti viðræð-
ur i gær við Tadeusz Oleg-
howski utanríkisráðherra
Póllands. íslenski utanrikis-
ráðherrann er i opinberri
heimsókn i Póllandi ásamt
frú, í boði pólska utanrikis-
ráðherrans. í gærkvöldi var
ráðgert að Jón Baldvin ræddi
við Jaruzelski leiðtoga Pól-
lands.
í viðræðum utanríkisráð-
herranna kom fram að Pól-
verjar telja raunhæft auka
viðskipti verulegavið íslend-
inga. I fyrradag ræddu ráð-
herramir alþjóðamál, sér í
lagi samskipti austurs og
vestur í Ijósi síðustu ákvarð-
ana í afvopnunarmálum.
224. tbl. 69. árg.
Samningsréttur
aftur í gildi
Ákvæði um afnám samn-
ingsréttar sem fólst í bráða-
birgðalögum frá i sumar verð-
ur fellt niður nú þegar lögin
koma til staðfestingar Al-
þingis. Steingrimur Her-
mannsson forsætisráðherra
gaf yfirlýsingu þessa efnis á
Afþingi í gær. Yfirlýsing for-
sætisráðherra virtist koma
fulltrúum stjórnarandstöðu i
opna skjöldu, en forsætisráð-
herra sagðist hafa rætt við
einstaka aðila i verkalýðs-
hreyfingunni áður en ákvörð-
unin var tekin.
Eftir yfirlýsinguna varð um-
ræöa utan dagskrár um þing-
sköp. Þar gagnrýndi stjórnar-
andstaða, sérstaklega sjálf-
stæðismenn, hvernig málið
væri fram sett. „Mér þykir
afar leitt að sjálfstæðismenn
taki þessari breytingu svona
fálega. Það kann að vera af
því að hér er um að ræða
breytingu á lögum sem við
settum saman 20 maí. Menn
mega þó ekki verða svo
steinrunnir að ekki megi
breyta því sem við höfum
gert," sagði forsætisráð-
herra.
Skúli Alexandersson
Stuðningur við stjórnina
veltur á vinnubrögðum
sjávarútvegsráðherra
Skúli Alexandersson þing-
maður Alþýðubandalagsins
ítrekaði afstöðu sina til rikis-
stjórnarinnar i umræðum um
bráðabirgðalögin i efri deild
Alþingis í gær. Skúli vék sér-
staklega að persónulegum
málum, vegna kæru sjávar-
útvegsráðuneytisins á hend-
ur fyrirtæki hans, Jökli i Hell-
issandi. Hann knúði Halldór
Ásgrímsson svara um túlkun
á lögum um upptöku sjávar-
afla, — hvort ráðherrann ætl-
aði að halda á málum á sama
hátt og hingað til. „Ég fer
fram á að hæstvirtur sjávar-
útvegsráðherra gefi afdráttar-
laust svar — þar sem hér er
um grundallaratriði að ræða i
sambandi við sjávarútvegs-
og efnahagsmál á íslandi, og
einnig um siðgæði og laga-
túlkun." Skúli sagðist vona
að svar ráðherra yrði á þann
veg, að það gæti bieytt
afstöðu hans um stuðning
við ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar. Ekki varð
Skúla að ósk sinni, þvi Hall-
dór Ásgrímsson sagði eftirlit
með fiskveiðum yrði háttað i
samræmi við lögin, á meðan
þeim hefur ekki verið breytt.
„Það er hins vegar með
þessi lög sem og önnur, að
þau þarfnast endurskoðun-
ar," sagði sjávarútvegsráð-
herra. „Þau mál eru enn á
undirbúningsstigi." Halldór
sagði ekki i daglegum verka-
hring ráðherra að fjalla um
þessi mál, heldur væri verk-
efnið í höndum starfsmanna
sjávarútvegsráðuneytisins.
,,..og ég treysti þeim ágæt-
lega í þvi sambandi," sagði
sjávarútvegsráðherra.
„Þetta er ekkert svar,"
sagði Skúli i samtali við Al-
þýðublaðið. „Sjávarútvegsráð-
herra reynir að þvo hendur
sínar og færa ábyrgð á fram-
kvæmd laganna yfir á starfs-
menn ráðuneytisins, sem
hann er vitaskuld að öllu
leyti ábyrgur fyrir. Hann segir
að ég hafi sótt eftir einhyerj-
um málaferlum í þessu. Ég er
eingöngu að verja mig og hef
komið málum fyrir dómstóla
vegna þess, að á mig hefur
verið ráðist."
Skúli sagðist því ekki geta
breytt afstöðu sinni um
stuðning við ríkisstjórnina.
Hann ætlar að sitja hjá ef
fram kemur vantrauststillaga
á stjómina. „Það hefur ekkert
breyst, nema kannski síður
sé, því mér finnst ráðherra
sýna málinu álit, sem jafnvel
er verra en ég bjóst við."
Skúli Alexandersson krafði sjávarútvegsráðherra svara, en fékk engu
breytt. Vonbrigðin leyna sér ekki.           Amynd/Magnús Reynir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8