Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						íiPBinniuni
Miövikudagur 28. desember 1988
231. tbl. 69. árg.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning árið 1987
DÆMI UM 1600 YFIRVINNUTIMA
HJÁ EINSTAKA STARFSMÖNNUM
Viðgerðarkostnaður þriggja bíla lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli nam 3,7 milljónum króna
Ríkisendurskoðun hefur
gert athugasemd við viðgerð-
arkostnað bifreiða hjá
embætti lögreglustjóra á
Keflavikurflugveili. A siðasta
ári var viðhaldskostnaður
þeirra þriggja bíla sem við-
haldsfrekastir voru samtals
3,7 milljónir kr. en svæðið
sem bílarnir eru notaðir á er
ekki stórt og mestallt á
bundnu slitiagi. Telur Ríkis-
endurskoðun þetta alltof
háan viðgerðarkostnað sem
nauðsynlegt sé að taka til
endurskoðunar.
Þetta kemur fram i glæ-
nýrri skýrslu frá Ríkisendur-
skoðun um endurskoðun rik-
isreiknings fyrir árið 1987.
Þar eru geröar athugasemdir
við starfsemi fjölmargra ríkis-
stofnana og taldar upp
ástæður þar sem farið hefur
verið fram úr fjárlögum.
Ríkisendurskoöun gerir
m.a. athugasemdir við bók-
hald Háskólabíós. Kemur
fram aö bókhald fyrirtækis-
ins er ekki með þeim hætti
sem gera verður kröfu um.   '
„Athugasemdir hafa verið
gerðar um slaka innheimtu,
skort á uppgjöri og greinar-
gerð frá innheimtulögfræð-
ingi, ásamt ónákvæmni í
skýrslugerð," segir í skýrslu
Rlkisendurskoðunar.
Þá kemur fram að Ríkis-
endurskoðun hefur gert
fjölda athugasemda við
reikningsskil Bændaskólans
á Hólum. Athugasemdum á
undanförnum árum hefur
ekki verið svarað þrátt fyrir
ítrekanir og telur Ríkisendur-
skoðun það með öllu óviðun-
andi.
Ríkisendurskoðun telur að
Þjóðleikhúsið verði aldrei
fært um að greiða niður
skuldabagga sinn sem nam
tæplega 129 milljónum kr.
um síðustu áramót, „og að
óraunhæft sé að taka ekki á
þessu máli bæði til skamms
tíma og til lengri tima og
gera forsvarsmönnum hennar
kleift að reka stofnunina skv.
raunhæfum áætlunum," seg-
ir þar.
Vakin er athygli á að vinnu-
aflsnotkun er viða ábótavant.
Hafa yfirskoðunarmenn ríkis-
reiknings rekist á nokkur
dæmi þess, að einstakir rík-
isstarfsmenn hafi fengið
greiddar um eða yfir 1600
yfirvinnustundir á árinu.
„Slíkt vinnuframlag er með
ólíkindum og bendir til að
pottur sé brotinn í skipulagi
eða stjórnun," segir í skýrsl-
unni.
í árslok 1987 skulduðu inn-
heimtuembætti í rikissjóði
rúmar 237 milljónir kr. en áttu
á móti í sjóði og á banka-
reikningum rúmar263 mill-
jónir kr. Gerir Ríkisendur-
skoðun sérstaklega athuga-
semdir við skil sýslumanns-
embættisins á Blönduósi
sem stofnunin segir að „hafi
ekki verið með þeim hætti
sem áskilja verður af inn-
heimtumönnum ríkissjóðs.
Ríkisendurskoðun hefur
ítrekað gert athugasemdir við
skil embættisins á inn-
heimtufé ríkissjóðs, en þrátt
fyrir það hefur embættið
haldið uppteknum hætti og
notaö fé rikissjóðs í ýmsa
lánastarfsemi," segir í skýrsl-
unni.
Þá er og gerð athugasemd
við skipulag fangelsismála
fJ.^'WCk
Nú líður óðum
að áramótum,
og má með
sanni segja að
flugeldasalan
fyrir þau tima-
mót sé farin að
glæðast. Úrval
flugelda eykst
með hverju ári,
og eins og sést
á myndinni er
engin undan-
tekning á þvi
núna. Það verð-
ur þó aldrei of
varlega farið í
meðferð þeirra,
og þvi vissara
að leika sér ekki
að eldinum i
eiginlegum
skilningi þess
orðs.
Askorun Hlífar til ASI
LAUNAFOLK FARI SER HÆGT VIÐ VINNU
Stjórn Verkamannafélags-
ins Hlífar í Hafnarfirði hefur
sent frá sér áskorun á mið-
stjórn Alþýðusambands ís-
lands að hafa forgöngu að
víðtækum mótmælaaðgerð-
um vegna afnáms samnings-
réttar og kaupfrystingar.
Leggur Stjórn Hlifar til að
fyrstu mótmælin verði þau
að launþegar fari sér hægt
við vinnu í einn eða tvo daga.
Engin fordæmi eru fyrir þvi
að samtök launafólks taki
höndum saman með mót-
mælaaðgerðum af þessu tagi
en Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, segir að þetta
hafi stundum verið rætt og
hann hafi sjálfur orðað þenn-
an möguleika á formanna-
fundi samtakanna s.l. sumar.
Ásmundur sagði f samtali
við Alþýðublaðið að þessi
leið kæmi til álita innan sam-
takanna þegar rætt verður
um hvernig haga beri samn-
ingaviðræðum á næsta ári.
„Nú erum við að athuga
hvernig staðið verði að þeim
samningum sem eru fram-
undan og hvaða áherslur
verða gerðar í kröfugerð. Við
munum nota janúar til að
móta okkar línur. Það er
stefnt að formannafundi fljót-
lega eftir áramót og þar verð-
ur rætt um það frekar hvernig
við beitum okkur í samning-
unum og til að tryggja þaö að
þeir fái staðist.," sagði hann.
Undanfarið hafa staðiö yfir
viðræður innan miðstjómar
ASÍ um Knurnar fyrir samn-
ingana á komandi ári en Ás-
mundur sagði að þær um-
ræður ættu líka eftir að fara
fram innan aðildarfélaganna
og engar ákvarðanir hefðu
verið teknar- hvorki um kröfu-
gerð né hvernig staðið verði
aö samningunum.
Ásmundur sagði að þrátt
fyrir að aðgerðum á borð við
þær sem Hlif mælir með hafi
aldrei verið beitt sem al-
mennum aðgerðum verka-
lýðssamtaka hafi þetta oft
verið reynt á einstökum
vinnustöðum. „Það er á
margan hátt auðveldara að
beita þessari aðgerð á af-
mörkuðum sviðum," sagði
hann.
í ályktun Hlífar segir að
það gerist sífellt algengara
að islensk stjórnvöld setji
lög sem afnemi sjálfsögð
mannréttindi. „Það oft hafa
þau leikið þennan leik að
hætta er á að hann fari að
verða þeim vanabundinn,
nema samtök launafólks
hefjist nú þegar handa um að
skipuleggja og framkvæma
víötækar mótmælaaðgerðir
er komi stjómvöldum í skiln-
ing um að afnám samnings-
réttar og kaupfrysting verði
ekki liðin," segirþarenn-
fremur.
En af hverju er stungið upp
á þeirri aðgerð að launþegar
fari sér hægt við vinnu? „Aö
mínu viti og margra annarra
er þetta sú aðgerð sem við
ættum oftast aö gripa til,"
sagöi Sigurður T. Sigurðsson
formaður Hlifar. Og aðgerð-
irnar felast i eftirfarandi að
sögn Sigurðar;„Það er að
mæta á vinnustaðinn, finna
ekki verkfærin, fara sér hægt
við vinnu, segja já við öllu en
passa vel upp á að afköstin
verði í algjöru lágmarki.
Brosa svo út að eyrum út af
öllu saman. Þetta hefur geng-
ið á einstökum vinnustöðum
og atvinnurekendur getaekk-
ert gert við þessu ef samtök
eru um aðgerðimar. Þetta er
sú mótmælaleið sem við
mælum með," sagði Sigurður
I samtali við Alþýðublaðið.
og fangavarða. Segir „að
vegna smæóar fangelsanna
eru fangaveröir mun fleiri en
vera þyrfti ef rekstrareining-
arnar væru stærri. Lætur
nærri að fjöldi starfsmanna
fangelsanna nálgist fjölda
fanga."
Einnig dregur Ríkisendur-
skoðun í efa að innheimta
málagjalda fyrir Lögmanna-
félag Islands hjádómstólun-
um standist lög. Ennfremur
eru gerðar athugasemdir við
rekstur sjúkrahúsa og sjúkra-
stofnana sem skorti sam-
ræmt bókhald og reikninqs-
skil.
Ferskfiskútflutningur
28% samdráttur í
gámaútflutningi
Útflutningur á ferskum
fiski i gámum dróst saman
um 28% og löndun erlendis
á botnfiski til sölu frá fiski-
skipum dróst saman um 30%
fyrstu 8 mánuði þessa árs
miðað við sama tima i fyrra.
Til samans minnkaði magnið
úr 90.403 tonnum í 64.514
tonn eða um 25.889 tonn.
Þetta kemur fram i svari
sem utanríkisráðherra lagði
nýlega fram á þingi við fyrir-
spurn Páls Péturssonar.
Gámaútflutningur á þorski
minnkaði um 30%, á ufsa um
52,7%, á karfa um 46,6% og
á grálúðu um 36,9%, en hins
vegar jókst gámaútflutningur
á ýsu um 13,4%. Af einstök-
um kjördæmum að nefna
varð samdrátturinn i magni
gámaútflutnings mestur hjá
skipum af Vestfjörðurh og
Suðurlandi, en eina kjör-
dæmið sem sýndi aukningu
á milli tímabila var Austur-
land. í löndunum erlendis
varð enn fremur samdráttur i
öllum kjördæmum nema hjá
skipum af Vesturlandi og
Norðurlandi vestra, en salan
minnkaði mest hjá skipum
frá Reykjavík og Vestfjörðum.
Árekstrar í afleitu
skyggni
Að sögn lögreglunnar voru
árekstrar fjölmargir í höfuð-
borginni í gær, enda veður
afar leiöinlegt, vont skyggni
og hvasst. Fljúgandi hálka
var á Kjalamesi og Hellis-
heiöi, og reyndar á öljum veg.
um út frá Reykjavlk. Árekstr-
artíðni var með meira móti,
enda skyggni afleitt, og var
mikið leitað til lögreglunnar.
Slys á mönnum voru fá.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8