Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 1
^ramni■■ ^. mmmm Þriðjudagur 3. janúar 1989 1. tbl. 70. árg. Seðlabankanum veitt 1-1.5% heimild til daglegrar skráningar frá stöðu meðalgengis. Ríkisstjórnin ákvað á löng- um kvöldfundi i gærkvöldi að lækka meðalgengi krónunnar um 4%. Gengislækkunin tek- ur gildi frá og með opnun banka í dag. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun að fenginni álitsgerð stjórnar Seðlabank- ans. Jafnframt veitti ríkis- stjórnin Seðlabankanum heimild til þess ákvarða dag- lega gengisskráningu innan 1-1.5 % marka frá stöðu með- algengis. Ríkisstjórnin tók þá ákvöröun á fundi í gærkvöldi aö lækka meðalgengi krón- unnar um 4% og heimila Seðlabankanum aö ákvarða daglega gengisskráningu inn- an marka 1- 1.5% frá stööu meöalgengis. Ákvöröun ríkis- stjórnarinnar byggist á feng- inni álitsgerð stjórnar Seðla- bankans, en mikil óvissa hef- ur ríkt á gjaldeyrismarkaði, sérstaklega hvað varðar þró- un dollarsins. Ákvöröun ríkis- stjórn^rinnar um gengisfell- ingu er tekin einkum af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hefur þróun á erlendum gjaldeyrismörkuðum verið óhagstæð frá því að gengið var leiðrétt í lok september á fyrra ári. Munar þar mestu um iækkun Bandaríkjadoll- ars, en t.a.m. lækkaði dollar- inn um 1.5% gagnvart þýsku marki nú um áramótin. I öðru lagi hyggst ríkisstjórnin breyta svonefndri gengis- körfu, sem er meðalvog erlendrar gengisskráningar og metin samkvæmt utanrík- isviðskiptum viðkomandi lands. Fallandi gengi dollar- ans hefur haft áhrif á fisk- útflutning okkartil Bandaríkj- anna. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins mun ríkis- stjórnin ennfremur hafa tekið ákvörðun um gengisfellingu af ótta við áhlaup á gjaldeyr- isdeildir banka og gjaldeyris- varasjóði þjóðarinnar. INGOLFUR REKINN ÚR ÚTSÝN Framkvœmdastjórinn er kominn til starfa hjá annarriferðaskrifstofu Ingólfur í Útsýn, fyrrum umsvifamesti ferðamálafröm- uður landsins og brautryðj- andi á sínu sviði, er nú óbreyttur Ingólfur Guð- brandsson. Hann á ekki leng- ur neinn hlut í ferðaskrifstof- unni og um áramótin missti hann starf sitt og titla hjá fyrirtækinu. Sonur Ingólfs, Andri Már, tók við starfi framkvæmda- stjóra Útsýnar á síðasta ári. Hann sagði upp störfum á föstudaginn var, er þegar hættur og tekinn til starfa hjá Ferðamiðstöðinni hf. Al- þýðublaðið reyndi í gærkvöld að fá fregnir af því hvort feðgarnir hafi keypt sig inn í það fyrirtæki. Það tókst ekki. Samkvæmt heimildum blaðs- ins var Ferðamiðstöðin þó til sölu fyrir nokkrum vikum. Það er Þýsk-íslenska hf. sem er nú eigandi Útsýnar að langmestu leyti. Fyrirtækið keypti helming ferðaskrifstof- unnar fyrir nokkru og hefur verið að smáauka hlut sinn þar til Ingólfur Guðbrands- son seldi sín síðustu hluta- bréf seint á síðasta ári. Starfssamningur Ingólfs við Útsýn sem stjórnarformaður, yfirmaður heimsreisuklúbbs og ráðgjafi, rann út um ára- mótin. Er hann kom til starfa í gærmorgun kom í Ijós að samningurinn hafði ekki ver- ið endurnýjaður og Ingólfur var ekki lengur í starfi hjá fyr- irtækinu sem var hans eigið fyrir fáeinum árum. Sögusagnir hafa verið á kreiki að undanförnu meðal fólks í ferðaiðnaðinum að þeir Ingólfur og Andri Már hygðust setja á stofn eigin ferðaskrifstofu. Ingólfur bar það til baka í gærkvöld. Jón Baldvin Hannibalsson Vill ný lög um Seðlabankann Telur íslenska fjármagnsmarkaðinn ekki samkeppnishœfan, heldur lokaðan, verndaðan og ófullkominn. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, vill nýja löggjöf um Seðla- bankann og telur að fjár- magnsmarkaðurinn á íslandi sé ekki samkeppnismarkað- ur, heldur lokaður verndaður og ófullkominn. Það hafi komið best í Ijós þegar óvenju hagstæð ávöxtunar- kjör hérlendis megnuðu ekki aö erlent fjármagn streymdi til landsins. Þetta kemur fram i áramótagrein eftir Jón Baldvin sem Alþýðublaðið birtir í dag. í greininni ásakar Jón Baldvin Sjálfstæðisflokk- inn um að hafa brugðist sjálf- um sér og þjóðinni allri á síð- asta ári. Um íslenska fjármagns- markaðinn og nauðsyn þess að setja nýja löggjöf um Seðlabanka íslands skrifar Jón Baldvin m.a.: „Fjármagnsmarkaðurinn á íslandi reyndist ekki vera samkeppnismarkaður, sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar og leitar jafn- Jón Baldvin vill setja nýja löggjöf um Seðlabankann og telur ís- lenskan fjármagnsmarkað vernd- aðan og ófullkominn. vægis. Hann var lokaöur, verndaður og ófullkorninn. Ella hefði erlent fjármagn átt að streyma inn til landsins þar sem það leitaöi hæstu ávöxtunarkjara í heimi. Þessi tilraun til umbóta í peninga- málastjórn mistókst því gjör- samlega, þar sem hún var framkvæmd án fyrirhyggju og af skilningsleysi á takmark- anir íslensks banka- og pen- ingakerfis. Sá er hins vegar munurinn að forystumenn Framsóknarflokksins hafa áttað sig á mistökunum, en forysta Sjálfstæðisflokksins ekki. Hugmyndabanki hennar í þessum efnum er til húsa í fílabeinsturni Seðlabankans. Ferill Seðlabankans í Is- lenskri peningamála;stjórn er orðinn slíkur að ekki veröur lengur hjá því komist að taka starfsemi bankans til gagn- gerrar endurskoðunar. Við þurfum nýja löggjöf um Seðlabankann þar sem hlut- verk hans og valdsvið verður þrengt og honum fengin for- ysta á faglegum grundvelli." Sjá blaðsíðu 4-5. 2 þúsund kvœntir karlar með yfir 300 þúsund króna mánaðartekjur. milljónafélaginu. Örfáar konur í TÍFALDUR LAUNAMUNUR Mánaðartekjur þeirra sem mest bera ur býtum i þjóð- félaginu eru ríflega tíu sinn- um hærri en þeirra sem minnst fá. 2 þúsund kvæntir karlar skiptu tæpum sex mill- jörðum króna milli sin árið 1987 af þeim atvinnutekjum sem voru þá til skiptanna. Það samsvarar því að rúm- lega tvö þúsund karlar hafi i atvinnutekjur yfir 300 þúsund krónur á mánuði í upphafi árs 1989. Þetta eru meðal niður- staðna í könnun Sigurðar Snævars hagfræðings á Þjóðhagsstofnun á þvi hvern- ig atvinnutekjur hafi dreifst í þjóðfélaginu á 9.áratugnum. Birtist grein um efnið í nýj- asta hefti BHMR-tíðinda. Á tímabilinu 1980-1986 hækkuðu kauptaxtar um 560% en atvinnutekjur um 810%. Stafar þessi mismunur fyrst og fremst af óhemju launaskriði, segir Sigurður Snævarr. Þrátt fyrir það hafa atvinnutekjur ekki dreifst eins ójafnt milli hópa og ætla mætti. Milljónir færast þó á milli. Hinir tekjuhæstu bættu t.d. 440 milljónum á sig umfram meðalaukningu áranna 1986 og 198/. Ójöfn- uðurinn er mestur meðal kvæntra karla. 1982 kræktu 20% tekjuhæstu karlarnir sér í 33,8% atvinnutekna karla, en 1987 er hlutur þeirra 35,7%. Það svarar til þess að 7900 körlum hafi áskotnast einn milljarður samanlagt af tekjunum 1987 umfram þaö sem verið hefði miðað við óbreytta skiptingu 1982. Á sama tíma dróst hlutur tekju- lægstu karlanna saman — úr 8,8% 18%. Séu tölur bornar saman virðist sem hlutur kvenna i hæstu launaflokkum sé lítill og að þær beri jafnvel minna úr býtum en áður. „Giftar konur í hæstu launaflokkum eru mjög fáar, en furðu marg- ir af eldra fólki,“ segir Sigurð- ur Snævarr hagfræðingur í samtali við Alþýðublaðið. Segir hann að það þurfi að skoöa betur gögn um tekju- dreifingu milli einstakra hópa, til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir breyting- unum. Könnun Þjóð- hagsstofnunar á Islandi leidir i Ijós meir en tífaldan mun á efstu og eóstu launa- hópum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.