Alþýðublaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1919 4. tbl. 70. árg. . Ekkert er minnst á verksvið Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra i skýrslu skipulagsnefndar, sem starfaði undir forystu Vals Arnþórssonar stjórnarformanns. Ef tillögurnar ná fram að ganga er talið að Guðjón hafi misst völdin. Valur væri að sama skapi búinn að hreinsa vel til áður en hann settist i Landsbankann. Uppgjör innan Sambandsins BRYTJAÐ NIÐUR Miklar líkur á að stjórn SÍS fallist á tillögur skipulagsnefndar á fundi sínum á mánudag og boðað verði til aukaaðalfundar. Gamla SÍS verður neytendasamvinnufélag til að þjóna verslunum kaupfélaganna. Ný fyrirtœki stofnuð: Sjávarafurðasalan sf, Búvörusalan sf, Iðnaðar hf. og Flutningar hf. # Flest bendir til þess að stjórn Sambandsins fallist á tillögur skipulagsnefndar, undir forsæti Vals Arnþórs- sonar stjórnarformanns, um að Sambandið veröi gert að neytendasamvinnufélagi, sem hafi fyrst og fremst það hlutverk að þjóna verslunum kaupfélaganna. Stofnuð verði ný sjálfstæð fyrirtæki á öör- um sviðum atvinnulífsins, sem starfi óháð gamla SÍS. í skýrslu skipulagsnefndar er lagt til að stofnuð verði 4 ný fyrirtæki um annan rekstur: Sjávarafurðasalan sf., Bú- vörusalan sf., Iðnaður hf. og Flutningar hf.. Guðjón B. Ól- afsson forstjóri greiddi einn atkvæði gegn tillögunni í skipulagsnefnd. Sjávarafurðasölunni s.f. er ætlað að kaupa hlut SÍS í sjávarútvegs, fiskvinnslu- og fiskeldisfyrirtækjum, þar á meðal íslandslax. Búvörusöl- unni sf. er ætlað að yfirtaka alla þjónustu við landbúnað, sem nú er á vegum Búvöru- deildar. Iðnaður hf. vfirtæki Skinnaverksmiðju Sambands- ins á Akureyri og skyldan rekstur, auk þess sem hluta- félagið yfirtæki Efnaverk- smiðjuna Sjöfn og Plast- einangrun. Flutningum hf. er ætlað að yfirtaka Skipadeild- ina og annan sameiginlegan rekstur á sviði flutninga. Til að byrja með er gert ráð fyrir að Sambandið eigi einn fimmta hluta í Sjávarafurða- sölunni sf. og Búvörusölunni sf.. SÍS kæmi til með að eiga 100% í Iðnaði hf. og Flutn- ingum hf. fyrst um sinni en gert er ráð fyrir að selja meirihluta í báóum fyrirtækj- unum. Verksvið forstjóra SÍS er óafgreitt mál í skýrslunni. Ekki minnst einu orði á starfsvið hans, né sameigin- lega skrifstofu og sameigin- lega þjónustu. Talið er að með samþykki tillagnanna taki andstæðingar Guðjóns B. Ólafssonar af honum völd in. Auk þess væri Valur Arn- þórsson þar með búinn að hreinsa loftið áður en hann tæki við starfi bankastjóra i Landsbankanum. I skipulagsnefndinni greiddi Guðjón B. Ólafsson einn atkvæði á móti þvi að leggja tillögurnar fram ( stjórn SÍS. Þröstur Ólafsson- ar stjórnarformaður KRON sat hjá. Valur Arnþórsson, Axel Gíslason forstjóri Sam- vinnutrygginga, Jóhannes Sigvaldason stjórnarformað- ur KEA, Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri á Egilsstöð- um og Ólafur Sverrisson varaformaður stjórnar SÍS greiddu atkvæði með. Talið er að tillögurnar nái fram að ganga á stjórnarfundi á mánudag og boðað verði til aukaaðalfundar við fyrsta tækifæri. Sjá nánar fréttaskýringu á bls 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.