Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						?  *  ¦       .* ?
KLÞYB UBLHBIÐ
Miðvikudagur 18. janúar 1989
STOFNAÐ
1919~
Ríkisstjórnin
10. tbl. 70. árg.
SJALFHELDA I VAXTAMALUM
Innan Framsóknarflokks og Alþýðubandalags er vaxandi fylgi við að teknir verði upp hámarksvextir.
Ríkisstjórnin er komin í
mikla sjálfheldu í vaxtamál-
um, eftir að Ijóst varð að
einkabankar hækka vexti á
meðan ríkisbankarnir hlita til-
mælum ríkisstjómarinnar um
engar hækkanir. Talin er
hætta á að sparifé streymi úr
ríkisbönkunum yfir í einka-
bankana ef ekki verði breytt
fyrirkomulagi við vaxta-
ákvarðanir.
Innan Framsóknarflokks-
ins og Alþýðubandalagsins
er vaxandi fylgi við að tekið
veröi upp fyrra vinnulag við
vaxtaákvarðanir. — Seðla-
bankinn ákveði hámarksvexti,
eins og var fyrir haustiö 1986
Þessar hugmyndir mæta
harðri andstööu meirihluta í
Alþýöuflokknum, þótt einnig
þar séu harðir fylgismenn há-
marksvaxta.
Líklegt er talið að fyrst um
sinn beiti ríkisstjórnin sér
fyrir viöræöum fulltrúa Seðla-
banka með einkabönkunum,
og beini tilmælum til einka-
bankanna um að fara ekki
fram úr ríkisbönkunum við
vaxtaákvarðanir, á meðan lög
gildi um verðstöðvun og
bann við kjarasamningum.
Einnig er ræddur sá mögu-
leiki að beita þyngri bindi-
skyldu gagnvart einkabönk-
um verði þeir ekki við tiimæl
um stjórnvalda.
Sjá fréttas.kýringu á bls 3
Jón Baldvin um lokaskjalið í Vín
Markar tímamót
í sögu Evrópu
Ofbeldið  í Prag  og fyrirvari Rúmeníu   vörpuðu
skugga á árangurinn
Jón Baldvin Hannibalsson
utanrikisráðherra segir að ef
aðildarríki Helsinkisáttmál-
ans framfylgja þeirri sam-
þykkt sem birtist i lokaskjaii
ráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu, sem sam-
þykkt var á sunnudag, verði
skjalið að teljast einhver
merkasti viðburður í sögu
Evrópu eftir strið og forsenda
fyrir árangri i áframhaldandi
afvopnunarviðræðum á hin-
um ýmsu sviðum.
Þetta var svo kallaði þriðji
fundur ráðstefnunnar um
öryggi og samvinnu f Evrópu
og í lokaskjalinu var aðallega
sameinast um þrjú svið,
grundvallarreglur í samskipt-
um rlkjaeinkum varðandi
öryggismál, um samskipti á
sviði efnahags, viðskipta-
vísinda- og umhverfismála og
loks um mannréttindamál.
Fundinum er nú lokið meö
skjali sem samstaða náðist
um. Ríkin sem að þessu
standa eru 35 talsins, þ.a. 16
ríki Atlantshafsbandalagsins,
7 Varsjárbandalagsríki að
Sovétríkjunum meðtöldum
og 12 riki utan hernaðar-
bandalaga.
„Það sem að hefur spillt
nokkuð andrúmsloftinu eru
tíðindin frá Prag í gær (mánu-
dag), þegar lögregla beitti
ofbeldi fólk sem kom saman
til friðsamlegra athafna á
Wenceslastorgi. Eitt af því
sem tryggt er I þessum nýja
mannréttindakafla, er ótví-
ræður réttur fólks til friðsam-
legra mótmæla og samkomu-
halds. Ég tók þetta upp í
minni ræðu og taldi annað
ekki unnt en að mótmæla
þessu og harma aö ríkis-
stjórn Tékkóslóvakíu gerði
sig seka með þessum hætti
um að vanvirða þær skuld-
bindingar sem fulltrúar henn-
ar hefðu skuldbundiö sig að
hlíta, enda um ótvlrætt brot
að ræða. í annan stað olli
það vonbrigðum að fulltrúar
Rúmeníu virðast hafa fengið
skipanir að heiman um að
áskilja sér rétt til að fram-
fylgja ekki ákveðnum köflum
lokaskjalsins sem brytu i
bága við rúmensk lög. Það er
einmitt kjarni málsins að
samkvæmt Helsinkisáttmál-
anum og þessu lokaskjali þá
eru mannréttindi skilgreind
sem sammannleg og hafin
yfir öll landamæri, þannig að
því verði ekki lengur haldið
fram eins og löngum hefur
verið gert, að rtkisstjórnir
geti farið fram með þau rök
að mótmæli væru Ihlutun um
innanríkísmál.
Þrátt fyrir þetta verður að
segjast eins og er og menn
hafa í ræðum sínum lagt
áherslu á, að samþykkt þessa
lokaskjals veröi að teljast
einhver merkasti viðburður í
breytingaátt í sögu Evrópu
eftir stríð. Út af fyrir sig
breytir samþykktin kannski
ekki neinu, en ef ríkisstjórnir
framfylgja samkomulaginu
þá breytir það öllu. í fyrst lagi
mundi það þýða gjörbreyt-
ingu fyrir almenning sem
búið hefur við harðræði ríkis-
stjórna, ekki hvað síst í aust-
ur Evrópu og í annan stað er
þetta samkomulag forsenda
fyrir árangri á sviði afvopn-
unarmála íþeim viðræðum
sem hefjast eftir tvo mánuði.
Ef samkomulag gæti tekist
eitthvað í líkingu við þær til-
lögur sem Atlantshafsbanda-
lagið hefur lagt fram myndi
það þýða gerbreytt viðhorf í
Evrópu" sagði Jón.
a Heimsmeistarinn i snóker, Steve Davis, kom til landsins i gærog keppti við Neal Faulds, sem er i þriðja
sæti heimsmeistaralistans. Strax við komuna leit Davis viö á keppnisstaðnum, Hótel íslandi. Bróöir hans,
til vinstri á myndinni, var með í för og hafði það hlutverk aö skrúfa saman billiardborðið. Það tók sex klukku-
stundir. Ríkissjónvarpið stóð fyrir keppninni, en auglýsingastofan GBB/Auglýsingaþjónustan var sérstakur
stuðningsaðili. A-mynd/E.ÓI.
Skuldabréf A tvinnutryggingasjóðs
OLL TVIMÆLI TEKIN AF UM RIKISABYRGÐ
Rikisstjórnin ákvað i gær
að taka af öll tvimæli um
ábyrgð rikissjóðs á skuld-
bindingum Atvinnutrygging-
arsjóðs útflutningsgreina, en
nokkur vafi hefur þótt leika á
vegna óljóss orðalags lag-
anna.
Lokamálsliður 6. greinar
bráðabirgðalaganna um sjóð-
inn verður felldur niður og í
staðinn kemur svohljóðandi
ákvæði: „Ríkissjóður ábyrgist
skuldbindingar Atvinnutrygg-
ingarsjóðs útflutningsgreina
og greiðir þær, ef eignir og
tekjur hans hrökkva ekki til."
Lífeyrissjóðimir hafa verið
tregir að kaupa skuldabréf
Atvinnutryggingarsjóðs, en
þess er vænst að fyrirhuguð
lagabreyting liðki fyrir. Engu
að siður telja ýmsir forsvars-
menn sjóðanna ávöxtunar-
kjörin óaðgengileg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8