Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Föstudagur 3. febrúar 1989
FRETTASKYRIHG
7,2 milljaröa rekstrarhalti ríkissjóðs 1988
1.650 MILLJÓNA AUKAFJÁRVEIT-
INGAR Á ÞREMUR MÁNUÐUM
Fjármálaráöuneytið sendi
frá sér greinargerð í gær um
afkomu ríkissjóðs á siðasta
ári. Greinargerðin byggir á
bráðabirgðatölum um rekstr-
arafkomuna, sem sýnir að
hún var neikvæð um
7,2 milljarða króna. Greiðslu-
afkoman, þ.e. að meðtöldum
lánahreyfingum, varð mun já-
kvæðari, eða neikvæð um 4,2
milljarða, eins og það er orð-
að í greinargerðinni. í frétta-
tilkynningunni segir síðan:
„Á fjáriögum hafði hins vegar
verið gert ráð fyrir hallalaus-
um rekstri. Hinn mikli munur,
sem er á útkomu ársins og
upphaflegri fjárlagaáætlun, á
sér ýmsar orsakir. í stórum
dráttum má þó skýra hann
með því, að heildai útgjöld
ríkissjóðs fóru rúmlega fjóra
milljarða króna fram úr fjár-
lögum á meðan tekjumar
urðu 3 milljörðum króna
lægri en þar var gert ráð fyr-
ir." Sérstaka athygli vekur að
aukafjárveitingar síðustu þrjá
mánuðina nema 1.670 millj-
ónum. Ekki er birtur listi yfir
þær í greinargerðinni, en Jón
Baldvin Hannibalsson, fyrr-
um fjármálaráðherra, segir að
stóran hluta megi rekja til
„útflutnings á rollukéti",
hallarekstrar i heilbrigðis-
geira og aðgerða vegna bág-
staddra atvinnugreina.
í greinargeröinni segir aö
þessi mikli rekstrarhalli end-
urspegli þau snörpu umskipti
sem uröu í efnahagslífinu á
síðasta ári, einkum þó á síð-
ari hluta þess. Þetta sjáist
m.a. á því, að framvinda ríkis-
fjármálanna á fyrri hluta árs-
ins hafi verið langt frá því
sem áætlanir fjármálaráðu-
neytisins gerðu ráð fyrir.
Þannig var rekstrarhallinn
fyrstu sex mánuðina tæplega
3 milljarðar, eða hálfum millj-
arði umfram upphaflega
áætlun. Skýringin á því að
áætlanir geröu ráð fyrir halla-
rekstri á fyrri hluta ársins var
einkum sú, að ekki var reikn-
KRISTJAN
ÞORVALDSSON
að með að skattkerfisbreyt-
ingamar, sem tóku gildi á
síðasta ári, skiluðu sér að
fullu inn í ríkissjóð fyrr en
nokkuð væri liðið á árið.
Meðal annars af þessum
ástæðum var talið, segir I
greinargerðinni, að síðari
hluti ársins ætti — ef ekkert
óvænt kæmi upp — að skila
betriiitkomu en sá fyrri.
GENGISFELLINGAR OG
AUKIN VAXTAÚTGJÖLD
„Þegar fyrstu níu mánuð-
irnir eru gerðir upp er hallinn
9 milljarðar og skiptist gróf-
lega þannig, að það er að
tveimur þriðju hlutum fall í
tekjum vegna mikils sam-
dráttar þegar líða tekur á árið
og að einum þriðja hluta að
útgjöld fara fram úr áætlun,"
segir Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra, fyrrum
fjármálaráðherra.
Þessi auknu útgjöld má
rekja til eftirtalinna þátta, að
sögn Jón Baldvins: 1) Vegna
tveggja gengisfellinga í febr-
úar og maí, sem röskuðu öll-
um forsendum fjárlaga. 2)
Vegna annarra ákvarðana rík-
isstjórnar. 3)Hallinn framkall-
aði verulega aukin vaxtaút-
gjöld.
Samkvæmt greinargerðinni
eru umskiptin mjög mikil á
siðasta ársfjórðungi þegar 4
milljarðar bættust við. 2 millj-
arðar eru vegna áframhald-
andi falls í tekjum, sér í lagi
vegna vörugjalds tolla og
söluskatts. Hins vegar bætt-
ust 2 milljarðar við vegna
aukinna útgjalda.
OSKILGREINDAR AUKA-
FJÁRVEITINGAR
Athygli vekur, varðandi út-
gjöldin síðasta ársfjórðung-
inn, að aukafjárveitingar
nema 1.650 milljónum króna.
Þegar grein var gerð fyrir
aukafjárveitingum fyrstu 9
mánuðina voru þær rúmlega
500 milljónir. Þannig að auka-
fjárveitingar hafa verið veittar
umfram það sem nemur 1150
milljónum. Þegar saman er
tekið á síðasta ársfjórðungn-
um nema aukafjárveitingar
og ákvarðanir ríkisstjórnar
um aukin útgjöld alls tæþ-
lega 2,7 milljörðum króna.
I greinargerðinni kemur
ekki skýrt fram hvemig auka-
fjárveitingarnar skiptast. Jón
Baldvin segir að hér sé í raun
og veru um að ræða uppgjör
sem taki til 13 mánaða en
ekki 12. Hann segir Ijóst að
útgjöldum, sem samkvæmt
venju hefðu fallið á árið '89,
hafi verið komið yfir á árið
'88, —sérstaklega með þeim
hætti að setja sem allra
mestar aukafjárveitingar á
það ár.
EFNAHAGSUMSKIPTI OG FERÐ
ÞORSTEINS TIL FINNLANDS
Hvað varðar tekjuhallann
er gerð betri grein fyrir því en
áður hversu umskiptin í efna-
hagslífinu höfðu gríðarleg
áhrif á ríkisfjármálin. Talin
eru upp dæmi um að afla-
verðmæti hafi aukist um
8—9% árið '87, en dregist
saman um 2—3% árið 1988.
Þá hafi heildarútflutningur
minnkað um 4%, en aukist
um 4% '87. Heildarinnflutn-
ingur dregist saman um
2,5—3%, en aukist um 22%
árið á undan. Ráðstöfunar-
tekjur heimilanna hækkuðu
um 43% '87, en innan við
20% á árinu 1988. Einka-
neysluútgjöld höfðu aukist
um 16,5% árið '87, en minnk-
uðu 2,5—3% á síðasta ári.
Jón Baldvin um aukaf jár-
veitingarnar: Rollukét — þar ó meðal
ferð Þorsteins Pálssonar til Finnlands.
Hallarekstur i heilbrigðisgeiranum —
ffrá Landakoti og áfram. Fyrirgreiðsla
við bágstaddar atvinnugreinar.
Að endingu jukust fjárfest-
ingaútgjöld um 19% árið
1987 en minnkuðu um
2—3% árið 1988.
„Þetta er auðvitað stór
partur af skýringunni, ásamt
þeirri röskun á forsendum
fjárlaga, sem fólst í þremur
gengisfellingum á árinu,"
segir Jón Baldvin. Hann bæt-
ir við að þetta skýri aðeins 6
milljarða, en ekki þær auka-
fjárveitingar, sem ekki hafi
verið í samræmi við þá að-
haldsstefnu sem fylgt hafði
verið á fyrri hluta ársins.
Skýrsla fjármálaráðuneytis-
ins tilgreinir ekki þessar
aukafjárveitingar. En hvað er
á þeim lista: „Það er Ijóst að
stórar upphæðir á honum eru
vegna útflutningsbóta á rollu-
két. — Þar á meðal vegna
ferðar Þorsteins Pálssonar til
Finnlands. Hallarekstrar í
heilbrigöisgeiranum — frá
Landakoti og áfram. Þá er um
að ræða útborganir í tengsl-
um við efnahagsaðgerðir og
fyrirgreiðslu við bágstaddar
atvinnugreinar," segir Jón
Baldvin Hannibalsson.
FRETTASKYRING
ER DEILAN UM LÁNSKJARAVÍSI
TÖLUNA DAUTT JAFNTEFLI?
Öll spjót fjármagnsmarkað-
arins beinast nú að viðskipta-
ráðherra fyrir hönd rikis-
stjómarinnar vegna breyting-
anna á lánskjaravisitölunni,
sem enginn vill kannast við
að hann muni njóta góðs af.
Þetta mál hefur tvær hlið-
ar. Önnur lýtur að réttmæti
og lögmæti breytingarinnar.
Hin að áhrifum breytingarinn-
ar á fjárskuldbindingar, þær
sem gerðar höfðu verið, og
hinar sem á eftir að gera.
Sé hægt að tala um aðila
málsins og sjónarmið beggja
skoðuð virðast báðir hafa
talsvert til síns máls, en einn-
ig er að finna veilur eða veik-
ar hliðar á málatilbúnaði
beggja.
Röksemd viðskiptaráðu-
neytisins fyrir réttmæti breyt-
ingarinnar er skýr og Ijós og
BJARNI
SIGTRYGGSSON
um hana getur varla verið
ágreiningur. Um þetta var
samið þegar rikisstjórnin var
mynduð, siðla september-
mánaðar. Þetta þótti þá rétt
aðgerð til að fyrirbyggja mis-
gengi launabreytinga og
lánskjara. Með því að tengja
lánskjör launakjörum forðast
launamenn hættulegar sveifl-
ur, en sparifjáreigendur njóta
þá líka góðs af hagsældar-
timum, þegar svigrúm gefst
til launahækkana.
Erfitt er að koma auga á
það hvers vegna forystusveit-
ir verkalýðsfélaganna snúast
af hörku gegn þessu. í þessu
er þó að minnsta kosti fólgin
veruleg áhættutrygging fyrir
launþega, nokkuð sem Sig-
túnshópurinn barðist fyrir á
sínum tíma.
Það væri þá helst að þarna
gæti þess sama tvískinn-
ungs, sem birtist í hugmynd-
um miöstjómar ASÍ um kom-
andi samningaviðræður, þar
sem gert er ráð fyrir kröfu um
að atvinnurekendur greiöi allt
lífeyrissjóðsiðgjald launþega,
en slíkt myndi lækka launa-
visitölu um 4% og þar með
lánskjaravisitölu um rúm 2%.
Þar er að finna kröfu um
lækkun lánskjaravísitölu,
fengna með því að þátttaka i
kaupum á lífeyrisréttindum
verði skattf rjáls. Er þetta ekki
það að vilja í senn borða kök-
una og geyma hana?
Veikasta hliðin á rök-
semdafærslu viðskiptaráð-
herra fyrir breytingunni er
e.t.v. sú forsenda fyrir lög-
mæti hennar, sem sótt er i
Ólafslög, að unnt sé að gera
sllka breytingu — að þvi til-
skildu að hún gangi ekki á
áunnin réttindi. Um þetta er í
rauninni deilt, varla nokkuð
annaö. Þaö er vegna þessa
sem þeir Benedikt Davíðsson
og Pétur Blöndal birta aug-
lýsingar i öllum fjölmiðlum
þessa dagana og hvetja
menn til að taka við greiðsl-
um af eldri lánum með fyrir-
vara um lögmæti breytingar-
innar, og með fyrirvara um
kröfu á hugsanlegum mun.
Þó mun þetta ekki vera I
fyrsta sinn sem breyting er
gerð á lánskjaravísitölu,
þannig að fordæmi ertil.
Áunnin réttindi sparifjár-
eigenda, eða áunnin réttindi
lántakenda? Aftur er hér
komið að óvissupunkti varð-
andi framþróun vísitölunnar,
því engin leið er til að segja
fyrir um hvort hún muni þró-
ast sparifjáreigendum í hag
eða óhag. Vænkist hagur
þjóðarstrympunnar má gera
ráð fyrir því að sótt verði til
aukins kaupmáttar. Þeir lán-
takendur, sem þeirrar hækk-
unar njóta, munu þá skila
hluta þeirrar hækkunar til
sjóða, banka og annarra lán-
ardrottna.
Loks ber að nef na þann
kynningarfrest sem hags-
munaaðilar óneitanlega hafa
haft til að skoða málið og tjá
hug sinn, því ásetningur rlk-
isstjórnarinnar var rækilega
kynntur og staðfestur í
stjórnarsáttmálanum í lok
september. Góður tími leið,
vel á fjórða mánuð, án þess
að hafðar væru uppi formleg-
ar athugsasemdir eöa rök
gegn þessum ásetningi borin
fram.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8