Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						ÉIMBVBLtBIB
Miðvikudagur 15. febrúar 1989
STOFNAÐ
26. tbl. 70. árg.
Benedikt:  „Öld
að renna upp.
Asiu'
Benedikt Gröndal
sendiherra
ÍSLENSKT
SENDIRAÐ
I JAPAN
NAUÐSYN
Benedikt Gröndal sendi-
herra heldur því fram í
grein sem hann ritar í Al-
þýðublaðið i dag, að
nauðsyn sé að taka upp á
nýjan leík umræður um
stofnun sendiráðs íslands
í Tokyo.
Benedikt segir í grein
sinni, að Japan hafi á ör-
skömmum tíma orðið
annað stærsta efnahags-
veldi jarðarinnar og fleiri
Asíuríki fylgi í kjölfarið.
„Öld Asíu" er að renna
upp rétt eins og tími Efna-
hagsbandalagsins er að
nálgast, segir Benedikt
Gröndal sendiherra í ítar-
legri grein og úttekt á
helstu markaðssvæðum
Asíu. Bls. S
Bílaumboðin_____
JEPPARNIR
RENNA UT
Ahugi fyrir fjórhjóla-
drifnum bifreiðum hefur
aukist verulega í ófærð-
inni að undanfömu.
Starfsmenn nokkurra
bílaumboða sem Alþýðu-
blaðið ræddi við töldu
ógerning að anna eftir-
spurn.
Hjá sumum bílasölum
eru allir jeppar seldir áður
en þeir koma ínn. Dæmi
eru um að einstaka teg-
undir séu staðgreiddar
þótt verðið sé allt að 2,8
milljónir. Samkvæmt
upplýsingum hjá Sveini
Egilssyni er eftirspurn
mikil bæði í notuðum og
nýjum jeppum og fjór-
hjóladrifnum bílum.
Framboðið er að sama
skapi mjög lítið, því fólk
selur jeppana síður i slíkri
ófærð.
Samkvæmt upplýsing-
um hjá P. Samúelssyni
nær umboðið ekki að
anna eftirspurn.
Afgreiðsla lánsfjárlaga á Alþingi
Borgaraflokkur með ríkis-
stjórnina í spennitreyju
Jiilíus Sólnes formaður
Borgaraflokksins kemur til
landsins á morgun frá
Brussel. Ein fyrsta ákvörð-
iinin sem liggur fyrir hon-
um er hvað gera skuli við
lánsfjárlög ríkisstjórnar-
innar. Á að leggja til að
þau verði felld og knýja
fram   samstöðu   innan
flokksins um þá afgreiðslu
eða á að bjarga stjórninni?
Samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins eru taldar
all góðar líkur á því að
hluti Borgaraflokksins
bjargi bæði bráðabirgða-
lögunum og efnahagsráð-
stöfunum í gegnum þingið,
þótt mikil óvissa sé um sið-
arnefnda málið. Framhald-
ið er þó öllu óljósara og
beinast augu manna eink-
um að lánsfjárlögunum.
Stjórnarflokkarnir hafa
afgreitt meirihlutaálit með
breytingatillögum eftir
fyrstu umræðu í Efri deild,
en Borgaraflokkurinn hef-
ur enn ekki tekið afstöðu.
Innan Borgaraflokksins
er enn mikill áhugi á
stjórnaraðild og sam-
kvæmt heimildum blaðsins
telja margir flokksmenn
einsýnt að stjórnarflokk-
arnir muni leita eftir við-
ræðum við flokkinn á ný,
enda er hann með ríkis-
stjórnina í spennitreyju,
þar sem ljóst þykir að
björgunaraðgerðir Aðal-
heiðar Bjarnfreðsdóttur og
Óla Þ. Guðbjartssonar ná
ekki út fyrir hið óendan-
lega. Sjá nánar fréttaskýr-
ingu bls. 3.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, telur ekki
að hugsanleg f orkönnun og bygging varaf lugvallar brjóti
i bága víð stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar.
Utanríkisráðherra um varaflugvöll:
Ekki hernaðarmannvirki
Mannaður óbreyttum borgurum
„Hugsanlegur   varaflug-   tvímæli um að varaflugvöll-
völlur er ekki hernaðar-
mannvirki", segir Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra. Utanríkisráðherra
segir ennfremur að hann líti
fyrst og fremst á varaflug-
völlinn sem samgöngu- og
öryggistæki í samræmi við
efnisinnihald skeytis frá
Manfred Wörner aðalfram-
kvæmdastjóra NATÓ. Þetta
kom fram á blaðamanna-
f undi sem ráðherra boðaði til
í gær. Jóu Baldvin taldi
mögulega forkönnun á veg-
um Mannvirkjasjóðs NATÓ
og hugsanlega byggingu
varaflugvallar í framhaldi af
henni því ekki brjóta á bága
við stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar.
Á fundinum kom fram að
þær kröfur sem Atlantshafs-
bandalagið gerir til varaflug-
vallarins, verði bygging hans
fjármögnuð af Mannvirkja-
sjóði gera að verkum að á
vellinum verður öll sú þjón-
usta sem gerir völlinn nægi-
lega góðan til að þjóna sem
alþjóðlegur varaflugvöllur
fyrir millilandaflug. í því
sambandi benti utanríkisráð-
herra m.a. á aukið mikilvægi
slíks flugvallar fyrir útflutn-
ing á íslenskum sjávarafurð-
um og almennum vöruflutn-
ingum með flugi.
í skeyti sem utanríkisráð-
herra hefur borist frá Man-
fred Wörner, aðalfram-
kvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins, eru tekin af Öll
ur sá sem hugsanlega verður
byggður hér á landi, verði
mannaður og starfræktur af
óbreyttum borgurum
og ekki talinn herflugvöllur á
stríðstímum. Á friðartímum
myndi hann því að öllum lík-
indum heyra undir sam-
gönguráðuneytið.
í reglum mannvirkjasjóða
Atlantshafsbandalagsins
kemur fram að kostnaðar-
þátttaka sjóðsins felur ekki í
sér eignarhald á landrými
sem lagt yrði undir flugvöll-
inn. Flugvðllurinn yrði því
rekinn af íslendingum og að
gengið væri út frá því að
rekstrarkostnaður yrði fjár-
magnaður af Bandaríkja-
mönnum. LLauslegar áætl-
anir benda til að rekstrar-
kostnaður verði á bilinu
75—100 milljónir kr. á ári
upplýsti ráðherrann. Engar
kostnaðartölur Iiggja fyrir
varðandi gerð flugvallarins
en almennt er talað um
10—11 milljarða kr.
Ríkisstjórnin mun í fram-
haldi af þessu taka ákvörðun
um hvort af forkönnun verð-
ur heimiluð. í ljósi niður-
staðna hennar verður tekin
ákvörðun um framkvæmdir.
Utanríkisráðherra sagði enn-
fremur að hann teldi bygg-
ingu varaflugvallar nauðsyn-
lega fyrir Lslendinga með
flugöryggi í huga og að auki
yrði bygging hans lyftistöng
bæði í efnahagslegu og at-
vinnulegu tilliti.
íbúasamtök stofnuð í
Litla-Skerjafirði
HVERFINU EKKI ÆTLAD
AÐ VERDA RUSLAKISTA
Urgur vegna þjónustumiðstöðvar sem gatnamála-
stjórí lét reisa í Vatnsmýrinni. íbúarnir telja fram-
kvæmdirnar of tilviljanakenndar.
íbúar í Litla Skerjafirði   vöilunum  og  þeir  hafa
hafa stofnað með sér íbúa-
samtök sem hafa að meg-
inmarkmiði að hafa áhrif á
þróun hverfisins og koma í
veg fyrir aö tilviljanir ráði
ferðinni. í samtali við Al-
þýðublaðið sagði Dóra
Hafsteinsdóttir, einn af
forsvarsmönnum samtak-
anna, að dropinn sem fyllti
mælinn hefði verið þjón-
ustumiðstöð á vegum
gatnamálastjóra sem reist
var í Vatnsmýrinni en öll
umferð til og frá henni fer
í gegnum hverfið. Þvi
hefðu íbúarnir ákveðið að
mynda með sér samtök til
að reyna að hafa einhver
áhrif á framgang mála.
„Það má segja að skipu-
lagsleysi og tilviljanir hafi
einkennt framkvæmdir i
hverfinu. Við viljum koma
í veg fyrir að hverfið verði
notað sem einhverskonar
ruslakista" sagði Dóra
ennfremur. „Um það hafa
farið miklir þungaflutn-
ingar vegna jarðvegsvinnu í
Vatnsmýrinni. Nú hafa ver-
ið settir upp ruslagámar
inn í miðju hverfi sem
færðir voru frá Meistara-
sömuleiðis skapað aukna
umferð. Fyrsta mál á dag-
skrá hjá okkur er að ráðast
gegn þjónustumiðstöðinni
og fá aðkeyrslunni að
henni breytt þannig að hún
verði frá Hringbrautinni en
ekki í gegnum íbúða-
hverfi."
Á skipulagi er vegur frá
Hringbraut að flugvelli og
vilja samtökin, að lagður
verði bráðabirgðavegur svo
þungaflutningar geti farið
um hann. „Einnig má
nefna að við viljum að regl-
ur þær sem gilda varðandi
flugumferð verði virtar, en
þar skortir verulega á.
Sömuleiðis teljum við að
reglur varðandi mengun
frá veliinum séu brotnar.
Við^ íbúarnir höfum
kannski verið of sinnulaus
en nú er mælirinn fullur,
við höfum sent borgarráði,
flugmálastjóra og gatna-
málastjóra ályktanir og
viljum gjarna í framtíðinni
að við verðum höfð með í
ráðum. — Þetta hverfi er
mjög sérstætt og við viljum
að haldið verði í sérkenni
þess," sagði Dóra Haf-
steinsdóttir.
Þjonustumiöstöö gatnamálastjóra i Vatnsmýrinni.
Dóra Hafsteinsdöttir segír ibúana ekki hafa vitað
meir fyrr en miðstöðin var risin og tékin til starfa.
Allri umferð að henni er beint i gegnum ibúahverf ið.
Pétur Sigurðsson: Aldrei
tekið á málinu innan ASÍ.
Pétur Sigurðsson
formaður ASV um
hugsanlegt samflot innan
ASÍ:
Launasáttmáli
höfuönauösyn
„Ef samflot á að verða í
komandi samningum er höf-
uðnauðsyn, að mynda ein-
hvers konar launasáttmála
innan Alþýðusambandsins,"
sagði Pétur Sigurðsson for-
. maður Alþýðusambands
Vestfjarða í samtali við Al-
þýðublaðið í gær. Hann segir
gifurlegan mun á kauptöxt-
iiíii, greiddum launum og
ýmsum samningsbundnum
hlunnindum hjá félögum í
ASf.
Pétur segir þetta vandamál
ekki eins afgerandi innan
BSRB, þótt þar séu ótal fé-
lög. Þau hafi grunnkjörin
eins á meðan félagar innan
ASÍ búi við þúsund launa-
samninga. „Til að ná ein-
hverju viti í sameiginlega
samningsgerð innan Alþýðu-
sambandsins, er höfuðnauð-
syn að mynda launasátt-
mála. Það er mál sem aldrei
hefur verið tekið á innan AI-
þýðusambandsins."
ASV hefur lausa samninga
þann 15. mars. Sambandiðer
að huga að sinum máium
miðað við uppskeru síðustu
samninga og með tilliti til
þróunar sem orðið hefur síð-
an. „Það er nánast útilokað
að menn geti sætt sig við að
kaupmáttarrýrnunin verði
ekki bætt upp í samningum.
Spurningin er hvort menn
geti sæst á að ná kaupmætt-
inum í áföngum."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8