Alþýðublaðið - 14.03.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.03.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 14. mars 1989 STOFNAÐ 1919 41. tbl. 70. árg. Útboð Landsvirkjunar vegna Blöndu: Arni Grétar Finnsson, fulltrúi Sjálfstœðisflokksins og lögfrœðingur Hagvirkis, telur munaárekstra að ræða Árni Grétar Finnsson, lögfræðingur Hagvirkis og stjórnarmaður í Lands- virkjun, sat stjórnarfund í Landsvirkjun þegar ákveð- ið var hvaða aðili eða aðil- ar, fengju verkliluta þann sem Landsvirkjun bauö út nýlega í Blönduvirkjun. Árni Grétar telur ekki að um liagsmunaárekstur hafi verið að ræða þar sem ekki kom til atkvæðagreiðslu um málið. Árni Grétar Finnsson hefur setið í stjórn Lands- virkjunar frá upphafi. Hann hefur sömuleiðis lengi verið lögfræðingur fyrir Hagvirki og í gegnum lögmannsskrifstofu sína og fasteignasölu hefur hann selt íbúðir fyrir fyrir- tækið í Hafnarfirði. Útboð það sem hér um ræðir er stærsta útboð sem gert hefur verið á verktaka- markaði hérlendis. Alls nam upphæðin um tveim- ur milljörðum. Lægstu til- boðin komu frá Fossvirki og svo Hagvirki. Bæði fyr- irtækin buðu afslátt, fengju þau báða verkhlut- ana. Sú varð hinsvegar ekki raunin. Hvort fyrirtækið um sig fékk einn hluta. Þannig kom málið til stjórnar Landsvirkjunar sem samþykkti þetta fyrir- ekki um hags- komulag einróma án form- legrar atkæðagreiðslu. Reyndir stjórnarmenn í fyrirtækjum sem Alþýðu- blaðið talaði við sáu hins- vegar engan mun á form- legri atkvæðaereiðslu qp því að samþykkja verkveit- ingu til fyrirtækisins ein- róma innan stjórnar. Árni Grétar Finnsson staðfesti í samtali við Al- þýðublaðið að hann hefði setið þennan stjórnarfund. Varðandi hagsmunatengsl- in við Hagvirki sagði hann: „Ég hef farið með stöku mál fyrir Hagvirki, það er rétt en þegar reynt hefur á fyrir Landsvirkjun hafa þeir verið með aðra lög- fræðinga. Ef þurft hefur að greiða atkvæði þar sem velja átti milli Hagvirkis og annarra fyrirtækja, þá hef ég ekki tekið þátt í þeim. T.d. þegar gert var upp við þá í fyrra varðandi Kvíslar- veiturnar tók ég ekki þátt í því. Þetta hefur komið fyr- ir nokkuð oft. En ef að þeirra mál eru til umfjöll- unar þar sem ekki hafa ver- ið tillögur um neitt annað þá hef ég setið þá fundi. Þannig var það t.d. núna varðandi útboðin við Blöndu. Út af fyrir sig þá getur þetta verið viðkvæmt mál og ég hef ekki setið þá fundi þar sem hagsmuna- árekstrar hafagetað komið upp.“ Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfesti að Árni Grétar hefði vikið af fundum þeg- ar formleg atkvæða- greiðsla um málefni Hag- virkis hafi verið á dagskrá: „Að því er ég best veit hef- ur Árni Grétar Finnsson ávallt gætt þess að víkja af fundi þegar greiða hefur þurft atkvæði um af- greiðslu mála sem snerta hagsmuni Hagvirkis. Að þessu sinni vék hann ekki af fundi enda kom ekki til formlegrar atkvæða- greiðslu um nein ágrein- ingsatriði þar sem tillaga nrin unt að veita Hagvirki verkið við Blöndustíflu og Fossvirki verkið viðGils^ árstíflu hlaut einróma samþykki." Það er opinbert leyndar- mál í verktakabransanum að Hagvirki stendur illa og hefði staðið mjög illa hefði fyrirtækið ekki fengið neitt út úr tilboði sínu til Lands- virkjunar. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda því fram að Hagvirki hafi verið bjargað með þessari tvískiptingu. Um það skal ekkert fullyrt hér, en Ijóst að þessi stærsti verktaka- samningur sem hér hefur verið gerður hefur vakið upp ýmsar gagnrýnisradd- ir. Þess má geta að Lands- virkjun stendur nú í samn- ingaviðræðum við eigend- ur Guðlaugsstaðalands unt kaup á hluta landsins undir innntakslón. Á fundi Landsvirkjunar nýverið var samþykkt og bókað að við umfjöllun um það mál viki Páll Pétursson, stjórn- armaður í Landsvirkjun, af fundi, en eigendur jarð- arinnar eru nánir ættingjar hans. Ásmundur hvislar vel valin orð að samninganefndarmanni við upphaf fundar í húsakynnum VSI í Garöastræti í gær. A-mynd/E. Ól. Boðskapur Ásmundar Skammtímasamningar Vinnuveitendur ekki til viðrœðna um kaupmáttartryggingu Húsbréfin Grænt liós frá Framsókn Kjarasamningur til mjög skamms tima er boóskapur Alþýðusambands íslands eftir fyrsta samningafund með vinnuveitendum í gær. Að sögn Ásmundar Stefáns- sonar forseta ASÍ eru vinu- veitendur ekki til tals um kaupmáttartryggingar. Ásmundur Stefánsson seg- ir samninganefnd ASÍ hafa fengið skýr svör frá Vinnu- veitendasambandinu og Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna, um að ekki komi til greina að semja um neins konar kaupmáttar- tryggingar. „Af okkar hálfu hefur frá upphafi legið ljóst fyrir, að ef ekki verði um að ræða kaup- máttartryggingar komi ekki til greina að gera samninga nema til fárra mánaða. Næsta skref hlýtur því að vera að gera skammtíma- samninga. Og það munum við gera,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Næsti fundur verður haldinn á fimmtudag. Húsbréfafrumvarpið verður lagt fram sem stjórnarfumvarp. Þetta varð Ijóst eftir að sam- komulag náðist milli stjórnarflokkanna í gær í kjölfar strangra fundar- halda. Þó cr ljóst að ekki eru allir sáttir við þá mála- miðlun sem náðist og heimilaöi þingflokkur Framsóknarflokksins þannig framlagningu frumvarpsins með þeim fyrirvara að einstakir þing- menn flokksins hefðu óbundnar hendur í málinu. Fyrir helgi lagði þing- flokkur Framsóknar- flokksins fram málamiðl- unartillögu í 7 liðum. Hann vildi að húsbréfin varði aðeins skipti á eldri íbúðum. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að þau einskorðist við eldri íbúðir fyrsta árið. Framsóknar- menn vildu að kerfið tak- markaðist við 500 milljón- ir króna á ári. Samkomu- lagið gerir ekki ráð fyrir neinu slíku „þaki“. Fram- sóknarmenn vildu að vext- ir yrðu ekki hærri en á rík- isskuldabréfum. Sam- komulag varð um að nafn- vextir yrðu hinir söntu, en að gengi bréfanna verði með markaðsvöxtum og skattaleg meðferð verði eins og á ríkisskuldabréf- unt. Framsóknarmenn . vildu að fólk i biðröðinni gengi fyrir og varð að sam- kontulagi að þetta myndi gilda fyrstu 6 mánuði lág- anna. Samþykkt var að húsbréfadeild verði í Hús- næðisstofnun jafnsett öðr- urn deildunt þar. Sam- þykkt var að eftir tvö ár yrði húsbréfakerfið tekið til endurmats eða sett i út- tekt eftir þvi hvernig menn vilja orða það. Loks vildu framsóknarmenn að kaup- skylda lífeyrissjóðanna yrði óbreytt, en bætt var við i samkomulaginu að í húsbréfin mætti fara allt að 10% af ráðstöiunarfé lifeyrissjóðanna, sem talið er að svari til 1,6-1,7 millj- arða króna. Eftir langan og strangan þingflokksfund í gær- kveldi samþykkti Fram- sóknarflokkurinn eftirfar- andi: „Þingflokkur fram- sóknarmanna heimilar framlagningu frumvarps til laga um húsnæðislána- bréf í samræmi við ályktun þingflokksins frá 9. mars og samkomulag sem við- ræðunefndir flokkanna hafa komist að. Málið þarfnast rækilegrar athug- unar í þingnefndum. Ein- stakir þingmenn hafa óbundnar hendur við af- greiðslu málsins.“ „Aðalatriðið í núnum huga er að í þessu sam- komulagi stjórnarflokk- anna fær húsbréfakerfið, eftir að það er orðið að lög- um, að virka á þann máta sem nauðsynlegt er til þess að það geti vaxið. Það eru ekki settar á það þær hömlur sem voru í skilyrð- um Framsóknarflokksins fyfir. Það er að vísu sett takmark á kaupskyldu líf- eyrissjóðanna, en það er eðlilegt meðan við erum með núgildandi húsnæðis- lánakerfi í gangi við hlið- ina, sem verður að tryggja samhliða fjármagn. En samþykkt Framsóknar- flokksins er skilyrt og auð- vitað verð ég að fá viðun- andi skýringar á því hvaða stöðu þetta frumvarp hefur hjá stjórnarflokkunum, því mér er ekki ljóst hvort það er almenn samstaða um þetta eða hvort einstak- ir þingmenn ætli sér að nýta sér þann rétt sem þeir eru að áskilja sér. Það er al- veg ljóst að ég er fullkom- lega ásátt við þetta sam- komulag, ef frumvarpinu verður ekki breytt verulega í meðförum þingsins" sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir í samtali við Alþýðu- blaðið í gærkvöldi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.