Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						ÍIPBIIBIÍBIB
Miðvikudagur 15. mars 1989
42. tbl. 70. árg.
A AÐ SAMEINA
BLÖÐIN - EÐA
SKAPA NÝTT
BLAÐ?
„Styrkur Morgunblaðsins
sem pólitísks málgagns
Sjálfstæðisflokksíns felst
einkum í því að blaðið flytur
ekki beinan áróður, heldur
andar lífsskoðunum sjálf-
stæðismanna. Þannig er
Morgunblaðið gegnsýrt af
skoðunum og lífssýn Sjálf-
stæðisflokksins. Og sem
slíkt fer það inn á heimili
nær allra landsmanna og
breiðir boðskap Sjálfstæðis-
flokksins á óbeinan hátt, fal-
inn innan um þjónustusíður,
fréttir og minningargreinar.
Þetta verða menn að vita og
skilja.
Einnig þeir félagshyggju-
menn sem hjálpa Morgun-
blaðinu á degi hverjum að
verða öflugra og sterkara
blað með því að skrifa í
það."
Þessi orð skrifar lngólfur
Margeirsson ritstjóri Al-
þýðublaðsins í grein um yfir-
burði hægripressunnar og
hugsanlega     sameiningu
Blaðprentsblaðanna í eitt
blað. Ingólfur telur þörfina á
öflugu dagblaði vinstra meg-
in við miðju aldrei brýnni en
nú, en telur ekki að Alþýðu-
flokkurinn, Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðu-
bandalagið geti staðið að
slíkri sameiningu.
Sjá í miðri viku, bls. 4.
Húsbréfafrumvarpið:
ALÞÝÐUBANDA-
LAGIÐ GEFUR
LÍKA GRÆNT
Þingflokkur     Alþýðu-
bandalagsins samþykkti
eftir fundarhöld fram-
kvæmdastjórnar flokksins
að heimila fyrir sitt leyti
framlagningu húsbréfa-
frumvarpsins sem stjórnar-
frumyarps. Þó virðist ljóst
að einstakir þingmenn hans
hafi fyrirvara á einstökum
greinum frumvarpsins líkt
og einstakir framsóknar-
menn.
Þrátt fyrir breytingar í
málamiðlun forystumanna
stjórnarflokkanna verður að
telja samþykktir þingflokka
Framsóknarflokksins og
Alþýðubandalagsins mikinn
sigur fyrir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur félagsmálaráð-
herra. Frumvarpið verður
lagt fram án 500 milljón
króna „þaks" sem fram-
sóknarmenn kröfðust, en
þetta var mikilvægasta
ágreiningsefnið. Málið er þó
enn ekki útkljáð, því eftir
stendur að einstakir stjórn-
arþingmenn telja sig hafa
óbundnar hendur í málinu.
BYGGÐASTOFNUN VIÐBUIN
20 GJALDÞROTUM
235 milljónir í afskriftasjóði. Eigiðfé tœpir 2 milljarðar. Kemur illa við stofnunina
að taka á sig hlutdeildarskírteini Hlutafjársjóðs. Eigið fé yrði fljótt aðfara, segir
Guðmundur Malmquist forstjóri.
Byggðastofnun á aðild
að um 20 gjaldþrotamálum
sem eru í gangi. Þetta er
ekki allt tapað fé, en
Byggðastofnun hafði 230
milljónir í afskriftarsjóði
um áramót til að vera við-
búin áföllum. Með vara-
sjóði og afskriftarsjóði var
eigið fé Byggðastofnunar
um áramót á milli 1,8 og 1,9
milljarður króna, en það er
um 27% af heildarútlán-
unum. Það hefur lækkað í
prósentvís vegna aukinna
umsvifa.
Að  sögn  Guðmundar
Malmquist      forstjóra
Byggðatofnunar hefur
ekki verið rætt hverjir
hlaupa undir bagga og
kaupa hlutdeildarskírteini
Hlutafjársjóðs Byggða-
stofnunar, en forsætisráð-
herra gaf út reglugerð um
sjóðinn í gær. Hann segir
stofnunina að einhverju
leyti geta tekið á sig skír-
teini, en að eigið fé yrði
fljótt að fara.
Um áramót voru vanskil
við stofnunina um 525
milljónir króna, eða um
8%, en heilarútlán eru um
6,7 milljarðar. Stofnunin
borgaði um 1,8 milljarð út
í nýjum lánum á síðasta
ári. Guðmundur segir
væntanlega ekki svo mikið
greitt út á þessu ári, ekki
einu sinni í tölum hvað þá
með tilliti til verðbólgu.
— Starfsemi Byggða-
stofnunar hlýtur að hafa
breyst töluvert með til-
komu nýrra sjóða?
„Það má segja að ekki sé
komin full reynsla á það,"
segirGuðmundur. „Nú eru
komin þrjú nöfn á Byggða-
stofnun sem áður bar eitt.
Að vísu eru þrjár stjórnir,
en verkin eru að mestu leyti
unnin hér." Guðmundur
segir að með tilkomu nýju
sjóðanna gefist Byggða-
stofnun vonandi tóm til
þess að beina kröftum sín-
um enn meira í byggða-
verkefni. „Það er ekkert
nema gott um það að segja,
en til slíkra verkefna þarf
ekki lánsfé, heldur fram-
lög."
Ósigur Grænfriðunga:
LÖGBANNI HAFNAl
Valtýr Sigurðsson borgar-
fógeti hafnaði í gær kröfu
Grænfriðunga um lögbann á
sýningu sjónvarpsins á mynd
Magnúsar Guðmundssonar
„Lífsbjörg í Norðurhöfum"
— og er ekki að efa að stór
hluti þjóðarinnar hafi horft
á myndina í gærkvöldi fyrir
vikið. Grænfriðungar kröfð-
ust lögbannsins án þess að
hafa séð myndina, en rök
lögmanns samtakanna, Rób-
erts Árna Hreiðarssonar,
voru á þá leið að samkvæmt
fjölmiðlafréttum benti til
falsana Magnúsar og alvar-
legra ásakana hans um fals-
anir og dýrameiðingar "af
hendi samtakanna. Af ein-
hverjum orsökum vildi
Róbert Árni ekki láta mynda
sig í þessu hlutverki sínu,
eins og meðfylgjandi mynd
E. 01. sýnir.
Fríverslun með fiskafurðir deiluefni á EFTA-fundi í Osló.
Samkomulag í uppnámi
Málamiðlun við Finna kostaði andstöðu Norðmanna. íslendingar með fyrirvara um
stuðning við alla yfirlýsingu fundarins nái málið ekkifram að ganga.
Eftir fyrri dag fundar
forsætisráðherra EFTA í
Osló í gær er ljóst að sam-
komulag er í uppnámi um
grundvallarreglu      um
fríverslun með fisk og út-
færslu á henni. Alls ekki er
séð hvort samkomulag
næst, áður en lokayfirlýs-
ing fundarins verður lögð
fram klukkan 10 í dag. Ef
deilan leysist ekki hafa ís-
lendingar fyrirvara um
samþykki allrar yfirlýsing-
arinnar. Þetta mátti m.a.
skilja á ræðu Steingríms
Hermannssonar forsætis-
ráðherra á fundinum í gær.
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkissráðherra segir að
málamiðlun sem tókst við
Finna hafi orðið til þess að
Norðmenn sættu sig ekki
við.
Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkissráðhera er í
Osló. Hann tekur við for-
mennsku ráðherranefndar
EFTA þann 1. júlí og mun
væntanlega leiða viðræður
EFTA við Evrópubanda-
lagið. „Við vorum búnir að
fá inn yfirlýsingu í 17. grein
stefnuyfirlýsingarinnar um
það, að framfylgt yrði
grundvallarreglunni um
fríverslun með fiskafurð-*
ir," sagði Jón Baldvin í
samtali við Alþýðublaðið í
gær. 'Spurningin er hvort
veita eigi undanþágu frá
þvi eða hvernig það skal
gert. Svíar voru búnir að
fallast á að gera þetta.
Norðmenn voru búnir að
sætta við þetta, því þá
hefðu þeir komist inn á
sænska markaðinn með
fiskafurðir. Finnar sögðu
hart nei, vegna þess að það
eru örfá veiðimannasamfé-
lög í finnska skerjagarðin-
um, sem reyndar tilheyra
kjördæmi finnska varnar-
málaráðherrans, sem veiða
smáa eystrasaltssíld og
laxategund, og vildu ekki
fallast á fríverslunarregl-
una, vegna þess að það
hefði leitt til þess að Svíar
hefðu lagt þennan markað
undir sig."
Jón Baldvin sagði að
Holkieri, forsætisráðherra
Finnlands, hefði verið bú-
inn að fallast á grundvall-
arregluna, ef þeir fengju
undanþágu í nokkur ár og
svo tímáætlun um það
hvernig þessari vernd yrði
smám saman eytt. „Það
sem tókst loksins núna, var
að fá Finna til að fallast á
að þeir héldu undanþág-
unni með þessa sild og
þennan lax til ársins 1994,
en síðan kæmu áfangur í
átt að fríverslun á næstu
árum," sagði Jón Baldvin.
„En þá fóru Svíar í baklás
þangað til sagt var að þeir
myndu njóta sömu kjara
með þessar sömu tegundir
og reyndar með þorsk. Þá
sögðu Norðmenn að búið
væri að útiloka þeirra
ferskfisk inn á sænska
markaðinn. Þá væri þetta
ekki lengur fríverslun og
þá neituðu þeir að fella
niður niðurgreiðslur og
styrki í sjávarútvegi, sem
þeir voru ella orðnir skuld-
bundir að gera samkvæmt
grundvallarreglunni um
fríverslun. Þannig að
málamiðlun sem náðist við
Finna, varð til þess að
Norðmenn urðu spölvit-
lausir. Sem er ekki mjög
gott í gestgjafalandinu.
það er auðvitað forsætis-
ráðherra Norðmanna, sem
er gestgjafi og í forsæti,
sem á mest undir að sam-
komulag takist á þessum
blessaða fundi."
Fylgi flokka:
SJÁLFSTÆOfSMENN
GRÆDA Á KOSTNAÐ
KVENNALISTAi
Kannanir Skáís benda til
þess að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé í talsverðri sókn um
þessar mundir, allt frá því
hann fór í stjórnarandstöðu
síðast liðið haust. En þótt
rikisstjórnin hafi glatað
miklu fylgi virðist sókn
Sjálfstæðisflokksins síst
bitna á stjórnarflokkunum.
Sameiginlegt fylgi þeirra
'aefur þannig minnkað úr
42% í nóvember í 40% nú.,
Jafnvel má tala um sókn Al-
þýðuflokksins.
En hvaðan kemur þá hið
aukna fylgi Sjálfstæðis-
flokksins? Kannanir Skáís
og Félagsvísindastofnunar
sýna fram á að mikil fylgni
er á milli sóknar Sjálfstæðis-
flokksins, úr 28% siðastliðið
sumar í 41-42% nú, og fylgis-
hruns       Kvennalistans.
Kvennalistinn náði um vorið
og sumarið í fyrra um 30%
fylgi samkvæmt skoðaha-
könnunum, en samkvæmt
nýjustu könnun Skáís er
fylgið komið niður í 14% —
helmingur fylgisins frá þvi
fyrir ári farinn. Fylgi ann-
arra flokka hefur sveiflast
óverulega. Sjá nánar frétta-
skýringu bls. 3.
Vita Siglingamálastjóri
og Slysavarnarfélagið
ekkert um ílotgalla?
— Sjd   Sjávarsíd
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8