Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						* #          * • I  • ?
MPYBUBIMID
Þriöjudagur 21. mars 1989
45. tbl. 70. árg.
Finnbogi Rútur
Valdimarsson látinn
Finnbogi Rútur Valcii-
marsson, fyrrverandi rit-
stjóri Alþýðublaðsins, er lát-
inn 82ja ára að aldri. Finn-
bogi Rútur var ritstjóri Al-
þýðublaðsins á árunuin
1933-38. Hann var jafnframt
einn af frumkvöðlunum í
Kópavogi og var oddviti þar,
bæjarstjóri og bæjarfulltrúi,
að auki alþingismaður í hálf-
an annan áratug.
Finnbogi Rútur var fædd-
ur í Fremri-Arnardal við
Skutulsfjörð árið 1907.
Hann varð stúdent frá
Menntáskólanum í Reykja-
vík árið 1927 og las lög við
Háskóla íslands skamma
hríð en lagði síðan stund á al-
þjóðarétt í París, Genf, Berl-
in og Róm fram til ársins
1933, er hann gerðist ritstjóri
Alþýðublaðsins. Því starfi
gegndi hann í 5 ár. Hann átti
um tíma sæti í skipulags-
nefnd atvinnumála, sat í út-
varpsráði og var fram-
kvæmdastjóri bókaútgáfu
Menningar- og fræðslusam-
bands Alþýðu í nokkur ár.
Oddviti Kópavogshrepps frá
stofnun, 1948-55, bæjar-
stjóri 1955-57 og bæjarfull-
trúi til 1962. Finnbogi sat á
Alþingi frá 1949-63 og var
bankastjóri við Útvegsbank-
anní 15 ár, frá 1957-72. Finn-
bogi kvæntist 1938 Huldu
Jakobsdóttur og lifir hún
mann sinn. Þeim varð fjög-
urra barna auðið. Finnboga
Rúts verður minnst í Alþýðu-
blaðinu síðar.
Opinberir starfsmenn:
Ljósmæður héldu
skástum kaupmætti
Ljósmæður eru sú stétt
opinberra starfsmanna sem
hvað best hefur tekist að við-
halda kaupmætti sínum. í
desember     síðast.iiðnum
voru um 67 stöðugildi Ijós-
mæðra hjá hinu opinbera og
var kaupmáttur þeirra þá
11,2% hærri en í byrjun árs
1987, en aftur á móti 8,1%
lægri en þegar best lét, í apríl
1987.
í desember var kaupmátt-
ur meðlima Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana rúmlega
9% lægri en í febrúar 1987,
en almennt gengu þá í gegn
miklar   launahækkanir   í
Búvörudeild SÍS:
Tap Sambands-
sláturhúsa
200
milljónir
Tap sláturhúsa landsins í
fyrra var á bilinu 200-250
milljónir króna og hefur
staða sláturleyfishafa ekki
verið verri um langt árabil.
1988 var einnig fyrsta árið í
sögu Búvörudeildar SÍS sem
einkenndist af rekstrarstöðv-
un margra sláturleyfishafa.
Hins vegar varð hagnaður af
rekstri búvörudeildarinnar
5,7 milljónir króna, en veltan
nam um 2,4 milljörðum
króna.
þjóðfélaginu. Kaupmáttur
allra BSRB félaga hjá ríkinu
hafði lækkað á sama tíma
um 8,6%, hjá Hinu íslenska
kennarafélagi um 8,9%, hjá
BHMR félögunum um 7,2%,
hjá Kennarafélagi íslands
um 7,8% og hjá Starfs-
mannafélagi Reykjavíkur-
borgar um rúm 6%.
Hraði í viðrœðum EFTA og EB
TOLLABANDALAG
NÆST Á DAGSKRÁ
Stefnt að því að útkljá ýmis lykil-
atriði í samskiptum bandalaganna á
nœstu mánuðum.
„Niðurstaðan er sú, að
samstarf EFTA og Evrópu-
bandalagsins verður trú-
lega nánara og að því unn-
ið með meiri hraða en gert
hafði verið ráð fyrir fyrir-
fram," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkis-
ráðherra í samtali við VI-
þýðublaðið i gær ef tir sam-
eiginlegan fund utanrikis-
ráðherra EFTA og EB í
Brussel. Jón Baldvin segir
mjög líklegt að upp komi
spurningin um tollabanda-
lag, sem ekki er minnst á í
Oslóaryfirlýsingunni og
það sé eitt af þeim stóru
ináliim sem Islendingar
þurfi hugsanlega að gera
upp við sig á þessu ári.
Fyrir fundinn var nokk-
ur óvissa um hvort EB-rík-
in væru á einu máli um að
setja samskiptin við EFTA
í forgangsröð. Því var hald-
ið fram að Suður-Evrópu-
ríkin teldu að EB ætti að
einbeita sér að innri málum
og láta önnur mæta af-
gangi. „Við vissum hins
vegar að ýmis Norður-Evr-
ópuríki voru mjög jákvæð
gagnvart nánari samstarfi
við EFTA. Þá er átt við
Dani, Þjóðverja, Hollend-
inga og Breta," sagði Jón
Baldvin. „Á þessum f'undi
kom hins vegar í Ijós að
Frakkar, sem gegna lykil-
hlutverki í EB á seinni
hluta þessa árs, þegar þeir
fara þá með formennsku,
kváðu upp úr um mjóg já-
kvæðan vilja sinn i þessu
máli. Þeir tilkynntu að þeir
myndu boða til annars
sameiginlegs fundar með
EB og EFTA fyrir lok
þessa árs."
Thorvald Stoltenberg ut-
anríkisráðherra    Norð-
manna, sem gegnir for-
mennsku í EFTA, lýsti því
yfir að þeir myndu sem for-
mennskuland hafa frum-
kvæði að því að leggja
fram tillögur í framhaldi af
Oslóaryfirlýsingunni um
breytingar á EFTA, þannig
að þær væri unnt að af-
greiða á fundinum í júní í
Kristiansand. Að sögn
Jóns Baldvins er hér átt við
tillögur um framkvæmd á
lykilhugmyndum Oslóar-
yfirlýsingarinnar,     t.d:
Hvernig verði farið að því
að styrkja EFTA-ráðið og
stofnanir EFTA. Hvernig
EFTA-ríkin vilja skilgreina
skipulag samstarfsins við
EB. Hvernig samstarfsregl-
urnar innan EFTA verða
mótaðar. Þareru uppi hug-
myndir um að taka upp
meirihlutareglu, þannig að
mál verði hægt að afgreiða
ef meirihluti samþykkir, en
jafnframt eigi ríki sem
sætti sig ekki við framgang
einhvers máls, þess kost að
skilja sig frá þvi máli.
Hvernig komið verði á fót
stofnun sem verði úrskurð*-
araðili í ágreiningsmálum.
Jón Baldvin segir líklegt
að upp komi spurningin
um tollabandalag, sem
ekki er nefnd í Oslóaryfir-
lýsingunni. Á óformlegum
fundi eftir ráðherrafund-
inn var þeirri spurningu
beint til Stoltenbergs, sem
formanns EFTA, hvort
yfirlýsingin fæli í sér að
EFTA-ríkin væru tilbúin til
þess að eiga aðild að slíku
sameiginlegu tollabanda-
lagi. Hann svaraði því til að
þar stæði skýrum stöfum
að EFTA útlokaði engan
kost fyrirfram. Hins vegar
þarfnaðist nánari skýring-
ar hvað við væri átt, — t.d.
hvort eingöngu væri átt við
að tollar yrðu afnumdir
innan svæðisins, en hafðir
sameiginlegir ytri tollar
gagnvart   ríkjum   utan
svæðis. Þá væri spurning
hvort menn ættu við eitt-
hvað meira, t.d. sameigin-
lega viðskiptastefnu gagn-
vart öðrum ríkjum, sam-
eiginlega stefnu í peninga-
málum o.s.frv. Öll þessi
mál þarf að ræða betur,
segir Stoltenberg.
„Að því er varðar hug-
myndina um tollabandalag
vil ég leggja áherslu á, ef
• það yrði niðurstaðan, þá
yrðum við auðvitað búin
að leysa í eitt skipti fyrir öll
okkar viðskiptavandamál
gagnvart Evrópubandalag-
inu. Þ.e.a.s. það þýddi ein-
faldlega að allur útflutn-
ingur okkar til núverandi
EB og EFTA yrði toll-
frjáls," sagði Jón Baldvin.
„Þar með þyrftum við ekki
að vera að leita eftir sér-
stökum fríverslunarsamn-
ingi, sem við hugsanlega
yrðum að kaupa dýru verði
með því að samþykkja ein-
hverjar aðrar kvaðir. Hins
vegar yrðum við að taka af-
stöðu til þess hvort við er-
um tilbúin að taka upp
samræmda ytri tolla. Það
kann að skapa viss vanda-
mál. Þess ber' þó að geta
ytri tollar EB eru tiltölu-
lega lágir. — Þetta er eitt af
þeim stóru málum sem við
þurfum hugsanlega að gera
upp við okkur á þessu ári."
yfir
ASIræðir skattamálin
TVO ÞREPI VIRÐISAUKA
Hækkun     skattleysis-
marka, hækkun barnabóta,
vörn gegn verðhækkunum
og virðisauki i tveimur þrep-
um eru meðal mála sem rædd
eru í undimefndum samn-
inganefnda ASI og vinnu-
veitenda. Ekki er komið að
því að draga sérstök atriði út.
Skattamál fyrirtækja hafa
líka verið til umræðu, en
samningamenn ASÍ hafa lit-
ið lagt til inála í þeim efnum
fram að þcssu. Enn eru
kauptölur ekki komnar á
borðið og verða að líkindum
ekki fyrr en séð verður hve
langt verður sótt til ríkis-
valdsins. Ákveðið var í gær,
að fresta viðræðum til
þriðjudags eftir páska.
Verðstöðvun er fýsilegur
kostur að mati ASÍ-manna,
en mikillar fyrirstöðu gætir
af hálfu vinnuveitenda. Bæði
vinnuveitendur og fulltrúar
ASÍ eru að ræða áfanga-
samning, þannig að til um-
ræðu eru jafnframt atriði
sem koma til vegna samn-
ingagerðar í haust. T.d. er
hugsað til undirbúnings
næstu samningum að ræða
hvernig staðið verður að virð-
isaukaskatti, sem taka á gildi
um áramót. Rætt er um hvort
taka eigi upp tveggja þrepa
kerfi, en slíkt hefur ekki ver-
ið inni i hugmyndum stjórn-
valda.
„Við teljum eðlilegt ef af
verður, að virðisaukaskattur
verði í tveimur þrepum. Við
lýstum því strax yfir þegar
matarskattur var settur á, að
verið væri að taka skref til
Samninganefndir tengu afnot af húsi sáttasemjara i gær.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari hefur þó engin af-
skipti af viðraeðunum enn sem komið er. Ásmundur Stefáns-
son forseti ASÍ leit við á skrifstofu áður en fundir hófust.
• A-mynd/E.ÓI.
rangrar  áttar,"  sagði  Ás-
mundur við Alþýðublaðið í
gær.
Fulltrúar fiskvinnslunnar í
röðum vinnuveitenda drógu
sig í hlé frá fundum um helg-
ina. Þeir sögðust vilja fá svör
um aðgerðir stjórvalda gagn-
vart greininni áður en lengri
yrði haldið. Iðnrekendur
tóku sama pól í hæðina á
sunnudag. Fiskvinnslumenn
segjast vilja fá vitneskju um
hvað taki við þegar greiðsl-
um lýkur úr Verðjöfnunar-
sjóði. Þeir og iðnrekendur
eru sagðir áfram um gegnis-
fellingu. Þessi afstaða full-
trúa útflutningsgreinanna er
að nokkru túlkuð sem klofn-
ingur í röðum vinnuveitenda,
sem hingað til hafa komið
fram sem samstæð heild
gagnvart mismunandi sjón-
armiðum sem gjarnan eru
uppi innan verkalýðshreyf-
ingarinnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8