Alþýðublaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 18. apríl 1989 Gagnrýnin á húsbréfakerfið A EKKI VIÐ ROK AÐ STYÐJAST — segir Yngvi Örn Kristinsson sem átti sœti í sér- SiSé'a&fa?™3n<ii frœðinganefnd sem kannaði áhrif húsbréfakerfisins „Það er vitaskuld til bóta aö ræöa málin, en mér finnst að gagnrýni þessara stjórnarmanna Húsnæðis- stofnunar eigi almennt ekki við rök að styðjast. Þegar ný kerfi eru tekin í gagnið koma alltaf ein- hverjir vankantar í Ijós sem þarf að slípa af, en ég get ekki fallist á að fyrir séu allar þessar hættur sem þeir tíunda í áliti sínu“ sagði Yngvi Örn Kristins- son hagfræöingur hjá Seðlabanka íslands er hann var inntur álits á þeim fjölmörgu gagnrýnisatrið- um sem fram koma í áliti 5 stjórnarmanna Húsnæðis- stofnunar á húsbréfa- kerfiö. Eins og áður hefur verið greint frá í blaðinu hafa fulltrúar ASÍ, Framsókn- arflokksins og Borgara- flokksins í stjórn Húsnæðisstofnunar sent frá sér umsögn vegna hús- bréfakerfisins, þar sem kerfið er gagnrýnt harð- lega. Umsögn þessi gengur meðal annars þvert á nið- urstöður sérfræðinga- nefndar sem kannaði áhrif húsbréfakerfisins á fast- eigna- og fjármagnsmark- að. I sérfræðinganefndinni átti Yngvi Örn sæti ásamt Birgi Arnasyni, Má Guð- mundssyni og Þorsteini Ól- afssyni. Yngi Örn sagði að af mörgu væri að taka varð- andi einstök atriði álits- gjörðarinnar og of langt mál að fara yfir allt. „Þeir tala um að þetta verði hömlulaust kerfi, en stað- reyndin er sú, að þessi stór- kostlega niðurgreiðsla á vöxtum og húsnæðislánum núna hefur leitt til ákveð- ins hömluleysis og gifur- legrar eftirspurnar eftir lánum. í þessu húsbréfa- kerfi verða vextirnir hemill- inn á það hversu langt menn ganga, ef mikil þensla verður þá verða vextirnir háir. Þetta er bremsa, en engin slík er í núverandi kerfi. Að auki leiðir niðurgreiðslan til gíf- urlegrar misnotkunar á fé, fólk er að fá lán sem hefur ekkert við það að gera. Þeir tala um verðspreng- ingu og þenslu á fjár- magnsmarkaðinum, en við í sérfræðinganefndinni svokölluðu komumst að þveröfugri niðurstöðu. Að- alatriðið í því sambandi er að ekki sé verið að keyra þetta kerfi of hratt í gegn- meiningin er að fyrstu 6 mánuðina gefist einungis þeim kostur á að nýta sér kerfið sem eru í biðröðinni og að þetta verði ekki opn- að fyrir nýbyggingar fyrr en að ári liðnu. Við töldum að þetta yrði frekar til að lækka fasteignaverð, draga úr þenslu á fasteignamark- aðinum og myndi létta til á fjármagnsmarkaðinum því að í raun er ráðstafað nú meiru í gegnum húsnæðis- lánakerfið en þarf til að fjármagna húsnæðismark- aðinn. Skýringin er niður- greiðsla vaxtanna, sem hvetur fólk til að nýta sér þessa möguleika þótt það hafi ekkert við peningana að gera á sviði húsnæðis- lána. Það eru því frekar fastir, lágir og niðurgreidd- ir vextir sem magna hag- sveiflur á þann hátt að þegar vel árar þá hlaupa margir til og vilja byggja eða kaupa. Fullyrðingin um að húsnæðiskerfið yfirbjóði lánakerfið þegar húsbréf koma til er síðan einkennileg í ljósi þess að í raun er Húsnæðisstofnun búin að yfirbjóða alla aðra á markaðinum með því að taka lán á 7% vöxtum og lána út á 3,5% vexti“ sagði Yngvi Örn. Hann benti og á að um- sóknafjöldi fyrstu mánuði ársins benti til þess að um 1 þúsund umsóknir fleiri Yngvl Orn Kristinsson: Það eru frekar fastir, lágir og niðurgreiddir vextir sem magna hagsveiflur i þjóðfélaginu. A-mynd/E.ÓI. Utanríkisráðherra um herœfingarnar NAUÐSYN EN EKKI OGRUN Að óbreyttu koma 1.200-1.300 hermenn frá Kali- forníu og Massachuttes eftir 17. júní og œfa varnir landsins á hœttutímum. Reykjavík Atvinnuleysis- bætur greiddar „Þetta var starfsskylda mín,“ sagði Eggert G. Þor- steinsson forstjóri Trygging- arstofnunar ríkisins í samtali við Alþýðublaðið í gær, en hann gaf í gærmorgun út leyfi til að greiöa út bætur til atvinnulausra í Reykjavík, sem ekki höfðu fengið at- vinnuleysisbætur síðan verk- fall hófst. Ástæðan var að framkvæmdastjóri Atvinnu- leysistryggingarsjóðs er í verkfalli. Atvinnulausir utan Reykjavíkur höfðu fengið bætur greiddar, þar sem skrifstofustjóri í Tryggingar- stofnun hefur séð um að koma peningum út á Iand. BHMR hafði í gær ekki tekið afstöðu til ákvörðunar for- stjóra Tryggingarstofnunar. Sótt hafði verið um undan- þágu, en nefnd BHMR sem fjallar um slíkar beiðnir hafði í gær enn ekki komið saman fundar. 20% verðbólga á tæyu ári SYKURVERÐ TVÖFALDAST Frá því í maí fyrir tæpu ári hefur verð á sykri hækkað um tæp 90% og verð á kart- öflum um tæp 54%. Þetta eru þær vörur í framfærslu- grunninum sem hækkað hafa langmest á síðasta ár- inu, en í þriðja sæti varð hækkunin á kaffi, te, kakó og suðusúkkulaði, 27,4%. Minnst hafa hækkað græn- meti, ávextir og fiskur og fiskvörur eða um 10-11%. Flokkað á annan hátt hef- ur orðið 36,3% hækkun á nýjum bílum, bensíni og bif- reiðavarahlutum, en „að- eins“ ríflega 15% hækkun á búvörum háðum verðlags- grundvelli og á húsnæðis- kostnaði. Á þessu tímabili hefur framfærsluvísitalan hækkað um 19,9% að meðaltali. í apríl hækkaði vísitalan um 2,2 stig sem samsvarar 29,4% árshraða verðbólgunnar. Verðbólguhraðinn miðað við síðustu 6 mánuði er hins veg- ar tæplega 18%. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir í skýrslu sinni til Alþingis um utanrikismál að 1.200-1.300 manns muni taka þátt í æf- ingu varaliðs bandariska landhersins hér á landi eftir 17. júní fram að öðrum degi júlimánaðar. Flestir viðkom- andi hermanna munu þó verða aðeins nokkra daga hér á landi. Utanríkisráðherra hefur sem kunnugt er lýst því yfir að hann sjái ekkert athuga- vert við að æfing þessi verði haldin, þvert á móti. I skýrsl- unni bendir ráðherra á, að æfingin sé lítil og ekki gerð í ögrunarskyni. „Til þess að liðsmenn ARICE geti þjálf- að sig sem best i að verja ís- land, er nauðsynlegt að þeim gefist tækifæri til æfinga hér á landi. Aðeins á þann hátt geta þeir kynnst staðháttum héríendis og áttað sig á áhrif- um veðurfars og landslags á varnaraðgerðir". Einnig má af skýrslunni ráða að varalið þetta sé sérstaklega til orðið í ljósi þess að fjölda her- manna hefur verið haldið í lágmarki hér á landi. Þeim var fækkað um 420 árið 1974 og undanfarin 7 ár hafa þeir verið 3.120 að meðaltali og sveiflur mjög litlar. Á sama tíma hafa verið að meðaltali um 2.070 í skylduliði her- mannanna. Æfingin felst í því að 500 varnarliðsmenn æfa fyrstu varnir landsins, um 240 manna aðstoð berst síðan frá stórfylki sem statt er í Kali- forníu, sem varaliðið frá Massachuttes leysir síðan af á þremur dögum. Sjúkralið verður auk þess æft og nauð- synleg fjarskipti. VANNSTU NUNA? TIL HAMINGJU! BÓNUSTALA 1]-- Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Þetta eru tölurnar sem upp komu 15. apríl. Heildarvinningsupphæð var kr. 5.031.401,- 1. vinningur var kr. 2.316.966,- 1 var með fimm tölur réttar. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 402.272,- skiptist á 4 vinningshafa og faer hver þeirra kr. 100.568,- Fjórar tölur réttar, kr. 693.812-, skiptast á 142 vinningshafa, kr. 4.886,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.618.351,- skiptast á 4.919 vinningshafa, kr. 329,- á mann. Sölustaðirnlr eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekkl fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Hafskipsmálið bingfest Hafskipsmálið var þing- fest í Sakadómi Reykjavík- ur í gær. Það tók Jónatan Þórmundsson, sérskipað- an saksóknara í málinu, klukkutíma að lesa upp ákærurnar. Lagðar voru fram frávísunarkröfur fyr- ir hönd nokkurra sakborn- inga. Þeirra á meðal allra fyrrverandi bankastjóra Utvegsbankans sem eru ákærðir. Frávísanakröfur þeirra byggjast á því, að rétt sé að dómtaka Haf- skipsmál og Útvegsbanka- mál hvort í sínu lagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.