Alþýðublaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 4
4. Miövikudagur 26. apríl 1989 Úr framsögurceðu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra á Alþingi 24. apríl sl. um skýrslu utanríkisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson flytur framsöguræðu sina i tengslum við ársskýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í fyrradag. í máli utanrikisráðherra kom m.a. fram, að hann styður eindregið þá skoðun norska varnarmálaráð- herrans Johan Jörgen Holsts, að það sé herbandalögum austurs og vesturs i hag, að ná fram gagnkvæmum heildarsamningum um minni vígbúnað á og i höfunum; ekki með svæðisbundnum samningum heldur með heildarsamningum sem falli undir afvopnunarviðræðurnar i heild. hefðu orðið 380 slys og hættuleg atvik, sem tengdust kjarnavopn- um bandaríska sjóhersins. Mér er ókunnugt um hvaðan flutnings- menn tillögunnar höfðu þessar upplýsingar sínar, enda heimilda ekki getið. Samkvæmt heimildum bandaríska sjóhersins, sem utan- ríkisráðuneytið hefur aflað sér hafa orðið mun fleiri „atvik“ (in- cidents) eða 628 talsins á tímabil- inu 1965 til 1986. Það sem flutn- ingsmönnum hefur hins vegar láðst að gera grein fyrir er skil- greining sjóhersins á hugtakinu „atvik“. Þegar sjóherinn talar um „atvik“ á hann við ósamræmi, galla, eða frávik, sem ekki skapa hættu og krefst þess ekki að yfir- menn hafi afskipti af. Slík „at- vik“ geta átt sér stað þar sem raunveruleg kjarnavopn eiga í hlut, en þau geta einnig átt við eft- irlíkingar eða tilraunabúnað þar sem engin kjarnavopn koma nærri. Dæmi um „atvik" í hópi þeirra 628 sem ég nefndi hér á undan eru rispa á málningu æf- ingaskotbúnaðar, sprunginn hjól- barði flutningatækis eða þegar vélflauta gefur ástæðulausa við- vörun og sjálfvirkur eldslökkvi- búnaður fer af stað af afar litlu til- efni. Óhætt er því að fullyrða að VIGBUNAÐURA HÖFUNUM Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fór víða i ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi sl. mánudag. Alþýðu- blaðið birtir hér þann hluta ræðu utanríkisráðherra er fjallar um vígbúnað i höfunum kringum ísland þar sem kastljósinu er m.a. beint að kafbátaslysi Sovétmanna við Bjarnarey nýverið. í eftirfarandi kafla kemur fram, að 628 slys eða hættuleg atvik hafa átt sér stað á norðurhöfum sem tengjast kjarna- vopnum bandariska hersins. Einnig fjallar utanrikisráð- herra um skoðanir norska varnamálaráðherrans um að leggja fram algjört bann við kjarnorkuknúinna árásarkaf- báta i höfunum. Ljóst er að við íslendingar höf- um tvenns konar hagsmuna að gæta þar sem vígbúnaður á höf- unum er annars vegar. Umhverfis- hagsmuna og öryggishagsmuna. Til áréttingar þeirri skoðun minni að þessir hagsmunir þurfi ekki að rekast á vil ég geta þess að innan vébanda Atlantshafsbandalags- ins er ýmislegt á döfinni eða hefur þegar verið gert, sem stuðlað get- ur að því að draga úr þeirri ógn sem lífríkinu kann að stafa af víg- búnaði á og i höfunum. Fækkun kjarnorkukafbáta í fyrsta lagi er nú unnið að samningi um 50% niðurskurð langdrægra kjarnavopna í START-viðræðunum svo nefndu en slíkur samningur myndi að öll- um líkindum hafa í för með sér verulega fækkun kjarnorkukaf- báta á norðurhöfum. Sökum þess hve sjóherir eru hreyfanlegir myndi ekki vera raunhæft að semja um svæðisbundinn niður- skurð. Fækkun á norðurhöfum verður því að eiga sér stað innan ramma allsherjarsamnings um af- vopnun á höfunum, en talið er að um 30% þeirra 50 þúsund kjarna- vopna sem til eru séu á skipum og í kafbátum. í skýrslu minni vek ég máls á því að það sé sérstakt hags- munamál íslendinga að START- viðræðurnar beri ávöxt. Ekki er síst mikilvægt að START-samn- ingar verði til þess að skorður verði reistar við langdrægum stýriflaugum, sem flutt geta kjarnavopn, en Sovétmenn eru um þessar mundir að þróa nýja gerð þessara eldflauga. Á sviði sjóherja hefur fjöl- margt verið gert nú þegar til að draga úr spennu og efla traust. Má t.d. nefna árlegar tilkynningar Atlantshafsbandalagsins og ein- stakra aðildarríkja um æfingar, samningsbundnar viðvaranir til sjó- og flugliða vegna umsvifa, sem stafað gæti hætta af, alþjóð- legan fjarskiptabúnað og sérstaka miðstöð stórveldanna frá 1987, sem ætlað er að draga úr hætt- unni á átökum með kjarnavopn- um. Árið 1972 gerðu Bandaríkja- menn og Sovétmenn einnig samn- ing um aðgerðir til að koma í veg fyrir slys á höfunum, en hann skuldbindur samningsaðila til að forðast athæfi, sem taiist gæti ögrandi og kveður á um reglur sem gera eiga samningsaðilum kleift að athafna sig án árekstra. Bretar, Frakkar og Vestur-Þjóð- verjar hafa þegar gert hliðstæða samninga við Sovétmenn og í undirbúningi eru samningar Sovétmanna og Norðmanna. Aukinn vígbúnaður____________ á höfum? Þrátt fyrir að vígbúnaðareftir- liti á og í höfunum hafi þannig verið sinnt með ýmsum hætti fer því fjarri að nóg hafi verið að gert. Sú hætta blasir við, að um- talsverður árangur í samnings- bundinni afvopnun á meginlandi Evrópu geti freistað stórveldanna til þess að auka vígbúnað sinn á og í höfunum í staðinn. Ég er því þeirrar skoðunar á íslendingar eigi, i samstarfi við nánustu bandalagsþjóðir sínar, að taka sérstakt frumkvæði í þessum mál- um. Um leið munum við hafa það hugfast að öryggi íslensku þjóðar- innar á hættu- eða ófriðartímum er því háð, að unnt sé að vernda siglingaleiðir yfir Norður-At- lantshafið, hvort heldur er til að- fanga eða útflutnings. Vitað er að á vegum varnarmálaráðuneyta - einstakra ríkja Atlantshafsbanda- lagsins hefur þegar verið unnið talsvert starf við að meta hug- myndir og tillögur um aðgerðir til að draga úr hættu af vígbúnaði á og í höfunum og auka gagn- kvæmt traust í samskiptum ríkja. Meðal slíkra hugmynda má nefna takmarkanir á flotaæfingum, bann við ákveðnum tegundum vopna um borð í kafbátum og takmarkanir á fjölda annarra vopna. Lokun svæða fyrir umferð kjarnorkuknúinna skipa, tilkynn- ingaskylda varðandi umferð slíkra skipa, gagnkvæmir eftilits- aðilar verði við æfingar, samið verði um gagnkvæmar samskipta- reglur, gagnkvæmar reglur um ör- yggisútbúnað, gagnkvæmar við- ræður um búnað, aðferðir og hegðunarmynstur. Sérfróðum aðilum ber saman um að framkvæmd og eftirlit af- vopnunar á og í höfunum sé eðli málsins samkvæmt flóknasti og vandmeðfarnasti þáttur afvopn- unarviðræðna. Engum stendur þó nær en þeim þjóðum sem bein- línis byggja afkomu sína á lífríki hafsins, að knýja á um að slíkar samningaviðræður hefjist og að þær verði vandlega undirbúnar. Það er m.a. tilgangur nýbirtra til- lagna um endurskipulagningu ut- anríkisþjónustunnar, að fela sér- stökum starfsmönnum þjónust- unnar frumkvæði og ábyrgð á slíku undirbúningsstarfi bæði að því er varðar alþjóðasamstarf að vörnum gegn mengun hafsins sem og að þessum þætti afvopnunar- mála. Það er gert með vísan til þeirrar yfirlýstu stefnu að íslenska ríkið hafi í þjónustu sinni sér- fróða aðila til að leggja sjálfstætt mat á öryggishagsmuni þjóðar- innar út frá bæði tæknilegum og pólitískum forsendum. Heildarsamningar_____________ í framhaldi af þessu vek ég at- hygli á að í fyrirlestri í Kanada þann 19. mars sl. lét varnarmála- ráðherra Noregs, Johan Jörgen Holst, í ljós þá skoðun að tími sé til kominn að taka afstöðu til til- lagna um verulega fækkun og jafnvel algjört bann við umferð kjarnorkuknúinna árásarkafbáta í höfunum. í umræddum fyrir- lestri lýsir norski varnarmálaráð- herrann þeirri skoðun sinni að sovéskir kafbátar séu sérstök ógn- un við verndun siglingaleiða yfir Atlantshafið milli Bandaríkjanna og Evrópu. Verndun þessara sigl- ingaleiða verði ennþá mikilvægari eftir að samkomulag hefur tekist um niðurskurð hefðbundins her- afla í Evrópu. Bann við umferð kjarnorkuknúinna árásarkafbáta eða fækkun þeirra muni draga úr ógninni við að halda þessum sigl- ingaleiðum opnum og stuðli þannig að auknu öryggi banda- lagsþjóða. Varnarmálaráðherr- ann heldur því fram að það hljóti að vera báðum bandalögunum í hag að ná fram gagnkvæmum heildarsamningum um minni víg- búnað á og í höfunum og eftirlit með honum. Ekki með svæðis- bundnum samningum heldur heildarsamningum, sem falli inn í afvopnungarviðræðurnar í heild. Undir þessi orð varnarmálaráð- herra Noregs tek ég mjög eindreg- ið. Kafbátaslysið við___________ Bjarnarey Burtséð frá ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til að hafa áhrif á uppbyggingu (viðræður um nið- urskurð) sjóherja, hefur kafbáts- slysið við Bjarnarey orðið til að vekja spurningar um öryggisbún- að kjarnorkukafbáta og hugsan- leg áhrif af völdum geislavirkni, ef slys verða. Ég tel mikilvægt að íslendingar séu i aðstöðu til að meta slíka hættu sjálfir og geti fjallað um þessi mál af yfirveguðu raunsæi. í greinargerð með þingsálykt- unartillögu um kjarnorkuafvopn- un á norðurhöfum, sem fram kom á Alþingi nýlega, var fullyrt að talið væri að á árunum 1965-1977 þær upplýsingr sem fram koma í greinargerð flutningsmanna gefi óraunhæfa og ýkta mynd af kjarnorkuóhöppum, sem átt hafa sér stað hjá bandaríska sjóhern- um. Ekki er vitað um nein óhöpp með kjarnavopn hjá bandaríska sjóhernum sem ógnað hafa óbreyttum borgurum eða nátt- úrulegu umhverfi. Bæta má því við, að samkvæmt greinargerð sem yfirmaður flotastjórnar At- lantshafsbandalagsins lét utan- ríkisráðuneytið í té í febrúar sl. og hefur nýlega verið dreift til ís- lenskra fjölmiðla í þýðingu, hefur aldrei átt sér stað kjarnorkuslys á þeim 35 árum sem kjarnorkuknú- in skip hafa verið í notkun. Frá ár- inu 1955 hafa kjarnorkuknúin skip bandaríska flotans siglt 78 milljón sjómílur og hefur notkun þeirra á kjarnaofnum verið 3500 kjarnaofnaár. í samtali mínu við sendiherra Sovétríkjanna á ís- landi fyrr í mánuðinum óskaði ég eftir hliðstæðri greinargerð Sovét- manna, sem því miður hefur enn ekki borist. Leynlleg skýrsla______________ Ég vil nota tækifærið og koma því hér einnig á framfæri, að sam- kvæmt upplýsingum sem sendi- ráð íslands í Osló hefur eftir norska varnarmálaráðuneytinu hyggjast Norðmenn á næstunni birta leynilega skýrslu frá árinu 1986 um hugsanlegar afleiðingar á slysum á kjarnorkukafbátum. í skýrslunni er fjallað ítarlega um öryggisbúnað, hvort tveggja kjarnaofna og kjarnaeldflauga um borð í kafbátum og komist að þeirri niðurstöðu að möguleik- arnir af geislavirkni frá sokknum kafbáti á hafsbotni séu óverulegir, eins og þar segir. Ástæða þess að ég vek athygli á þessum staðreyndum er ekki sú að ég vilji gera Iítið úr þeirri hættu sem lífríki þjóðarinnar kann að stafa af kjarnorkuslysi á norður- höfum. Þvert á móti. Ég tel að ís- lendingar eigi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr Framh. á bls. 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.