Alþýðublaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. maí 1989 3 Steingrímur Sizfússon landbúnaðarráðherra um myglaða kjötið: Mistök gerast endrum og sinnum „Mál þetta hefur ekki komið sérstaklega til minna kasta og ég er þvi ekki tilbúinn til að gefa neinar yfirlýsingar um það á þessari stundu. En auðvitað á að vera hjá okkur virkt eftirlitskerfi sem á að sjá til þess að skemmd matvæli komist ekki á markað. Það kann vel að vera að því sé að einhverju leyti ábótavant og þvi miður verða endrum og sinnum mistök þarna eins og annars staðar, þótt ég vilji ekkert fullyrða um þetta til- tekna mál“ sagði Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra í samtali við Alþýðubiaðið um myglaða nautakjötið frá Vopnafirði. „Því miður er það alltaf við og við að koma fyrir að gölluð eða skemmd vara lendir í umferð. Það á vita- skuld ekki að gerast. Ég veit ekki hvað gerst hefur í þessu tilviki. Fyrst og fremst treystir maður á það, að þeir sem með- höndla þessa vöru og taka hana til sölu sjái til þess að þeir hafi aðeins fyrsta flokks vöru á milli hand- anna. - Er ástœða til að ætla að það sé verulegur misbrest- ur á að slátrun og flutning- ar séu lögum samkvæmt og jafnvel að kjöt af heimaslátruðu fari í um- ferð? „Ég hef enga trú á því að svo sé og held að þessi mál séu yfirhöfuðið í góðu lagi og meðferðin farið stórlega batnandi hin síðari ár.“ - Það hefur oft komið fyrir við sýnatöku að kjöt- vörur, einkum hakk og fars, mœlist ósöluhœf með of háan gerlafjölda. Er mögu/egt að slíku kjöti sé sleppt á markað með ein- hver landsbyggðasjónar- mið í huga? „Það finnst mér fárán- legt og engin ástæða til að haida að hluti landsmanna vilji láta annan hluta lands- manna borða vonda vöru. Það er líka vert að íhuga hvað stendur á bak við það þegar vara er dæmd ósölu- hæf, við erum að tala um mjög strangar mælingar, sem þýðir ekki hið sama og að varan sé óneysluhæf eða hættuleg. Menn gera gjarnan engan greinarmun á þessu tvennu. Ég ítreka Steingrimur J. Sigfússon að þetta hefur farið batn- andi þótt lengi megi gera betur.“ - Ríkisendurskoðun hef- ur sent frá sér skýrslu um framkvæmd búvörulaga. Þar er talað um að for- sendur búvörusamningsins séu brostnar, 600 milljón króna aukakostnað vegna útflutningsbóta, umfram- framleiðslu 1992 upp á 400 verðlagsbú og fleira. Horf- ið þið fram áað skera land- búnaðinn niður sem þessu nemur? „Þarna er aðeins um ákveðna meðferð á tölum að ræða, þar sem meðal annars er gengið út frá heildarfullvirðisrétti, sem alls ekki er allur virkur í framleiðslu. Við þurfum síðan ekki að gefa okkur að hin óhagstæða þróun á innanlandsmarkaði haldi áfram. Miðað við þetta stöndum við ekki frammi fyrir öllum þessum niður- skurði á framleiðslu eða bændum. Ég vil trúa því að það verði ekki, með því að við grípum strax til að- gerða með úrslitaátaki á innanlandsmarkaði og undirbúningi undir breyt- ingar þær sem verða í kjöl- far þessara breytinga, þannig að menn detti ekki fram af einhverjum stalli 1992. Menn eiga ekki að binda fyrir augun og fljóta sofandi að feigðarósi, held- ur að gripa strax til að- gerða. Við núverandi að- stæður blasir annars ekk- ert við nema stórkostleg byggðaröskun." Nei takk við bandarik|um Evrópu segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í viðtali við pólska blaðið Zycie Warsawy. Nýlega birtist viötal við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í pólska dag- blaðinu Zycie Warszawy. í viðtalinu kemur m.a. fram sú afstaða utanríkisráðherra, að mikilvægt sé að ryðja um múrum í Evrópu; hagrænum, tolla- legum og pólitískum. Á hinn bóginn segir utan- rikisráðherra nei takk við „Bandaríkjum Evrópu“ þar sem hvert eitt land eigi að vera sem annað. Margbreytileikinn skiptir miklu. Alþýðublaðið birtir viðtalið hér í heild sinni. — Fyrir tveim árum tók Reykjavík allan heiminn með áhlaupi, þegar þar var fundur æðstu manna Sov- étríkjanna og Bandaríkj- anna. En um Island heyrist annars yfirleitt lítið. hvern- ig land er ísland? — ísland er eyja. Það tekur yfir landsvæði sem er jafnt þriðja hluta Póllands. Þar býr fjórðungur millj- ónar manna. Á landakorti má sjá, að við erum utan við höf-uðstrauma megin- lands Evrópu. Því nálgast margir íslendingar stöðu okkar í heiminum einmitt út frá hugtökum einangr- unar. Ef við horfum yfir svið- ið úr geimhnetti, er auðvelt að koma auga á, að við er- um miðleiðis allra ferða milli Evrópu og Ameríku. Frá þeim bæjarhóli séð er einangrun okkar engin vörn. Pólverjar þekkja bet- ur en nokkrir aðrir mikil- vægi nánustu nágranna. Stundum vill svo til, að vel fer á, en á tíðum eru þeir of nánir. Landaskipan er okkur svo vilhöll, að hafið skilur okkur jafnvel frá hinum skandinavísku vin- um okkar. Þér spyrjið um landið. ísland er í Atlantshafs- bandalaginu, en hefur eng- an her. Við byrgjum ekki heiminn úti. Þó má nefna að lengi vel tókum við okk- ur frí frá sjónvarpi allan ágústmánuð. Því miður höfum við ekki haldið þeirri skemmtilegu sér- visku til streitu. Fyrrum vorum við ein- angraðir frá öðrum. En nú erum við í miðjum straumnum sem liggur yfir Atlantshafið. Sífellt fleiri ferðamenn hópast til okk- ar. Það sem togar þá til ís- lands er jarðfræði lands- ins, sem er einstök. Heitt vatn streymir þar úr iðrum jarðar og þar eru goshverir. Þar má sjá fegurð víðátt- unnar, sem laus er við alla mengun. Meiri hluti íslendinga er ánægður með uppruna sinn. Þriðji hluti stúdenta nema erlendist og allir snúa aftur heim. Sem dæmi má nefna að bróðir minn stundaði nám í Moskvu, Varsjá og Kraków. Hann er nú pró- fessor í heimspeki við Há- skólann í Reykjavík. ísland er mjög sérkennileg félags- lega-pólitísk tilrauna- vinnustofa. Þetta er lítið samfélag, lokað, einsleitt, kraftmikið og vonglatt. — Hvað er það á ís- landi, sem yður fellur bezt í geð? Ég rek ættir til afskekkts norð-vestur hluta eyjarinn- ar. Þar fæddist ég í litlu 2,5 þúsund manna þorpi. Á sumrum vann ég á fiskibát- um, til að vinna mér inn fyrir námskostnaði. Ég elska land mitt eins og sér- hver íslendingur. Hvað sérkennir okkur? Við erum allfjarlægir Skandinövum. Við höfum blandað blóði við Kelta. Umfram Skandinava ein- kennir okkur rómantík og hugmyndaþróttur. í því efni stöndum við nær Pól- verjum og Slövum yfirleitt. En hvað er það, sem okkur er kært? Hestar. Þetta eðalborna sam- göngutæki! Hverjum þeim, sem ber frelsi fyrir brjósti, þykir vænt um hesta. Sá sem á sinn hest er kóngur, og hann ríkir yfir víðáttunni, ósnertri nátt- úru, hreinu lofti og vatni. Hestarnir okkar eru tákn fyrir það hversu við berum fyrir brjósti hvaðeina það j serp er fjarri asa og þys ' borgarlífsins í Evrópu. e * • i «><. wyspa 2 ionem Baldvinem Hanni!)?lssonem ministrem spraw zagranicznych í handlu zagraniczncp Isiandii — Keykjavtk ziohlf jirzcií dwotua Jaty iurorc vv swieci* j»ko mirjsco iaclzí<*cko«anie.rV'* nski s»öik«»'«*< szvxy - riv, ZvayMc jpilnak o Islkiidii slynr.y slnji ntcvvletc. JaM to kmj? — Ivlandia to w.vsua.: o po* wicrzcrhöí vúwnoy Hhicj cífíjj terytonnm Polski. k»ua orz.ez c\vioro mUíóna lx>- dzk líiapio wuiuf, v.e ariai- tlujcinv mn.a lííóivnyia nuu ícm v. vdaiv.vn ku?r; vúunláiíiÉÍ Kmopy. toUít svícíí; Jsbt tíkv-iy- ków podctxodzl <k> nákzotto mícjsra v? swiodo wtasoíp vv kat<?fíor>acb ízol/*c >. 1 Jcilí jcntrifek’^ spoirzcíí' ? Kalo- lity. IntVvi /au)vé>2vó >.«j iosUt.* mv w suiuyiri <■< Mírur.: r kíí » Ktatków Kuropa í Anit- ryka. W tvm mmh-íc rtas/oí 'váó- lacja nlc stanowi vi/ dia nas ociivony. Pojaev svicdzri riuici uiz ktok«)l\vick trmy. rn czs yósíadani ? sit* Jón Baldvin Hannibalsson i viðtalinu við pólska dagblaðið Zycie Warszawy: „Það fellur stundum i hlut hinna minni rikja að láta rödd friðar, skynsemi og almannagilda heyrast og þrýsta hinum stærri til að hlusta." — En Island lætur æ meira til sín taka á atþjóða- vetlvangi. Hvað kemur til þess? — Við skulum ekki gera of mikið úr því. Við látum ekki svo ýkja mikið meir að okkur kveða en fyrr. En við höfum gert okkur grein fyrir okkar stöðu í heimin- um og við höfum skilið hvað ræður því að við get- um lifað af sem þjóð. Við eigum fátt hráefna. Við er- um ekki iðnaðarþjóð. Við erum fiskimenn og lifum af sjávarfangi. Umhverfis eyna sigla kafbátar stór- veldanna, kjarnorkuknúð- ir og búnir kjarnorkuvopn- um. Eitt smáslys getur á skammri stundu lagt í eyði náttúrulegt umhverfi Norður-Atlantshafs. í þeim skilningi er ekkert land eyland. Við erurn það ekki heldur. Við erum háð- ir öðrum og verðum að taka þátt í alþjóðasam- skiptum. Meginhluti útflutnings okkar er matvæli. Við flytjum út til Bandaríkj- anna, Japans, Efnahags- bandalagslanda og EFTA- landa, svo og til Austur- Evrópu. Við verðum að hafa góð samskipti við við- skiptavini okkar. Við verð- um einnig að hafa frum- kvæði. Ég nefni þorska- stríð þau, sem við háðum. Við unnum þau án þess að beita vopnum, en með ígrundaðri pólitík. 60% útflutnings okkar fara til landa Evrópu- bandalagsins. Við mælum fyrir samningum um frjálsa verzlun. En við vilj- um ekki ganga inn í hinn sameiginlega markað. Ég álít, að þörf sé á að skipu- leggja marghliða samskipti og að Austur-Evrópa eigi að eiga þar hlut að máli. Við trúum því, að frjáls verzlun eigi rétt á sér. Við erum andvígir því að stofna lokuð bandalög. Við lögðum Evrópu að baki fyrir þúsund árum, því að okkur leið ekki vel þar. — Þegar víkingar sett- ust að á íslandi fyrir þús- und árum, var öðruvísi umhorfs á meginlandinu. Hver er staður íslands í Evrópu nútímans, í þessu „sameiginlega húsi", sem nú er rætt um, bæði í austri og vestri? — Reynum að greina það sem er mikilvægt frá þvi sem hefur ekki mikla þýðingu. Mikilvægt er að ryðja um múrum, hagræn- um, tollalegum og pólitísk- um. Löngu kominn tími til. Deila um hið bezta hag- kerfi er ekki á dagskrá. Sem sósíaldemókrat álít ég, að bezta kerfið sé einkaeignarréttur, sam- keppni, skilvirkni. En þessi deila hefur ekki mikið upp á sig, og hún er ekki hug- myndafræðileg. Það hefur hagnýta þýðingu að nema brott hindranir, jafna að- stæður. Sé vikið að Bandaríkj- um Evrópu, þar sem hvert eitt land á að vera sem ann- að, þá segi ég nei takk. Mér líkar vel við Evrópu vegna margbreytni hennar. Það þarf ekki annað en að fara yfir landamærin frá Frakk- landi yfir til Ítalíu og það sem blasir við er öðruvísi. Og munurinn er mikill þeg- ar komið er til Póllands. eg mæli með einingu marg- breytileikans. — Hversu má ísland sín, svona lítið land, á al- þjóðavetlvangi? — Við vanmetum ekki þýðingu okkar og höfum heldur enga stórveldis- drauma. Það þarf ekki að kafa djúpt í söguna til að sjá, að stórveldin hafa um- fang og hnyklaða vöðva, en ekki er allt af viti sem þau rata í. Lítil og miðlungsríki hafa margt að segja og margt að gera í heiminum. Það fellur stundum í hlut hinna minni ríkja að láta rödd friðar, skynsemi og almannagilda heyrast og þrýsta hinum stærri tii að hiusta. — Hvernig metið þér samskipti Islands við Pól- land og hina opinberu heimsókn yðar í landi voru? Pótland og Pólverjar eru okkur einkar kær. Það skýrist af því, að sjálfstæð- ishreyfing 19. aldar hins þáverandi „danska“ ís- lands hafði mikinn áhuga á málefnum Póllands. í hinu fyrsta íslenzka tímariti um 1830 var höfuðgrein til- einkuð sjálfstæðisbaráttu Póllands. Og alla tíð síðan hefur mikið verið ritað um Pólland í iandi mínu. Birt- ar hafa verið þýðingar pólskra fagurbókmennta. Það er því löng hefð fyrir því að við lítum með vel- vild í garð lands yðar. Meðan á dvöl minni í Póllandi stóð ræddi ég nt.a. við Jaruzelski hershöfð- ingja, Rakowski forsætis- ráðherra, Olechowski ut- antíkisráðherra, Jastrzeb- ski utanríkis-verzlunarráð- herra. Viðræður okkar voru opnar og hreinskiln- ar. Áður en ég kom, kynnti ég mér helztu fram- kvæmdamál hinnar nýju stjórnar í Póllandi. Sem sósíaldemókrat segi ég þau standa mér nærri. Minni ríkisafskipti, fullt svigrúm fyrir einkaframtak í at- vinnulífinu, skiptanleg mynt, opin verzlunartengsl við útlönd. Ég álít að það sé rétta leiðin. Við óskum Póilandi góðs árangurs. Ég set spurningarmerki við það eitt, hvort þessar nýju hug- myndir komast í fram- kvæmd, hvort pólskt þjóð- félag treystir þeim, hvort menn grípa á lofti hina nýju möguleika. Þar eru vatnaskil. Pólland á nú tækifæri. Ég skil, að Pólverjar eiga að baki dramatíska fortíð, mörg óuppfyllt loforð og vonbrigði. Nú er um það að tefla að byggja upp traust. Ég óska Póllandi velfarnaðar. Af okkar hálfu munum við styðja Pólland við bandamenn okkar á Norð- urlöndum og í NATO á sviði lána, fjárfestinga o.s.frv. Michal Ksiezarczyk

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.