Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. maí 1989 3 FRIÐRIK ÞOR GUÐMÚNDSSON Leiðtoga- og afmœlisfundur NATO: Tillögur Islands - á undan timanum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Tillögur okkar um afvopnun í og á höfunum voru ekki dregnar til baka. Efárangur nœst í viðrœðunum um skammdrœg kjarnorkuvopn og hefðbundin kom- ast hugmyndir okkar fljótlega á dagskrá. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: „Þvi tel ég að sú lausn sem hér varð, þar sem frekari þróun á kjarnavopn- um á landi er tengd árangri á sviði hefðbundidnna vopna, hafi í raun verið mun hagkvæmari ut frá séríslenskum hags- munum, ef svo má að orði komast.“ Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráð- herra situr þessa dag- ana leiðtogafund NATO í Brussel, sem jafnframt er afmælis- fundur í tilefni af 40 ára afmaeli banda- lagsins. Talsverð spenna hefur rikt um fundinn vegna ágrein- ings Þjóðverja annars vegar og Breta og Bandaríkjamanna hins vegar um endur- nýjun á skammdræg- um kjarnorkuvopnum á meginlandi Evrópu, en nú lítur út fyrir að þjóðirnar hafi jafnað þennan ágreining með sér. Um leið hef- ur athyglin beinst að óvæntum afvopnun- artillögum sem Bush Bandarikjaforseti hafði með sér á fund- inn. Alþýðublaðið ræddi við Jón Baldvin um fundinn í gær. „Kastljós fjölmiöla beindist fyrst og fremst að spurningunni um endur- nýjun skammdrægra kjarnorkueldflauga í Evr- ópu og að persónu Hans Dietrichs Genschers utan- ríkisráðherra V-Þýska- lands vegna þess máls. Menn bjuggust við því að þessi leiðtogafundur á 40 ára afmæli NATO spryngi nánast í loft upp vegna ágreinings milli annars veg- ar Þjóðverja og hins vegar Breta og Bandaríkja- manna. Það sem breytti mjög gangi mála á fundin- um voru afvopnunartillög- ur Bush bandaríkjaforseta. Hann kynnti í ræðu sinni tillögur sem komu mjög á óvart og eru verulegt frávik frá áður boðaðri stefnu Bandaríkjanna.“ — Hverjar eru þessar tillögur nánar tiltekið? „Þær eru í fjórum megin atriðum. í fyrsta lagi um að fækka hefðbundnum vopnum á meginlandi Evr- ópu enn frekar en fyrri til- lögur gerðu ráð fyrir. í annan stað að taka inn í af- vopnunarviðræðurnar í Vín árásarflugvélar og þyrlur á öllu svæðinu frá Atlantshafi til Úralfjalla og fækka þeim all veru- lega. I þriðja lagi enn frek- ari niðurskurð, um 20%, á mannafla undir vopnum sem Bandaríkin og Sovét- ríkin hafa utan eigin landa- mæra, þannig að mannafl- inn yrði skorinn niður í um 275.000 hjá hvorum aðila. Þetta myndi t.d. þýða að Sovétríkin myndu þurfa að draga úr sínum mannafla í Austur-Evrópu um 325.000 manns. Fjórða meginatrið- ið var, að hraða tímaáætl- unum um að ná samkomu- lagi um þessa risavöxnu af- vopnun hefðbundinna vopna og herja á megin- landi Evrópu, þannig að samkomulag gæti tekist innan hálfs til eins árs. Yrðu tillögurnar þá komn- ar til framkvæmda á árun- um upp úr 1992.“ — Á hvern hátt tengjast þessar tillögur Bush við- ræðunum um skamm- drægar eldflaugar, sem ágreiningur hefur verið um? „Þetta tengist því sam- komulagi sem tókst um skammdræg kjarnavopn fyrst og fremst á þann veg að bandalagið segir eftir þennan fund: Við erum til- búnir til þess að hefja við- ræður og samninga við Varsjárbandalagið um gagnkvæma verulega fækkun skammdrægra kjarnavopna, en hvenær þær viðræður hefjast og framkvæmd getur hafist veltur algjörlega á við- brögðum Varsjárbanda- lagsins við þessum tillögum. Þetta atriði er því tengt árangri afvopnunar á sviði hefðbundinna vopna og herja. Þar með voru þessar tillögur til þess fallnar að leysa ágreinings- mál Þjóðverja, Breta og Bandaríkjamanna, vegna þess að boltinn er raun- verulega sendur á hinn vallarhelminginn og er nú mest undir Sovétmönnum komið í Vín hversu skjótt árangur næst.“ — Ákvörðun um end- urnýjun skammdrægu kjarnorkuvopnanna hefur því í raun verið frestað og tengd þróun viðræðna um önnur mál? „Sú ákvörðun verður sem sé ekki tekin fyrr en 1992 og þá í ljósi þess sem hefur gerst að því er varðar megináfangann á sviði hefðbundinna vopna. Samt sem áður er því lýst yfir að Bandaríkin muni verja fjármunum til rann- sókna og þróunar til að halda möguleikanum á endurnýjun opnum ef árangur næst ekki eða pól- itískar breytingar verða með þeim hætti að þær kalli á að slík ákvörðun verði tekin.“ — Er rétt að tala um byltingakenndar nýjar hugmyndir á þessum fundi? „Fjölmiðlar hér hafa sumir hverjir lýst þessu svo að afvopnunarkapphlaup- ið sé hafið á fullu. Á þess- um afmælisfundi náðist vissulega samkomulag um frumkvæði að frekari áföngum í afvopnun og það sem er sérstaklega at- hyglisvert er þetta frávik frá stefnu Bandarikjanna, sem áður máttu ekki heyra á það minnst að flugfloti yrði tekinn upp í þessar viðræður í Vín. Allt í einu snéru þeir við blaðinu og tillögur Bush eru nú á borðinu." — Samkvæmt fyrstu fréttum hér af næturfund- inum höfum við íslending- ar afturkallað tillögurnar um afvopnun á og í höfun- um. Er það tilfellið að við liöfum horfið frá þessum hugmyndum? „Nei. Við höfum falið fastafulltrúum hér að koma á framfæri og fylgja eftir stefnumarkandi til- lögum um að bandalagið hæfi nú þegar undirbúning að viðræðum og samning- um um afvopnun í og á höfunum og traustvekj- andi aðgerðir þar að lút- andi sem næsta áfanga í afvopnunarmálum. Þetta er rangt, við létum þvert á móti færa til bókar okkar málflutning í Atlantshafs- ráðinu áður en leiðtoga- fundurinn hófst og fylgdum eftir með því að ég skrifaði aðalritara banda- lagsins sérstakt bréf. Kjarni málsins í bréfinu, fyrir utan að lýsa tillögun- um, var að tilkynna honum að við værum alls ekki fallnir frá þessum tillögum og áskildum okkur allan rétt til þess að fylgja þeim eftir innan NATO og á öðr- um vettvangi eftir því sem nauðsyn krefði. Og að við myndum Ieggja aukna vinnu í að móta slíkar til- lögur frekar. Það sem gerð- ist síðan var að utanríkis- ráðherrunum var falið að sitja yfir því verki að ná samkomulagi um mótun svo kallaðrar allsherjar- stefnu í afvopnunarmál- um, sem er meginskjal fundarins. Á þessum fundi gafst mjög gott tækifæri til að kynna okkar hugmynd- ir og tillögur betur. Ég hafði fyrirvara um sam- þykkt heildarskjalsins langt fram eftir nóttu og dró þann fyrirvara ekki til baka fyrr en að ljóst var að samkomulag var orðið milli Þjóðverja annars veg- ar og Breta og Bandaríkja- manna hins vegar, um meginatriðin varðandi hefðbundnu og skamm- drægu vopnin. Ég notaði tækifærið jafnframt til að koma því rækilega til skila til allra utanríkisráðherr- anna sem þarna voru við- staddir að við flytjum þessar tillögur af mikilli al- vöru. Það er hins vegar rétt og fljótsagt, að tillögurnar fengu hér engan stuðn- ing.“ — Eru það ekki mikil vonbrigði? „Nei. Þettasýnir, eins og einn fulltrúi kanadísku sendisveitarinnar orðaði það, að tillögur íslendinga eru dálítið á undan tíman- um. Það er alveg ljóst, að tillögur af þessu tagi njóta út af fyrir sig skilnings og stuðnings hjá mörgum að- ilum, þótt ekkert ríkjanna hafi viljað veita okkur stuðning. T.d. Norðmenn og Danir. En það var að ' sögn vegna þess að þeir vildu forða ósamkomulagi og tryggja samstöðu á þessum afmælisfundi.“ — Nú er samt vitað að t.d. Norðmenn eru mjög á þessari línu, af ummælum Holst varnarmálaráðherra að dæma? „Já, það hafa sumir haft :á orði að það sé undar- legt, að sá stjórnmálamað- ur á Norðurlöndum sem mest hefur látið þessi mál til sín taka, Holst varnar- málaráðherra Noregs, sem víða hefur flutt fræðileg erindi um slikar hugmynd- ir, skuli ekki fylgja þeim eftir í höfuðstöðvum NATO. Hitt er svo annað mál, að nái tillögur Bush fram að ganga þannig, að afvopnun hefðbundinna vopna á meginlandinu nái fram að ganga með meiri hraða en hingað til hefur verið gert ráð fyrir, er það mitt mat að þar með muni hugmyndir og tillögur okk- ar íslendinga komast á dagskrá. Ég nefni sem dæmi að fyrir þremur sól- arhringum hefði engum dottið í hug að Bandaríkin legðu fram tillögur þar sem þeir tækju flugflotann með í dæmið. Andrúmsloftið er nú hér að mínu mati, að það er skammt í að tillögur eins og þær sem við höfum gerst talsmenn fyrir komist á dagskrá." — Nú viröist Ijóst að af- vopnun á meginlandi Evr- ópu stangist nokkuð á þessar hugmyndir íslands á þann hátt að þungamiðja hugsanlegra átaka færist nær okkur, út á höfin. Þetta sé með öðrum orðum nokkuð tvicggjuð staöa hvað ísland varðar? „Það var einmitt út frá þessu sjónarmiði að það var ekki einsýnt fyrir okk- ur að taka afdráttarlaust undir með Þjóðverjum, sem vildu stefna að hinni svo kölluðu „þriðju núll- Iausn", þ.e.a.s. að það yrðu hafnar viðræður við Sovét- menn nú þegar, án frekari skilyrða, sem stefndu að því að útrýma skamm- drægum kjarnavopnum og korna í veg fyrir endurnýj- un þeirra. Þetta hefði að mínu mati óhjákvæmilega haft í för með sér þá hættu, að bæði stórveldin hefðu freistast til þess að auka vígbúnað sinn á og í höfun- um. Þvi tel ég að sú lausn sem hér varð, þar sem frek- ari þróun á kjarnavopnum . á landi er tengd árangri á sviði hefðbundinna vopna, hafi í raun verið mun hag- kvæmari út frá séríslensk- um hagsmunum, ef svo má að orði komast." — Er citthvaö í þessum nýju tillögum Bush sem að öðru leyti snerta ísland sér- staklega eða hernaðarlega starfsemi hér á landi? „Ég held að hvort tveggja, flugvélar og mannafli i herjum stór- veldanna utan landamæra þeirra, geti snert okkur út af fyrir sig, því það er tekið fram að tillögurnar taki til svæðisins frá Atlantshafi til Úralfjalla. Hins vegar er fyrst og fremst verið að tala um árásarflugvélar, en ekki þær sem notaðar eru til eftirlits.“ — í þessum umræðum sem þið beittuð ykkur fyrir um afvopnun í og á höfun- um, var sérstaklega farið út í slysahættuna fyrir ísland, t.d. í Ijósi kafbátaslyssins við Bjarnarey og gruns um að sovéskur kafbátur hafi sokkið í námunda við ís- land árið 1970? „Forsætisráðherra lagði höfuðáherslu á þessi mál í framsöguræðu sinni fyrr um daginn, en það vakti jafnframt athygli að eng- inn annar af þjóðarleiðtog- unum véku sérstaklega að höfunum. Því er ekki að neita að við höfum verið einir um að leggja þessar sérstöku áherslur i hinum almennu umræðum, þótt annað hljóð sé oft í strokknum þegar rætt er við fulltrúa einstakra ríkja einslega. Hins vegar er að þessum málum vikið í stefnuyfirlýsingu fundar- ins með þeim hætti, að það er lögð veruleg áhersla á skuldbindingar bandalags- ríkjanna til þess að vinna gegn umhverfisspjöllum, eyðileggingu á náttúrulegu umhverfi og ríkisstjórnir hvattar til skipulagðra að- gerða á því sviði. Obeint er því að þeim þætti málsins vikið. “ — Gctum við orðað það s»'o að sjónarmiðum ís- lands hafi verið komið á framfæri og að þær muni hér eftir verða æ meir inn i myndinni? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég held að það sé laukrétt sem fulltrúi Kanada sagði í mín eyru, að við íslendingar værum með þessum tillöguflutn- ingi aðeins á undan tíman- um, en að það muni koma á daginn að tíminn vinni með okkur.“ Menn bjuggust við því að þessi leiðtogafundur á 40 ára afmœli NATO spryngi nánast í loft upp vegna ágreinings milli annars vegar Þjóðverja og hins vegar Breta og Bandaríkjamanna. Það sem breytti mjög gangi mála á fundinum voru afvopnunartillögur Bush Banda- ríkjaforseta. “ „Ég notaði tækifœrið jafnframt til að koma því rœkilega til skila til allra utanríkisráðherranna sem þarna voru viðstaddir að við flytjum þessar tillögur af mikilli alvöru. Það er hins vegar rétt og fljótsagt, að til- lögurnar fengu hér engan stuðning. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.