Alþýðublaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 1
Gudmundur G. Þórarinsson, alþingismadur, er höfundur Króníku vikunnar ad þessu sinni. Gudmundur skrifar um leiksýningu Alþýöuleik- hússins á verki Shake- speares, Macbeth, auk þess sem hann fjallar um tilurö verksins, túlkunarleiöir og fleira tengt verkinu. Óþarfi ætti aö vera aö minna leik- húsáhugafólk á snjallar greinar Guömundar um Hamlet í uppfœrslu Leikfé- lags Reykjavíkur á síöasta ári. Kostnaöur uiö tannlœkningar snarhœkkar: Ekkert skipulag ekkert aðhald 10% raunhækkun milli áranna 1987 og 1988. Líklegast einn og hálfur milljaröur í220 íslenska tannlœkna í fyrra. Nefnd vinnur aö endurskoöun á kerfinu. Tannlæknakostnaður hefur aukist jafnt og þétt á undan- förnum árum. Samkvæmt reikningum Tryggingastofnun- ar ríkisins jókst kostnaður stofnunarinnar vegna tannvið- gerða um 10% að raunvirði milli áranna 1987 og 1988. Finnur Ingólfsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, sem veitir forstöðu nefnd sem endurskoðar almanna trygg- ingakerfið um þessar mundir, sagði við Alþýðublaðið að þjónusta tannlækna einkenn- ist af skipulagsleysi. Ekkert væri vitað um þörf þeirra að- gerða sem gerðar væru, í því máli væri enginn dómari nema tannlæknarnir sjálfir sem síð- an búa til reikningana fyrir Tryggingastofnun að greiða. Tryggingastofnun greiddi á síð- asta ári 432.5 milljónir á verðlagi þess árs fyrir tannlæknaþjónustu. Það er á núvirði rétt tæpar 530 milljónir króna. Þessi upphæð er, samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins ekki nema u.þ.b. einn þriðji af heildarkostnaði við tann- lækningar í landinu. Á þessari tölu er þó erfitt að henda reiður en ljóst er að kostnaður við tannlækning- ar á síðasta ári fer langt yfir einn milljarð króna. Kostnaðurinn við tannlækning- arnar hafði sem fyrr segir hækkað um 10% að raunvirði milli áranna 1987 og 1988. Finnur Ingólfsson segir að nefndin sé einmitt um þessar mundir að skoða kostnað við tannviðgerðir í landinu. Nefndin hafi kallað til menn til samráðs og þar hafi komið fram ýmsar upplýsingar. T.d. þær að kostnaður við tannlæknaþjónustu virðist hækka til samræmis við fjölda tannlækna. Það virtist því sem holum í tönnum fjölgaði við það að tannlæknum fjölgaði. Að sögn Finns hefur nefndin enn ekki sett saman neinar tillög- ur til breytinga á þessu kerfi sem nú gildir. í raun virðist það virka þannig að allir sem hafa próf geta ávísað reikningum fyrir vinnu sína á Tryggingastofnun, án eftir- lits og neytendurnir standa uppi varnarlausir, þar sem þekking þeirra á meinsemdum er engin. Engin fylgist með því hvort og hversu áríðandi þær aðgerðir eru, sem eru gerðar. Tannlæknar eru hvergi jafn margir á íbúa og á íslandi ef miðað er við nágrannalöndin. Hér eru líka sérfræðigreinar innan tann- lækninga flestar. Alls 9, en í Dan- mörku teljast þær 2, í Svíþjóð 7 samkvæmt þeim upplýsingum sem Alþýðublaðið aflaði sér. Finnur Ingólfsson segir að taxtar virðist hækka mjög mikið þegar sérfræðingstitillinn væri fenginn. „En höfuðvandinn virðist mér vera skipulagsleysi í tannlækna- þjónustunni", sagði Finnur Ingólfs- son við Alþýðublaðið. Jón Balduin um búvörusamning til aldamóta: Ekki á dagskrá án uppstokkunar Endurskoöun veröur aö ganga út frá minni veröábyrgö ríkissjóös og lœkk- andi matvöruverði segir ráöherrann Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins segir að markmið gildandi búvörusamnings til 1992 hafi ekki náðst og að endurskoð- un samningsins verði að mið- ast við að draga verulega úr verðábyrgð ríkissjóðs og svo að matvöruverð fari lækk- andi. Hugmyndir eru uppi meðal forystumanna bændasamtak- anna um að semja um nýjan bú- vörusamning, sem gilda ætti til aldamóta og hefur af hálfu land- búnaðarráðuneytisins ekki verið tekið illa í þau mál. Ekki er samt líklegt að um það náist samstaða innan ríkisstjórnarinnar. Jón Baldvin er ekki hrifinn af aldamótahugmyndum forystu- manna bændasamtakanna. „Það sem er á dagskrá er að endurskoða þann búvörusamn- ing sem er í gildi til 1992, í ljósi þess að markmið hans hafi ekki náðst. Það hefur komið á daginn að ríkið hefur innt af hendi einn milljarð umfram skuldbindingar sínar samkvæmt þeim samningi, og það er ekki lítil upphæð. Þá er einnig verið að tala um endur- skoðun hans það sem eftir er gildistímans, til '92 og þær hug- myndir sem hafa verið á dagskrá af okkar hálfu eru tvær. Annars vegar að draga verulega úr verð- ábyrgð ríkissjóðs og tengja þá ábyrgð raunverulegri eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á markaðnum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi niður- greiðslna til framleiðenda og blrsyta peim með áhrifaríkari hætti til að lækka matvöruverð. Um þetta mál er ekki meira að segja en að það er prófsteinn á vilja bændasamtakanna til að komast að skynsamlegum samningum,” sagði Jón Baldvin í samtali við Alþýðublaðið í gær. Verslunarmannahelgin gengin i garð Vafalítiö hafa mörg þúsund íslendingar veriö að skemmta sér í gærkvöldi út um allar sveitir, og hafa hoppað um mela og móa í gleði sinni. Vonandi að þeir hafi ekki blotnað en það er lítil hætta á því því ekki er búist við að þykkni upp fyrr en á mánudaginn. Annars er spáð mildu veðri, léttskýjað víðast og bjart, hitinn á bilinu 10—18 stig

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.