Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 8
MÞBU1L0I9 Föstudagur 8. sept. 1989 Verö á byggingarvörum lækkar: Vörugjald lækkar um 9% Vörugjald af ýmsum byggingarvörum, hús- gögnum og innréttingum lækkaði um 9% nú um mánaðamótin. Þetta á að þýða, samkvæmt því sem fjármálaráðherra segir, umtalsverða lækkun, að meðaitali um 10% á þess- um vörutegundum. Vöru- gjaldið nam 9% af inn- lendri framleiðslu og 11.25% af innfluttri vöru. Tekjutap ríkissjóðs af þessu er um 350 milljónir á þessu ári og 1 milljarður á því næsta. Lækkun vörugjaldsins er í samræmi við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar til að greiða fyrjr kjarasamningum ASI og VSI siðastliðið vor. Lækkun kemur til með að lækka bygg- ingarvísitölu um 1—1.5% og lækkun húsgagnaverðs hefur áhrif á framfærsluvísitölu. Lauslega áætlað gæti því lánskjaravísitalan lækkað um 0.5%. Meðal þeirra vöruflokka sem eiga að lækka til neyt- enda eru öll húsgögn og inn- réttingar, hurðir, gluggar, miöstöðvarofnar, loftræsti- kerfi, þakjárn, þakrennur, rafmagnsvír, plaströr, pípu- lagningarefni, spónaplötur, krossviðarplötur, og leiðslur úr stáli, járni og áli. Til þess að tryggja að verð- lækkunin skili sér til neyt- enda hefur fjármálaráðherra í samráði við viðskiptaráð- herra ákveðið að Verðlags- stofnun skuli fylgjast grannt með framgangi mála á næst- unni. Viörœöur bœnda og stjórnvalda: Búvörusamningur til aldamötaúrmyndinni Búvörusamningur fram að aldmótum virð- ist út úr myndinni bæði af hálfu bændasamtak- anna og stjórnvalda, en fram hefur komið að bændur leggi ekki áherslu á svo langan giidistíma eftir að núver- andi samningur rennur út árið 1991. Eins og fram kom í viðtali við Hauk Halldórsson for- mann Stéttarsambands bænda í Alþýðublaðinu si. miðvikudag eru hug- myndir bænda að samn- ingur sem geri ráð fyrir ákveðnu magni giidi ein- ungis 1992—-’93, — þótt bændur leggi áherslu á stefnumótun til lengri tíma. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra segir að forsendur búvörusamn- ings til lengri tíma sé að samkomulag takist um sveigjanlega ramma fyrir búvöruframleiðsluna, sem taki mið af markaðsað- stæðum á hverjum tima og feli þar með í sér aðlögun að breyttum aðstæðum. ,,Með öðrum orðum, ég sé ekki að það sé raunhæft að reikna með samningum til frambúðar um fast magn," sagði landbúnaðarráð- herra við Alþýðublaðið i gær. Aðspurður um framhald búvörusamnings sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra í samtali við blaðið að það væri út í hött að núverandi ríkis- stjórn bindi hendur næstu ríkisstjórnar eins og gert var með síðasta samningi. „Það er verkefni ríkis- stjórnar, sem tekur við völdum árið 1991. Núver- andi samningur batt hend- ur þessarar ríkisstjórnar framyfir hennar kjörtíma- bil. Við erum nú að endur- skoða seinustu tvö ár þess samnings. Það er því út í hött að þessi ríkisstjórn bindi hendur þeirrar næstu,“ sagði Jón Baldvin. Landbúnaðarráðherra hefur átt þrjá formlega fundi með fulltrúum bændasamtakanna um bú- vörusamninga. Viðræðu- nefnd mun hittast eigi síðar en í næstu viku. Steingrím- ur sagði í samtali við blaðið að atburðarásin þyrfti helst að vera með þeim hætti, að fyrst leystu menn ágrein- ingsmál varðandi fram- kvæmd núgildandi samn- ings áður en farið yrði að ræða framhaldið. Hátt á annað hundraö manns komu á opinn stjórnmálafund Jóns Bald- vins Hannibalssonar utan- ríkisraðherra, formanns Al- þýðuflokksins, í Keflavík sl. þriðjudagskvöld. Eins og á fyrri fundum Jóns Bald- vins á fundaferð sem hófst á Siglufirði sl. föstudag voru umræður fjörugar og tók fjöldi fundarmanna þátt í þeim. í gærkvöldi var Jón Baldvin með fund á Akranesi, en á sunnudag verða fundir á Eskifirði og á Egilsstöðum. Á þriðju- dagskvöld verður fundur á Selfossi. Leigjendasam- tökin endurreist Jón frá Pálmholti, formaöur Leigjendasamtak- anna, og Haraldur Jónasson, uaraformaöur, ganga ná bónarleiö til fjárveitingarvaldsins eftir styrkjum til reksturs samtakanna. ÍSLAND Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag Hitastig i borgum Evrópu kl. 12 i gær ad islenskum tíma. endasamtökin hin eldri. Jón frá Pálmholti segir að nú sé lag fyrir leigjendur að láta til sín taka, því loks- ins hafi þeir eignast fé- iagsmáiaráðherra sem geri það sem þurft hafi að gera sl. 10 ár, þ.e. að stokka upp félagslega íbúðakerfið. Jón sagði að Leigjendasam- tökin væru sammála þeirri stefnumótun sem ætti sér stað. Hann sagði m.a. að unn- ið væri faglega að málum í nefnd og undirnefndum sem skipaðar væru fulltrúum frá 8 félagasamtökum. Meðal verkefna sem félagsmálaráð- herra beitir sér fyrir er að jafna húsnæðiskostnað leigj- enda og húseigenda, en Leigjendasamtökin leggja mikla áherslu á að húsaleigu- styrkir verði teknir upp til samræmis við húsnæðisbæt- ur húseigenda. Á þessu ári eru liðin 11 ár frá stofnun Leigjendasamtak- anna. á þeim árum hafa sam- tökin átt þátt í setningu laga um húsaleigusamninga sem tóku gildi í ársbyrjun 1980, og síðar áttu þau frumkvæði að stofnun húsnæðissamvinnu- félagsins Búseta í Reykjavík árið 1983. Síðan þá hefur starfsemin að mestu legið niðri. Nú er hins vegar ákveðið að byrja starfið á fullu m.a. með ráð- gjöf og leiðbeiningum fyrir leigjendur. En eins og oft áð- ur í starfseminni, vantar pen- inga. Forsvarsmenn samtak- anna hyggjast m.a. leita til Al- þýðusambandsins og ann- arra samtaka launafólks og fjárveitingarvaldsins um framlög til samtakanna. Ólafur Ólafsson ráðinn forstjóri Álafoss hf. Ólafur Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri Ála- foss í stað Jóns Sigurðs- sonar sem látið hefur af störfum að eigin ósk. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær Ólafur tekur við hinu nýja starfi en það verður tilkynnt fljótiega, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Álafossi. Ólafur hefur langa reynslu af markaðs- og sölumálum á ullarvörum erlendis. Hann lauk prófi frá Samvinnuskól- anum 1976 og hóf strax að því loknu störf hjá bresku ull- arvörufyrirtæki. Fljótlega stofnaði hann eigið fyrirtæki, Icewear, sem seldi íslenskan ullarfatnað erlendis. Sam- hliða því stundaði Ólafur . nám við Háskóla Islands og lauk þaðan prófi í viðskipa- fræði. í maí 1986 réðst hann sem framkvæmdastjóri til Sambands Industries í Ohio og tók síðan við hliðstæðu starfi hjá Álafoss USA, éftir stofnun Álafoss hf. í desem- ber 1987. „Oft var þörf en nú er nauðsyn,” sagði Jón Kjart- ansson frá Pálmholti við Alþýðublaðið í gær, en hann og hópur áhugafólks um málefni leigjenda vinna nú að endurreisn Leigjendasamtakanna. Að- alfundur samtakanna var haldinn fyrir mánaðamót. Þar var uppiýst að ný leigj- endasamtök sem stofnuð voru fyrr í sumar myndu ganga til liðs við Leigj- Skólanefnd í Félagsmálaskóla Alþýðu Félagsmálaráðherra hefur skipað Félagsmála- skóla Alþýðu skólanefnd. Nefndin er skipuð á grund- velli nýrra laga sem Al- þingi samþykkti rétt fyrir þinglok síðastliðið vor. Nýi skólinn er arftaki sam- nefnds skóla sem starfað hef- ur á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu síð- an 1975 og er skólinn nú á vegum ASI og BSRB. Skólanefndina skipa Karl Steinar Guðnason, formaður, Guðmundur Hilmarsson, Pét- ur A. Maack, Rannveig Guð- mundsdóttir, Tryggvi Þór Að- alsteinsson, Þóra Hjaltadóttir, Ögmundur Jónasson. VEÐRID í DAG Suövestan gola eða fcaldi. Skýjað Suðvestan- lands, en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 4—10 stig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.