Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. sept. 1989 5 Rœda Jóns Baldvins Hannibalssonar á rádgjafarþingi Evrópuráösins: Söguleg þróun er undir- staða umræðu okkar i dag Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður EFTA-ráðsins flutti ræðu á ráðgjafar- þingi Evrópuráðsins í Strasbourg sl. laugardag, 23. september. Alþýðublaðið birtir hér kafla úr ræðunni, sem fjallar um árangur og framvindu viðræðna EFTA og Efnahagsbandalagsins. Jón Baldvin vék fyrst að undirbúningsvinnu sem unnin hefur verið til að móta virkt sameigin- legt evrópskt efnahagssvæði og þeim árangri sem náðst hefur síðan sameiginleg yfirlýsing EFTA-ríkjanna og Evrópubandalagsins var gefin út árið 1984. Sameining Evrópu á meðal mikilvægustu mála „Eg vona að þessi samskipti muni aukast og verða nánari sér- staklega með tillití til þess að síðan i byrjun maí eru öll EFTA-ríkin nú aðilar að Evrópuráðinu, fyrstu raunverulegu Evrópusamtökun- um til að stuðla að samvinnu eftir síðari heimsstyrjöldina. Þessi viðleitni til samvinnu í Evrópu er meðal mikilvægustu mála í stjórnmálum í dag í hverju og einu EFTA-ríkjanna. Sú hrifn- ing og nauðsyn hugmyndarinnar um sameiningu Evrópu óháð pól- itískri stefnu og þjóðerni er nú við- urkennd af öllum. Það að brúa aldagamla skiptingu og setja niður skoðanaágreining til að móta nýja heild og styrk, er og hefur verið hvatinn að evrópskri samvinnu og það er markmið sem á skiiið allan okkar stuðning. A undanförnum vikum hafa heimili okkar verið fyllt sjónvarpsútsendingum, minn- ingum frá upphafi síðari heims- styrjaldar hér í Evrópu fyrir fimm- tíu árum síðan og minnt okkur á tilgangslaus dráp og eyðingu borga okkar. Eg er ekki sá fyrsti til að sjá að eftir langt tímabil uppbyggingar eftir síðari heimsstyrjöldina, kalda stríðið og óbreytt ástand sem skapaðist fyrir meira en fjörutíu árum að við erum í dag á mótum nýs tíma. Það felur í sér þáttaskil í samruna Vestur-Evrópu, þróun „perestroika" í Sovétríkjunum og efnahags- og stjórnmálalegar um- bætur í Austur-Evrópu. Eg get að- eins endurtekið það sem Mikhail Gorbachev sagði við ykkur í upp- hafi júlí og ég vitna í orð hans, „Evrópubúar geta því aðeins tek- ist á við verkefni næstu aldar að þeir leggi saman krafta sína“. Söguleg þróun og nýjar hugmyndir Það er óþarfi að taka fram, að þessi sögulega þróun er undir- staða umræðu okkar í dag um hið sérstaka samband milli EFTA-ríkj- anna og Evrópubandalagsins, sem mótast hefur og er að-færast yfir á mikilvægara og umfangsmeira stig innan sameiginiegs evrópsks efnahagssvæðis. Fyrir ári komu fram nýjar hug- myndir, bæði meðal EFTA-ríkj- anna og sumra aðildarríkja EB svo og innan framkvæmdastjórnar ER Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, ákvað þá að bjóða leiðtogum EFTA-ríkjanna til Osló í mars 1989 á meðan Nor- egur færi með formennsku í EFTA-ráðinu. Þessi ákvörðun varð til þess að umfangsmiklar umræð- ur hófust innan EFTA-ríkjanna. Samtímis hófst athugun á því með- al aðildarríkja EB og fram- kvæmdastjórnar þess hvernig best væri að efla og endurskipu- leggja samvinnu og leita leiða til sameiginlegra lausna á þeim svið- um sem getið var um í Luxem- bourgaryfirlýsingunni frá 1984 svo og á öðrum nýjum sviðum sem komið hefðu fram síðan þá. A leiðtogafundi Evrópubanda- lagsins i Rhodos sem haldinn var í desember á sl. ári, var Iögð sérstök áhersla á samskiptin við EFTA og þátttakendur lögðu áherslu á þá ósk sína að styrkja og auka þau samskipti. I ræðu sinni á Evrópuþinginu í janúar sl., lagði forseti fram- kvæmdastjórnar EB, Hr. Jacques Delors, fram skýrar tillögur þess efnis að EFTA og EB könnuðu leið- ir til að koma á nýju og kerfis- bundnara samstarfi með sameig- inlegri ákvarðanatöku og stjórn- stofnunum til að samstarf okkar verði árangursríkara og til að efla pólitískan þátt samvinnu okkar á sviði efnahagsmála, félagsmála, fjármála og menningarmála. Skýrt svar við framkvaemd Delors Þingmannanefnd EFTA-ríkj- anna, sem margir þingmanna hér eiga einnig aðild að, létu viku síð- ar á fundi sínum í Genf í Ijós já- kvæð viðbrögð við tillögum Del- ors. Þingmenn EFTA-ríkjanna lýstu því yfir að það myndi leiða til nýrra mikilvægra áfanga í að efla jákvæða gagnkvæma sam- vinnu, sem myndi síðar þurfa styrkari stofnanaleg tengsl og sameiginlegan vettvang til ráð- gjafar og vilja til að færa sam- starfssviðin út fyrir svið fríversl- unarinnar. Leiðtogar EFTA-ríkjanna hittust síðan í Osló um miðjan mars sl. til að ræða framlag EFTA til samruna Evrópu, samskiptin við Evrópu- bandalagið og markmið EFTA í alþjóðaviðskiptum. Þeir gáfu skýrt svar við frumkvæði Delors og lýstu yfir vilja sínum til að kanna ásamt EB aðferðir og leiðir til að ná fram kerfisbundnara sam- starfi með sameiginlegri ákvarð- anatöku og stjórnstofnunum til þess að samstarf okkar verði ár- angursríkara. I yfirlýsingu sinni gerðu leiðtog- arnir ráð fyrir því, að samninga- viðræður milli EFTA og EB leiddu til fyllsta mögulega samkomulags um óhindraðan flutning á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki, auk náinnar samvinnu á sviði rannsókna og þróunar, mennt- amálum, umhverfismálum, félags- legum þáttum samrunans og sam- göngum með það að markmiði að koma á einu samræmdu evrópsku efnahagssvæði. Þeir lýstu því yfir að til að stuðla að frekari samruna og til að fá niðurstöður á sama Jón Baldvin Hannibalsson: Efna- hagsþróun í Vestur-Evrópu hefur verið mjög jákvæð á undanförnum árum, að hluta til vegna þess hvata sem felst í þeirri von að áætlun um innri markað EB verði árangursrík. tíma innan hins evrópska efna- hagssvæðis væri nauðsynlegt að koma tímanlega á upplýsinga- skiptum um fyrirhugaða löggjöf, ráðgjafarstarfi, gagnkvæmri við- urkenningu á sambærilegri lög- gjöf og sameiginlegri ákvarðana- töku. Sameiginlegir vinnuhópar mikilvœg þáttaskil Viku eftir leiðtogafund EFTA var haldinn sérstakur fundur utan- ríkisráðherra EFTA-ríkjanna og EB í Brussel. A þeim fundi ræddu ráðherrarnir umfang víðtækara og ítarlegra samstarfs á sviðum sem tengjast áætluninni um innri markaðinn og þess utan aðferðir og leiðir til að koma á kerfis- bundnara samstarfi. Ráðherrarnir samþykktu að hafnar yrðu við- ræður í náinni framtíð til að ná þessu markmiði. Sameiginleg stjórnarnefnd sem komið var á fót til að annast þessar viðræður hittist í fyrsta sinn í Brus- sel í apríl sl. A fundinum voru fjór- ir sameiginlegir vinnuhópar settir á laggirnar og vinnureglur settar. Fyrsti hópurinn skyldi vinna að óhindruðum flutningi vöru, annar að óhindruðum þjónustu- og fjár- magnsviðskiptum, þriðji að frják sum búsetu- og atvinnurétti og fjórði fjallaði um málefni sem eru utan áætlunar EB um innri mark- að, s.s. rannsóknir og þróun og menntamál þ.e. svokölluð jaðar- verkefni. Fimmta hópnum var komið á fót til að fjalla um stofn- ana- og lagaleg atriði. Næstu mikilvægu þáttaskilin var fundur EFTA-ráðherranna í byrjun júní í Kristiansand í Noregi, sem haldinn var á sama tíma og fundir vinnuhópa stjórnarnefndar svokallaðs Oslóar/Brussels-ferils stóðu sem hæst. EFTA ráðherrarn- ir gáfu stjórnarnefndinni nánari leiðbeiningar og voru sammála um leiðir til að styrkja EFTA sem stofnun. Siðastnefnda atriðið verður rætt frekar með hliðsjón af þróun viðræðnanna við bandalag- ið. Ráðherrafundurinn í Kristians- and lagði einnig áherslu á mikil- vægi þeirrar vinnu sem unnin er á vettvangi Evrópuráðsins til að efla samvinnu í Evrópu, sérstaklega á sviði mannréttinda, menntunar, menningar- og félagsmála og bentu á nána samhæfingu á störf- um EB og Evrópuráðsins. Frivermlun með fi»k__________ hegsmunamál neytenda Fyrir tveimur árum, þegar ráð- gjafarþingið fjallaði um EFTA, samþykkti þingið tvær tillögur um fríverslun með fisk, að tillögu fyrr- verandi starfsbróður yðar, Hr. Kjartans Jóhannssonar, sem í dag er sendiherra Islands í Genf. Mér er það sönn ánægja að skýra yður frá því, að tillögum yðar var fylgt eftir af ráðherrum EFTA í Kristi- ansand þar sem loksins var komist að samkomulagi um fríversiun með fisk innan EFTA. Þessi ákvörðun er hagsmunamál evrópskra neytenda eins og þingið benti á fyrir tveimur árum og fyrir hönd lands míns þakka ég yður innilega fyrir stuðning yðar og framsýni. Að lokum undirstrikuðu leiðtog- ar Evrópubandalagsins á fundi sinum í Madrid í júní sl„ undir for- mennsku Spánverja, nauðsyn þess að finna skjótar lausnir til að auka samskiptin við EFTa á kerfis- bundnari hátt. Þeir óskuðu eftir raunhæfum niðurstöðum á næsta fundi sem haldinn verður hér í Strasbourg í byrjun desember í formennskutíð Frakka. Jafnvel þó þessar viðræður séu enn í gangi vil ég leyfa mér að draga fram helstu atriði þeirra í nokkrum orðum. Eins og lýst var í Oslóaryfirlýs- ingunni hefur EFTA í þessum fyrsta áfanga staðið við skuldbind- ingar sínar og sýnt fram á vilja til að athuga framtíðarsamvinnu við Evrópubandalagið sem heildar- verkefni. öllum möguleikum_____________ haldið opnum_________________ I upphafi viðræðnanna bað bandalagið okkur um að kynna sameiginlega afstöðu EFTA í ýmsum veigamiklum málum sem vinnuhóparnir fjalla um fremur en að endurtaka það sem þegar er vitað um afstöðu einstakra EFTA- ríkja. Þessari áskorun var tekið af EFTA og við höfum síðan í þessum könnunarviðræðum sýnt fram á möguleika EFTA-ríkjanna til að koma fram sem samhljóða heild. I viðræðum okkar hefur EFTA í grundvallaratriðum samþykkt að nota „acquis communautaire", þ.e. það sem þegar hefur verið sam- þykkt innan EB sem grundvöll viðræðna um mögulegan samn- ing. Hins vegar verðum við að hafa í huga að til eru svið, þar sem EFTA-ríkin hafa ítarlegri reglur og reglugerðir, og svið þar sem erfitt er fyrir EFTA-ríkin að aðlaga sig reglum bandalagsins að fullu. Til- lit verður að taka til þessara atriða í framtiðarsamningaviðræðum. Vinnuhóparnir hafa skilgreint stöðu mála og jafnframt ákveðna erfiðleika sem finna þarf lausn á í samningaviðræðum. I þessu sam- hengi vil ég minna á að við höld- um öllum möguleikum opnum til að komast að niðurstöðu. Sem dæmi má nefna að vinnuhópur I, sem fjallar um óhindraðan flutn- ing vöru, hefur samþykkt að halda möguleikanum opnum á því hvort fríverslunarsamningur eða tolla- bandalag er betri kostur innan hins evrópska efnahagssvæðis, EES. Tengsl mélefna og____________ lagalegra atriða_____________ Vinnuhóparnir hafa einnig skil- greint hvaða laga- og stofnanaleg- ar spurningar munu koma upp í kerfisbundnara samstarfi með sameiginlegri ákvarðanatöku og stjórnstofnunum. Þessar spurn- ingar eru nú til umræðu í vinnuhóp V. Það er mikilvægt að hafa í huga tengslin á milli mál- efna og lagalegra og stofnana- legra atriða. Vinnuhópurinn um lagaleg og stofnanaleg atriði glímir við mikil- vægt og erfitt verkefni. Án þess að útiloka nokkurn möguleika verð- ur þessi hópur að skoða aðferðir og leiðir til að styrkja stofnanaieg tengsl milli EFTA-ríkjanna og EB að því marki að koma á og efla eðlilega starfsemi evrópska efna- hagssvæðisins. Þær lausnir sem finna þarf í þessu kerfisbundna samstarfi verður að vera byggt á gagnkvæmu trausti auk jafnvægis á milli réttinda og skyida. I því skyni að draga saman helstu atriðin, mun vinnuhópur V athuga fram í miðjan október nk. eftirfarandi lagaleg atriði: Bein réttaráhrif, eftirlit og fullnustu sameiginlegra reglna og sam- ræmda túlkun, leiðir til lausnar deilumála, svo og skipulag og að- ferðir við ákvarðanatöku innan evrópska efnahagssvæðisins. Þessari vinnu er stjórnað af sam- eiginlegri stjórnarnefnd EFTA og EB sem leggja á fram tillögur um ramma og umfang mögulegra samninga innan EES. Gerð og innihald þeirra valkosta sem fyrir liggja verða kynntir ráðherrum EFTA í lok október sem leggja pól- itískt mat á þá. Framkvæmda- stjórn EB mun fyrir sitt leyti kynna niðurstöður könnunarviðræðn- anna fyrir aðildarríkjum þess. Búist er við að næsti sameiginlegi ráðherrafundur EFTA og EB sem haldinn verður í desember veiti samþykki sitt til að hefja samn- ingaviðræður. Félagslegu þmttirnir__________ óaðskiljanlegur hluti_________ Efnahagsþróun í Vestur-Evrópu hefur verið mjög jákvæð á undan- förnum árum, að hluta til vegna þess hvata sem felst í þeirri von að áætlun um innri markað EB verði árangursrík. Við megum þó ekki horfa framhjá því að félagslegt og svæð- isbundið ójafnvægi er enn til stað- ar. Eitt af markmiðum samvinnu EFTA og EB verður að sjálfsögðu að draga úr þessu ójafnvægi. Eg var þar af leiðandi mjög ánægður með að heyra um fyrstu EFTA-EB ráðstefnuna um félagslega þætti, sem haldin verður að frumkvæði EFTA í Osló í byrjun nóvember nk. Við vonum að þetta verði upphaf- ið að viðræðum á þessu sviði, sem er óaðskiljanlegur hluti af nánari efnahagslegum samruna. Á undanförnum árum hafa um- hverfismál verið meira í sviðsljós- inu en nokkru sinni áður. Það er ósk mín að nú verði vonir almenn- ings í löndum okkar í auknum mæli en áður framkvæmdar á raunhæfan hátt. Stofnun umhverf- isstofnunar Evrópu yrði jákvætt skref í þá átt og EFTA-ríkin hafa hug á fullri þátttöku í því starfi. Á allmörgum þeim sviðum sem ég hef nú nefnt hefur Evrópuráðið miklu hlutverki að gegna. Eg er því fullviss um að Evrópuráðið muni að sínu leyti leggja mikið af mörkum við framkvæmd þessara markmiða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.