Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						AIÞYÐUBUBIB
Þriöjudagur 17. október 1989
STOFNAÐ
1919
155. tbl. 70. árg.
Könnunarviörœöur EFTA og EB:
Koma Mitterands undir-
strikar vilja Frakka
Frakkland sem formennskulandEvrópubandalagsins hef-
ur þar meö sett það í forgangsröd aö ná árangri í viörœö-
unum á meöan þaö fer meö forystu, segir Jón Baldvin
Hannibalsson utanrikisrádherra og formaöur ráöherra-
nefndar EFTA.
Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráð-
herra og formaður ráð-
herranef ndar EFTA, Frí-
verslunarsamtaka Evr-
ópu, sagði aðspurður í
samtali við Alþýðublaði i
gær að koma Francois
Mitterands      forseta
Frakkalands hingað til
lands þann 17. nóvemb-
er undirstriki það að for-
mennskuland Evrópu-
bandalagsins, Frakk-
land, hafi þar með sett
það í forgangsrðð að
ljúka könnunarviðræð-
um við EFTA og ná ár-
angri í þeim á meðan
Frakkland fer með for-
ystu.
„í annan stað þá má segja
að með heimsókn Mitter-
and og Dumas (utanríkis-
ráðherra Frakklands) sé
það undirstrikað að Frakk-
land lítur á það sem stór-
pólitískt mál að ná þessum
næsta áfanga við útvíkkun
hins sameiginlega mark-
aðssvæðis Evrópu. Enda er
það kunnugt af þeirra mál-
flutningi að þeir líta á þetta
sem fyrsta skrefið í þá átt
að Vestur-Evrópuríkin geti
lagt saman efnahagslegan
og pólitískan styrk sinn til
þess að stíga næstu skref í
þá átt, að rétta hjálparhönd
þeim þjóðum í Mið- og
Austur-Evrópu sem nú eru
sem óðast að rísa upp úr
rústum þess stalíníska kerf-
is sem var þröngvað upp á
þá í stríðslokin og byggja
upp markaðskerfi og pólit-
ískt lýðræöi. Binda þar
með endi á niðurstöður
tveggja heimsstyrjalda sem
enduðu með tvískiptingu
Evrópu. Það er kunnugt að
Frakkar eru mjög sögulega
þenkjandi           um
Evrópumálefni, sér > lagi er
vitað að forseti Frakklands
er öllum öðrum fremur
hugsandi á þeim nótum.
Hinn pólitíski þáttur þessa
máls er rækilega undir-
strikaður með því að Frakk-
ar taka svo afgerandi for-
ystu," sagði Jón Baldvin við
Alþýðublaðið í gær.
A fundi ráðgjafarnefndar
EFTA í Genf í gær lýsti Jón
Baldvin     Hannibalsson
þeim árangri sem náðst
hefur í könnunarviðræðun-
um og skýrði frá niðurstöð-
um hvers starfshóps fyrir
sig. Að sögn Jóns hefur sá
starfshópur sem fjailað hef-
ur um fríverslun með vörur
einkum stillt upp tveimur
valkostum. í fyrsta lagi að
stefnt verði að samningum
um mikla útvíkkun þeirra
samninga sem hvert EFTA-
Jón Baldvin: Viðræður hafa
gengiö betur en bjartsýn-
ustu menn þorðu aö vona.
ríki hefur við EB. Hinn kost-
urinn er að stefna að tolla-
bandalagi, sem myndi ein-
faldlega þýða afnám allra
tolla í innbyrðisviðskiptum
þessara landa. Landa-
mæraeftirlit yrði væntan-
lega lagt niður og eins
myndi það líklega þýða
skuldbindingu um sam-
ræmda viðskiptastefnu
gagnvart þriðja aðila. „Trú-
lega verður fyrri kosturinn
fyrir valinu, en búast má
við að með árunum þróist
þetta yfir í tollabandalag,"
sagði Jón Baldvin.
Hvað varðar fríverslun
með fisk sérstaklega hefur
Jón Baldvin lagt áherslu á
að fá viðurkennda grund-
vallarregluna        sem
EFTA-ríkin náðu sam-
komulagi um í Osló í vor.
Varðandi starfshóp tvö,
hafa EFTA-ríkin náð sam-
komulagi um grundvallar-
atriðin, þ.e. að stefna að
frjálsu flæði fjármagns og
því að afnema hindranir á
sameiginlegri fjármagns-
þjónustu á svæðinu öllu.
Sama niðurstaða er um rétt
manna til búsetu og starfa,
þar hefur tekist samkomu-
lag um meginreglu. íslend-
ingar hafa hins vegar kom-
ið á framfæri fyrirvörum
hvað þetta varðar, en það
eru sömu fyrijvarar og
giltu þegar íslendingar
gerðust aðilar að norræna
vinnumarkaðnum. Þeir
fyrirvarar fela í sér heimild
Islendinga til að takmarka
innflutning fólks, ef sýnt er
að það kunni að raska jafn-
vægi á vinnumarkaðnum.
Fjórði hópurinn er um
samstarfsverkefni, á sviði
æðri menntunar, um að-
gang námsmanna að há-
skólum og fleira. Jafnframt
var fjallað sérstaklega um
félagsleg réttindamál, sér í
lagi launþega og starfs-
fólks, að því er varðar að-
gang að tryggingakerfum
og starfsréttindi. Jón
Baldvin gerði einnig grein
fyrir slarfi fimmt;> hópsins
sem fjallaði nm breytingará
lögum og stofnunum. Því
starfi er ekki lokið, en meg-
inhugmyndir snúast um að
móta hvernig fyrirhugaður
samningur mun líta út svo
og tryggja samræmda
framkvæmd hans og úr-
skurð deilumála. Jón Bald-
vin sagðist bjartsýnn um að
starfinu Ijúki á þeim tíma
sem stefnt hefur veríð að
og þegar hefði starfið geng-
ið mun betur en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona.
Eiginlegar samningavið-
ræður eiga því að geta haf-
ist strax á næsta ári.
Formennska utanríkisráöherra hjá EFTA:
Stíf fundahöld til lolca árs
Framundan eru mjög stíf
fundahöld hjá Jóni Bald-
vin Hannibalssyni utan-
ríkisráðherra og formanni
ráðherranefndar EFTA,
Fríverslunarsamtaka Evr-
ópu.
I gær hófst fundur ráðgjafa-
nefndar EFTA í Genf í Sviss
og stendur hann einnig í dag.
í þeirri nefnd eiga sæti full-
trúar vinnumarkaðarins og
gegnir Ólafur Davíðsson
hagfræðingur formennsku í
nefndinni. A fundi nefndar-
innar í gær var Ólafur kjörinn
formaður þriðja árið í röð.
Jón Baldvin skýrði ráðgjafar-
nefndinni í gær frá stöðunni í
könnunarviðræðum EFTA
og Evrópubandalagsins, eins
og greint er frá í annarri frétt.
¦ Opinber vinnuheimsókn
Vigdísar Finnbogadóttur for-
seta til Sviss hefst í dag og í
tengslum við þá heimsókn
verður tveggja tíma viðræðu-
fundur utanríkisráðherra og
Delamuraz forseta Sviss, en
auk þess að vera forseti þetta
árið er Delamuraz efnahags-
og atvinnumálaráðherra og
heyra því EFTA-málefni undir
hann. Svisslendingar og ís-
lendingar hafa löngum átt
gott samstarf innan EFTA og
sagði Jón Baldvin í samtali
við Alþýðublaðið að þessi
fundur yrði mikilvægur til
þess að samræma sjónarmið í
EFTA-EB viðræðuferlinum.
Á miðvikudag er boðað til
fundar formanna jafnaðar-
mannaflokka Norðurlanda
ásamt með forsetum alþýðu-
sambanda, SAMAK, í Osló.
Meginmál þess fundar er um-
ræða um þátttöku Norður-
landa innan EFTA í viðræð-
um við EB og hefur Jóni Bald-
vin verið falið hafa framsögu
á þeim fundi.
Frá Osló heldur utanríkis-
ráðherra til Dyflinnar á
fimmtudag, þar sem hefst
tveggja daga ráðstefna sem
er boðað til af lagadeild Trin-
ity College þar í borg. Efni
ráðstefnunnar eru þær breyt-
ingar á lögum og stofnunum
sem tillögur eru nú uppi um í
EB/EFTA viðræðunum. Jón
Balvin mun flytja fyrirlestur
sem formaður ráðherra-
nefndar EFTA um niðurstöð-
ur starfshóps 5, sem fjallar
um þessi málefni. Þar verða
jafnframt lagasérfræðingar
beggja bandalaganna, sem
fjalla munu um ýmsa þætti
málsins.
Á laugardag verður síðan
haldið til Genfar á ný, til að
undirbúa viðræður við
Andriessen varaforseta EB,
en Jón Baldvin mun gefa
honum munnlegaskýrslu um
niðurstöður og viðhorf EFTA
að loknum þessum fyrsta
áfanga könnunarviðræðna.
Fundurinn verður \ Strass-
borg á þriðjudag. I millitíð-
inni mun að líkindum verða
tvennt á dagskrá, sagði Jón
Baldvin: í fyrsta lagi hefur
efnahagsmálaráðherra Ung-
verjalands óskað eftir sér-
stökum viðræðufundi um
möguleika Ungverja, sem nú
eru að taka upp markaðs-
kerfi, á nánari tenglsum við
EFTA. Sá lundur verður
sennilega á sunnudag. Jafn-
framt er unnið að því að
koma á fundi með Dumas, ut-
anríkisráðherra Frakklands,
á mánudag til að undirbúa
komu hans og Mitterands for-
seta hingað til lands þann 7.
nóyember.
Óformlegur fundur utan-
ríkisráðherra EFTA-ríkjanna
verður haldinn í Genf þann
27. október. Það er fyrsti
fundurinn sem tekur til um-
fjöllunar     heildarskýrslur
stjórnunarnefndar þessara
viðræðna, en þá eiga starfs-
hóparnir 5 að hafa skilað
lokaskýrslum. Þá gefst ráð-
herrunum kostur á að taka
upp pólitíska umræðu um
stöðu hvers EFTA-ríkis og þá
verður rekið smiðshöggið á
samningsstöðu EFTA gagn-
vart Evrópubandalaginu.
Eftir þann fund mun utan-
ríkisráðherra á ný mæta til
fundar með Andriessen í
Brussel að þessu sinni á
grundvelli skriflegra skýrslna
til að leggja mat á árangurinn
og ræða ágreiningsefni ef
einhver eru. Þá verður á
þeim fundi skipulögð fram-
haldsvinnan það sem eftir er
ársins, en þegar er búið að
tímasetja nokkra fundi til
loka ársins.
Að því loknu heldur Jón
Baldvin til London til við-
ræðna við John Major utan-
ríkisráðherra Breta. Þann
sama dag, 31. október, fer ut-
anríkisráðherra í opinbera
heimsókn til Ungverjalands,
sem stendur í þrjá daga. Þess-
ari fundalotu utanríkisráð-
herra og formanns ráðherra-
nefndar EFTA lýkur því ekki
fyrr en með heimkomu 4.
nóvember til undirbúnings
fundar með Mitterand forseta
Frakklands og franska utan-
ríkisráðherranum.
Frumvarp um
fiskveiðistjórn:
Hörð and-
staða sma-
bátaeigenda
Landssamband smá-
bátaeigenda lýsti sig and-
snúið mörgum þeim hug-
myndum sem koma fram í
drögum að frumvarpi um
fiskveiðastjórnun sem lagt
var fram fyrir síðustu
helgi. Á þingi landssam-
bandsins kom fram hörð
gagnrýni á þá þætti sem
tengjast smábátunum, sér-
staklega á það atriði að út-
hluta skuli mönnum föst-
um aflaheimildum án þess
að tekið sé tillit til afla-
reynslu þeirra.
Landssamband smábáta-
eigenda lýsti líka yfir efa-
semdum sínum varðandi
hugmyndir um að 15 mánuð-
ir skuli líða þar til setja ætti
hámark á fjölda smábáta í
landinu. Telur sambandið að
þetta muni aðeins verða til
þess að mikill kippur komist í
smíði og sölu þessara báta.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8