Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						IIHIIIIÍID
Föstudagur 20. okt. 1989
Bjarni R Magnússon borgarfulltrúi:
Skipulögð verði byggð
200 verkamannabústaða
„Óhress meö lina afstööu stjórnar Verkamannabústaða"
segir Bjarni. Lagöi fram bókun vegna þess aö Búseti heföi
ekki fengiö lóö fyrir 105 íbúöa fjölbýlishús.
Bjarni P. Magnússon,
borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, lagði í gær
fram tillögu fyrir borg-
arstjórn þess efnis að
borgarskipulagi verði
falið að hefja þegar í stað
viðræður við stjórn
Verkamannabústaða í
Reykjavík um úthlutun
og skipulagningu á
svæði fyrir að minnsta
kosti 200 íbúðir. Þá lagði
Bjarni f ram bókun vegna
neikvæðrar afgreiðslu á
umsókn Búseta um lóð
undir fjölbýlishús.
„Ég lagði í vor fram til-
lögu í borgarráði um að
borgin úthlutaði 200 lóðum
til stjórnar Verkamannabú-
staða, þannig að hægt yrði
að tvöfalda framboðið á
íbúðum á næsta ári. Stjórn
Verkamannabústaða sendi
umsögn, sem ég var af-
skaplega óhress með. Ég er
óánægður með þessa linu
afstöðu í Ijósi þess að um-
sóknarfjöldi hefur tvöfald-
ast úr um 700 í nærri 1.300
á tveimur árum. Þeir virð-
ast telja nóg að auka þetta
um 30—40 íbúðir, sem er út
í hött. En einn liður í um-
sögninni var hugmynd um
að borgaryfirvöld veittu
þeim möguleika á svæði
þar sem þeir gætu skipu-
lagt byggingu a.m.k. 200
íbúða. Eg hef ákveðið að
taka stjórnina á orðinu og
flyt því þessa tillögu" sagði
Bjarni í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
Hvað Búseta varðar ligg-
ur fyrir að borgin var að út-
hluta lóðum undir hátt í
300 íbúða fjölbýlishús.
Bjarni lét í gær bóka mót-
mæli sín „við þeirri stefnu
að jafn fjölmennt áhuga-
mannafélag borgara sem
Búseti er skuli ekki njóta
jafnræðis á við aðra aðila
og á það þá einkum við um
byggingaverktakabrans-
ann" sagði Bjarni. Búseti
sótti um lóð undir 105
íbúða fjölbýlishús. í skoð-
anakönnun innan félagsins
kom í Ijós að 75% félags-
manna óski eftir því að búa
í Reykjavík. „Sem þýðir að
um 3.000 Búsetamenn
óska eftir því að fá íbúð í
Reykjavík og það sýnir
kannski hráskinnaleikinn í
málatilbúnaði meirihlut-
ans, þegar hann heldur því
fram að það sé til nægt
lóðaframboð í Reykjavík,
þegar 3.000 aðilum er í
engu sinnt" sagði Bjarni.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra:
Afvopnun í höfunum
Því meiri árangur íafvopnun á heföbundnum vopnum þeim mun meira freist-
andi er fyrir stórveldin að halda mordtólum sínum í og á hófunum.
meginlandi  Evrópu  með
kjarnavopn og hefðbundin
Jón Baldvin Hannibals-
son    utanríkisráðherra
segir að því meiri árangur
sem  næst  í afvopnun á
Skóflustungan tekin í gœr:
Fyrstu kaupleiguíbúðir
höfuðborgarsvæðisins
í gær hófst í Kópavogi
bygging fyrstu kaupleigu-
íbúðanna á höfuðborgar-
svæðinu. Jóhanna Sigurð-
ardóttír, félagsmálaráð-
herra tók þá fyrstu skóflu-
stunguna að nýju fjölbýlis-
húsi sem reist verður við
Trönuhjalla 19.—23. í hús-
inu verða 24 íbúðir en nú
þegar hefur verið tekin
ákvörðun um byggingu 40
kaupleiguíbúða í Kópa-
vogi.
Kaupleiguíbúðir eru nýj-
ung hérlendis og voru veru-
lega umdeildar þegar laga-
frumvarp um þetta húsnæðis-
form var til umræðu á Al-
þingi. Allnokkuð hefur verið
byggt af kaupleigu íbúðum
víða um land að undanförnu,
en íbúðirnar við Trönuhjalla
eru þær fyrstu sem byggðar
eru á höfuðborgarsvæðinu.
Þessar íbúðir verða fjár-
magnaðar með lánsfé úr
Byggingarsjóði verkamanna
og heyra því til hinum félags-
lega hluta kaupleigukerfisins.
Síðar er áformað að byggja
og kaupa alls 16 almennar
kaupleiguíbúðir í Kópavogi.
í kaupleigukerfinu geta
íbúar valið um hvort þeir vilja
kaupa íbúðir sínar eða leigja
þær. Akvörðun um það verð-
ur þó að taka í upphafi, þar
sem leigan fæst ekki endur-
greidd ef ákvörðun um kaup
er tekin síðar.
vopn þeim mun meira
freistandi sé fyrir stór-
veldin „að halda þessum
morðtólum sínum í og á
höfunum."
Jón sagði í viðtali við Al-
þýðublaðið í gær að vegna
þessa væri sérstök ástæða
fyrir þær þjóðir sem eigi þar
mestra hagsmuna að gæta,
að undirbúa að þetta eina
svið afvopnunarmála sem
ekki hafi verið tekið á hingað
til verði tekið til alvarlegrar
umræðu og könnunar.
„Ég tel að við eigum að
miða við að undirbúningur sé
það vel á veg kominn og mat
lagt á helstu tillögur sem til
greina þykja koma til að auka
öryggi á og í höfunum að, það
þurfi ekki að líða langur tími
frá því að t.d. er skrifað undir
afvopnunarsamninga um
hefðbundin vopn til að hægt
verði að snúa sér að höfun-
um, enda eru það flókin mál
og erfið og þurfa mjög vand-
aðan undirbúning sem tekur
langan tíma. Það er ekki eftir
neinu að bíða."
Jón sagði að vitað væri að
engu breytti í þessu sam-
bandi að dregið hafi úr um-
ferð kafbáta beggja aðila í ná-
munda við ísland undanfarin
ár — þannig hefði uppbygg-
ing kjarnorkuknúinna kaf-
báta ekki stöðvast.
„Fækkun sovéskra herflug-
véla og kafbáta við ísland
bendir fyrst og fremst til þess
að efnahagur Sovétríkjanna
sé slíkur að þeir hafi ekki efni
á því að gera þetta út. Þetta er
meginskýringin, sem á sér-
staklega við um kafbátaflot-
ann, en í annan stað er um
breytta tækni að ræða, þeirra
langdrægu eldflaugar ná
mun lengra en áður þannig
að þeir þurfa ekki eins að
vera á ferli á úthöfunum til að
vera í nánd við sín fyrirhug-
uðu skotmörk. Þannig að
ástæðurnar eru bæði já-
kvæðar og neikvæðar" sagði
Jón Baldvin.
VEÐRIÐ
ÍDAG
Heldur hægari norðaustan
átt á landinu öllu. Rigning
Norðanlands en úrkomu-
litið syðra. heldur hlýn-
andi veöur.
Fólk
I dag er fimmtug
Kvennalistakonan og
þingkonan og ritstýran
fyrrverandi Kristín Hall-
dórsdóttir, sem nýlega
var skipuð formaður
Ferðamálaráös. Kristín
ætlar að verða að heiman
á afmælisdaginn, nánar
tiltekið í Amsterdam,
ásamt eiginmanni sínum,
Jónasi Kristjánssyni, rit-
stjóra DV „Ég ætla að
eiga þetta afmæli prívat
og persónulega og láta
Jónas, sem ég hitti mjög
sjaldan núorðið, hjálpa
mér að stíga yfir þessi erf-
iðu landamæri. Við tök-
um með okkur ferðabók-
ina „Ævintýralega Amst-
erdam". Höfundur téðrar
bókar er téður Jónas, en
myndatöku annaðist téð
Kristín!
•
Um næstu áramót læt-
ur af störfum að eigin ósk
forstöðumaður Orðabók-
ar Háskólans, Jón Adal-
steinn Jónsson. Þetta eru
mikil tímamót hjá Jóni,
sem starfað hefur hjá
Orðabókinni í 34 ár, þar
af sem forstöðumaður í
áratug. Jón mun reyndar
áfram starfa við sérstök
verkefni hjá Orðabókinni
og heldur áfram með
þættina um íslenskt mál,
ásamt Gudrúnu Koaran
og Gunnlaugi Ingólfssyni.
Að sögn Jóns hefði hann í
sjálfu sér átt að vera hætt-
ur fyrir löngu „sam-
kvæmt 95 ára reglunni",
en Jón verður sjötugur á
næsta ári. „Ég sest ekki í
helgan stein, en losna við
ábyrgðina og verð þá
ábyrgðarlaus — nema
gagnvart  sjálfum  mér."
I umræðunum á Al-
þingi um heimildalausar
fjárveitingar, sem Ftílmi
Jónsson sjálfstæðismað-
ur hóf máls á, var nokkuð
talað um húsakaup og
húsaframkvæmdir. Stef-
án Valgeirsson fékk sína
sneið og var undrandi á
Pálma — orð hans yrðu
geymd en ekki gleymd.
Ásgeir Hannes Eiríksson
greip tækifærið og sagði
að dagskrárliðinn mætti
kalla „Snaran í húsi
hengda mannsins". Hann
skoraði á fjármálaráð-
herra að veita upplýsing-
ar um kaup og notkun á
Víðishúsinu við Lauga-
veg, á húseign Mjólkur-
samsölunnar þar skammt
frá og síðast en ekki síst
um „Flugstöðina, þetta
Matthýsi okkar allra, sem
er eins konar viðhafnar-
skrifstofa, kosningastofa
fyrir einn ágætan ónefnd-
an stjórnmálaflokk með
þetta 25% kjörfylgi".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8