Alþýðublaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 1
Flokksstjórn A Iþýöuflokksins: Vill frestun a virðis- aukaskatti Á fundi sínum á laugar- daginn var samþykkti flokkstjórn Alþýðuflokks- ins einróma að fresta bæri gildistöku virðisauka- skattsins. Fundurinn hét á ráðherra og þingflokk að vinna að því að gildistöku yrði frekstað til 1. júlí 1990 þannig að tryggja mætti viðunandi kynn- ingu og vel heppnaða framkvæmd. Á sama fundi var ályktað um máiefni Austur-Evrópu og flokksstjórnin lýsti sig afar ánægða með þróun mála á þeim vettvangi, sérstaklega í Austur-Þýskalandi, þar sem ógnarminnismerkið um að- skilnaðinn, sjálfur Berlínar- múrinn, riðar til falls eftir að hafa stíað sundur og skilið að í 28 ár þjóðir þýska ríkisins. Vátryggingarfélögin: Ber að endurgreiða söluskatt Fjárm^laráðherra full- yrti í utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær að trygg'ngafélögum bæri að endurgreiða viðskiptavin- um sínum söluskatt af þeim tryggingum sem þeg- ar hafa verið greiddar og teygja sig yfir á næsta ár. Vátryggingar munu ekki að bera virðisaukaskatt en hingað til hefur verið greiddur 25% söluskattur af þeim. Það var Jóhann Einvarðs- son úr Framsóknarflokki sem hóf umræðuna og vildi fá fram skýr svör við því hvern- ig færi með þann skatt af ið- gjöldum trygginga sem greiddur hefði verið fyrir næsta ár. Jón Baldvin um gildistöku virdisaukaskattsins: Mikilvægt að fram- kvæmdin takist vel Engin ástœöa til frestunar, segir Sighvatur Björgvinsson Sighvatur Björgvins- son alþingismaður og formaður fjárveitingar- nefndar segist ekki sjá nokkra ástæðu til að fresta gildistöku virðis- aukaskattsins, miðað við þær upplýsingar sem hann hefur um gang undirbúnings í málinu. Þetta sagði Sighvatur við Alþýðublaðið í gær eftir að utandagskrárumræð- um um málið lauk á Al- þingi í gær. Sighvatur segir að kynningarstarf gagnvart þeim hópum skattgreiðenda sem koma til með að greiða virðisaukaskatt sé kom- ið lengra en menn átti sig á. Hins vegar sé alltaf álitamál hvort og hve- nær kynning á máli sem þessu sé nógu góð. Greinilegt er að nokkur ágreiningur er innan stjórnarflokkanna um það hvort halda beri fast við fyrirhugaða gildistöku virðisaukaskattsins um næstu áramót. í gær var málið rætt utandagskrár á Alþingi og svo virðist sem meirihluti sé fyrir því á þinginu að fresta gildistök- unni. Jón Baldvin Hanni- balsson sagði í umræðunni að mikilvægast væri að framkvæmdin yrði eins og best væri á kosið og hann benti á að þeir sem um mál- ið myndu fjalla, þ.e. endur- skoðendur og starfsmenn á skattstofum væru ákaflega uppteknir um áramót en hefðu betri tíma til að fást við málið á miðju ári. Það var Halldór Blöndal þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sem hóf umræð- una í kjölfar samþykktar flokkstjórnar Alþýðu- flokksins á laugardaginn. Halldór sagði að samþykkt- in staðfesti óeiningu og klofning meðal stjórnar- flokkanna um málið, auk þess sem samþykktin væri vantraust á fjármálaráð- herra. Halldór sagðist telja einsýnt úr því sem komið væri að fresta bæri gildis- töku skattsins. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra ítrekaði að virðisaukaskatturinn tæki gildi um næstu ára- mót. Framganga málsins væri enda í samræmi við verkáætlun. Þegar væri bú- ið að semja tvær reglugerð- ir og von væri á fimm á morgun (í dag) og þremur í næstu viku. Það væri því ekki hægt að segja að stæði á framkvæmdinni. Jón Baldvin Hannibals- son sagði að ekki væri neinn ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um skatt- inn. Samþykkt flokkstjórn- ar Alþýðuflokksins væri á engan hátt vantraust á fjár- málaráðherra. Jón Baldvin benti hinsvegar á að enn hefði ekki verið tekin af- staða tii ákveðinna ágrein- ingsmála innan stjórnar- innar en taldi jafnframt að það yrði ekki vandkvæð- um bundið að ná sam- komulagi um þau. Jón sagði að mestu skipti að tryggt væri að fram- kvæmdin væri eins og best yrði á kosið, um það snerist málið í raun og veru. Guð- mundur Ágústsson Borg- araflokki sagði að hann gæti vel unað við frestun ef af henni leiddi að tekin yrðu upp 2 skattþrep, Sig- ríður Lilý Baldursdóttir Kvennalista sagði hinsveg- ar að fresta bæri gildistöku virðisaukaskattsinn um alla framtíð. Eyjólfur Kon- ráð Jónsson sagði að sér virtist sem þetta upphlaup krata væri til komið aðeins vegna þess að sveitarstjórn- armenn innan flokksins óttuðust að það myndi skaða málstað flokksins í þeim sveitarstjórnarkosn- ingum sem fram fara á næsta ári. Það er enn uppi ágreing-. ur um hvaða matvörur skuli lenda í lægra skatt- þrepi, hvernig skuli fara með endurgreiðslu virðis- aukaskatts til húsbyggj- enda og ekki er enn komin útfærsla hvernig farið verð- ur með skattlagningu á sjávarútveg og landbúnað. Einnig hafa menn ekki tek- ið ákvörðun um hvort virð- isaukaskattur verði lagður á bækur, blöð, Ijósvaka- miðla og tímarit svo nokk- ur dæmi séu tekin. Stungið saman nefjum við utandagskrárumrœðu á Alþingi í gær. Fremst á myndinni getur að líta ráðherrana Jón Bald- vin og Jón Sigurðsson. Að baki Jóni Baldvin situr Halldór Blöndal alþingismaður sem fór fram á umræðuna um giidis- töku virðisaukaskattsins og hvort henni verði frestað. Lífeyrissjódur Vesturlands: Það verður engin lögreglurannsókn Ríkissaksóknari sér ekki ástæðu til að láta fara fram lögreglurannsókn á fjárreiðum Lífeyrissjóðs Vesturlands. Bréf þessa efnis var fyrir helgina sent þeim þremur verkalýðsfé- lögum á Vesturlandi sem kærðu lífeyrissjóðinn til saksóknara í september. „Ég harma það að saksókn- ari hefur komist að þessari niðurstöðu", sagði Jón Agnar Eggertsson, formaður verka- lýðsfélagsins í Borgarnesi í samtali við Alþýðublaðið í gær. Jón kvaðst ekki hafa fengið úrskurðinn í hendur fyrr en fyrir fáum mínútum og því ekki reiðubúinn að tjá sig um framhald málsins. Jón sagði að í bréfi saksóknara væri ekki minnst einu orði á það atriði málsins sem varð- aði ábyrgð endurskoðenda vegna ársreikninga lífeyris- sjóðsins fyrir árið 1984, en þeir fengust ekki samþykktir, vegna grunsemda um að þeir væru rangir. Jón kvaðst enn- fremur telja það mikilvægt að fram færi hlutlaus rannsókn á starfsemi fyrri ára. „Við mun- um funda um þetta og ég býst við að niðurstaðan verði sú að við gerum eitthvað", sagði hann. Talsverð óreiða hefur ríkt í málefnum Lífeyrissjóðs Vest- urlands árum saman. Þannig hefur ársreikningurinn fyrir árið 1984 ekki fengist sam- þykktur og reikningar ekki verið lagðir fram fyrir árin 1985-1988. Yfirlit um greiðslu sjóðfélaga hafa ekki verið send út um árabil og um fjögurra ára skeið voru ekki haldnir fulltrúaráðsfundir. Þá töldu kærendurnir einnig að bókhaldsóreiðan hefði kost- að sjóðinn verulega fjármuni í greiðslum til endurskoð- enda. í úrskurði þeim sem ríkis- saksóknari sendi frá sér fyrir helgina, er kærunni í raun vísað frá. Að hluta til telur saksóknari að flestir kærulið- ir varði innri málefni sjóðsins með þeim hætti að „eigi verður séð að um refsiverða háttsemi stjórnarinnar hafi verið að ræða. Að öðru leyti segir saksóknari í bréfi sínu að nú liggi fyrir ársreikningar til ársloka 1987 og ársreikn- ingur fyrir 1988 sé á leiðinni. Að þessu athuguðu þykir Rik- issaksóknara ekki efni til að stofna til opinberrar rann- sóknar á málefnum sjóðsins á þeim grundvelli sem fram er settur í kærubréfinu. í sumar fór fram rannsókn á fjárreiðum Lífeyrissjóðs Vesturlands á vegum fjár- málaráðuneytisins. Gunnar Zoega, endurskoðandi, vann þetta verk og skilaði skýrslu sinni í september. Gunnar gerði ýmsar athugasemdir við starfsemi sjóðsins, eink- um að því er varðaði ávöxtun fjármagns. í skýrslu hans kom fram að 25 milljónir af eignum sjóðsins væru ávaxt- aðar á almennum sparisjóðs- bókum, en slíkar bækur gefa iðulega af sér neikvæða raun- vexti. Forystumenn verka- lýðsfélaganna þriggja sem kærðu sjóðsstjórnina til Rík- issaksóknara, töldu skýrsl- una þó ekki fullnægjandi og héldu því kærunni til streitu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.