Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 18. nóv. 1989 ísland og Evróba Með Roland Dumas, utanrikisráðherra Frakka. Sem kunnugt er hefur Jón Baldvin Hannibalsson verið formaöur ráðherranefndar EFTA síðari hluta ársins 1989, en aðildarlöndin skiptast á þessari formennsku, hálft ár í senn og lýkur því formennsku- tíð íslands um áramótin nk. Til að gefa lesendum hugmynd um það sem utanríkisráðherra hefur fengist við á þessum tíma, og um leið þá áherslu sem lögð er á það innan EFTA og EB að samstarfið aukist, birtir Alþýöublaðið til fróðleiks skrá yfir helstu fundi og ferðir utanríkisráðherra á vegum EFTA í einn mánuð, frá 15. okt- óber—15. nóvember. 16. október — Fundur utanríkis- ráðherra með ráðgjafanefnd EFTA, en Ólafur Davíðsson er for- maður þeirrar nefndar sem er skipuð hagsmunaaðilum í hverju landi. Þann fund sóttu allmargir ís- lenskir fulltrúar, t.d. frá iðnrekend- um, vinnuveitendum, BSRB, ASÍ og fleirum. 19. október— Utanríkisráðherra ræðir við hinn nýja utanríkisráð- herra Norðmann, Kjeld Bondevik og ráðfærir sig í sömu ferð við leiðtoga jafnaðarmannaflokk-. anna á Norðurlöndunum. 20. október — hittir utanrikis- ráðherra íra, Gerry Collins í Dyfl- inni, þar sem EFTA-EB málin voru rædd, en þessar viðræður voru lið- ur i þvi verkefni formanns ráð- herraráðs EFTA að ræða við sem flesta af utanríkisráðherrum EB-landanna. írar taka við forsæti í EB af Frökkum um áramótin. Jón Baldvin notaði tækifærið á fundin- um með Collins einnig til að ræða sérstök málefni íslands og írlands, svo sem nýtingu auðlinda á Hatt- on-Rockall svæðinu. 21. október— Fram fer í Dyflinni mikil ráðstefna um lagalegar hlið- ar EFTA og E^B samstarfsins þar sem saman voru komnir allir helstu framámenn á sviði laga- legra og stofnanalegra atriða. Þarna var með öðrum orðum ver- ið að ræða um sameiginlegar stofnanir og sameiginleg lög sem á þyrftu að koma til að EFTA og EB-ríkin geti komið á einum innri markaði þar sem sömu lög ríkja í öllum löndunum um sameiginleg málefni. Hvaða lagalegi rammi verði um samstarfið. Utanríkisráð- herra flutti framsöguræðu á þess- um fundi. 22. október — Utanríkisráð- herra til Genfar, hann á fund með aðstoðarviðskiptaráðherra Ung- verjalands, en þess má geta að áð- ur hafði Jón Baldvin átt fund með Póiverjum. Tveimur dögum síðar átti Jón fund með fulltrúum Júgó- slavíu, viðskiptaráðherra og fleir- um. 25. október — Ræðir við Franz Andriessen, aðstoðarfram- kvæmdastjóra EB, og þar voru á dagskránni niðurstöður könnun- arviðræðnanna sem fram höfðu farið meira og minna næsta hálfa árið á undan. Könnunarviðræð- urnar stefndu að því, sem fyrr seg- ir að kanna möguleika á sköpun hins Evrópska efnahagsssvæðis. 26. október — Ræðir við Roland Dumas utanríkisráðherra Frakk- lands í París, í sama tilgangi og áð- ur var með viðræðunum við utan- ríkisráðherra Ira, þ.e. að ræða beint við fulltrúa sem flestra EB- ríkja. Á þessum fundi lýsti Dumas yfir mikilli ánægju með framgang könnunarviðræðnanna. 27.október — Jón Baldvin stjórnar sérstökum óformlegum ráðherrafundi EFTA í Genf, þar sem saman voru komnir ráðherr- ar Evrópumálefna í EFTA-ríkjun- um. Á þessum fundi var lögð fram greinargerð HLSG nefndarinnar og hún rædd. Að auki ræddar hug- myndir Ungverja um hugsanlega aðild að EFTA en engin ákvörðun tekin um málið önnur en sú að kanna það nánar. Á þessum fundi eru mótaðar hugmyndir í sam- ræmi við niðurstöður HLSG-nefndarinnar. 30. október — Jón Baldvin hittir Andriessen aftur og kynnir hon- um afstöðu EFTA-ríkjanna til nið- urstöðu HLSG-nefndarinnar. Þann sama dag hittir Jón utanríkisráð- herra Belgíu og Sviss. 31. október hittir Jón Baldvin Douglas Hird, utanríkisráðherra Breta, nýskipaðan, og staða EB- EFTA rædd, auk málefna land- Ásamt René Felber, utanrikisráöherra Svisslendinga. Jón Baldvin leggur blómsveig aö minnismerki um hetjur Ungverja- lands, í föruneyti hans er Tómas Á. Tómasson sendiherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.