Tíminn - 24.03.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.03.1968, Blaðsíða 1
24 síður TÍMINN RÆÐIR VIÐ GÍSLA Á LÆKJARBAKKA OG ÓLAF í PRESTSHÚSUM Réðu sér varla í mittis- William Westmoreland Westy hverfur heim « NTB-Washington, Saigon, laug- ardag. — William Westmore- land, yfirmaður Bandaríkja- hers í Vietnam, hefur verið leystur frá störfum, frá næsta júlímánuði að telja. Þá tek ur hann við embætti yfir- manns hershöfðingjaráðsins í Pentagon, en það er æðsta tign arstaða í bandaríska hernum. Það var Johnson forseti, sem skýrði frá þessu í gærkvöldi, á blaðamannafundi í Hvíta hús- inu. Johnson sagðist ekki enn hafa valið eftirmann West- morelands i Vietnam. Westmoreland lýsti því yfir í Saigon í dag, að honum þætti fyrir því að þurf^ að fara frá Vietnam, en hann myndi enn sem fyrr reyna að styðja að- gerðir landa sinna í Vietnam eftir megni. Hershöfðinginn vildi ekkert láta uppi um brott farardag sinn, né heldur hver eftirmaður hans yrði. BANASLYS Fp-Reykjavík, laugárdag, Skömmu eftir klukkan sjö í gærkvöldi varð banaslys á afleggj aranum. sem liggur frá aðalvegin uro að Rauðalæk í Rangárvalla sýslu. Helgi Elíasson. 17 ára piltur. var á leið frá Rauðalæk að Brekkum. næsta bæ. þegar dráttar vélin, sem hann var á fór út af Framnala á bls. 11. fonn við björgunarstörf EJ-Reykjavík, laugardag. Ljóst er nú, að á þriðja hundrað ær hafa farizt í snjóflóðunum á Lækjarbakka og Efri-Prestshúsum undir Reynisfjalli í Mýrdal. Unn- ið var að því í gærdag, að bjarga þeim kindum, sem lifandi voru. Mun aðeins um 40 kindum saman lagt hafa verið bjargað. Björgun- arstarfið var mjög erfitt vegna lausasnjóar og ofsaveðurs. Gísli Skaftason bóndi á Lækjarbakka sagði veðrið svo ofsalegt, að þótt menn hefðu verið upp í mitti í snjónum, „þá fukum við eins og korktappar upp úr honum“. Taldi hann, að tjón hjá sér væri hátt í eina milljón króna. Tjónið á Prestshúsum mun eitthvað minna, þar sem færri kindur fórust þar og lítið sem ekkert hey eyðilagð- ist. Hér á eftir fara viðtöl, sem blaðið átti í morgun við Gísla í Lækjarbakka og Ólaf Guðjónsson í Efri-Prestshúsum. — Þetta er mikið tjón hjá þér, Gisli? — Já, þetta er gífurlegt tjón. Öll hús þarna eru mélinu smærri. Þá missti ég um 300 hesta af fyrsta flokks heyi, það fór allt út í veður og vind. Og svo fóru 130 ær, allt tvílemibur. Ég hef áætlað tjónið lauslega, og þá gert ráð fyrir að ég myndi kaupa efni og vinnu við að koma þessum hús- um upp aftur, og fer þá tjónið upp undir milljón krónur. — Þarna voru 150 kindur? — Já, og 20 eru lifandi. Við náðum 23 lifandi úr snjóflóðinu, en ein hefur drepizt síðan, og tvær eru í andaslitrunum. Það mátti þakka fyrir að fá 2—3 út úr þessum ósköpum. — Voru þetta mörg hús? — Það eru tvö rennuhús, sem stóðu þarna saman, og svo skúr vestan við, og eins tvær hlöður, sem stóðu þar fyrir aftan. Snjó- flóðið kom á hlið húsanna, og þetta færðist allt saman af stað og fór eina 500 metra niður. Þetta voru níðsterk l>ús og mikið viðuð, en eru nú mölbrotin og ónýt. — Þið voruð svo í gærdag að reyna að bjarga kindunum? — Já, við vorum þarna á með- an við gátum og meira en það. því að veðrið var svo mikið — Framhald a bls. 11. FegurSardísirnar, er þær komu fram á sundbolum í gærkvöld. T. f. v. Gunnhildur Ólafsdóttir, Hrefna Stein- þórsdóttir, Jónína Konráðsdóttir, Helga Jónsdóttir og Helen Knútsdóttlr. (Tímamynd: Gunnar). FEGURDA RDR0 TTN/NG VERÐUR VALIN ÍKVÖLD GÞE-Reykjavík. laugardag. { Fyrri hluti fegurðarsamkeppn-l innar fór fram í Lídó í gærkveidi.j en sá síðari fer fram á morgun,' og verða úrslit þá kunngjörð kl.j 11.30. Kolbrún Einarsdóttir fyrrv, i fegurðardrottning krýnir þá, sem! hlýtur titilinn Ungfrú ísland sam I kvæmt vali 7 dóntenda, sem eru Karólína Pétursdóttir starfandi hjá Loftleiðum, Ásmundur Sigur! jónsson blaðamaður við Þjóðvilj ann, Ragnar Lár blaðamaður við Vísi, Geir Gunnarsson hjá Nýjum j vikutíðindum. Jóhanna Kristjóns-j dóttir frá Morgunblaðinu, Guðrúnj LAXÁRLEIGAN ER SVIPUD OG í FYRRA OÓ-Reykjavík, laugardag. Leiga á laxvciðiám verður að öllum líkindum svipuð og í fyrrasumar. Nokkrir aðilar hafa þegar endurnýjað leigu á ám, i nokkrum tilfellum hefur leigan hækkað lítilsháttar, en oftast er htin hin sama og i fyrra, en hefur hvergi lækkað. Þótt þeir heildarleigusamn- ingar sem gerðir hafa verið milli eigenda laxveiðiáa og leigutaka hafi ekki lækkað í ár, og að fremur sé tilhneig- ing til hækkunar. en hitt er ekki ólíklegt að þegar fara á að endurleigja árnar verði leiguverðið ekki eins hátt og í fyrra. Þeir sem þegar eru búnir að leigja ár taka þær yfir iilt veiðþimabilið, og end urleigja síðan hvern dag tíma bilsins. Þeir sem kunnugir eru þess um málum álita að dagsleigan lækki talsvert frá þvi sem ver ið hefur undanfarin ár. Þótt enn sé langt þar til laxveiði hefst í vor eru merki þess að eftirspurnin eftir laxveiði verði daufari í sumar en verið hefur. Enda var búið að spenna verð ið svo hátt að fjöldi manna bókstaflega hafði ekki efni á að leigja sér dag og dag i laxveiðiám og tæpast hafa menn rýmri fjárráð i ár en í fyrra. Egilson frá Tímanum og Helgi Helgason frá Alþýðublaðinu. Það er mjög erfitt að gera upp á milli þessara 5 glæsilegu stúlkna sem allar bjóða af sér góð- an þokkg. V e r ð 1 aumn sem þær hljóta eru svipuð, þátt taka í fegurðarsamkeppni erlend is, auk þess seni Ungfrú ísland fær samkvæmiskjól og 100 doll ara í vasapeninga. og Ungfrú 'Reykjavík fær einnig 100 dollara að auki. Það er frú Sigríður Gunnars dóttir, sem hefur veg og vanda af framkvæmd fegurðarsamkeppn- innar. Hún hefur búið stúlkurnar undir keppnina og mun einnig búa þær undir alþjóðakeppni, þegar þar að kemur. Dagskráin í grkvöldi var þann ig. að kl. 10 lék Ríó trióið. og að leik þess loknum komu stúlkurnar fram á kjólum. Þá flutti Karl Einarsson skemmtiþátt og þvi Framhaid a bls 11 t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.